Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Vantar góða kastara….
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Jóhannesson 14 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.01.2009 at 10:32 #203498
sælir félagar mig vantar góða kastara á jappan hjá mer… hvar fær maður góða kastara sem kosta ekki allan aurin úr buddunni hehe:p
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.01.2009 at 10:53 #636592
það er spurningin?
Félagi minn fékk sér ódýra kastara (15þkr/parið), skrúfaði á bílinn og græjaði. Ég aftur á móti fékk mér strax IPF 2ja geisla (rúm 30 þkr m/öllu).
Félagi minn henti þessum ódýru af eftir fyrsta túr og fékk sér líka IPF 2ja geisla og aldrei verið ánægðari
Að mínu mati er það nóg ljós í langflestum tilfellum og lági geislinn kemur jafnvel í staðinn fyrir þokuljós.
Yfirleitt eru þessi ódýru ljós með spot-geisla en ekki keyrslu(dreifi) geisla og lýsa því mjög takmarkað svæði og illa (miðað við góða kastara).
Eins eru til einna geisla kastarar (t.d. IPF/PIAA) sem eru aðeins ódýrari en 2ja geisla en þú færð mest fyrir peninginn með 2ja geisla að mínu mati.Bragi R3862
07.01.2009 at 11:12 #636594getur maður ekki bara verið með eithverja góða hella kastara með bláugleri????
Með hverju mælið þið í svona kösturum??
07.01.2009 at 11:13 #636596Ég er algerlega sammála síðasta ræðumanni að það borgar sig enganveginn að kaupa eitthvað ódýrt "noname" drasl.
Ég er búinn að prófa það með nákvæmlega sama árangri og lýst er að ofan.
Er líka búinn að prófa fullt af öðrum kösturum. T.d. Piaa, Hella, Lightforce o.s.frv.
Er í dag með 8 stk IPF tveggjageisla ljós, 4 stk gul að framan og 4 stk hvíta punktkastara á toppnum. Er ofboðslega ánægður með gulu ljósin en þau hvítu mættu vera öflugri – ætla að xenonvæða þá við tækifæri.
Benni
07.01.2009 at 11:20 #636598Best buy í dag er klárlega IPF, tveggja geisla á rúmlega 30 þús kr parið hjá Benna með lúminu. Búinn að nota svona í mörg ár á mínum bíl með gulu gleri og er mjög sáttur.
Svo er hægt að Xenon væða þá eins og Benni segir á tiltölulega ódýran hátt ef menn hafa áhuga á því að fá enn betra ljós …
kveðja
AB
07.01.2009 at 11:31 #636600ok eg var með svona gula 2 geisla IPF kastara á gamla jeppanum mínum og þeir eru geggað góðir en eru eingir aðrir kastarar sem eru svipaðir og bara með einum geisla??
07.01.2009 at 15:02 #636602Það er til 130W IPF, með einum geisla, gulum eða hvítum 😉
Kíktu bara til Benna og skoðaðu, þeir eru með töluvert úrval.
Eins eru AT með KC en þau eru talsvert minni (6" að mig minnir) og eitthvað ódýrari en ekki svo.
07.01.2009 at 15:05 #636604Án efa tveggja geisla IPF með gulu dreifigleri. Átti svoleiðis á gamla Hilux og sé mikið eftir þeim. Búið að vera lengi á óskalistanum að henda lélegu kösturunum af Pattanum og kaupa IPF.
07.01.2009 at 16:18 #636606Ég er með 2ja geisla IPF kastara á bílnum hjá mér. Þrátt fyrir að það sé 170w pera í þessu (gul gler), þá er birtan frá xenon ljósunum sem voru sett í aðalljósin svo mikil að ég merki ekki að það sé kveikt á kösturunum. Ef ég væri að velta þessu fyrir mer fengi ég mér frekar HID perur og spenna í staðinn fyrir orginal lýsinguna. Einu skiptin sem ég nota kastarana í dag er lági geislinn þegar svarta þoka eða skafrenningur er (þau virka samt mun verr en IPF "fiskiaugu").
07.01.2009 at 16:27 #636608ég er nu ekki sammála með HID í aðalljósunum lýsi betur en IPF stærri gerðin allavega ekki hjá mér mikill munur á því hvað ipf er mun öflugri
en annars á ég PIAA kastara með guludreifigleri og lúmmi til sölu virka mjög vel eru með háum og láum geisla kostuðu einhverja fúlgu nýjir en aðeins farið að sjá á þeim þannig þeir fara á góðu verði
sendu mér línu á
motionin@msn.com
get sent þér myndir af þeim ef þú vilt 😀
07.01.2009 at 17:49 #636610Er með IPF HID kastara á súper verði núna, þetta eru einna geisla akstursljós og þessi ljós gersamlega rústa bæði IPF 2ja geisla sem og hinum ljósunum hvað afl varðar, við erum búnir að bera þetta allt saman og prufa. Verðið á þessum IPF er 68.000,- fyrir parið með öllu lúmi og takka inn í bíl, koma líka með spenna innbyggða. Kaupfélagið er líka með aðra 9" HID kastara á 49.000,- en ekki jafn vandaða og fyrrnemda IPF og ekki sama afl. Varðandi Xenon í aðalljós þá er mjög misjafnt hvernig það virkar, untantekningarlaust alltaf mikið betur en Halogen en afli er ekki eins úr öllum ljósum þar sem kúplar eru mis góðir svo eru xenon settin líka mjög misjöfn, sum virka bara ekki rasg…. og lýsa meira upp í loftið en niður á vegin, Kaupfélagið er með öflugustu xenon sett sem hækt er að fá í heiminum í dag og eru þau ættuð frá Tiawan ekki kína og eru á flottu verði miðað við gengi. 2ja geisla IPF HID kostar hjá kaupfélaginu núna í dag 77.000,- með lúmi en það þarf að versla það sérstaklega 2ja geisla Halogen hjá Bílabúð Benna kostar í dag með lúmi til 4×4 félaga 48.357,- samkvæmt uppl frá þeim núna rétt áðan…með 4×4 afslætti. HID í 2ja geisla IPF er öflugra en 170w orginal.
07.01.2009 at 22:05 #636612það er eflaust rétt hjá Benna að xenon ljós er ekki það sama og xenon og oftast eru verð og gæði í samhengi. Af því að Elí spurði hvað hann fengi ljós sem ekki kostuðu hvítuna úr augunum, þá fékk ég (varahlut í bilað ljós 😉 hjá þessum strák :
https://old.f4x4.is/new/forum/default.aspx?f … ngar/12502Hann er mjög sanngjarn, minnir að ég hafi borgað 20 eða 20 kall fyrir settið í fyrra (perur og spenna).
07.01.2009 at 22:29 #636614Hefði vissulega átt að taka þetta fram hér á undan en kaupfélags verðið á IPF 2ja geisla með 2ja geisla xenon og menn setja þetta í sjálfir saman (sem flest allir geta gert) þá er verðið á þeim ca 58.000,- þ.e 2 kastarar IPF 2ja geisla ásamt Xenon í þá. EN þetta er ekki öflugasta lausnin en mjög góð ljós enga síður.
Kv.
Stjórinn
08.01.2009 at 09:59 #636616Hvurnig er það Benni – er hægt að skipta út halogen perunum í IPF kösturunum og setja Xenon í staðinn, eða eru þessir kastarar sem ætlaðir eru Xenon eitthvað frábrugðnir gömlu halogen kösturunum?
08.01.2009 at 12:29 #636618Það er ekkert mál að breyta þessum ljósum sem og öllum ljósum og okkar reinsla er sú að þegar við berum saman orginal HID kastarana þá eiga þeir ekki roð í þá breyttu þ.e þessir breyttu eru mikið betri að ÖLLU leiti þá á ég líka við dýru hella ljósin, að nota bara Hella halogen luminator og breyta honum yfir í HID er mikið betra en orginal bæði hvað dreifingu varðar og afl og þú sparar þér fleiri tugi þúsunda í kostnað, einnig annað gott með þessa breyttu í huga, þú gengur ekki að varahlutum vísum í þessum orginal en þú gerir það á þeim breyttu sem og þeir kosta brot af því sem orginal kostar. Í þessu tilfelli á bara orginal ekki roð í þessa breyttu. Sama á við IPF. Það er lítið mál fyrir eins og kaupfélagið að flytja inn kastara sem koma orginal (eins og við höfum líka gert) og bjóða á góðu verði staðreindin er bara sú að þeir eru ekki betri, næst besta lausnin er ekki ásættanleg sér í lagi þegar sú besta er líka ódýrari! Þetta kann að vera skrítið en þetta ER BARA SVONA! við erum búnir að bera þetta allt sama hlið við hlið! Ekki gleyma að kaupfélagið gengur út á að m.a SPARA fyrir meðlimi sína sem eru ansi margir í dag eða tæplega 400 manns! Gríðalega margir eru með ljós frá okkur og við tölum allir saman og spáum mikið í hlutina og það hefur þess vegna myndast gríðaleg þekking á þessu öllu byggð á raunverulegri reynslu alvöru jeppa manna alstaðar af landinu í skíta aðstæðum oft. Við vitum hvað virkar og hvað virkar ekki þegar það kemur að ljósum! það má einnig segja frá því að Kaupfélgið er búið að breyta ansi mörgum ljósum fyrir jeppa menn á undanförnum árum og enn sem komið er hefur ekki komið upp neitt annað en tóm hamingja með það að öllu leiti, það hefur hvorki klikkað pera né spennir þetta bara virkar!
09.01.2009 at 08:11 #636620þannig að það er best að fá ser IPF kastara og drífa þer ekki sondið lánt???
09.01.2009 at 11:21 #636622Sorry, en ég var smá stund að fatta spurninguna, þar sem hún er ekki alveg rétt stafsett.
En jú, þeir drífa alveg nægilega langt, sérstaklega þar sem hraðinn er ekki eins og hjá rallí-bílum.
Ef menn vilja lengri geisla, þá væri hægt að bæta spotkösturum með (mega alveg vera ódýrir ef því er að skipta). Ég myndi bara byrja á þessum og sjá til hvort þig vanti meiri og/eða lengri geisla með.
Persónulega ætla ég að bæta einum IPF kastara við, með einum háum dreifigeisla til að fylla upp í miðjuna og þá ætti næg birta að vera komin fyrir framan bílinn en ég kvarta ekki undan tveimur 😉
Just my $.02
10.01.2010 at 20:14 #636624Áttu 35W 4300 gráðu H4 HID-ljósin nú ? Hvað er endanlegt verð ?
Ágúst
10.01.2010 at 21:16 #636626Hér eru öll verð, held bara að þetta sé allt til á lager:
[b:1czotf7f]Kínaljós[/b:1czotf7f].
2ja geisla 35w, xenon í bæði háa og lága H4-H13-9004 og sambærilegt Kr. 16.800,-
2ja geisla 55w, xenon í bæði háa og lága H4-H13-9004 og sambærilegt Kr. 29.400,-
Einna geisla 35w (fyrir bíla með sér ljós fyrir háa og lága einnig alla kastara Kr. 12.700,-
Einna geisla 55w í eins og Hella, IPF, Britax, Piaa og fl. Kastara Kr. 19.400,-
Einna geisla 70w í eins og Hella, IPF, Britax, Piaa og fl. Kastara Kr. 36.700,-Verð á [b:1czotf7f]Taiwan ljósum [/b:1czotf7f]það vandaðasta sem er til:
2ja geisla 35w, xenon í bæði háa og lága H4-H13-9004 og sambærilegt Kr. 28.650,-
2ja geisla 55w, xenon í bæði háa og lága H4-H13-9004 og sambærilegt Kr. 38.600,-
Einna geisla 35w (fyrir bíla með sér ljós fyrir háa og lága einnig alla kastara Kr. 18.770,-
Einna geisla 55w í eins og Hella, IPF, Britax, Piaa og fl. Kastara Kr. 26.240,-
Einna geisla 70w í eins og Hella, IPF, Britax, Piaa og fl. Kastara Kr. 48.000,-Tilbúnir Kastarar með Xenon Verð miðast við par. Hækt er að velja á milli púnt eða akstursljós.
Hella Luminator Metal 9” 35w. Kr.66.000,-
Hella Luminator Metal 9” 55w . Kr.78.000,-
Hella Luminator Metal 9” 70w. Kr.97.000,-
IPF 35w 8” Spennir innb. Kr.49.000,-
IPF 55w 8” Spennir innb. Kr.77.000,-
IPF 70w 8” Kr.97.000,-
10.01.2010 at 21:20 #636628Es.
Svo er eitthvað til af leitarljósum líka, bara hringja ef einhverjum vanntar uppl.
S:896 6001
12.01.2010 at 02:20 #636630Sælir herrar
Núna langar mig að spyrja um eitt útí þessa IPF tveggja geisla kastara. Mér býðst svona ljós fyrir sanngjarnt verð en ég get valið á milli tveggja glerja. Sem sagt riflað gler og svo bara heilt gler.
Ég var með eins geisla PIAA kastara framaná honum einu sinni, jafn stórir og þessir IPF en með svona heilu gleri. Lýstu alveg vel fram á veginn en ekkert meira en það.
Hvort mælið þið með að fá sér IPF kastarana með heilugleri (það er spot kastari er það ekki) og fá sér svo bara litla dreifi kastara utar á grindina, eða taka bara hina IPF með riflaða glerinu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.