This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Águst Brynjólfsson 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
ég er að spá í að fá mér jeppa, ég hef ekki hundsvit á þessu sporti en er alveg heiilaður á þessu. þannig er mál með vexti að ég er búinn að skoða einn bíl sem ég kolféll alveg fyrir , það er Toy 4runner ´90, V6, ek.130.000km, „38 glæný DC kevlar dekk, og bara fullbúinn á fjöll og VIRKILEGA vel með farinn bíll, sami eigandi frá upphafi…. ég er búinn að vera í þessu ameríska sportbíla veseni og veit alveg hvað það er að reka dýra bíla í rekstri. En málið er það að ég ætlaði að spyrja hvað væri sanngjarnt að borga fyrir svona bíl og hvernig er að reka þetta?? og hvort þetta sé heppilegur byrjendabíll?? maður er búinn að heyra alveg himinháar tölur um eyðsluna á þessum bílum.
Kv. Gísli
You must be logged in to reply to this topic.