This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 11 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Góðan daginn,
Fór á félagsfundinn í gærkveldi 08-04 og ræddi þar við Diddu okkar fyrrum formann Umhverfisnefndar. Sátum og vorum að spökulera, þá spyr hún hvernig staðan sé á mínu fólki og förum við að rifja upp að líklegast séu þau öll að hætta sem séu með mér í nefndinni. Ræddum aðeins stöðu míns fólks og vaknaði ég upp við vondan draum að líklegast stend ég upp slippur og snauður aleinn í Umhverfisnefndinni
Sjálfur hóf ég starfið í Umhverfisnefndinni með semingi, fannst ég varla eiga heima í einhverju svona nefndardrasli. En viti menn ekki leið á löngu eftir að ég gerði mér grein fyrir að starfið var mjög skemtilegt og gefandi, maður fór að fylgjast með innra starfi klúbbsins og kynnast fullt af góðu fólki. Í dag er staðan þannig að ég get ekki hugsað mér að hætta og missa tengslin bæði við allt þetta frábæra fólk og innviðum Ferðaklúbbs 4×4.
Lýsi því hér eftir fylgdarfólki með mér í Umhverfisnefndina.
Kveðja Hjörtur SS
You must be logged in to reply to this topic.