This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Óskar Hafþórsson 14 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Mig vantar svona bréfalán. Ég get séð um að gefa út bréfin sjálf með eða án línustrikun, þau eru hvort sem er einskis virði þegar upp er staðið og verða strikuð út með einu pennastriki. Ég get sent þau í tölvupósti eða með frímerki það er valkvæmt en lánið skal veitt út á tryggingu með veði í bréfunum sjálfum. Hef ekki hugsað mér að ganga í persónulega ábyrgð fyrir láninu, það er svo síðustu aldar hugsunarháttur.
Hafði huXað mér að kaupa eitt stykki meintann VatnajökulsÞJÓÐgarð auðvitað með náttúruvernd í huga. Þ.e. garð sem er EKKI fyrir alla þjóðina en ég ætla að vera með stýrt flæði inn í garðinn mikið álag á ákveðna staði. Ég vil að sjálfsögðu vernda náttúruna þannig að náttúran fái að njóta sín þess vegna verða ekki nema slatti af mannvirkjum reist í garðinum s.s. skálar, ferðaþjónustuupplýsingamiðstöð, bensínstöðvar sem selja allt nema bílavörur og haugur af útsýnispöllum með malbikuðum bílastæðum við og göngustígum ýmist úr timbri eða malarbornir sem eiga þá að harmonera við náttúrulegt umhverfi enda er ofuráhersla lögð á “víðernishugsun”. (flettið henni upp sem ekki þekkja)
Ég stefni á að fá sem flesta, helst milljónir manna í skjóli náttúruverndar á fyrirfram ákveðin svæði s.s. Vonarskarð svo þau verði jafn óviðfelldin viðkomu og Landmannalaugar að sumartíma… sem er svona drive through eða ekið non stopp í gegn staður í mínum huga að sumarlagi svo að flestir geti notið staðararins. Enda getur Ísland bezt í heimi eitt boðið upp á þá sérstöðu að bjóða fólki upp á fallegustu niðurníddu staðina í heimi… ef frá eru talin flest öll önnur lönd í heimi.
Síðan ætla ég að draga ferðahópa í dilka upp á Vatnajökli og mun beita fyrir mér sóttvarnarlögum. Sé fyrir mér nauðsyn þess að setja upp girðingar með grindarhliðum og eftirlitsvörðum til að koma í veg fyrir blöndun ferðahópa enda getur það verið stórhættulegt að blanda saman mismunandi útivistarhópum s.s. jeppahópum, vélsleðahópum og gönguhópum.
Allir þeir gönguhópar sem eru að þvælast um jökulinn að vetrarlagi og þurfa oftar en ekki að kalla eftir aðstoð björgunarsveita á vélknúnum ökutækjum og annara nærstaddra verður nú í framtíðinn hlíft við þeim viðbjóði að láta vélknúna björgunarsveit koma og bjarga sér. Í staðin verðu þeim boðið upp á sérhæfða björgunarsveit á gönguskíðum. Gönguskíðasveitin gefur sér lámark 3-4 daga til að ná að síðasta þekkta stað nauðstaddra. Þetta er gert í skjóli NÁTTÚRUVERNDAR eða til að hlífa viðkvæmum göngumönnum fyrir þeirri sjónmengun sem vélknúin ökutæki eru.
Þeir sem hafa huXað sér að stunda einhverjar sportveiðar í ÞJÓÐgarðinum verður bönnuð aðkoma inn í ÞJÓÐgarðinn enda er stórhætta á að þessi ákveðni útivistarhópur skemmi vegi og vegslóða og ekki viljum við að þeir fari að skjóta hreindýr eða rjúpur upp á Vatnajökli eða í nágrenni hans. Þannig uppfylli ég enn og aftur skilyrði um náttúruvernd. Reyndar verður mörgum leiðum uppi á jökli lokað þar sem hætta er á að það myndu sjást för í snjónum eftir vélknúnin ökutæki og það er hrein og klár náttúruhryðjuverk að skilja eftir sig för í snjónum. Held að best sé að hafa 2 ríkisleiðir í garðinum þ.e. hringakstur annan hvorn mánuð verður ekið réttsælis og hina mánuðina rangsælis. Hef svo hug á því að setja keðju yfir vegin og loka honum. Síðan verður rukkað fyrir að fara inn í hann.
Einnig verður bannað að tjalda nema á þartilgerðum tjaldsvæðum innan þjóðgarðsins, vegna fenginnar reynslu frá öðrum jökli, nema þú sért gangandi þá verður veitt undantekning fyrir að tjalda í snjónum þó skal varast að moka ekki upp kögglum sem skjól í kringum tjöldin enda getur það verið stórhættulegt og ónáttúrlegt að skilja eftir slík ummerki.
Sem sagt ég stefni á að fá sem flesta inn í ÞJÓÐgarðinn undir því yfirskyni að vernda náttúruna fyrir ágangi. Náttúran í ÞJÓÐgarðinum er fyrir alla nema þá sem ekki geta gengið. Öll starfsemi verður rekin á styrkjum frá ríkinu. Ég legg allt mitt traust á sjálfboðaliða til að sjá um alla stígagerð, gróðurvernd og viðhaldi á mannvirkjum eins og hingað til hefur tíðkast annars staðar í landinu.
Væri gott ef lánið væri lagt inn á reikning 313-26- Tortola.
Ef einhver telur sig rekast á mótsagnir í þessum rökstuðningi fyrir þessu bréfaláni þá bendi ég þeim á að lesa verndunaráætlanir Vatnajökulsþjóðgarðs.
Kær kveðja
Tilvonandi þjóðgarðseigandi.
You must be logged in to reply to this topic.