Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vantar að láta flytja inn bíl
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Ingi Björnsson 21 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.04.2004 at 17:47 #194257
AnonymousVeit einhver um einhvað fyrirtæki eða einsktakling sem sér um að flytja inn bíla, þarf að láta flytja inn frá bandaríkjunum.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.04.2004 at 17:53 #500058
IB selfossi er reyndir í því að flytja inn bíla frá usa
skoðaðu síðuna ib.is
kv Heiðar U119
24.04.2004 at 21:45 #500061Sæll, ég ´flutti sjálfur inn F250 frá USA ekki fyrir löngu.
Ég ráðlegg mönnum ef þeir vilja spara að gera þetta sjálfir ekki fara í gegnum millilið því að er engin þörf á því.kveðja
TJB
25.04.2004 at 10:55 #500065… ég er sjálfur að flytja inn bíl núna, hann er væntanlegur um miðjann maí og þessi bíll var inni í miðjum bandaríkjum og það var nú bara helvíti mikil pappírsvinna þar á bakvið, hlutur sem hefði tekið mun lengri tíma fyrir mig að sjá um heldur en fólkið úti og þar af leiðandi hefði ég ekki fengið bílinn heim jafn fljótt sem skiptir jú sköpum núna þar sem að dollarinn er farinn að hækka óþarflega mikið, ég nennti engu veseni bara borgaði bílinn og lét afganginn í hendurnar á ShopUSA.is ég veit ekki hvort að þau séu mjög dýr eða hvað en allaveg tókst þeim að útvega bílaflutning á bílnum niður til norfolk sem tekur 10 dögum skemmri tíma heldur en ég hefði náð að redda og þau sjá um alla pappíra varðandi tolla og útflutning, hlutir sem ég hefði verið í endalausum símtölum út með og endalausum FEDEX sendingum á pappírum… æi ég held að þetta verði að vera einstaklingsbundið, viltu spara þér 100000 kallinn og vera í veseni eða láta sjá um þetta fyrir þig, ég hef gert þetta áður, að flytja inn drasl frá USA og vinnutapið í kringum að það bara að sækja draslið í póstinn hérna heima og fara niður í toll og aftur upp í póst og aftur í tollinn út af mistökum hjá þeim og svo aftur í póstinn, bíða eftir tollskoðun . . . . ég tapaði töluverðum tíma í endalausum skreppitúrum og núna læt ég gera þetta fyrir mig… Nenni ekki þessari vitleysu, það eru hvort eð er bara vitleysingar sem vinna þarna í tollinum og ekkert hægt að eiga við þetta lið svo þurfti síðasta varan sem ég keypti að fara fyrir einhverja tollanefnd af því að þeir vissu ekki í hvaða tollaflokk þetta átti að fara … þetta var Loftlæsing …. go figure… algerir hálfvitar. .. jæja ég hef allavega sagt minn punkt, gangi þér vel.
Axel Sig…
25.04.2004 at 17:17 #500069
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já hvernig gekk það, hafðiru bara samband sjálfur við söluna úti í usa eða hvernig hafðiru samband við þá, og var bílinn eitthvað skoðaður úti fyrir þig.
25.04.2004 at 17:25 #500073
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er svo rosalegur peningur, Ég er að pæla í að flytja inn trans am, kostar um 500þús úti og ég þarf að borga 1400þús fyrir hann.
Ríkið er að taka 600þúskr af því.
Náðir þú að græja einhvern afslátt eða eitthvað
25.04.2004 at 19:50 #500077Ef þið viljið fá nokkuð rétta útreikninga á heildarkostnað við bílainnflutning kíkið þá á þessa síðu http://www.bmwkraftur.is/innflutningur/ Þarna getið þið fengið upplýsingar um tollaflokka, flutningskostnað o.þ.h.
Hvati
25.04.2004 at 22:21 #500081
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Pabbi var að flytja inn Dodge Durango R/T 2001 og hann kostaði $16.000 með öllum kostnaði var bíllinn kominn hingað til lands kringum 2.3 mill
25.04.2004 at 22:22 #500085
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Pabbi var að flytja inn Dodge Durango R/T 2001 og hann kostaði $16.000 með öllum kostnaði var bíllinn kominn hingað til lands kringum 2.3 mill
26.04.2004 at 10:24 #500089afhverju kaupiru ekki bara beint af brimborg, sérstaklega ef þú ert að pæla í Ford, þá er bíllinn í ábyrgð og ekkert vesen, ef túrbínan gefur sig og margt fleira!!
26.04.2004 at 12:32 #500093síðan hvenar var TransAm til í Brimborg….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
