Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vanrækslugjald
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.12.2008 at 14:04 #203426
Þessa dagana auglýsir Umferðarstofa að um áramót verði lagt svokallað „Vanrækslugjald“ á óskoðuð ökutæki og vísar til skýringa á vefsíðu sinni, us.is.
Eftir því sem þar stendur á einungis að pikka út bíla með núll í síðasta staf og sekta eigendur þeirra ef þeir hafa ekki látið skoða bílinn á „réttum tíma“.
Mér finnst skrítið að þeir sem eiga bíla með lægri númerum og hafa vanrækt enn lengur að láta skoða bíla sína sleppi. Einnig vakna spurningar um það hvernig “ réttur tími“ sé skilgreindur og hvernig þetta virkar fyrir þá sem mættu en fengu grænan miða og e.t.v. frest, en eru ekki búnir að ljúka málinu.
Vafalaust er tilgangurinn sá að fækka óskoðuðum bílum í umferðinni, en eru svona grautarlegar reglur til þess fallnar ?Ágúst
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.12.2008 at 14:36 #635708
Ég get tekið undir gagnrýni Ágústs.
Í grunninn þykir mér þó kerfið vera undarlega skilgreint að fara eftir síðasta tölustaf bílnúmers. Hvað með þá sem eru með einkanúmer?
Svo með þessa tölustafi þeir eru nú bara tíu stafirnir sem koma til greina í aftasta sæti bílnúmersins, hins vegar eru mánuðirnir tólf í árinu. Þýðir þetta þá að það eru engir bílar sem eiga að skoðast síðustu tvo mánuði ársins. Fljótt á litið lítur þetta út sem óhagræði fyrir skoðunarstöðvarnar, nær væri að reyna að hafa færri skoðanir á sumrin á meðan sumarfrí starsmanna eiga sér stað.Ég myndi þyggja greinagóða lýsingu á því vanrækslugjaldi sem á að leggja á bíleigendur til að geta myndað mér skoðun á því hvort það sé gáfulegt eða ekki. Ég er í raun að segja að gjaldið hefur verið mjög illa kynnt fyrir almenningi.
Kveðja
Elvar nöldrari
29.12.2008 at 14:36 #635710Aðeins að lesa með meiri nákvæmni.
Lögin tóka gildi 1. okt. síðastliðin og eiga þá við bíla sem áttu að koma í skoðun eftir 1. okt. 2008. Ef þú ert með 0 í enda númersins áttu að koma með bílinn í skoðun í október en færð 2. mánuði til að trassast, sem þíðir að síðasti sjéns er í endan á desember. Ef þú kemur eftir þann tíma þá skaltu hafa með þér 15.þús.kall aukalega. Þar sem síðasti stafurinn er ekki 11 eða 12 þá sleppa þeir bíleigendur -;). Þeir sem hafa 1. í enda númersins verða sektaðir eftir 31. mars ef þeir eru kærulausir, osf.
Það er fasta númerið sem gildi en ekki eitthvert stúbist einkarugl
En þetta er allt í lagi því það á að breyta lögunum eina ferðina en þannig að við þurfum að fara með skrjóðinn í skoðun á tveggja ára fresti og það til palla vinarmins á jeppaverkstæðinu Háaloftið sem sendir það bara heim, eftir að ég er búinn að senda honum SMS-skilaboð.
kv. vals.
29.12.2008 at 15:02 #635712Ég hringdi í Umferðarstofu og fékk að vita þar að reglugerð sem eigi að gilda um þetta sé enn ekki frágengin. Einhver útgáfa hennar er til á vef Samgönguráðuneytisins, en verið að hræra í öllu og væntanlega verður henni kippt úr gildi með nýju reglugerðinni, einhvern tíma fyrir áramótin.
Nennir einhver að fletta upp í Stjórnartíðindum.is ca korter fyrir tólf á gamlárskvöld ?
Einnig var mér tjáð að þar sem lögin hafi tekið gildi 1. október sl. og út frá einhverri hundalógikk sem ég skil ekki komust hinir lögfróðu að þeirri niðurstöðu að bílar sem vanrækt var að færa til skoðunar á fyrri mánuðum ársins sleppi, a.m.k. þetta sinn.Ágúst
29.12.2008 at 15:05 #635714Það er ekki leyfilegt að gera afturvirkar breytingar á lögum. Því gildir þetta ekki fyrir þá sem voru óskoðaðir fyrir breytingarnar.
29.12.2008 at 15:22 #635716Daginn
Mér finnst menn velta sér uppúr undarlegum hlutum. Í mínum augum er þetta sekt en ekki gjald og ef maður fer með bílinn í skoðun á tilsettum tíma þá verður maður ekki sektaður. Aftasti stafurinn í bílnúmerinu er skoðunarmánuðurinn en þú mátt fara minnir mig hálfu ári fyrr og tveim mánuðum seinna. Ef þú dregur það lengur ertu einfaldlega sektaður.
Ég skil ekki af hverju menn eru að velta sér uppúr því hvernig lögin geta tekið gildi og hvenær. Eru menn að reyna að sleppa við það að fara í skoðun með bílana og keyra um á óskoðuðum bílum?
Maður spyr sig.
Kv Jón Gaðar
29.12.2008 at 16:20 #635718Eru menn að reyna að sleppa við það að fara í skoðun með bílana og keyra um á óskoðuðum bílum?
————-
Það er náttúrulega ekki markmiðið. Hinsvegar er ásælni embættismanna/ríkisins í vasa bíleigenda slík að það er sérkennilegt þegar menn mæla auknum sektum – fyrir smávægileg brot – bót. Með háum sektum fyrir að mæta of seint í skoðun aukast líkurnar á því að mestu druslurnar verði keyrðar út þar til klippt verður af þeim. Fyrir hina sem mæta of seint er þetta bara aukin skattlagning. Ef markmiðið væri öryggi vegfarenda þá ætti bifreiðaskoðun að vera ókeypis. Það eru í það minnsta ekki verri rök en hver önnur í þessum efnum.
29.12.2008 at 17:49 #635720Það er ekkert til sem er ókeypis, ekki einu sinni bylgjan. Ef bíleigendur borga ekki skoðunargjald beint verður aurunum náð einhversstaðar annarsstaðar með hækkuðum skatti.
29.12.2008 at 18:03 #635722Ekkert nýtt þar. Það var heldur ekki punkturinn.
29.12.2008 at 23:14 #635724eru allir blindir ????? Þetta er enn ein skattlagningin í viðbót !!!! Sér það engin ? Sama sagan ,þeir sem eiga minnst BORGA.
kv:Kalli alvegAÐSNAPPA
30.12.2008 at 08:33 #635726Þetta er náttúrulega bara sekt og kemur í staðin fyrir þennan fíflagang að hafa löggur á fullum launum að elta uppi óskoðaða bíla til að líma á þá heimskulegan límmiða. Það þarf enginn að borga þetta gjald, nema menn vilji það sérstaklega (með trassaskap þ.e.a.s.) Mun skynsamlegra en að sóa skattpeningunum okkar í að láta löggur elta trassana uppi.
Svo má einnig benda á að samkvæmt tillögunum að nýju umferðalögunum þá mun skoðunarskylda bíla minnka og þar af leiðandi minnkar kostnaður bíleigenda með.kv
Einn Trassinn.
30.12.2008 at 08:46 #635728Sé ekki betur en að það sé góður andi fyrir því að hækka þessa sekt mun meira. Það er spurning hvort að klúbburinn beitir sér ekki í málinu og skorar á stjórnvöld að sekta svona 200.000 kall fyrir að mæta of seint í skoðun.
30.12.2008 at 10:39 #635730Daginn
Ég skil ekki! Af hverju er þetta "skattur á þá sem minnst eiga"? Hvar stendur að ég vilji að sektin verði hækkuð og að ég sé bara hress með hana.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að á sömu götum og börnin mín labba eftir aka bílar sem fá ekki lögbundna skoðun vegna þess að eigendur þeirra vita að bíllinn er ekki í lagi. Ég er ekki hress með það.
Þessi sekt á eftir að stórfækka óskoðuðum bílum í umferðinni og það er ljómandi gott.
Þetta með að vera skattlagning á þá sem minnst eiga er bara fáránlegt að segja því að allir, alveg óháð tekjum verða sektaðir ef þeir mæta ekki með bílinn í skoðun á tilsettum tíma. Var það ekki þannig þegar Bifreiðaeftirlit ríkisins sinnti þessu að skoðunargjaldið hækkaði um einn eða tvo þúsundkalla ef bílarnir voru ekki skoðaðir á tilsetum tíma. Minnir það.
Kv Jón Garðar
30.12.2008 at 11:24 #635732Það er vanþakklát starf að semja svona reglugeðir.
Samkvæmt US er megin forsemda þessarar sektar að reyna að fækka óskoðuðum ökutækjum í umferð og þannig á víst að auka öryggi í umferðinni. Sama stofnun er hinsvegar að vinna að því á sama tíma að hugsanlega megi lækka tíðni skoðunar ökutækja um helming, fyrsta skoðun á að vera eftir fjögur á og svo á tveggja ára fresti. En það hefur víst gefið góða raun í mörgum nágrannalöndum okkar ?
Það virðast því ekki vera nein takmörk fyrir því hvað menn get þvælt einfalda hlut mikið fyrir sér. En auðvita er þeim vorkunn sem eru að vinna í þessu, heimurinn snýst alltaf gegn þeim um jafn harðan og þeir eru búnir að finna upp hina fullkomnu reglugerð um ökutæki.
30.12.2008 at 12:24 #635734Örugglega mikið til í þessu hjá Gumma, það er ekki einfalt að móta svona reglur og allar leiðir sjálfsagt umdeilanlegar. En ég hef nú samt aðeins efasemdir um þessa útfærslu. Þetta þýðir að ef þú trassar að fara með bílinn í skoðun, missir af frestinum, þá kemur refsingin þegar þú ákveður að hætta trassaskapnum og gera bílinn löglegann! Semsagt refsað fyrir að hætta trassaskapnum. Það hlýtur að vera hvatning á að halda áfram lögbrotinu, sérstaklega ef menn eru með gamla bíla sem eiga kannski ekki svo mikið eftir. Eða menn ákveða að draga enn frekar að fara í skoðun þar til betur stendur á í buddinni til að borga sektina. Ég er semsagt ekki sannfærður um að þetta auki öryggi á götunum.
Annað sem mér finnst vafasamt í þessu og það er að skoðunarmenn eru þarna settir í það verk að innheimta sektir. Ég er ekki viss um að það sé æskilegt.
Kv – Skúli
30.12.2008 at 12:56 #635736Samála Skúla. Þetta er undarleg útfærsla. Eðlilegra, einfaldara og ódýrara væri bara að gera tölvkeyrslu sem sendi sjálfkrafa gíróseðil í heimabanka viðkomandi eftir þessa tvo mánuði
Annars man ég þá tíð að það var ekki hægt að skoða diesel bíla á ákveðnum tíma ársins. Þá voru alltaf gjöld í vanskilum á bílnum. Þetta var milli þess sem lesið var af og þar til maður fékk gíróseðlinn með þungaskattinum. Og alltaf fékk maður þennan skemmtilega fyrirlitningarsvip frá afgreiðsludömunum upp í Frumherja með setningunni "það eru vangoldin gjöld á bílnum".
Ótrúlegt en satt.kv
Rúnar.
30.12.2008 at 15:58 #635738Þetta er ástæðan fyrir því að ég nenni ennþá að lesa þessa pósta sem skrifaðir eru hérna því hugmyndir manna eru alveg ótrúlegar.
Þetta er ekki skattur heldur sekt. Að þessar sektir hvetji menn í að koma ekki með jeppana í skoðun er !!! flott rök Skúli og ef þú segir það nógu oft förum við eflaust að trúa því. Að þetta sé erfitt sálarlega að setja svona lög, bull, svona lög eru ákveðin í morgunkaffinu. Fátæklingaskattur ! fara fættæklingar síður með bílana sína í skoðun ?. Fariði bara með skrjóðinní skoðun, það er 9. mánuða gluggi til þess. 6 mánuðir fyrir skoðunarmánuðinn og tveir eftir ?. Ég skil ekki vandamálið.
Ef menn eru einhverra hluta vegna í þeirri stöðu að geta ekki komist á þessu 9. mánuðum þá er bara að hafa samband við þessa aðila og fá frest, það getur ekki verið vandamál.
Nýárs kveðja vals.
30.12.2008 at 16:08 #635740Þetta er síðan sem ég fann um þetta: http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa … e=frett_ny Endilega vísið í fleiri síður ef þar er eitthvað nánar fjallað um þessar reglur…
– [i:1ve5dd6y]Eftir því sem þar stendur á einungis að pikka út bíla með núll í síðasta staf og sekta eigendur þeirra ef þeir hafa ekki látið skoða bílinn á "réttum tíma".[/i:1ve5dd6y]
Hvar stendur það eiginlega? Ég held að þú hafir lesið þessa setningu: [i:1ve5dd6y]skal haft í huga að í janúar n.k. verður gjaldið ekki lagt á ökutæki sem eru með 1-9 í endastaf.[/i:1ve5dd6y] Þessi setning fjallar líklega bara um janúar 2009. Þeir sem eru með 0 í endastaf eru fyrsti hópurinn sem gæti þurft að borga þessa trassasekt. Í apríl 2009 bætast við þeir sem eru óskoðaðir og eru með tölustafinn 1 aftast í númerinu, í maí fá þeir sekt sem eru með 2 aftast í númerinu o.s.frv. þangað til að árinu er lokað um áramótin 2009-2010.– [i:1ve5dd6y]Hvað með þá sem eru með einkanúmer?[/i:1ve5dd6y] og [i:1ve5dd6y]Það er fasta númerið sem gildi en ekki eitthvert stúbist einkarugl[/i:1ve5dd6y]
[b:1ve5dd6y]Hafi ökutæki einkamerki sem endar á tölustaf þá segir það númer til um skoðunarmánuðinn. Ef einkanúmerið endar hinsvegar á bókstaf skal færa það til skoðunar í fimmta mánuði ársins þ.e. maí.~ ~Bifhjól, þar með talin létt bifhjól, skal færa til skoðunar fyrir 1. júlí, óháð síðasta tölustaf í skráningarmerki.[/b:1ve5dd6y] Beint af síðu Umferðarstofu.-[i:1ve5dd6y]Svo með þessa tölustafi þeir eru nú bara tíu stafirnir sem koma til greina í aftasta sæti bílnúmersins, hins vegar eru mánuðirnir tólf í árinu. Þýðir þetta þá að það eru engir bílar sem eiga að skoðast síðustu tvo mánuði ársins.[/i:1ve5dd6y] Þarna gleymirðu þeirri staðreynd að allir hafa a.m.k. 3 mánuði til að koma með bílinn í skoðun (þá tek ég ekki tillit til þess að leyfilegt er að koma með bíl of "snemma" í skoðun).
XX-001 í jan, feb og mars
XX-002 í feb, mar og apríl
XX-003 í mar, apr og maí
XX-004 í apr, maí og júní
XX-005 í maí, jún og júl
XX-006 í jún, júl og ágúst
XX-007 í júl, ágú og sept.
XX-008 í ágú, sept og okt.
XX-009 í sept, okt og nóv.
XX-000 í okt, nóv og des.[i:1ve5dd6y]Þetta er enn ein skattlagningin í viðbót !!!! [/i:1ve5dd6y]
Sekt hefur sjaldnast talist til skattlagningar Það eru aðallega þeir sem brjóta á einhvern hátt reglurnar sem eru "skattlagðir" af sektarákvæðum…——-
Hvað mig varðar þá fer ég samviskusamlega með bílinn minn í skoðun og held honum í lagi eftir bestu getu, ætlast til þess sama af öðrum sem keyra í umferðinni. Ég fagna fækkun skoðana á nýlegum bílum. Vonandi verður þetta þannig að allir fari annað hvert ár í skoðun þegar bíllinn er orðinn visst gamall.
Það er helst að ég hafi áhyggjur af þeim sem búa til sveita, eða í afskekktum bæjarfélögum, og komast ekki með bílana sína í skoðun á "réttum" tíma vegna t.d. færðar. Vonandi fá þeir að sleppa við þetta gjald fram á sumarið og reglurnar sniðnar með tilliti til veðurfarslegra skilyrða sem víða hefta för fólks á milli landshluta.
30.12.2008 at 22:04 #635742Alþingi setti lög um þetta sem tóku gildi 1. október síðastliðinn, en eins og allt of algengt er þá var öll útfærsla skilin eftir og vísað til VÆNTANLEGRAR reglugerðar frá viðkomandi ráðuneyti.
Ég get ekki séð að endanleg útgáfa reglugerðarinnar sé komin í Stjórnartíðindi þótt komið sé fram á kvöld næst síðasta dags ársins og aðeins rúmur sólarhringur þangað til að eigi að fara að sekta samkvæmt henni.Það er að sjálfsögðu gjörsamlega óþolandi ef óskoðaðir bílar fá að vera í umferð og ég hef ekkert á móti því að trassarnir séu beittir hörku til að knýja þá til að mæta í skoðun, en það getur ekki verið samkvæmt almennum jafnræðisreglum ef byrjað er að refsa þeim sem minnst hafa trassað (bílnúmerin sem enda á 0), en hinum, sem meira hafa trassað gefinn aukafrestur. Að auki eru þær útfærslur sem ég held að séu til umræðu alls ekki fallnar til að hvetja trassana til að bæta ráð sitt og mæta í skoðun, heldur þvert á móti.
Það sem mér fyndist skynsamlegast í málinu væri þetta:
Um hver mánaðamót myndi vera tölvukeyrður listi yfir alla óskoðaða bíla sem eru komnir fram yfir eðlilegan frest. Samkvæmt honum verði síðan gefnar út sektir og þær settar í hefðbundið innheimtuferli. Sami leikur verði síðan endurtekinn um næstu mánaðamót o.s.frv. Skussarnir sem draga mánuðum saman að mæta í skoðun fá þá nýja sekt í hverjum mánuði og þegar elsta ógreidda sektin verður orðinn hæfilega gömul fer málið til lögfræðinganna og endar með uppboði á bílnum.Með þessu er engum mismunað, allir sem eru á óskoðuðum bílum í janúar fá þá sekt óháð því hvaða tölustaf eða bókstaf bílnúmer þeirra endar á og síðan aftur í febrúar ef þeir halda áfram að skussast við.
Því miður held ég að í sameiningu hafi Alþingis- og ráðuneytismenn sett saman eitthvað bölvað lagaklúður sem gerir engum gagn nema Sýslumanninum í Bolungarvík, sem á víst að sjá um framkvæmd á herlegheitunum.
Gleðilegt ár.
Ágúst
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.