This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Heiðar Steinn Broddason 20 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir.
Ég er einn af þessum sem var með í „KAUPFÉLAGINU“ á 44″ dekkjum. Þetta dæmi var nú ekkert sérstaklega hugsað í botn hjá mér. Ég ákvað bara að skella mér á 44″ dekkin þar sem þau fengust á sama verði og 38″ dekkin hafa verið að seljast á.
Ok. Þá er það drifhlutfall. Ég er með Cruser 80 1994 model sjálfskiptan. Hann er með 4,10 hlutföll orginal og er alveg rosalega fínn á þeim í daglegum akstri á 38″. Og hann er tiltölulega góður í snjóakstri þó að ég sé ekki sá flínkasti. En ég er fljótur að læra. Þá er spurningin þessi, hvaða hlutföll ætti ég að setja í þennann bíl. Einn reyndur í bransanum sagði 4,56 því þá mundi ég ekki missa þetta góða krússs á leiðinni suður, en er það nógu lágt fyrir utanvegaakstur??. En 4,88 væri of lágt fyrir 44″ þar sem ég ætlaði bara að henda því undir þegar ég færi í einhverjar ferðir. Bíllinn er bara það þungur (2470 kíló) að ég held að það borgi sig fyrir mig að eiga svona gang til þess að félagarnir þurfi ekki alltaf að vera að bjarga mér með spotta. Vinsamlegast látið í ykkur heira.
Kv ice
You must be logged in to reply to this topic.