Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vangaveltur
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.01.2007 at 14:32 #199494
Er að spá, hvernig hafa menn verið að hafa skástífurnar hjá sér. Er ekki best að hafa þær eins láréttar og hægt er, og er þá ekki best að þær vísi á móti hvorri annarri að framan og aftan, þ.e. þær séu í x ef horft er fram eftir bílnum. Hvað ef þær snúa eins, hefur það einhver áhrif? Eins langar mig að vita hver spindilhalli á að vera svona þannig að best sé.
kv. Þorvaldur -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.01.2007 at 14:54 #577118
Skástöng verði að vera samsíða togstöng, er eitthvað til í þessu, hvað ef þær vísa á móti hvorri annarri? P.s. er að reyna að leita að ástæðu af hverju bíllinn hjá mér er ókeyrandi, leitar til vinstri þegar ég gef í og til hægri þegar ég slæ af, auk þess sem hann hegðar sér mjög undarlega í fjöðrun, þ.e. maður finnur þetta allt saman í stýrinu. (spindilhalli er tæplega 8°)
kv. Þorvaldur
25.01.2007 at 16:16 #577120Togstöng og þverstífa fyrir fram hásingu verða að vera samsíða, með sama halla. Til þess að þær haldist samsíða yfir fjöðrunarsviðið þurfa þær að vera álíka langar. Ef þær vísa hvor á móti annari, og það er eitthver halli á þeim, þá held ég að slíkur bíll yrði ókeyrandi.
Ef hallinn er ekki sá sami, þá veldur það því að bíllinn beygir þegar hann fjaðrar, t.d. þegar farið er yfir hraðahindrun, bremsað eða gefið í.
-Einar
25.01.2007 at 16:28 #577122ertu búinn að setja runnerinn á hásingu að framan?
25.01.2007 at 16:31 #577124Ég gerði það nú greinilega án þess að hugsa mikið um þessi stífulögmál. Fyrsta verk hjá mér í fyrramálið verður að breyta skástífunni og reyna að ná henni samsíða togstönginni því bíllinn er algerlega ókeyrandi. Ég leyfi mér að flokka þetta sem byrjendamistök sem ég læri af. Takk fyrir þessa ábendingu Einar.
kv. Þorvaldur
25.01.2007 at 16:46 #577126Ég held að það sé æskilegt að þverstífur að framan og aftan snúi eins. Þær snúa hvor á móti annari hjá mér, ég hef grun um að þetta spilli aksturseginleikum við ákveðnar aðstæður.
Skóli reynslunnar er besti skólinn 😉-Einar
25.01.2007 at 16:56 #577128Skv. stál og stönsum á hún að vera með sama horn að framan eins og Eik segir.
Um aftari heyrði ég einhverstaðar að hún þyrft helst að vera sem næst hásingu til að hafa sem minnst vægi bílnum sjáflum.
Í bílnum hjá mér er hún of langt frá hásingu og það er kast í afturendanum vegna þess(á jeppanum þeas ekki mér ).
Hallinn á þessu hef ég ekki heyrt að skipti jafn miklu málið að aftan og að framan.
Kveðja Fastur
25.01.2007 at 17:23 #577130Skástífa að aftan á að vera sem næst lárétt til að hafa minnst áhrif á fjöðrun og las ég að þær ættu að minda x, þ.e. halla á móti hvor annari(framan og aftan). Minnir að Freysi hafi skrifa þetta hérna e-htíma. Einnig ætti hún að vera sem lengst, jafn löng og gormarnir, þar sem bíllinn fjaðrar á þeim punkti.
25.01.2007 at 17:31 #577132flest allir hásingabílar sem ég hef séð undir eru með aftur stífu í kross við framstífu en framstífa verður að vera samhliða togstöng.
maður lærir mest af sínum egin mistökum.
25.01.2007 at 18:13 #577134stífurnar eru núna hjá mér snúa þær eins, þegar ég færi stífuna að framan verða þær í x. Einar, hvað er það sem gerir það betra að þær séu eins, þ.e. sömu megin upp í grindinni?
kv. Þorvaldur
25.01.2007 at 18:14 #577136Hásingin snýst um þann punkt, þar sem sem miðjulína bílsins sker hliðarstífuna.
Ef hliðarstýfa er fest í grind vinstra megin og bíllinn beygjir til vinstri, þá hækkar þessi ás upp, þ.s. grindin togar hana upp. Þetta veldur meiri þyngdarfærslu yfir á hægra hjólið. Svo reglan er að tengja í grinda hægra megin fyir bíla sem beygja mest til vinstri og öfugt.
Að hafa framm og aftur hliðarstýfur í kross, er örugglega til að minnka áhrif þessa.(leiðréttið mig ef þetta er rangt)
25.01.2007 at 20:02 #577138Þetta er tilgáta, en hér kemur hún:
Ef ekið er hratt yfir langar ójöfnur, t.d. yfir hæð þar sem bíllinn lyftist bæði að aftan og framan, þá færast hásingar í átt hliðinni þar sem þverstífan er fest við grindina. Ef það er sitthvoru megin, þá veldur þetta stefnubreytingu. Það er betra að báðir endar færist í sömu átt, heldur en að þeir fari í sitthvora áttina og snúi blinum þar með.
Það kemur fyrir að ég finn fyrir hegðun sem gæti passað við þessa lýsingu, en það er ekki oft.-Einar
25.01.2007 at 20:29 #577140Sko ef bíl keyrir yfir ójöfnu, fjaðrar hann fyrst að framan og fær örlitla hliðarfæslu svo þegar hann fjaðrar að aftan þá fer hliðarfæslan í sömu átt miðað við að hann sé að fjaðra í sundur að framan en saman að aftan. En það sem sem Eik segir á frekar við þegar bílinn stekkur og lendir jaft á báðum ásum.
Kveðja Magnús.
25.01.2007 at 20:35 #577142og þessar aðstæður sem magnús lýsir eru mun algengari hjá venjulegum bílstjórum, en að stökkva á og lenda jafnt á öllum. þessvegna er mun betra að þverstífa að aftan séu í kross við þverstífu að framan.
þó eru til bílstjórar sem eru alltaf í loftköstum. ef þú ert einn af þeim þá ættir þú að athuga að hafa þverstífurnar uppí grind sömu megin, eins og eik lýsir.
25.01.2007 at 22:08 #577144Mér hefur reynst best að stúdera hvað bílaframleiðendur gera. Afhverju er gott að keyra óbreitta bíla á vegi. Þverstýfur eru með nánast engum halla og já þær krossa að aftan og framan. Eftir því sem þverstýfa hallar meira undir bíl þá þarf hún að vera hlutfallslega lengri og það þýðir meiri færsla til hliðanna á hásingunni. þannig að það er best að hún sé nánast bein þegar bíllinn stendur í hjól. Hvað framendann varðar þá er nauðsynlegt að togstöng og þverstýfa séu samsíða eins og áður hefur komið framm og best er að þær séu svipaðar á lengd en það er ekki alltaf mögulegt.
Það er einnig rétt eins kom líka framm hérna áðan að þverstýfurnar eru látnar krossa til að bílinn sé stöðugri ekki síst þegar ekið er í beygjur.
Svo er pælinginn með langstýfurnar en þá ættum við að byrja með annan þráð. Það eru miklar pælingar sérstaklega að aftan.kv,
HG
25.01.2007 at 23:15 #577146Það sem að eik nefnir, er einmitt það sem rally bílstjórar (þegar rallybílar voru m hásingum, eða hásingu að aftan) glímdu mikið við. þeas. þegar þeir lentu þá stefndu þeir jafnvel út í skóg.
Lausn þeirra var að nota watt’s linkage (má googla) þar sem tvær þverstífur eru notaðar og mætast í lið á miðri hásingu. Discovery er með svona búnað held ég.
26.01.2007 at 00:21 #577148Hér að ofan er búið að rugla saman stefnu bílsins og stefnu bílstjórans eða bílstjósasætisins. Bíllinn þarf als ekki að breyta um stefnu þó boddíið breyti um stefnu ofan á hásingunum. þegar hliðarstífur eru í X snýst boddíð um miðju á öldóttum vegi en stefna bílsins breytist ekki eða þarf ekki að breytast. Ef hliðarstífur eru hafðar samhliða eða samsíða hliðrast boddíið alt á öldóttum vegi sem þýðir að stefna skriðþunga bílsins breytist en sem fyrr þá breytist stefna bílsins ekki neitt. Það má kanski hugsa sér að séu hliðarstífunar samsíða er alltaf eins og ýtt sé til hliðar á bílinn þegar hann fjaðrar allur en þegar stífunar eru í X þá verður þessi kraftur jafn mikill í báðar áttir eða 0.Alla vega er stefna bílsins og stefna skriðþungans ekki það sama
guðmundur
31.01.2007 at 14:52 #577150Ef að Bíll hefur klafa að framan og hásingu að aftan, þá snýst bíllinn um frammendann þegar afturhásingin fær hliðarfærslu við lendingu. Og ef bíllinn er á hásingum að framan og aftan, og boddyið "snýst" þegar hásingarnar fara í sitthvora áttina, þá ættu líka langsöm stífurnar að toga hásingarnar með sér, sem veldur því að bíllinn breytir um stefnu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.