This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Valur Sveinbjörnsson 18 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Mín skoðun. Ég hef verið að lesa vefinn hér vítt og breytt, og margt hef ég séð hér mjög gott og áhugavert. T.d. það sem trukkurinn hefur talað um að maður þurfi að vera skráður félagi til þess að geta sett inn póst. Sjálfur hef ég sett inn póst þarna með misgóðum árangri og misgóðum undirtektum en maður verður að taka því eins og hvað öðru. Og svo þetta með þennan mann Val eða ísjaki sem virðist vera einn og sami maðurinn ef hann er félagi þá fyndist mér ekki óeðlilegt að þessum manni yrði vikið úr félaginu þar sem hann er að stela af félagsmönnum, það er allavegana gert í mörgum öðrum félögum ef einhver er að seilast ofan í buddu annarra félagsmanna er sá látinn fjúka sem allra allra fyrst þætti mér ekki óeðlilegt að þessi maður fengi ekki aðgang að pósti félagsmanna né fengi að setja inn póst sjálfur. Burtséð frá því að réttvísin komi þarna inní þá myndi ég ekki vilja hafa þennan mann við hliðina á mér hvorki í ferðum né neins staðar.
kveðja, mhn
You must be logged in to reply to this topic.