This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Óskar Ársælsson 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.11.2005 at 18:01 #196590
Nú fæ ég ekki læsinguna að aftan til að fara inn. Þetta er „orginal“ raflæsing. Eru til einhver „töfrabrögð“ með að koma þessu í lag.
Eða aðrar ráðleggingar.Kveðja
Steini -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.11.2005 at 18:20 #531490
Besta ráðið er að taka læsingamótorinn af opna hann og hella úr honum vatninu. hreinsa að innan liðka, smyrja og prufa svo að tengja hann við vírinn
það þarf að passa að smyrja ekki snerturnar og snertiplöturnar með öðru en þunnri olíu eins og WD40, en svo að smirja tannhjólin og fjaðrirnar með koppaféiti. það er líka gott að setja hvítu tengjafeitina í rafmagnstengið og nota sílikon pakkningarefni með o-hringnum í lokinu,
Muna eftir að setja í lága drifið áður en reynt er að setja í lásinn.
06.11.2005 at 18:47 #531492Ég sé það að við þurfum varla að kaupa Haynsmanuali þegar við höfum hann Freysa með okkur.
kv. gundur
06.11.2005 at 20:02 #531494Ég held nú samt að Freysi þurfi nú að fá frí einhvern tímann gundur. Hann er þegar í fullri vinnu held ég, ekki hægt að bæta á hann endalaust.
Því það er ekki eins og þessar Toyotur bili ekki.
Vil taka það fram að ég tala af reynslu…..þess vegna sem ég ek um á Musso ídag……hehehe
Kv
Siggi
06.11.2005 at 22:45 #531496það er gott að ég hef ekkert vit á læsingu í Musso og sérstaklega ekki þessum andfætlingaloftlæsingum því þá þyrfti ég að segja þer hvernig ég stóð að viðgerðinni á loftlæsingunni sem fraus í fyrstu ferðinni hjá mér norður Kjöl held ég 1987.
það fraus nefnilega í læsingunni og hún hætti að virka. þegar ég kom á Akureyri var bíllinn settur inn á verkstæði og hitaður þangað til læsingin fór að virka þá var settur vodki í svampinn sem sem þjónar tilgangi loftsíu. eftir það fraus ekki meir í læsingunni. en á leiðinni suður var dælan að pumpa mjög mikið þangað til það kom vond lykt og þá hætti hún. þegar heim var komið var þetta inspectað. jú víralúmmið var brunnið, skifti um það og setti sverari víra en samt fór dælan ekki í gang. mældi mikið og fann út að relayið var brunnið. skifti um það og dælan fór í gang en gekk lengi svo að ég fór að athuga jú loftið for niður í hásingu og út um öndunarventilinn. jæja hásingunni slátrað og fann út að boltarnir sem halda læsinunni saman voru brotnir og búnir að brjóta kambinn. skift um það og settir nýjir boltar og læsingin límd saman með legulími því að frá ARB framleiðendanum passaði lokið ekki á húsið munaði 0.1mm og gat því aldrei verið til friðs eftir mínum fræðum. Gleimdi næstum að skifta um O-hringina sem voru upphafleg ástæða fyrir því að ég tók allt í sundur. Reyndi að stilla inn nýtt drif en uppgotvaði að læsingin var skökk. líklega fallið vitlaust saman á límingunni. fór á renniverkstæði og tók spón og rétti hana af. Stillti inn drifið og tókst vel. setti saman. allt virkaði og fór í Landmannalaugar. kominn áleiðis að Bjallarvaði þegar dælan pumpaði endalaust. jafnvel þó að læsingin væri ekki á, vond lykt og reykur aftur , slökkti á dælunni og sá að vírinn frá 6 kvaðrata vírnum sem ég hafði lagt í stað þess sem brann og lá inn í kol var brunninn. skifti um það er heim var komið og lóðaði 6 kvaðröt við kolin. dælan fór í gang en stoppaði ekki og bara puðaði. slökkti og tengdi mæli við kútinn og setti í gang aftur. slökkti handvirkt þegar dælan var komin í 180 psi skifti um pressostatið. Allt í fína og fór á fjöll. lenti í klakahröngli í Tungufljóti sem tók loftslönguna í sundur og braut nippilinn af hásingunni. Heim að laga. prófaði læsinguna og enn vildi dælan bara ganga og virtist fara létt með það því það kom enginn þristingur í kútinn. fann út að það var 0.05mm platínuföler ofan á stimplinum í dælunni sem átti að vera einstefnuloki í dælunni og var brotinn og hafði eyðillagt stimpilhringina.nú nenni ég ekki að skrifa meir í kvöld en held áfram með söguna af læsingunni síðar enda var hún mörg ár í bílnum en þetta eru bara fyrstu 3 vikurnar.
07.11.2005 at 11:44 #531498Sæll Freysi….
Við skulum byrja á því að taka af smá misskilning. Musso er ekki til með original 100% driflás. En eins og þú segir að þá er yfirleitt sett í þá loftlás frá ARB sé þeim breytt. Og er ég alveg sammála þér í því að þetta er ekki gallalaus búnaður.
Ég hef brotið einn ARB lás í bílnum hjá mér og er það að vissu leiti mér að kenna þar sem að ég fylgdist ekki nógu vel með ástandi slöngunnar sem liggur frá dælu niður á hásingu. Hún var orðinn það fúinn ofan við stútinn sem er á drifkúlunni að hún lak þar það miklu að loftdælan hélt ekki trukki til að halda lásnum á. Braut ég lásin útaf því, braut reyndar kamb og pinion í leiðinni þar sem að átakið var MJÖG mikið þegar þetta skeði..Ég er þar af leiðandi bara með loftlás að aftan núna og er búið að keyra bílinn rúma 140 þúsund kílómetra síðan að sá lás fór í. Hann hefur ekkert bilað og hefur ekkert þurft á viðhaldi að halda, ekki svo að ég viti til. En það hefur aldrei bilað lás í þessum bíl að aftan.
Ég er ánægður með þá virkni sem þessir lásar hafa skilað mér þó svo að það sé enginn læsing sem slái út No-spin í styrkleika. Þar sem að sú læsing er mekanísk er að sjálfsögðu meiri styrkur í henni en bæði loft lásum og rafmagnslásum.
En ef að það væri til einhver skotheldur læsibúnaður í þessi blessu drif okkar að þá væri alveg á hreinu að loftið fengi að víkja fyrir því.
En þar sem að ég nota þennan bíl það mikið á malbikinu að þá nenni ég ekki að vera með No-spin. En þegar að þetta verður orðið ferðatæki eingöngu að þá fer No-spin í.
Svo er að sjálfsögðu spurning hvort að þessi lás sem þú ert að tala um að hann hafi ekki verið gallaður???
Kv
Siggi
07.11.2005 at 12:45 #531500Það mætti nú alveg segja mér að ARB í dag sé nú ekki alveg það sama og ARB var fyrir 1987
Rafmagnslæsingin hjá er mér að hætt að virka eina helvítis ferðina enn. Veit ekki hvað ég er ekki búinn að gera fyrir þetta kvikindi. Þrífa, þétta, smyrja, endursmíða, breyta öndun, laga loom, skipta um loom og guð má vita hvað. Sennilega eina vitið að fara að setja á þetta lofttjakk….
ps. er einhverstaðar hægt að fá þennan stóra O-hring sem er í þessu dóti?
Og hvar fær maður svona tengjafeiti?kv
Rúnar.
07.11.2005 at 13:28 #531502Freyr… Musso árgerð 1987!
hvernig leit sá gripur út? má ég bara spyrja…?
07.11.2005 at 14:53 #531504Sæll Freyr
Þakka þér fyrir upplýsingarnar
Kveðja
Steini
07.11.2005 at 14:58 #531506þetta var hilux með ARB loftlæsingu að framan og no-spin að aftan sem klikkaði aldrei. jú ARB er búinn að þróast mikið síðan 87 sérstaklega er RD90 læsingin flott þar sem þessi samsetning sem ég talaði um er ekki lengur heldur heilt stikki. það er reyndar stutt síðan ég var með nýlega RD23 læsingu í höndunum sem ekki passaði saman.
allar þessar læsingar hafa einhvern galla eða veikleika en mér hefur tekist að halda raflæsingunum í bílnum mínum í nokkuð góðu lagi í 13 ár reyndar skifti ég um afturhásinguna 1996 þannig að afturlæsingun hefur bara verið í lagi í 9 ár.
stóra O hringinn þarftu ekki nýjan , notar bara pakkningarefni í staðinn. Tengjafeitina færðu hjá Wurth
07.11.2005 at 18:22 #531508Sæll.
Það er pungur sem kemur ofan í hásinguna við læsinguna sem getur verið að stríða þér. Þessi pungur og læsingin er tengd við "tölvu" sem stjórnar læsingunni. Ég lenti í því að þessi pungur var að gefa röng skilaboð um af og á sem gerði að verkum að læsingin vildi ekki vinna rétt. Það var sem sagt í lagi með læsinguna sjálfa. Eftir að vera búin að skipta um læsingu og tengisnúrur þá fóru menn að veita þessu stykki athygli ( sem kostar lítið ) og skiptu um það. Allt er í lagi síðan ( enda búin að skipta um allt ). Á mótorinn ennþá ef einhver hefur áhuga.Kveðja
eie
11.11.2005 at 19:05 #531510Hvað viltu fá fyrir mótorinn?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.