FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

vandræði með 91 cherokee 4.0 high output mótor

by Elmar Snorrason

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › vandræði með 91 cherokee 4.0 high output mótor

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Elmar Snorrason Elmar Snorrason 16 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 22.01.2009 at 12:54 #203620
    Profile photo of Elmar Snorrason
    Elmar Snorrason
    Participant

    Jæja drengir nú er ég soldið búinn að klóra mér í hausnum síðustu daga…
    Ég er að rífa 4.0 high output ’91 vél uppúr ásamt loominu, vélin situr á bretti og búinn að færa loomið úr bílnum og útá gólf. Hugmyndin var að koma þessu í gang útá gólfi áður en ég hendi hræinu út til eiga hægara með að finna hvert allir þessir vírar eiga að fara.
    Ég tel mig vera búinn að tengja alla þá víra sem skipta máli, ég sleppti þeim sem ‘enda’ bara einsog í a/c relay, cooling fan relay og þessháttar, en ég er með mælaborð tengt og allt sem á að skipta máli en vandamálið er að mótorinn tollir ekki í gangi, þe fer í gang eðlilega, sprengir nokkra snúninga (nær að fara uppí 1000 snúninga) og svo cuttar hann og drepur á, eðlilegur gangur í tæpa sekúndu. Ég er margbúinn að fara yfir allar tengingar, skipta um MAP sensor, mæla +5volt og +8 volt þar sem það á við, rekja mig eftir teikningum bæði útfrá ECU og TCU og það á allt að vera í lagi, tribbúltékkað!

    Það er eitthvað þjófavarnabox í honum með tvo víra inní ECU og nokkra víra sem fara síðan eitthvað annað… er það að stríða mér? Ég er reyndar búinn að fikta, einsog menn gera stundum þegar þeir verða pirraðir og gera allar hundakúnstir við þessa víra, plús á annan, mínus á hinn á báða vegu, plús á báða og mínus á báða… en það breytir nákvæmlega engu. Ef ég skil teikningarnar rétt (hálf tvíræðar og vont að rekja nákvæmlega þetta box eftir teikningum) þá á að vera plús á öðrum og mínus á hinum, eða jafnvel plús á báðum en allt kemur fyrir ekki.
    Þekkt vandamál?
    ÖLL comment og mögulegar ágiskanir afskaplega vel þegnar, það er verulegur undirþrýstingur á hugmyndabankanum hjá mér.

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 22.01.2009 at 16:39 #638684
    Profile photo of Magnús Heiðarsson
    Magnús Heiðarsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 24

    Bróðir minn lenti í svipuðum vanda með grand cherokee limited 1994 þ.e.a.s vélin startar venjulega en drepur svo á sér og vandamálið var það að hann opnaði bílinn með lyklinum en ekki fjarstýringuni og það var eitthvað sem tengdist þjófavörninni að hann varð að opna bílinn með fjarstýringunni annars leyfir þjófavörnin ekki bílnum að halda venjulegum gangi áfram. Ég veit samt ekki hvort þessi þjófavörn var standard eða ekki.
    vona að þetta hjálpi þér eitthvað

    kv Magnús





    22.01.2009 at 18:13 #638686
    Profile photo of Elmar Snorrason
    Elmar Snorrason
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 519

    Já þetta hefur mig grunað, og mjög gaman að fá að vita að það sé nákvæmlega þetta sem gerist þegar þjófavörnin virkjar. Þetta er original þjófavörn einhver, og miðað við þær síður sem ég hef skoðað þá er þetta eins í 91-95 módelum.
    Þakka þér fyrir Magnús, ég ætla að skoða þetta og þið hin endilega commenta ef ykkur dettur eitthvað í hug :)





    22.01.2009 at 20:56 #638688
    Profile photo of Magnús Sigurðsson
    Magnús Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 430

    Hann gætti verið að stríða þér. Setu peru mælir inn á straum inn á kveikjuna, þú átt að fá eitt blik þegar þú svissar á og þegar þú startar á peran að blika. Ekki nota AVO mælir. Þessi skinjari er mjög viðkvæmur fyrir höggum
    Kveðja Magnús





    24.01.2009 at 21:25 #638690
    Profile photo of Elmar Snorrason
    Elmar Snorrason
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 519

    Jæja ætlaði bara að láta vita að mótorinn fór á endaum í gang, vandamálið var að þjófavörnin var að stríða mér, þetta helvítis security alarm box þarf að vera með og fæða ECU með sérstöku merki. Takk fyrir hjálpina! :)





    25.01.2009 at 12:05 #638692
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Alltaf gott að vita hver lausnin var á endanum, eins og í þessu tilfelli :-)





    25.01.2009 at 18:41 #638694
    Profile photo of Elmar Snorrason
    Elmar Snorrason
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 519

    Það vantar oft uppá það og því nýtist þráðurinn ekkert seinnameir ef einhverjir eru að leita. Niðurstaðan þarf að koma oftar fram, menn ættu að hugsa útí það. Takk aftur.





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.