This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Elmar Snorrason 16 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Jæja drengir nú er ég soldið búinn að klóra mér í hausnum síðustu daga…
Ég er að rífa 4.0 high output ’91 vél uppúr ásamt loominu, vélin situr á bretti og búinn að færa loomið úr bílnum og útá gólf. Hugmyndin var að koma þessu í gang útá gólfi áður en ég hendi hræinu út til eiga hægara með að finna hvert allir þessir vírar eiga að fara.
Ég tel mig vera búinn að tengja alla þá víra sem skipta máli, ég sleppti þeim sem ‘enda’ bara einsog í a/c relay, cooling fan relay og þessháttar, en ég er með mælaborð tengt og allt sem á að skipta máli en vandamálið er að mótorinn tollir ekki í gangi, þe fer í gang eðlilega, sprengir nokkra snúninga (nær að fara uppí 1000 snúninga) og svo cuttar hann og drepur á, eðlilegur gangur í tæpa sekúndu. Ég er margbúinn að fara yfir allar tengingar, skipta um MAP sensor, mæla +5volt og +8 volt þar sem það á við, rekja mig eftir teikningum bæði útfrá ECU og TCU og það á allt að vera í lagi, tribbúltékkað!Það er eitthvað þjófavarnabox í honum með tvo víra inní ECU og nokkra víra sem fara síðan eitthvað annað… er það að stríða mér? Ég er reyndar búinn að fikta, einsog menn gera stundum þegar þeir verða pirraðir og gera allar hundakúnstir við þessa víra, plús á annan, mínus á hinn á báða vegu, plús á báða og mínus á báða… en það breytir nákvæmlega engu. Ef ég skil teikningarnar rétt (hálf tvíræðar og vont að rekja nákvæmlega þetta box eftir teikningum) þá á að vera plús á öðrum og mínus á hinum, eða jafnvel plús á báðum en allt kemur fyrir ekki.
Þekkt vandamál?
ÖLL comment og mögulegar ágiskanir afskaplega vel þegnar, það er verulegur undirþrýstingur á hugmyndabankanum hjá mér.
You must be logged in to reply to this topic.