This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
30.12.2004 at 12:49 #195135
Ég er oft að lenda í því að komast bara alls ekki inn á spjallið. Ég næ að opna forsíðuna og smelli á spjall-linkinn og ekkert gerist kemst þá heldur ekki inn á auglýsingar og ýmsa fleiri linka. Hvað er í gangi. Er einhver deyfð í vinnu við síðuna. Þetta er ekki gott. Ef síðan verður lengi í drasli þá dofnar áhuginn fyrir henni og það er slæmt því þetta er td síðan sem ég skoða hvað oftast. Og mér finnst einhvernveginn að stemmingin og umræðan sé ekki jafn fjörug og undanfarin ár. Vonandi er þetta bara ímyndun í mér, eða hvað finnst ykkur.
Jólakveðja
Pétur B Gíslason -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.12.2004 at 12:52 #512014
Ég er sammála þessu með spjallið. Þetta kom síðast fyrir í gærkveldi að ég komst ekki inn á spjallið né auglýsingar, man ekki eftir fleiri tenglum. Hélt kanski að þetta væri bara hjá mér en svo er greinilega ekki.
Kveðja E.Harðar
30.12.2004 at 12:59 #512016Já þetta er algjör Bömmer með síðuna,meira að segja eru þessir reyndu kallar sem maður sá á spjallinu alveg dottnir út,að vísu margir nýjir sem eru komnir í staðinn.
Ég verð þó að segja að með þessari nýju síðu er áhuginn minn á þessu að falla hratt niður og satt best að segja held ég að þetta verði með síðustu ef ekki síðasti pósturinn minn hér.
Góðar stundir
JÞJ
30.12.2004 at 13:29 #512018
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef ekki rekið mig á þetta vandamál með þessum hætti og veit ekki hvaða skýringar liggja að baki. Það er hins vegar útilokað að þetta tengist gerð nýja vefsins þar sem spjallið er ennþá óbreytt og hefur ekkert verið hreyft við því að öðru leiti en því að hýsingin var flutt. Við höfum reyndar glímt við ákveðið vandamál með gamla spjallkerfið í nokkuð langan tíma sem er að gagnagrunnurinn keyrir sig niður. Þetta vandamál kom upp löngu áður en nokkuð var farið að hreyfa við gerð á nýjum vef og er eitt af því sem þrýsti hvað mest á endurnýjun. Hugsanlega eru þið að hitta á þá tíma þegar endurræsing á sér stað. Þar til nýtt spjall sem keyrt er á nýjum gagnagrunni kemst í notkun þarf einfaldlega að vakta vefinn og endurræsa eftir þörfum. Gamla spjallið verður notað óbreytt þar til hið nýja er komið í gang og búið að prufukeyra þokkalega vel. Við verðum því að búa við þetta vandamál fram að því, enda var ljóst strax í upphafi að ekki tæki því eða væri yfir höfuð vinnandi vegur að gera við gamla kerfið. Við verðum að átta okkur á því að gamla kerfið er örugglega með fyrstu forrituðu heimasíðunum, allavega hjá félagasamtökum, og er því ekki nema von að einhverjir "böggar" séu komnir upp. Það að þetta er ekki löngu hrunið sýnir raunar að býsna vel var að þessu staðið í upphafi, þó það samrýmist ekki aðferðum dagsins í dag.
Annars er það að frétta af vefgerðinni að hún er í bullandi gangi. Flóknasti hlutinn í þessu snýr að því að gera gömlu gögnin aðgengileg í nýja kerfinu og skapa möguleika á að þau (s.s. spjallpistlar, auglýsingar og myndir) tengist áfram eigendum sínum. Það er fundin lausn á því sem menn koma til með að sjá þegar þeir skrá sig inn á nýja vefinn þegar þar að kemur. Það var tekin sú ákvörðun að kennitölutengja notendur þannig að hægt sé að rekja tiltekna notendur ef þörf krefur. Þetta kemur í vef fyrir að menn út í bæ geti loggað sig inn og ausið skít í allar áttir án þess að hægt sé að rekja drulluslóðina. Menn þurfa s.s. að vera ábyrgir orða sinna þarna. Þetta þýðir þó ekki endilega að ?Patrolman? þurfi að koma fram í dagsljósið eða hverfa með öllu þar sem hann þarf ekki að láta rétt nafn birtast, en hins vegar ef einhver teldi hann fara með meiðyrði í sinn garð þarna svo rækilega að það stangist á við lög, verður hægt að finna kauða. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af þeim ágæta Patrolman hvað þetta varðar, jafn prúður og stilltur sem hann nú er. En þetta allt þýðir að menn verða að endurskrá sig sem notendur þegar vefurinn kemst í gang. Hins vegar geta þeir auðvitað notað sama nickname og verður boðið sjálfkrafa að tengja sig við sín gömlu gögn.
Annað sem breytist er að til þess að setja inn myndir í myndaalmbúm og auglýsingar þarf notandi að vera til í félagatali (og þar kemur aftur nauðsyn á kennitölutengingu). Fulltrúar Drusluvinafélagsins þurfa því að fara annað með auglýsingar og myndir á gömlum ryðguðum fólksbíladruslum. Þeir sem munu sakna þeirra verða að leita annað.
Kv – Skúli
30.12.2004 at 14:47 #512020Er mikil að fá vefin í lag og síðan ekki lengur startsíða hjá mér en vonandi verður þetta betra með hækkandi sól og minkandi snjó og meiri tíma
Klakinn
30.12.2004 at 15:58 #512022Ég er alltaf að lenda í þessu það eru heilu kvöldin sem ekkert er hægt að skoða nema myndaalbúmið og forsíðuna!
Ansi pirrandi.
kannski hafa þessir ask….. að norðan bara verið með svo mikinn hiksta þegar ég hef lent í þessu að þeir hafa bara verið eins og parkinsonssjúklingar og því ekkert geta unnið í þessu,
Þannig hafa hugsanirnar mínar verið í þeirra garð.Kveðja,
Glanni
30.12.2004 at 16:08 #512024Svona til gamans má ímynda sér hvernig wordskjal frá parkinsonssjúklingi myndi líta út en það er eitthvað á þessa leið:
æoiaefæoiegroíniobopn+WEG0JÖ2QÖ0
OPEFWÆK DLÆMREB+ÐPK0-MLÆCS .,MLÆv+VPÐWQ
ÖÐ2-Ö1OPWFE .KV ,.X´Æ;sa+Ða
30.12.2004 at 16:45 #512026
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
.. og þar af leiðandi verður bara hægt að hafa eitt nick á hverri kennitölu, er það ekki rétt.. ?
30.12.2004 at 16:57 #512028
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já ég var einmitt búinn að velta þessu fyrir mér, en að svo stöddu þori ég ekki að fullyrða um það. Alltaf gott að geta rifist aðeins við sjálfan sig eins og dæmi eru um að sögn. En ég veit ekki hvort hægt sé að finna leið til að menn geti haft fleiri en eitt nickname. En svona til að taka af vafa með það strax þá verður ekki hægt búa til falskar kennitölur, kerfið sér í gegnum það.
Kv – Skúli
30.12.2004 at 20:20 #512030Þó ég sé ekki enn orðinn skráður félagi ætla ég að leyfa mér að leggja orð í belg hérna (skrái mig líklega einhvern tímann á næsta ári). Það varðar auglýsingarnar, mér finnst nefnilega að það ætti ekki að takmarka þær við félaga 4×4. Þetta er svona hér um bil eini auglýsinga vettvangurinn fyrir jeppa á netinu og mér fyndist skömm ef það yrði lokað fyrir auglýsingar annarra. Ég get alls ekki séð að auglýsingar utanfélagsmanna séu eitthvað fyrir sem stendur.
Það væri ef til vill hægt að útbúa þetta þannig að auglýsingar dyttu út eftir ákveðinn tíma svo þetta myndi ekki fyllast.
Þá á ég ekki við myndaalbúmið sem er að fyllast af myndum af einhverjum handónýtum fólksbílum!En eins og ég segi þá hugsa ég að ég muni ganga í klúbbinn einhvern tímann á næsta ári…enginn tilgangur eins og er próflaus og bíllaus!
30.12.2004 at 21:31 #512032Tek undir með KristinnM með það að loka ekki á auglýsingar frá utanfélagsmönnum. Með því að gera það þá munu auglýsingarnar drepast niður því að það er alveg vel helmingur af auglýsingunum frá utanfélagsmönnum og það sem þeir selja kaupa væntanlega félagsmenn og svo öfugt.
04.01.2005 at 18:17 #512034Þetta vandamál sem Pétur talar um hér að ofan, virðist vera að ágerast. Nú er spjallið búið að vera óaðgengilegt í nokkra tíma, þetta hefur gerst því sem næst daglega upp á síðkastið.
Það má vera að þetta sé skylt því sem gerðist meðan síðan var hjá Hringiðunni en þá komu yfirleitt villu tilkynningar, oft um plássleysi á vinnu svæðum. Núna hangir vafrinn einfaldlega þegar reynt er að vísa í spjall eða auglýsingar. Þetta virðist líka vara lengur í hvert skipti en það gerði hjá Hringiðunni.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.