This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Þröstur Reyr Halldórsson 12 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Góða kvöldið,
Ákvað að skella þessu hérna inn ef ske kynni að einhver snillingurinn áttaði sig á þessu vandamáli.
Konan var að kvarta undan því að eftir að hún startaði bílnum þó fór hann ekki áfram – Hún steig sem sagt á olíugjöfina og ekkert gerðist. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum og þegar ég kom heim úr vinnunni þá hoppaði ég inn í bíl og allt í góðu engin vandamál fyrr en í dag.
Ég kem sem sagt heim – inn í bíl starta honum – stíg á olíugjöfina og ekkert gerist.. Engin breyting á snúningi núll og nix. Meðan ég er svona að átta mig á þessu ca 5 mín þá stíg ég á olíugjöfina og hún virkar alltí einu. Sem sagt draugur í bílnum. Ég fer í smá bíltúr og kíki á nokkra staði og núna er vandamálið alltaf til staðar. Eftir að ég drep á bílnum þá dettur olíugjöfin út. En kemur inn eftir ca 5 – 10 eftir að ég starta bílnum til að byrja með en fór samt að lengjast og allt upp í 30 mín eftir stopp á bensínstöðinni.
Eitt af því sem ég var búinn að taka eftir er að dagljósabúnaðurinn er dottinn út af bílnum – Þannig að núna þarf maður að svissa ljósunum á hann. Þá prófaði ég að svissa af bílnum næstum því alveg en svissaði til baka áður en hann drap á sér. Þetta virkar til að fá olíugjöfina strax inn. Er vandamálið þá í svissinum eða einhverju sem er tengt svissinum – Fór að pæla í því hvort afdreparinn væri bilaður en þeir hjá umboðinu sögðu mér að þeir bila aldrei en þorði ekki neitt að útiloka að það væri vandamálið.. Þegar ég drap nefnilega á honum kom smá olíu inn skot áður en hann drap alveg á sér..
Einhverjar hugmyndir..
You must be logged in to reply to this topic.