This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 16 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir.
Þannig er mál með vexti að ég var að skipta um glóðarkerti í Patrol 1992 módel, 2,8 turbo Diesel. Þegar ég síðan var búinn að skipta og ætlaði að setja drossíuna í gang tek ég eftir reyk sem mér leist lítið á. Við nánari athugun sé ég að svokallaður „fused Link“ sem liggur rétt við relay-inn tvö hefur brunnið yfir. Síðan þá er ég búinn að setja annan „fused link“ inn en hann brann einnig yfir með tilheyrandi lykt og fínheitum. Nú spyr ég menn, hvað dettur ykkur í hug? Er það bara stærri vír og keyra þangað til eitthvað hrynur? Endilega látið mig vita hvað ykkur dettur í hug.
Kveðja
Þórir Ingvarsson
ichiro@simnet.is
You must be logged in to reply to this topic.