FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

vals

by Valur Sveinbjörnsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › vals

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson Jóhannes þ Jóhannesson 18 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 30.04.2007 at 17:30 #200230
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant

    Til kosninga skal haldið eina ferðina en, álið kolféll, stjórnmálaflokkar berjast á lituðum banaspjótum og ekki er rórra í okkar ástkæra félagsskap.
    Þegar embætti losna þarf að fylla í skörð, það er gert með ýmsum hætti og í okkar félagsskap hafa færri komið en þörf hefur verið fyrir. Því hafa ýmsar aðferðir verið notaðar, lokka menn/konur með fögrum fyrirheitum, kalla menn til skyldunnar, Þú ert bestur og mestur og nauðsynlegur fyrir starfið, félagarnir verða þér ævinlega þakklátir (því lík vitleysa), eða með öðrum orðum “Head hunting“.
    Framboð mitt byggist á þessu síðast nefnda, það tók þrjú köst að landa þessum 200 punda eðal-Pajero-eiganda. Jú ég skal taka þetta starf að mér og leggja allt það besta sem ég hef upp á að bjóða í það. Svona framboð byggjast oftast á því að erfitt er að fá fólk til að taka þessar ábyrgðastöður að sér því þarf að notast við “Head hunting“.
    Ekkert nema gott um það að segja en svo bregður við, það koma fram menn sem vilja ólmir taka þessar skyldur á sínar herðar ! nú hvað ! hví ætti ég þá að vera að standa í vegi fyrir því að þeir sem vilja, af fúsum og frjálsum vilja, leggja stóran hluta af sínum frítíma í að vinna fyrir okkur hin, fái að gera það. Mér er spurn?
    En hégómagirndin náði að klóra í mig og ég sagði við sjálfan mig “sjáum til hvernig fram vindur“ það gæti verið gaman að taka þátt í þessu en fyrst um sinn að halda lágan prófíl.
    Það sem hefur svo komið á daginn er ekki það sem hefur vakið áhuga minn og hefur mótað ákvörðun mína, er allur þessi aur sem upp hefur verið þyrlað. Meira að segja hefur kandídötum sem ekkert hafa tjáð sig í þessari umræðu verði venslaðir við hugmyndasnauði og ókosti.
    .
    Í ljósi ofanritaðs lýsi ég því yfir að ég dreg framboð mitt til baka og mun ekki gefa kost á mér í þetta annars ágæta embætti.
    .
    Ég fer því fram á að ritari taki undirritaðan út af framboðslista
    .
    Kveðja,
    Valur Sveinbjörnsson.
    R-3117

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 30.04.2007 at 17:39 #589870
    Profile photo of Gísli Þór Þorkelsson
    Gísli Þór Þorkelsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 1363

    Þetta þykir mér slæm tíðindi Valur því að ég var ánægður að sjá þegar þú bauðst þig fram vona að þú sjáir að þér og bjóðir þig fram.
    kv Gísli Þór





    30.04.2007 at 17:43 #589872
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Hjartanlega sammála Gísla.





    30.04.2007 at 17:54 #589874
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    ég skil ákvörðun þína mjög vel og er þetta nákvæmlega sama ástæða og veldur því að ég hef ekki gefið kost á mér í nefndir innan klúbbsinns eins og ég ætlaði svo sannarlega að gera.
    vonandi fer allt á besta veg og í stjórn og nefndir veljast menn sem hlúta öllum lögmálum hinna heilögu, svo komandi ár verði friðsælt og gott.





    30.04.2007 at 17:55 #589876
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Ég var nokkuð sáttur við það sem ég ættlaði að kjósa,en ef þú lætur verða af því að draga þig í land á þessu kjöri verð ég að velja annann í staðin og er ekki sáttur við það,svo ég bið þig herra Trúður um að róa áfram á þessi þurralandsmið og gefa þig lítt að smá skvettum,er óvitar þyrla upp og taka slagið á atkvæðismiðin,er nokkuð viss um að það mun aflast uppí kvóta
    Kv Klakinn





    30.04.2007 at 18:39 #589878
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Þú hafðir mitt atkvæði Valur,en ég virði ákvörðun þína.
    Bestu kv,Jóhannes





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.