Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › V8 rokkur í 90 Cruiser
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Logason 15 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.03.2009 at 18:38 #204071
Jæja spjallverjar, hvernig er það, er enginn búinn að setja alvöru vél í 90 Cruiser, er enginn kominn með V8 rokk í húddið á þessu, og hætta þessum díselleik??
Væri gaman að heyra ef einhver hefur framkvæmt eitthvað svoleiðis og þá hvaða vélar væru hentugar í svona swap.
Eða er kannski þægilegast að taka orginal 3,4 Toyota og setja blower á kvikyndið.
Kv, Kristján
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.03.2009 at 19:32 #643986
Það er spurning að fá sér Tacoma ? Ekki eru strax orðinn brjálaður á aflleysinu ? En 350 chevy er orruglega hægt að setja í þessa vagna. Og öruglega til millistykki fyrir toyota þeir eru svo duglegir í ameríkuhreppinum að búa til svo leyðis.
Kv Eyþór sem á eftir að rasskella þig á fjöllum hahaha
20.03.2009 at 20:44 #643988Sennilega er mótorinn, sem notaður er í Lexus-typuna, sem er seld í ameríkuhreppi og er í raun sami bíll og Cruiserinn, déskoti dýr. Hinsvegar er spurning hvort mismunurinn á verði vélarinna vinnst ekki upp við lægri kostnað við að setja hann niður. Hinsvegar þykist ég hafa séð í einhverju blaði frá USA að til séu millistykki milli Toy skiptingar og 4,7 lítra Chevy Vortec (ekki alveg viss um stærðina í lítrum). Það er þrautreyndur mótor og fjöldinn allur til af þeim og hægt að fá þá á viðráðanlegu verði, auk þess sem alls kyns aukabúnaður er til og auðvelt að fá varahluti. Sennilega er Mopar Hemi of stór í þennan bíl, en það er gríðarlega skemmtileg vél. Mér líkar vel að menn séu að horfa á snarpa bensínrokka í tækin sín. Dieselvélarnar geta seint skilað sömu snerpu og krafti og góð 8 cyl bensíntík.
20.03.2009 at 20:57 #64399090 Cruiser kom líka með 3,4 bensín og er þá ekki málið að fá sér svoleiðis, panta keflablásara og sprauta af stað. Það virkar allavega veit ég.
kv,
HG
20.03.2009 at 21:21 #643992Djöfull er ég búin að tala þig inná þetta. Hver segir að einelti leiði bara slæma hluti af sér.
20.03.2009 at 21:49 #643994þetta er bara nánast til í 120 bílnum lexus gx470 ekki flókið mál ! (þó svo ég tali sem stoltur toylet eigandi) !
20.03.2009 at 21:49 #643996.
20.03.2009 at 22:01 #643998Ég sé nú ekki mikla glóru í því að setja bensínhák í góða og gilda Toyotu. Ég myndi skilja þetta ef að um Patta væri að ræða, til dæmis eins og bílin hans Hlyns. Skilst að sá bíll sé með eindæmum hægfara og drífi nánast ekkert. Þetta hef ég eftir áræðanlegum heimildum. Ef að þú ætlar að setja eitthvað svona í 90 cruiser mæli ég með 2,4 turbo diesel. Togar gríðarlega og vinnur frábærlega.
Tooooooooooggg kveðja, Theodor.
20.03.2009 at 23:33 #644000það já.
Hlynur hefur ástæðu, segir að ef maður ætli að fara hratt og drífa eigi maður bara að fá sér Imprezu Turbo, sennilega eitthvað til í því…….
2,4 Turbo kemur sterklega til greina, hef allavega heyrt að hann sé skárri heldur en þetta 3 lítra sull sem er original. Skjóti þessum common rail tíkum ref fyrir rass og rassskeli þá hægri vinstri um allt.
Þetta er jú til í Lexus útgáfu af 120 Cruiser en þá er 120 Cruiserinn með V6 vélini sem fæst hérna talsvert skemmtilegri þó hitt heiti V8….
Sennilega er talsvert vit í að taka hann bara með 3,4 og fara sömu leið og Halli. En þá er maður samt bara ennþá næstflottastur.
Næsta skref er klárlega bara að fá sér Tacomu, þar hefur Eyþór rétt fyrir sér, eina vitið ef maður ætlar að stíga í það, er annars búinn að finna eina 350 chevy sem er rétt um 420 hestöfl fyrir einhvern smáaur, spurning um að finna milliplötur og læti.
Bensín er klárlega málið í dag, ódýrara, og ódýrara og er bara svo miklu ódýrara.
En það er aldrei neitt of stórt í bensínheiminum, þannig mopar hemi ætti að komast, lengja og breikka húddið, stærri dekk og…
Kv, Kristján
Sem er strax orðinn þreyttur á afleysi og vantar refsara
20.03.2009 at 23:45 #644002Mikið er gaman að heyra að þú sért um það bil að sjá ljósið
það er bara eitt sem þú þarft að hafa í huga við þetta allt saman og það er :
IF IT AIN´T FORD THEN WHY BOTHER
20.03.2009 at 23:45 #644004.
21.03.2009 at 00:20 #644006Spurning hvort það væri ekki einfaldara að fá sér willis sem er tilbuinn fyrir minni pening en það kostar að græja þessa Toyotu, þú þarft að skipta um vél, báða kassa, afturhásingu og framhjolastell ef þú ætlar í kraftmikla 8 cyl. þá eru farnar tvær millj, áður en þú veist af.
21.03.2009 at 01:06 #644008Af hverju 3,4 og blóver 4,0 er mikið skemmtilegri einn mjög sáttur Tacoma Eigandi með 304 hross sem eru mjög viljug
21.03.2009 at 08:23 #644010held að einhver ætti að reina að koma Kristjáni til læknis, mér sýnist hann vera komin með teddissindrome, mjög alvarlegt.
21.03.2009 at 12:56 #644012Kalli, ég er sko alveg meðvitaður um það, væri alveg til í blower á 4,0 vélina, það er eitthvað sem er ofarlega á listanum, þú verður að bjóða mér í bíltúr í eðalvagninum.. 😉
Svo er það spurning, willis, það er bara ekki til neitt af því eða hvað, eða ekki sem liggur til sölu og er tilbúið til notkunar eða í niðurníslu eða hvað,, þá erum við komnir í hardcore stuff og til afgangur
Kv, Kristján
Sem er á leiðini til læknis
21.03.2009 at 22:32 #644014Vandamálið við að finna sér Willy’s með svaka rokk er það að þú situr alltaf uppi með Willy’s, sem er í grunninn bara fjórhjól með kúlutjaldi. Sem er MJÖG gott fyrir þá sem kunna að meta þannig líf.
En Straumur er maður sem hefur lifað í vellystingum og velmegun mest allt sitt líf og vill þannig fá 4 hraða á miðstöðina og vel upplýst mælaborð, svo maður tali nú ekki um hágæða upphitaða spegla og fokheldisvottorð frá Japan.
22.03.2009 at 22:57 #644016Mér líst vel á þessa pælingu hjá þér með V8 í 90 cruiser, en ef þessi cruiser er með common rail vélinni þá sé ég svosem engan tilgang í þessu, það eru nefnilega alveg þræl öflugir mótorar. toga vel og eru bara mjög kraftmiklir.
en það er nú alltaf gaman að sjá flotta jeppa með kraftmiklar V8 vélar.Svo þætti mér gaman að vita hvort að drifin séu nógu sterk í þetta. Ég bara hef ekki hugmynd um það hvort að drifin í svona 90 cruiser séu nógu sterk fyrir svona almennilegan kraft.
23.03.2009 at 01:01 #644018ég er ekkert viss um að 90 cruiser sé nógu sterku bíll fyrir almennilegan kraft.
en það er bara ein leið til að komast að þvíf4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/6650
bara kíla á það
09.04.2009 at 21:29 #644020veit einhver hvað orginal 3,0 vélin er þung, væri gaman að hafa hana til viðmiðunar.
spurning um að skoða 5,0 Mustang eins og Óskar setti í Patrolinn hjá sér.
Þetta er 99 módel og sannarlega ekki common rail, þá væri þetta ekki til umræðu 😉
DRif eru spurning, lítið mál að stækka afturdrif ef það verður ekki til friðs en spurning með frammdrifið, gæti verið snúnara að eiga við það.
Kv, Kristján
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.