FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

V6 4runner

by Snorri Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › V6 4runner

This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Rúnar Sigurjónsson Rúnar Sigurjónsson 19 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.12.2005 at 16:25 #196885
    Profile photo of Snorri Jónsson
    Snorri Jónsson
    Participant

    Jæja nú er ég kominn á v6 4runner ´91 og er hann alveg óbreyttur nema að það er búið að boddíhækka hann fyrir 35″ og setja á hann kanta fyrir 35-38″. Það sem mig langar að gera er að setja undir hann 38″ og ég spyr hvort ekki sé nóg að klippa bara úr og sleppa því að hækka meira.
    og svo langar mig náttúrulega í meira afl en hann er sjálfskiptur greyið svo hvað hafa menn verið að gera til að auka aflið með frekar litlum tilkostnaði,
    ég hef helst verið að hugsa um púst, síu og kannski hiclone en endilega þeir sem vita meira um þetta segið mér frá því.
    og eitt enn hvaða hlutföll eru menn að setja í svona bíl.

    Kveðja Snorri

  • Creator
    Topic
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)
  • Author
    Replies
  • 19.12.2005 at 22:36 #536588
    Profile photo of Stefán Guðmundsson
    Stefán Guðmundsson
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 8

    Sæll Snorri

    Þessi mótor er einginn kjarnorkusprengja en ef þú sverar pústið setur k&N síu í hann og færð þér flækjur sem fást í Artictruck fyrir sangjarnan pening
    (35-40 þús) þá hressist hann töluvert ég hugsa að þú komis ekki upp með minna ef þú ætlar að fá marktæka breytingu
    svo er það hlutföllin sem er hægt að hræra í og þá nota menn núorðið 5.29 mest, 5.71 er líka kostur og er mér sagt af mér fróðari að þau séu orðinn mun sterkari en þau voru(veit ekki hvort satt er)

    Kv S





    19.12.2005 at 22:59 #536590
    Profile photo of Eiður Ragnarsson
    Eiður Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 315

    Flækjur og sverara púst, KN sía, HiClone og tölvukubbur frá Super Chips, allt saman er málið

    Ég var kominn með allt þetta í bílinn hjá mér nema flækjurnar og hann var að virka ágætlega, en hann fór reyndar ekki á stærri dekk enn 35" en var á 5:29 hlutföllum.

    Einnig er gríðarlega mikilvægt að hafa alla skynjara í lagi bæði vegna krafts og eyðslu.

    Ég á handa þér pústið kubbin og síuna ef þú villt fyrir sanngjarnt verð!!!!

    kv
    Austmann





    20.12.2005 at 17:09 #536592
    Profile photo of Kristófer Helgi Sigurðsson
    Kristófer Helgi Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 506

    var að spá, hvað er highclone ? er með hilux 2.4 bensin og er með flækjur og opið 2.5 " púst, er ekki tilvalið að skella tölvukubb í hann ? og hvaða kubbur frá superchips passar í bílinn minn





    20.12.2005 at 18:03 #536594
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Mín reynsla er sú að flækjur eru að gera mjög mikið fyrir þennan mótor. Þannig að ég myndi setja flækjurna í forgang þegar þú ferða að hressa upp á vélina.





    20.12.2005 at 18:14 #536596
    Profile photo of Eiður Ragnarsson
    Eiður Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 315

    Hérna er heimasíða SC á íslandi http://www.superchips.is

    hægt að fá í flesta bíla, en ég er sammála að flækjur og sverara púst ættu að fara í forgang.
    Það ber einnig að hafa í huga að eftir að flækjur og púst eru komnar í þá gerir kubburinn meira gagn því að hann á að leiðrétta þá breytingu sem verður á flæði lofts og bensíns í gegnum vélina við það að svera pústið og flækja

    kv
    Eiður





    20.12.2005 at 22:01 #536598
    Profile photo of Snorri Jónsson
    Snorri Jónsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 227

    Ég vil byrja á að þakka fyrir veittar upplýsingar og ég held að ég komi til með að byrja á pústinu og kannski flækjum en það verður nú samt ekkert gert fyrr en á nýju ári býst ég við en nóg um það. En hvað segja menn um hækkun eða ekki hækkun ég held að hann sé hækkaður um 2,5 tommur á boddíi og mér finnst hann frekar hár á 35 tommunni svo mig langar ekki til að hækka bílinn meira ef það er ekki nauðsynlegt en ég nenni samt ekki að fara að færa eða breyta fjöðrunarbúnaði mikið að svo stöddu.

    Kveðja Snorri.

    PS: Endilega haldið áfram að ausa úr viskubrunni ykkar.





    20.12.2005 at 23:54 #536600
    Profile photo of Steingrímur Birgisson
    Steingrímur Birgisson
    Member
    • Umræður: 2
    • Svör: 34

    Hafa menn eithvað verið að skipta þessum vélum út fyrir stærri og hvaða vélar er hægt að nota?





    21.12.2005 at 14:03 #536602
    Profile photo of Friðrik H. Friðriksson
    Friðrik H. Friðriksson
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 122

    [url=http://www.toyota-4runner.org/showthread.php?s=&threadid=3380:2kpglarv]Hér[/url:2kpglarv] hafa menn eitthvað verið að spá í þetta. [url=http://www.toyota-4runner.org/:2kpglarv]T4R.ORG[/url:2kpglarv] reyndar öflugur þráður um ýmislegt er varðar Runnerinn.





    21.12.2005 at 19:06 #536604
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    einhvern tímann rakst ég á síðu á netinu þar sem einhver kani var búinn að skipta út 3.0 V6 fyrir Chevy 4.3 V6.

    kv. Kiddi





    22.12.2005 at 15:12 #536606
    Profile photo of Snorri Jónsson
    Snorri Jónsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 227

    Já auðvitað væri gaman að vera bara með stærri og öflugri vél en ég ætla nú ekki að fara að skipta um vél þar sem ég hef ekki hugsað mér að fara í svaka breytingar alveg strax en ég spyr aftur er einhver sem getur sagt mér eitthvað um hvort ég þarf að hækka bílinn meira upp eða ekki.

    kveðja Snorri.





    22.12.2005 at 15:32 #536608
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Segðu fyrst hvað hann er hár nú þegar, hvað er 35" hækkun mikil hækkun. Þær eru eitthvað mismunandi.

    Það er hægt að setja 38" dekk undir svona bíl nánast án þess að hækka hann neitt, en þá verðurðu að hafa ákveðna kanta og flippa út á rokknum. Fyrir þessa venjulegu kanta þá gæti verið nóg að hækkann um 6 cm, ef menn eru sáttir við ekkert of mikla fjöðrun og mikla skurðarvinnu. Hefðbundin 38" hækkun er 10-12 cm.

    Vona ég fari ekki með mjög rangt mál hér.

    kv
    Rúnar.





    22.12.2005 at 16:57 #536610
    Profile photo of Snorri Jónsson
    Snorri Jónsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 227

    Sæll "runar"eins og kemur fram hér áður í þessum þræði held ég að bíllinn sé hækkaður um 2,5 tommur á boddíi en hann er ekkert skrúfaður upp og ætla ég helst að halda þessari fjöðrun sem er núna eða allavega ekki að skerða hana mikið en takk fyrir þessar upplýsingar.

    Kveðja Snorri.





    22.12.2005 at 17:02 #536612
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Er þetta þá ekki bara spurning um að fá lánað dekk og máta?

    kv
    Rúnar





    22.12.2005 at 20:08 #536614
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Er ekki hámarks lögleg boddýhækkun 10cm.





    22.12.2005 at 20:43 #536616
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Það er klárt að með 5 cm hækkun er lítið en gæti kannski dugað. En ég er hræddur um að breyta þurfi boddýfestingunni á grindinni fyrir aftan framhjól og svo þarft þú að skera af stuðarahorninu ásamt því að taka burt festinguna fyrir stuðarahornið. Einnig kemur hjólið til með að naga í hvalbakinn aftan við framhjólið svo þar þar töluverða skurðarvinnu. Þá þarf þú að muna eftir því að fjarlæga tölfuna sem er við gólfstólpann hægrameginn inn í bílnum gama saga vinstrameginn þar þarf að fara varlega í kringum öryggjaboxið. Þegar þú ferð að berja á boddýinu.





    22.12.2005 at 20:50 #536618
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ég hef ekki trú á því að skáfrændi minn fari að breyta bíl með sleggju. Gera þetta eins og maður og skera og sjóða, kítta og hnoða. Svo þarftu pottþétt að færa upp boddýfestingarnar undir hvalbak ef það er ekki búið að því.





    22.12.2005 at 22:34 #536620
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Ef dekkin nuddast ekki utaní, þá eru dekkin ekki nógu stór. Og hananú.

    kv
    Rúnar





  • Author
    Replies
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.