This topic contains 60 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Sigurfinnsson 11 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Eins og flestum er kunnugt er nú farin í gang vinna við að smíða neyðarskýlið við Setrið. Verið er að setja saman einingarnar sem fluttar verða uppeftir og reistar síðsumars. Umræða hefur skapast meðal félagsmanna um utanhúsklæðningu hússins en eins og flestum er kunnungt er Setrið klætt með ljósri Steni klæðningu. Okkur, meirihlutanum í skálanefnd hefur blöskrað hvað Steniklæðningin kostar en þegar við fórum af stað í þetta verkefni á sínum tíma könnuðum við hvað Steniklæðning utan á húsið mundi kosta en á þeim tíma voru tveir framleiðendur að þessari vöru, Steni, sem Byko flytur inn og siðan Stoneflex sem Húsasmiðjan flutti inn. Í millitíðinni hefur það síðan gerst að Steni verksmiðjan keypti Stoneflex og er nú aðeins einn innflytjandi með þessa vöru. Verðið hækkaði um rúmlega helming eftir það. Okkur fannst því að kostnaður við þennan þátt byggingarinnar væri algjörlega farinn úr böndunum og leituðum því hófanna eftir öðrum kostum í utanhúsklæðningum. Eftir allmikla eftirgrennslan varð niðurstaðan sú að við mundum fara út í að vera með aluzink klæðningu á veggjum. Aluzink lítur í raun út eins og bárujárn en er með aluzink húð og er því mjög varanlegt. Ætluðum við að hafa klæðninguna liggjandi á veggjum, panta fimm plötur af Steni í rauðgula litnum sem er á þakkantinum á Setrinu og hafa þakkant hússins eins á litinn eins og er á Setrinu og mála svo þakið í sama lit og Setrið. Eini munur á útliti húsanna yrði því liggjandi bárualuzink á skemmunni á móti Steniklæðningu á Setrinu. Ekki gerðum við ráð fyrir að mála aluzinkið á veggjunum heldur láta það halda sínum gráa lit. Nú hefur skapast umræða meðal félagsmanna um þetta mál og eru ekki allir á eitt sáttir með þessa fyrirætluðu tilhögun okkar. Vilja sumir að farið verði í að versla Steni á húsið svo að það komi til með að líta eins út og skálinn. Við skálanefndarmenn höfum verið að horfa í kostnaðinn við þetta því munurinn á þessum tveimur kostum er í kringum 870,000,- sem það kostar meira að nota Steni en aluzink klæðningu. Þetta eru miklir fjármunir sem þarna eru í húfi og vera má að þeim sé betur varið í annað starf félagsins. Þess vegna viljum við nú vita vilja félagsmanna í þessum efnum og efnum nú til umræðu og skoðanakönnunar um þetta mál. Hvetjum við ykkur til að taka þátt í þessari könnun eftir að þið hafið kynnt ykkar málið frá öllum hliðum. Segið ykkar skoðun þér á þessum þræði en við verðum að hafa hraðann á vegna þess að það tekur tíma að panta Steni og fá það til landsins ef sá kostur verður ofan á. Settur verður linkur á skoðanakönnunina á sunnudaginn og vonandi hefur þá farið fram einhver umræða um málið og sjónarmið manna komið fram. Geta félagsmenn eftir það kosið um málið.
F.h. skálanefndar. Logi Már.
You must be logged in to reply to this topic.