FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Útlit neyðarskýlis, skoðanakönnun.

by Logi Már Einarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Útlit neyðarskýlis, skoðanakönnun.

This topic contains 60 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Gunnar Sigurfinnsson Gunnar Sigurfinnsson 11 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 31.05.2013 at 15:48 #226150
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant

    Sælir félagar.
    Eins og flestum er kunnugt er nú farin í gang vinna við að smíða neyðarskýlið við Setrið. Verið er að setja saman einingarnar sem fluttar verða uppeftir og reistar síðsumars. Umræða hefur skapast meðal félagsmanna um utanhúsklæðningu hússins en eins og flestum er kunnungt er Setrið klætt með ljósri Steni klæðningu. Okkur, meirihlutanum í skálanefnd hefur blöskrað hvað Steniklæðningin kostar en þegar við fórum af stað í þetta verkefni á sínum tíma könnuðum við hvað Steniklæðning utan á húsið mundi kosta en á þeim tíma voru tveir framleiðendur að þessari vöru, Steni, sem Byko flytur inn og siðan Stoneflex sem Húsasmiðjan flutti inn. Í millitíðinni hefur það síðan gerst að Steni verksmiðjan keypti Stoneflex og er nú aðeins einn innflytjandi með þessa vöru. Verðið hækkaði um rúmlega helming eftir það. Okkur fannst því að kostnaður við þennan þátt byggingarinnar væri algjörlega farinn úr böndunum og leituðum því hófanna eftir öðrum kostum í utanhúsklæðningum. Eftir allmikla eftirgrennslan varð niðurstaðan sú að við mundum fara út í að vera með aluzink klæðningu á veggjum. Aluzink lítur í raun út eins og bárujárn en er með aluzink húð og er því mjög varanlegt. Ætluðum við að hafa klæðninguna liggjandi á veggjum, panta fimm plötur af Steni í rauðgula litnum sem er á þakkantinum á Setrinu og hafa þakkant hússins eins á litinn eins og er á Setrinu og mála svo þakið í sama lit og Setrið. Eini munur á útliti húsanna yrði því liggjandi bárualuzink á skemmunni á móti Steniklæðningu á Setrinu. Ekki gerðum við ráð fyrir að mála aluzinkið á veggjunum heldur láta það halda sínum gráa lit. Nú hefur skapast umræða meðal félagsmanna um þetta mál og eru ekki allir á eitt sáttir með þessa fyrirætluðu tilhögun okkar. Vilja sumir að farið verði í að versla Steni á húsið svo að það komi til með að líta eins út og skálinn. Við skálanefndarmenn höfum verið að horfa í kostnaðinn við þetta því munurinn á þessum tveimur kostum er í kringum 870,000,- sem það kostar meira að nota Steni en aluzink klæðningu. Þetta eru miklir fjármunir sem þarna eru í húfi og vera má að þeim sé betur varið í annað starf félagsins. Þess vegna viljum við nú vita vilja félagsmanna í þessum efnum og efnum nú til umræðu og skoðanakönnunar um þetta mál. Hvetjum við ykkur til að taka þátt í þessari könnun eftir að þið hafið kynnt ykkar málið frá öllum hliðum. Segið ykkar skoðun þér á þessum þræði en við verðum að hafa hraðann á vegna þess að það tekur tíma að panta Steni og fá það til landsins ef sá kostur verður ofan á. Settur verður linkur á skoðanakönnunina á sunnudaginn og vonandi hefur þá farið fram einhver umræða um málið og sjónarmið manna komið fram. Geta félagsmenn eftir það kosið um málið.
    F.h. skálanefndar. Logi Már.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 60 total)
1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 31.05.2013 at 21:30 #766237
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sælir félagar.
    Það er þá best að hefja umfjöllun um þennan þráð. Ég stend sjálfan mig oft að því að velja dýrari leiðina. Það er leiðin sem oft leiðir að betri endingu og sú sem gleður augað frekar. Það er þó ekki einhlýtt. Ef við segjum að báðar klæðningarnar endist allavega í 50 ár. Þá kostar að jafnaði árlega aukalega að klæða með Steni 17400 kr. Ef í klúbbnum eru 3000 félagsmenn eru það um 6 kr. á ári pr. mann.

    Þá skulum við fara upp í Setur og hugsa okkur skálann og væntanlegt skýli. Annars vegar er það klætt Aluzink og hins vegar Steni.

    Þar sem ég er að tjá mig um þessa tvo kosti get ég ekki hugsað mér skýlið bárujárnsklætt við hliðina á Steniklæddum skálanum. Slíkt er ekki heild sem hæfir hrikalegu og fallegu umhverfi þar sem við höfum valið okkur áfangastað. Grá bárujárnsklæðning í þessari heild er ekki það sem ég vil sjá þarna. Það minnir mig á hermanna-bragga eða útihús til skjóls fyrir skepnur.

    Jæja. Þá er ljóst hvað ég ætla að velja þegar könnunin birtist.
    Kv. SBS.





    31.05.2013 at 21:31 #766239
    Profile photo of Kristján Einarsson
    Kristján Einarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 103

    Frá mínum sjónarhóli er ekki spurning að taka Aluzinkið nota 870þúsundin í eitthvað annað félagsmönnum og konum til góða.





    31.05.2013 at 23:35 #766241
    Profile photo of Hörður Bragason
    Hörður Bragason
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 14

    Sæl/ir.
    Smá spurning
    Þola bæði efnin íslenskt veður jafn vel?
    Kveðja Hörður.





    31.05.2013 at 23:44 #766243
    Profile photo of Eyþór Guðnason
    Eyþór Guðnason
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 459

    Það er engin spurning að nota stení. Alursink endist ekki við þessar aðstæður þar sem sandblástur er rosalegur. Í gamlahúsinu er klæðningin búin að vera vandræðalaus fyrir utan að festa hér og þar. Miðað við staðsetningu á skálanum er þetta viðhaldsfrítt.
    Á þessum tíma væri búið að skipta um alursink klæðningu tvisvar ef ekki þrisvar.
    Það er verðmunur í byrjun sem sparar sig með tímanum. Fyrir utan sjónmengun af bárujárni móti stení.
    Mér finnst þetta svipað og breyta nýjum bíl og tíma ekki að kaupa á hann bretta kanta hrækja einhverju blikk rusli á kaggann og mála ,og eftir tvö ár er allt orðið ryðgað.

    Kv Eyþór R-397





    01.06.2013 at 11:21 #766245
    Profile photo of Ágúst Þór Guðbergsson
    Ágúst Þór Guðbergsson
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 702

    Held að Eyþór komi inn á það sem skiptir aðallega máli. Ending og útlit. Aluzinkið myndi skemmast og verð ljótt á tiltölulega fljótum tíma og skemma líka heildarútlit staðarins. Ég kýs með Steni enda hefur það sannað sig á staðnum og hefur meira "country" yfirbragð sem ég held að eigi við þarna.





    01.06.2013 at 12:40 #766247
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Nú var þetta aðeins rætt á fundi nefnda 23 maí og þar kom einnig upp spurning með sandfok.
    Gámurinn sem var uppi við Setur virtist ekki verða illa sandblásinn þó hann stæði þarna í yfir 10 ár.
    Sandálag er auðvitað mest neðst við jörðu og veggjaklæðningin á skýlinu mun byrja í ca. hnéhæð.
    Aluzink er ekki eins gljáandi og galvanísering á bárustáli þannig að það ætti ekki að stinga illa í stúf við veggina á Setrinu.

    Ég set mitt atkvæði við aluzink.





    01.06.2013 at 16:05 #766249
    Profile photo of Logi Ragnarsson
    Logi Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 213

    Nota Steni og halda þar með góðum heildarsvip á svæðinu, ekki spurning í mínum huga.
    Logi R
    R-148





    01.06.2013 at 17:33 #766251
    Profile photo of Kristinn Rúnarsson
    Kristinn Rúnarsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 16

    Nota aluzinkið. 870.000 eru miklir peningar. Það eru t.d. u.þ.b. 2400 bjórar eða u.þ.b. 1200 lítrar en þetta skilja menn betur





    01.06.2013 at 17:40 #766253
    Profile photo of Stefán
    Stefán
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 8

    Ekkert mál að púnga út 870.000kr ef það er ekki úr eigin vasa.
    Mæli eindregið með aluzink.
    Ef það endist 10-20 ár þá er þetta ekkert mál, bara skipta um plötur.
    Svo má líka mála aluzinkið þá hverfur litamunurinn.





    01.06.2013 at 18:44 #766255
    Profile photo of Gísli Gíslason
    Gísli Gíslason
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 244

    Sæl/ir

    Ég set atkvæðið mitt á aluzink, hef af því góða reynslu.
    Það er líka flott að láta bárurnar liggja lárétt eins og þið leggið til.
    Einnig er það ekki gæfuríkt að styðja fyrirtæki sem kaupir upp samkeppnisaðila til að halda uppi háu vöruverði.
    Kv – Gísli





    01.06.2013 at 19:35 #766257
    Profile photo of Vilhjálmur
    Vilhjálmur
    Participant
    • Umræður: 55
    • Svör: 134

    Ekkert fjandans bruðl, Alozink á húsið og mála í heppilegum lit. Erum við ekkert búnir að læra á síðustu árum.
    VR. A 702





    01.06.2013 at 19:45 #766259
    Profile photo of Hörður Bjarnason
    Hörður Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 438

    Er ekki hægt að setja myndir á vefinn eða tengla á myndir, sem sýna aluzink á móti steni?
    Ég til dæmis veit ekki hvernig aluzink lítur út.





    01.06.2013 at 19:59 #766261
    Profile photo of Gísli Gíslason
    Gísli Gíslason
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 244

    Sæl/ir

    Aluzink er einungis yfirborðsmeðhöndlun á gamla góða íslenska bárujárninu.

    Kv – Gísli





    01.06.2013 at 20:11 #766263
    Profile photo of Trausti Kári Hansson
    Trausti Kári Hansson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 320

    það er miklu auðveldara að vinna stení á staðnum enn ál (fljótt að koma í beygjuvinnu). Persónulega finnst mér alltaf ósmekklegt þegar menn eru með allskonar hrærigraut af klæðiningum. kveðja Trausti





    01.06.2013 at 20:42 #766265
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sælir félagsmenn.
    Hér er Setrið Steníklætt og Alusinc klæðning. Myndin af Setrinu er kanski ekki alveg nógu góð. Að mínu álita á Alusinc klæðning ekki heima á hálendi Íslands heldur eingöngu í borgum sem eru fullar af sérhönnuðu gerfiefni. Steni kemst nær því að vera náttúrulegt efni og hentar betur þrátt fyrir hærra verð.
    Kv. SBS.

    [attachment=1:30v0htl9]Setur alusinc.jpg[/attachment:30v0htl9]

    [attachment=0:30v0htl9]Alusinc..jpg[/attachment:30v0htl9]





    01.06.2013 at 20:52 #766267
    Profile photo of Hörður Bjarnason
    Hörður Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 438

    Já ég er ekki að sjá fyrir mér þessa bárujárnsklæðningu í bland við Steni.
    Klúbburinn er vel stöndugur að mér skilst og fer létt með að borga nokkrar aukakrónur í klæðningu sem mun standast tímans tönn við hörð skilyrði. Svo ekki sé minnst á að skemman mun "sjattera" við Setrið.
    Mitt atkvæði fer á Steni.





    01.06.2013 at 21:47 #766269
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Sigurður B ! EF þú ætlar að blanda þér í umræðuna um þetta með myndefni þá er það lágmarkskrafa að þú sýnir rétta mynd af útliti aluzinks. Þetta forljóta klæðningarefni sem þú ert að koma með myndir af hér eru kannski myndir af einhverskonar aluzinki en er ekki í nokkru samræmi við það sem við höfum ætlað okkur að nota. Það sem við höfum hugsað okkur að nota er í útliti venjulegs bárujárns sem er yfirborðsmeðhöndlað með aluzinki og ber því þetta nafn. Þetta sem þú ert að birta myndir af hér er nokkuð sem mér myndi ekki detta í hug að setja á húsið. Ef þú átt ekki myndir af venjulegu íslensku bárujárn i í liggjandi klæðningu á húsi þá skaltu sleppa því að birta myndir sem falsa það útlit sem kemur til með að vera á húsinu ef aluzink klæðning kemur til með að vera valkostur sem verður ofaná. L.M.





    01.06.2013 at 22:00 #766271
    Profile photo of Bergur Pálsson
    Bergur Pálsson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 307

    Steni vegna heildarsvips húsanna. Setrið er glæsilegt hús. Samt svolítið blóðugt með þennan kostnarðarmun.
    kv,
    Bergur





    01.06.2013 at 22:24 #766273
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Logi Már Einarsson.

    Ef þú ætlast til að menn beri saman tvo hluti þá skulu báðir vera sýnilegir. Það vita allir hvernig Setrið lítur út og þá líka af myndum. Hinn kostin hefur engin eða fáir séð. Um leið og þú hefur sett inn mynd af réttum lit og lögun á aluzinc málmklæðningunni hér á spjallið skal ég taka þessar myndir út. Samkvæmt lýsingu taldi ég þessa klæðningu nokkuð nærri lagi. Að öðrum kosti er þessi skoðanakönnun ómarktæk.

    Kv. SBS.

    Ps. Heyrðu félagi ég skal taka þetta út eftir stuttan tíma en ég tek ekki þátt í að bera saman tvo hluti og annar er eingöngu sýnilegur.





    01.06.2013 at 22:37 #766275
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Góði Sigurður farðu ekki að koma með svona afsakanir. Þetta mál er það nálægt þér að þú veist alveg hvað um er að ræða. Hérna, ef mér tekst að setja inn mynd er nærtækari mynd af því sem er raunverulega um að ræða. L.M.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 60 total)
1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.