This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.08.2003 at 12:47 #192826
AnonymousEins og menn hafa væntanlega heyrt í fréttum voru Þjóðverjar hætt komnir í gær í Jökulsá vestari í gær (sjá t.d. a href=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1047008> mbl.is). Vekur spurningar um hvernig upplýsingum og fræðslu um hættur í ám er komið á framfæri við útlendinga sem ferðast á eigin vegum um landið. Sennilega vita flestir innlendir jeppamenn af því að ár á þessari leið eru jafnan varhugaverðar og að vegna hlýinda eru þær sérstaklega varasamar og hefur Vegagerðin varað sérstaklega við þeim. En það er ekki sjálfgefið að útlendingar viti þetta eða átti sig á hættunni.
Nú reyna örugglega landverðir og skálaverðir á hálendinu að koma svona upplýsingum til skila en ekki víst að það takist alltaf. Spurning hvort upplýsingamiðlun um færð og vöð þyrfti ekki að vera skipulögð, þannig að strax við komuna sé fólki vísað á einhverja upplýsingaþjónustu sem hægt sé að hringja í. Það að takast á við óbrúaðar ár er spennandi ævintýri fyrir þetta fólk (rétt eins og okkur) og menn leita í ævintýramennskuna, en of oft sem vitneskjan um leiðir er ekki nógu góð. Margir virðast gera sér grein fyrir hættunni og leita upplýsinga, en það er eins og sumir allavega átti sig ekki á því að það skipti máli T.d. hitti ég þýsk hjón inn á Lóni í sumar sem voru komin yfir Skyndidalsánna á VW rúgbrauði og það á hlýjum degi. Þau vildi elta mig yfir en þorði ekki að taka séns á því, enda orðið áliðið dags og áin nógu stíf fyrir hækkaðan LandRover, hvað þá rúbrauð á fólksbíladekkjum. Enda voru þau í „nettu sjokki“ eftir að öslað yfir og sjálfsagt misst grip á botninum. Frétti síðar að Ragnar sem sér um áætlanaferðir þarna inneftir lét þau bíða þar til snemma næsta morgun og aðstoðaði þau þá að komast yfir.
Reyndar þyrfti að þýða bókina hans ofsa og nánast skilda útlendinga til að kaupa hana áður en lagt er í hálendisleiðir. Vaðatalið þar er t.d. eitthvað sem allir ferðalangar ættu að hafa við höndina, erlendir sem innlendir.
Kv – Skúli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.08.2003 at 12:50 #475938
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eitthvað mistókst linkurinn á frétt mbl, reynum [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1047008:319h19no]aftur[/url:319h19no].
29.08.2003 at 22:27 #475940Ef mig misminnir ekki þá er stórt skilti við Kjalveg sem varar sérstaklega við þessari leið, og annað skilti við Ingólfsskála af sömu gerð. Í þessu tilviki held ég að eitthvað hafi vantað á skynsemi ökumanns eða hann haft oftrú á faratækinu sem mér sýnist vera með snorkel og ætti því að þola vatn upp að bátabryggjuni á toppnum. Annars er umferð bílaleigubíla og erlendra bíla orðin svakalega mikil, og ótrúlegt hvað verður lítið af alvarlegum slysum á fólki miðað við það að það veltur ca einn bílaleigubíll eða erlendur bíll á dag yfir háannatíma ferðaþjónustunar.
Hlynur
30.08.2003 at 14:02 #475942Það er á margan hátt skiljanlegt að útlendingar passi sig ekki sem skildi í svona á. Þeir eru kannski búnir að keyra Fjallabak Nyrði þar sem það er viðvörunarskilti við alla læki sem ná alveg bara upp að felgu. Þannig verða viðvörunarskiltin hálf marklaus þar sem þeirra er raunverulega þörf. Svo er ekkert víst að útlendingurinn sjái mikin mun á mórauðri jökulá og mórauðri jökulá (þó svo að við gerum það, og vitum þar að auki að sumar ár eru hættulegri en aðrar).
Það væri kannski ráð að setja upp sérstök og öðruvísi skilti við þessi sértaklega hættulegu vöð, með einhverjum sérstaklega grípandi texta eins og "Dangerus ford" og kannski "Wading required". Og jafnvel "Ófært nema fyrir kunnuga…!"Góður punktur þetta með snorkelinn. Útlendingurinn gerir sér líklega ekki grein fyrir því að í svona jökufalli er snorkell nánast algjörlega gagnlaus, þar sem bíllinn er löngu farinn að sigla undan straum, áður en vatnið nær það hátt að snorkellinn er farinn að gera eitthvað gagn.
Þar fyrir utan þá mætti nú virðing margra íslenskra jeppakalla við jökulvötnin alveg vera aðeins meiri. Sumir virðast nú hafa svolitla oftrú á tækjunum sínum.
kv
Rúnar, sem er alltaf smeykur við jökulvötnin og nú
orðinn 200 pósta gamall
30.08.2003 at 16:35 #475944Til hamingju Rúnar með að vera kominn í 200. Reindar eru miklu stærri aðvörunarskilti skilti á Eyfirðingaveg en annarstaðar, minnir mig að þau séu 2 metra há og 1-2 metrar á breidd og á þeim stendur VARÚÐ straumþungar jökulár og sandbleytur. farið ekki einbíla. Og held ég að félagi vor Ólsarinn hafi verið með í uppsetningu þeirra.
Skiltin eru að mitt Gullfiska minni minnir við Ingólfsskála að austan, og að vesta verðu við Blöndu á Kjalvegi. Þess utan er viðvörunin á Þýsku og ensku.
Slóðríkur.
31.08.2003 at 11:16 #475946
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Ég vann við það eitt sumar að taka á móti útlendingum á Mývatni og lagði það í vana minn að spjall við þá sem augljóslega ætluðu sér stóra hluti, á vel búnum bílum o.s.frv.
Á því spjalli var auðheyrt að þeir höfðu unnið sína heimavinnu vegna þess að það varhægt að spyrja þá um ákveðin vöð t.d. og þeir gátu sagt akkúrat hvernig átti að fara yfir það.
Þá er vandamálið það að þeir TRÚA EKKI að ár geti breyst á milli ára. "Sá sem ég talaði við, fór í fyrra sömu leið sagði að ég ætti að fara svona en ekki hinseginn".
Svo er annað vandamál.
Ég renndi inn í Herðubreiðalindir þetta sumar og þegar ég kom að einni ánni voru 3 útlendingar á bílaleigubíl að kasta grjóti út í vaðið. Ég stoppaði bílinn og steig út, í gallabuxum, bol og grágötóttum strigaskóm, fór að árbakkanum og leit yfir ánna sem snöggvast. Sá vel til botns settist inn í bílinn og strunsaði útí. Vatnið var að gæla við stigbrettin á 33" bíl alla leið yfir, ekkert mál, en svo fór ég að hugsa: ef þeir bera sig að eins og ég gerði þarna við t.d. Krossá, þá er úti um þá.Þá er spurningin hvort við séum að sýna þeim óvart óvarkárni í straumvatni með því að "kunna á" og treysta á að vöðin séu eins og síðast.
Kv Isan
31.08.2003 at 13:01 #475948
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kæru félagar.
Ég get ekki lengur orða bundist yfir því, hvernig margir ykkar stafsetja orðin á og brú með ákveðnum greini í þolfalli eintölu.
Þessi orð beygjast þannig með ákveðnum greini:
Áin, um ána, frá ánni, til árinnar.
Brúin, um brúna, frá brúnni, til brúarinnar.
Það er sem sagt aðeins eitt n, en ekki tvö í þolfallinu.
Ansi margir heyrast nú tala þannig: Þegar ég sá ánna og fór yfir brúnna. Þeir hinir sömu rita svo vitanlega tvö n, en hér á bæði að segja og skrifa: Þegar ég sá ána og fór yfir brúna. Sérhljóðinn sem sagt langur.
Í vefspjalli 4×4 koma þessi orð oft fyrir og raunalegt að sjá klæmst á þeim þannig.Með vinsemd,
V
31.08.2003 at 15:12 #475950Ég verð að segja ykkur smá sögu…
Þannig var að eitt sinn tók ég vinnufélaga minn með í ferð um Syðra – Fjallabak, hann hafði aldrei farið fyrir utan malbikið áður og upplifði mikið í túrnum. Svo þegar til baka í vinnu var komið, var hann spurður hvernig hafi verið, og hann svaraði að þetta hefði verið alveg meiriháttar…"og svo fórum við yfir margar ÆR á leiðinni"…Þetta var aðalbrandarinn þessa vikuna í vinnunni, að hann hafi farið yfir margar ær……
kv.
Markús
31.08.2003 at 22:01 #475952Eins og "ofsi" minntist á, þá settu björgunarsveitirnar hérna á Norðurlandi vestra upp þessi umræddu skilti fyrir allmörgum árum. Minn hlutur í þessu var nú fyrst og fremst í undirbúningsvinnu, fá hæft fólk til að semja texta o.s.frv. Skiltin hafa greinilega ekki dugað þarna. Núna á mánudaginn í verslunarmannahelgi skrapp ég (einn) upp í Ingólfsskála og þá var þar vænn hópur Hollendinga, ég held þau hafi sagst vera 27 talsins á 9 Land Rover bílum, og í sjálfu sér ágætlega vel búið fólk til fjallaferða hvað klæðnað snerti og annan persónulegan búnað. Skálakvíslin var snarvitlaus eins og hún er búin að vera í allt sumar. Þau höfðu samt reynt við hana, tveir bílar komust yfir en sá þriðji stoppaði í miðri á. Sem betur fer höfðu þau haft vit á að hafa tóg á milli bíla og gátu dregið hann til sama lands. Ég kíkti aðeins ofan í vélarsalinn á þessum LR sem strandaði í ánni og mín litla vélfræðiþekking sagði mér að hann hefði tekið inn á sig vatn (var ekki með snorkel) og eyðilagt vélina. Hún gekk allavega ekki. Hópurinn vildi sem minnst við mig tala og þótt ég byði þeim upp á að hafa samband við Land Rover menn sem ég þekki til, þá var það eins og að tala við grjótið í Lambahrauninu, í þeirra augum var ekki til neitt alvöru Land Rover verkstæði á Íslandi, en hinsvegar vissu þau af manni í Reykjavík, sem hefði einhvern aðgang að varahlutum. Mér var sagt að vera ekki að skipta mér af því sem mér kæmi ekki við, enda vissum við Íslendingar ekkert um vélar og bíla og allra síst Land Rover. Ég spurði þau hverskonar fjarskipti þau hefðu og jú, þau voru með CB stöðvar í öllum bílunum. Ég var kominn í minn local-patriot húmor og sagði þeim að við hér á landi teldum þær ágætis leikföng handa krökkum en til annars væru CB stöðvar ekki nýtar. Þeir horfðu á mig með fyrirlitningu og einn sagði um leið og hann sneri í mig óæðri endanum "Icelanders have not heard of Marconi yet" og hinum fannst þetta góður brandari. Þá fór ég, en minnti þá á að þeim bæri að greiða fyrir afnot af skálanum. Þá var fyrst hlegið hátt! En bílarnir tveir, sem drusluðust yfir, voru á leiðinni upp í Austari – Krókinn, meðfram kvíslinni og stefndu upp á jökul. Af þessu liði hef ég ekki frétt síðan, en líklega hafa þau einhvern veginn komist yfir og niður til byggða.
kveðja
ólsarinn.
31.08.2003 at 22:55 #475954
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er reyndar þannig með Land Rover að loftinntaki er þannig komið fyrir að maður fer ekkert yfir nema minnstu sprænur án þess að hafa snorkel, þess vegna eru þeir svona algengir á þeim. Ef straumur er á hægri hlið er fljótt að flæða þarna inn.
Þetta er reyndar rétt með skiltið, þessi leið er sennilega sú sem er hvað best merkt aðvörunarskiltum og hafa örugglega snúið mörgum ferðalöngum frá, jafnvel komið í veg fyrir slys á þessari leið. Ég held hins vegar að margir erlendir ferðamenn geri sér ekki grein fyrir þeim hættum sem árnar fela og einn daginn sjá þeir heimamann renna yfir kolmórauða á og draga þá ályktun að það sé ekkert mál að fara yfir hana eða svipaðar ár t.d. kvöldið eftir. Þetta byggir svo mikið á að þekkja aðstæður. Og eins og einhver benti á, það er aðvörunarskilti við hvaða smásprænu sem er þannig að menn vanmeta aðvörunina þegar um raunverulega varhugaverð vöð er að ræða.
Ég held að það væri æskilegt að eitthvað sé gert í þessu og þá eitthvað annað en að fjarlægja hættuna!!! Þá á ég við að bæði fyrir mig, útlendingana og marga aðra er þetta hluti af ævintýramennskunni og ef allar þessar ár væru brúaðar og engar raunverulegar hindranir á vegum væru hálendisferðir ekki samar á eftir. Auðvitað eru sumir þannig að þeim verður ekkert sagt til, það eru þessir besservisserar sem ólsarinn er að lýsa hérna. En flestir þessara erlendu ferðamanna eru mjög þakklátir fyrir allar ábendingar og leita eftir þeim.
Eitt sem ég get ekki stillt mig um að bæta við, sem tengist þessu á ýmsan hátt. Það eru þessar hugmyndir um uppbyggðu hálendisvegina. Núna t.d. í umræðunni um slys og útafakstur erlendra ferðamanna eru menn að tala um að það þurfi að bæta vegakerfið og þá m.a. hálendisvegina. Þetta er óþolandi bull. Að vísu er það rétt að Kjalvegur er stórhættulegur, en þá er það einmitt sá hluti sem er uppbyggður, þ.e. Landsvirkjunarhlutinn. Enda er það þar sem slysin gerast og svo á þjóðvegunum. Ég hef ekki heyrt um neinn sem hefur velt bíl við að fara útaf slóða sem fylgir landslaginu. Það væri slæmt ef hálendið yrði undirlagt af einhverjum uppbyggðum vegum, nóg af þeim nú þegar, en enn verra ef það yrði gert í þeim tilgangi að auka öryggi þeirra sem þar aka.
Kv – Skúli H.
01.09.2003 at 01:07 #475956Fyrst menn eru í sögustuði….
Ég varð þeirrar "ánægju" aðnjótandi fyrir tveimur sumrum að þurfa að bíða í sólahring við Grafará rétt norðan Herðurbreiðalinda vegna þess að hrútshornið brotnaði þegar ég kom upp úr ánni og vék full hressilega fyrir rútu. (já ég er á Double Cab, en fékk mér stýristjakk eftir þetta)
Þarna tjaldaði ég á árbakkanum – einn – las mína bók, horfði á DVD og fylgdist með útlendingunum í ánni meðan ég beið eftir nýju hrútshorni að sunnan.Þetta er nú ekki merkileg á en þannig háttaði til að ef maður tók boga niður á brotið, þá rétt bleytti maður felguna, en ef farið var beint yfir lenti maður í smá streng sem var ágætlega djúpur fyrir litla bíla.
Þeir einu sem ég sá taka bogann voru íslendingar á minni bílum – 36-44" bílar tóku bara beint strik yfir og hægðu varla á, enda svo sem lítil ástæða til fyrir þá.Útlendingarnir voru mismunandi varkárir, sumir stigu út og skoðuðu, tveir komu meira segja og spurðu ráða, einn ætlaði að fara að vaða, en þá skokkaði ég til hans og benti honum á leiðina – en flestir fóru samt beint yfir, ekki brotið.
En það sem var ótrúlega algengt – og mér blöskraði við að sjá – voru útlendingar, flestir á pínulitlu Suzuki Jimmy-jeppunum, sem keyrðu að ánni, bökkuðu svo aðeins og gáfu svo allt í botn, helst í annan gír og svo var dúndrað beint yfir þannig að áin lá öll á bakkanum hinum megin….og á þaki og húddi bílsins.
Einhverjir höktu nú aðeins eftir þetta, en allir komust þó áfram, en ég hugsaði með skelfingu til þess ef þeir notuðu sömu aðferðina í Linána (með einu n-i fyrir Vigfús )
Reyndar var komið með einn Bens-jeppa með Norsurum í drætti þarna fram hjá mér, en sá bíll hafði einmitt farið of hratt í Lindána og rústað mótornum.Mórallinn með sögunni: áróðurinn um hvernig á að umgangast ár, ef einhver er, kemst alls ekki til skila til útlendinganna.
01.09.2003 at 01:10 #475958Ég heyrði um það talað fyrir nokkrum dögum að þau tjón sem erlendir ferðamenn lentu í á bílaleigubílum hérlendis og tryggingar taka þátt í að greiða, hefðu jafnmikil áhrif á iðgjöld okkar og tjón hérlendra bílstjóra.
Er þetta rétt? Og ef svo er – er þetta eðlilegt?
Mér virðist það í besta falli ósanngjarnt að við berum skaðann af því þegar óvanir útlendingar skemma bílaleigubíla. Finnst í raun eðlilegra að bílaleigurnar beri tjónið – enda þeirra gróði en ekki okkar að bílarnir séu leigðir út.
Veit einhver ykkar meira um málið?
Er þessu farið eins og mér var tjáð?Kv.
Einar
R-3186
01.09.2003 at 13:44 #475960
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er sammála því að aldrei er of varlega farið yfir ár.
Þetta dæmi sem "ólsarinn" nefndi, þá vill svo til að ég var staddur í Laugafelli þennan dag sem hann hittir þennan hóp.
Þessi hópur gisti nefnilega í Laugafelli. Þennan mánudag sem "ólsarinn" nefnir, þá var þessi hópur að undirbúa brottför frá Laugafelli á mánudagsmorgni og skálavörðurinn sem þarna var, reyndi allt sem hún gat til að reyna að fá þá til að hætta við þessa ferð, en þeir hlustuðu ekki.
Þeir sögðu henni aftur á móti að vinur þeirra hefði farið þessa ferð fyrir tveimur árum síðan og þótti þessi leið nokkuð skemmtileg.
Ég, aftur á móti var í Ingólfsskála deginum áður og þótti þá jökuláin frekar illvíg, sem við skálan er.
Ég er sammála Skálaverðinum í Laugafelli (búinn að gleyma nafni hennar) að þessir "útlendingar" sem koma hingað, til að fara á hálendið, þeir fara, alveg sama hvað tautar og raular. Þetta eru aðilar sem eru búnir að plana þessar ferðir og eflaust kostar svona ferðir eitthvað, og þá þykir þeim heldur súrt að þurfa að hætta við.
Að kafsigla einum LandRover er bara bónus fyrir þá.
En að hætta lífi og limum annara er full langt gengið.
En hvað á að gera ef það er ekki hægt að stoppa svona fólk í að fara inná hættulega leið?
Á að láta yfirvöld vita og þeir sendi einn til tvo "fullbúna bíla" til fylgdar eða þeir verði svona í hæfilegri fjarðlægð ef eitthvað skyldi ske?
Er kannski þarna ágætis fjáöflun fyrir hjálparsveitirnar að bjóða fram aðstoð í að svona hópar geti komist klakklaust á leðarenda þegar farið er vafasamar slóðir.kv. Sigurður
R112
01.09.2003 at 14:45 #475962
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Besservissum verður ekki viðbjargandi. Það gildir reyndar jafnt um innlenda sem erlenda besservissera, en slíkir þekkjast jú líka meðal innfæddra. Munurinn er aðallega sá að hinir innfæddu eru aldir upp við það að jökulár eru breytilegar og geta orðið lífshættulegar þegar aðstæður eru þannig (en n.b. eru samt ekki undanþegnir því að drekkja bílum í ám). Og ef menn taka ekki ábendingum um að tilteknar ár séu lífshættulegar, þá er ekkert við því að gera, það segir enginn slíku fólki fyrir verkum.
Ég held að við viljum ekki fá yfir okkur lögregluvald sem segir hvar við megum fara og hvar ekki og þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Allar takmarkanir sem settar yrðu af yfirvöldum myndu jafnt gilda fyrir alla, óháð þjóðerni. Þess vegna er mun æskilegra ef hægt er að fækka svona uppákomum með meiri og betri upplýsingagjöf til þessara ferðamanna og gera þeim betur grein fyrir margbreytileika jökulánna. Ég er kannski "paranoid", en mér finnst liggja í loftinu einhver þrýstingur á að "lögum sé komið yfir þessa hluti" og þá erum við jafnt sem aðrir bundnir af því.
01.09.2003 at 17:59 #475964Það sem bílaleigurnar voru að væla undan voru að tryggingarnar þeirra væru svo háar vegna skildutrygginganna sem eru hér á landi, sem gerði það að verkum að bílaleigubílar eru sérstaklega dýrir á íslandi. Það þýðir að við erum ekki að borga þeirra tryggingar.
Ég efast að bílalaeigurnar séu með bílana sína í kaskó, því þær geta alveg eins kaskótryggt hjá sjálfum sér eins og ríkið gerir. Það er jú töluvert ódýrara.Eða þannig skyldi ég þessa umræðu.
kv.
Rúnar.
01.09.2003 at 18:45 #475966Ég hef ekki vísindalegar sannanir,
Enn hef rökstuddan grun um að mörg slis á malarvegum
verði vegna ALTOF mikils loftþrístings í dekkum,
Hef nokkrar sögur um slíkt.
Meðal annars Cérokki jeppi föður míns sem er á 31"
dekkjum ,Sett voru ní vetrardekk undir hann á viður-
kendu dekkjaverkstæði í R-vík, kalli fanst bíllinn
harður og leiðinlegur á níu dekkunum ,
Við athugun voru 38 pund í þeim, segi og skrifa.
Hvernig hagar slíkur bíll sér á möl.
Þetta er ekki eina dæmið. Hvað með óvana bílstjóra sem settir eru á slíkt farartæki.
Kveðja Hrollur.
03.09.2003 at 17:55 #475968Sælir
Hef svipaða sögu að segja varðandi loftþrýsting í nýjum dekkjum. Veit til þess að maður hér í bæ keypti nýjan Patrol ekki alls fyrir löngu. Honum fannst dekkin helst til hörð í akstri (31" org) og athugaði loftþrýstinginn. Og viti menn, 43 psi SEGI ÉG OG SKRIFA. Ég get ekki ímyndað mér að þetta sé hollt fyrir dekkin…..
kv
AgnarBen
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.