FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

útbúnaður jeppamanna

by Lúther Gestsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › útbúnaður jeppamanna

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bjarki Clausen Bjarki Clausen 18 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.06.2006 at 00:54 #198104
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member

    Hvernig er það með jeppamenn, maður er að sjá jeppa alveg rosa vel græjaða yfir vetrarmánuðina að maður verður bara hálf skelkaður:)

    Enn hvernig er þessu háttað með sumarferðalögin? skylja menn spilið eftir heima? Er helmingi minna af verkfærum í skottinu á sumrin? Þarf ég minna af eldsneyti?
    keyra menn yfirleitt á minni dekkjum á sumrin?

    er svona að spá í hvernig maður á að græja jeppann áður enn ég fer í sumarfríiið.

    Kveðja Lúther

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 17.06.2006 at 01:08 #554704
    Profile photo of Þorgeir Egilsson
    Þorgeir Egilsson
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 188

    Sko, sko, það er þetta með útbúnaðinn að sjáfsögðu ertu með sama útbúnað sumar sem vetur, jafnvel yfir allt árið þarftu Lúther minn að auka útbúnaðinn þar sem þú ert í Hjálparsveit 4×4 þá þarft þú að vera með alveg extra búnað hvar sem þú ert auka vélar og legur og hitt og þetta sem verður að vera þinn staðalbúnaður héðan í frá
    kveðja Þorgeir





    17.06.2006 at 01:17 #554706
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    þá þarf ég sem sagt að leggja út fyrir kostnaði í að kaupa mótora í Pajero og LC 80 og gera bara ráð fyrir plássi í skottinu hjá mér í samráði við konuna, þó ég ætli bara í helgarferð með fellihýsið og skreppa í dagstúra um hálendið út frá tjaldsvæðinu?

    Lúther





    17.06.2006 at 03:05 #554708
    Profile photo of Kristinn Friðjónsson
    Kristinn Friðjónsson
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 152

    Það er gott að hjálparsveitin hefur sömu áhiggjur af ferðum á sumrin og á vetrum.
    ‘Afram svona .
    Lúter Þú þarft ekki að eiga allt til alls ,enn gott er að vita af einherjum sem maður getur hríngt í ef maður lendir í vandrælðum,

    kveðja kristinn.





    17.06.2006 at 08:08 #554710
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ferðaklúbburinn 4×4

    Vinnuskjal

    9.grein laga.

    Hjálparsveit:
    Hlutverk hennar er að hafa andlega umsjón með félagsmönnu og það að þeir fari sér ekki að voða. Kjósa skal fimm menn í hana.

    Einnig skal hún skipta með sér verkum og tilnefna einn tengilið við stjórn.
    Fara í sem allra flestar björgunarferðir og ákveða dagsetningar á þeim fyrirfram í samráði við stjórn. Lúter skal ávalt vera reiðubúinn í það að fara í björgunarleiðanga og á hann að hafa tvo jeppa tiltæka til þessa og allan björgunarbúnað tiltækann. Lúter á einnig að læra munn við munn að ferðina en þó ekki að beita henni nema um líf eða dauða sé að tefla. Mun stjórnin því legga til auka fjármagn í tannbusta og tannkrem að upphæð 650 kr.
    Stjórnin gerir þá sjálfsögðu kröfu að Lúter verði ávalt á bakvagt og geri formanni nefndarinnar ávalt grein fyrir ferðum sínum. Því er Lúter óheimilt að vera ekki í fjarskiptasambandi og þvælast í feðalög á árunum 2006-07. Einnig er Lúter í farbanni og ber honum að afhenda Helenu Sigurbergsdóttur vegabréf sitt á meðan hann situr í nefndinni. Lúter er einnig bannað að koma sjálfum sér í vandræði og er honum því óheimilt að ferðast með Óskari Abba út starfstímabilið. Einnig er Lúter óheimilt að taka þessu skipuriti illa.

    Koma upplýsingum um hverjir sitji í nefndinni á þar til gerðu eyðublaði og eða á tölvupósti til felagatal@f4x4.is og stjorn@f4x4.is
    Allar útgjalda og stærri breytingar á að bera upp við stjórn meðann þær eru á hugmynda stigi.





    17.06.2006 at 21:40 #554712
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Sko Ofsi minn þetta er ekkert grín. Þetta er að verða fullt starf að vera í Hjálparsveitinni ef það eru ekki sýningar þá erum við í björgunnartúrum. Næsti túr er kl 20 annað kvöld og veit ég að þig myndi langa mikið til að fara í þann punkt. (leið 16) þar átt þú góðar minningar.
    Björgunnarkveðjur Lúther





    17.06.2006 at 21:50 #554714
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    að menn hafi nóg að gera, það er ekkert verra en atvinnuleysi. Og ekki verra að menn tilkynni fyrir fram ef þeir þurfi hjálp. Ég ætla því að panta einn er tvo björgunar túra í sumar fyrirfram, svona til þess að hafa vaðið fyrir neðan mig ef það skyldi ekki vera fyrir neðan mig. PS bókið svo einn björgunartúr á mig í vetur. Segið svo að maður sé ekki ábyrgur ferðamaður. Búin að panta þrjá björgunartúra fyrirfram.





    17.06.2006 at 22:03 #554716
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Þessi pönntun þín er ekki tekin gild Ofsi, það verður að fylgja með dagssetningar og tími og senda á hjalparsveit@f4x4.is á þar til gerðu eyðublaði. Þá fyrst verður hjálparbeiðnin gild svo þú ert ekki enn með vaðið fyrir neðan þig.
    Kveðja Lella





    19.06.2006 at 10:26 #554718
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Búið að redda 4runner frá leið 16 😉
    nokkuð blaut var og sæmilegustu vatnavextir.





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.