FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Útbúnaður í jeppa

by Theódor Norðkvist

Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Útbúnaður í jeppa

This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Theódor Norðkvist Theódor Norðkvist 17 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.03.2008 at 01:01 #202041
    Profile photo of Theódor Norðkvist
    Theódor Norðkvist
    Member

    Sælt veri fólkið. Ég hef spurt hér áður hvaða útbúnað þarf að hafa með sér á fjöll og fengið ágætis svör.

    Ég er nú ýmsu nær og með hliðsjón af svörunum sem ég fékk og smá rannsóknarvinnu, m.a. úr bókinni Jeppar á fjöllum, hef ég tekið saman lista yfir það sem þarf að vera með.

    Þetta er langur listi, en sennilega ekki tæmandi, eflaust er hægt að bæta við. En á svona bíl væri eflaust hægt að aka um á Gazasvæðinu, ef skotheldum rúðum er bætt á listann!

    1. GPS-tæki
    2. Fartölva
    3. Sjúkrapúði/kassi
    4. Topplyklasett, helst verkfærakista
    5. Dráttarkaðall
    6. Stuðaratjakkur, eða drullutjakkur
    7. Tappasett og óþornað lím
    8. Loftdæla og -slanga
    9. Loftmælir, 0-20psi og 5-50psi
    10. Slökkvitæki
    11. VHF-talstöð (Tetra?)
    12. Auka smurolía
    13. Auka frostlögur
    14. Startkaplar
    15. Snjókeðjur
    16. 2 olíubrúsa, fyrir lengri ferðir
    17. Landakort
    18. Gulir plastpokar til að merkja, ef farmur stendur út fyrir
    19. Malarskófla eða álskófla
    20. Sólgleraugu, helst jöklagleraugu
    21. Sólarvörn
    22. Snjógríma
    23. Höfuðljós
    24. Sterkt límband
    25. Teppi
    26. Kuldagalli
    27. Ullarnærföt – aukapar, a.m.k. 1
    28. Ullarsokkar – aukapar, a.m.k. 1
    29. Bakpoki
    30. Göngustafir
    31. Svefnpoki, þægindamörk helst í kringum frostmark
    32. Dýna, ef þarf að sofa í bílnum
    33. Nóg af nesti, fyrir lengri ferðir
    34. Gönguskór
    35. Vöðlur
    36. Lambhúshetta
    37. Góðir hanskar eða vettlingar
    38. Húfa
    39. Trefill
    40. Snjógríma
    41. Stroffur til að skorða lausa hluti niður

  • Creator
    Topic
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)
  • Author
    Replies
  • 07.03.2008 at 06:57 #616770
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Þetta er ágætis listi hjá þér, en ég verð samt að vera með smá leiðindi (enda morgunfúll að vana, hehe).
    Afhverju fartölvu? Ég myndi frekar kalla þetta "gott að hafa með" heldur en "bráðnauðsynlegt að hafa með.
    Af þeirri einföldu ástæðu, þú þarft ekki fartölvu. GPS tæki og landakort koma manni ágætlega áfram, þó gott og þægilegt sé að hafa fartölvu með korti og rútum.

    [i:2fviuwox]
    6. Stuðaratjakkur, eða drullutjakkur
    [/i:2fviuwox]
    Það er það sama (tíhíhíhí)

    [i:2fviuwox]
    12. Auka smurolía
    [/i:2fviuwox]
    Eiginlega bara alla þá vökva sem þarf á bíl, sjálfskiptiolíu, frostlög, gírolíur og þess háttar.

    [i:2fviuwox]
    15. Snjókeðjur
    [/i:2fviuwox]
    Það er stundum gott að hafa keðjur, en ég veit ekki alveg hvar ég finn keðjur fyrir 44…. 😛
    [i:2fviuwox]
    16. 2 olíubrúsa, fyrir lengri ferðir
    [/i:2fviuwox]
    Bara nóg af eldsneyti fyrir þann bíl sem farið er á fyrir þá ferð sem farið er! (skildi þetta einhver?)

    [i:2fviuwox]
    41. Stroffur til að skorða lausa hluti niður
    [/i:2fviuwox]
    Strappar! en hvað um það, ágætt að minnast á þetta því fólk er alltof duglegt við að láta 50kg verkfærakistur hoppa og skoppa í skottinu…
    .
    Kæra kveðja, Úlfr á Undanfara II
    E-1851
    Morgunstund gefur gull í uh? Mund? Þetta er eitthvað bull…





    07.03.2008 at 11:57 #616772
    Profile photo of Theódor Norðkvist
    Theódor Norðkvist
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 50

    Takk fyrir svarið Samúel og það er ekkert fúlt við það. Ég er eins og ég hef sagt áður viðvaningur í þessum málum og þigg allar ábendingar. Ég byggði einmitt listann að miklu leyti á ábendingum frá þér.

    Það er sennilega rétt með fartölvuna. Listinn er eins og ég segi engan veginn tæmandi eða á við allar ferðir, margt þarna sem má taka út, a.m.k. í styttri ferðum.

    Ég setti olíubrúsana inn þar sem ég er ekki með aukatank. Strappar, ekki stroffur, auðvitað, smá hugtakaruglingur hjá mér! Eflaust kunna einhverjir enn betri aðferðir við að skorða lausa hluti í bílum.





    07.03.2008 at 12:18 #616774
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Ég er farinn að hallast að því að falskur botn sé mjög sniðugt í bíla sem bjóða upp á svoleiðis, þ.e.a.s skipta skottinu niður.

    Svo gæti líka verið sniðugt að fá sér bara "stykki" á næsta netaverkstæði og leggja yfir draslið og strappa svo niður þegar það er búið að festa stæstu hlutina. Annars er ég á því að hlutir eins og drullutjakkur eigi að vera utan á bílnum

    En góður listi





    07.03.2008 at 12:29 #616776
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Það er gamall og góður [url=http://www.f4x4.is/new/files/archive/gatlisti_farid.pdf:3mfgry5f][b:3mfgry5f]listi[/b:3mfgry5f][/url:3mfgry5f] undir "Fróðleikur/Bæklingar frá Hjálparsveit 4×4" hér á síðunni.
    –
    Bjarni G.





    07.03.2008 at 12:33 #616778
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Svona er umhorfs aftan í Cruisernum hjá mér (á góðum degi…):
    [img:g47j2xyi]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4212/41917.jpg[/img:g47j2xyi]
    Hólfað niður með í T undir falska botninum. Hólfin sem snúa aftur eru akkúrat nógu djúp til að ég nái inn og fyrir framan þverskilrúmið er rými sem hægt er að komast í með að leggja aftursætin fram (vöðlur og aukaföt eru þar). Ofaná eru augu fyrir teygjur/strappa/net til að halda hlutunum niðri.
    Þessi útbúnaður hefur reynst mér rosalega vel, allt annað að ganga upp bílinn, aðgengilegra, snyrtilegra og betra skipulag og líka minni slysahætta.





    07.03.2008 at 14:27 #616780
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Þetta er flott !!!
    Einnig finnst mér staðsetningin á tjakknum flott.

    Það væri ábyggilega ekki verra að setja svona svarta loðnunót ( stykki ) yfir það sem liggur ofan á skilrúminu , og jafnvel festa bara með krókum. Og jafnvel sniðugra að græja sér svartar teygjur ( fást einnig á netaverkstæði ) í nótina og húkka þeim svo á krókana.





    07.03.2008 at 14:31 #616782
    Profile photo of Unnar Már Sigurbjörnsson
    Unnar Már Sigurbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 193

    Það er ekki langt síðan að Slysavarnarfélagið Landsbjörg gaf út ágætis einblöðung með gátlista. Ég hafði samband við þá í síma 570-5900 og bað um að þeir sendi mér eintak, sem og þeir gerðu. Ég á 8 eintök eftir og get komið með umframbirgðirnar á mánudagsfundinn fyrir þá sem vilja.

    Á

    http://www.landsbjorg.is/assets/slysava … tlisti.pdf

    má sjá PDF útgáfu af listanum. Þeim svipar nokkuð saman listunum frá Landsbjög og f4x4





    07.03.2008 at 17:57 #616784
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Veit nú ekki hvort þetta sé rétti staðurinn fyrir tjakkinn, í flestum tilvikum er heilv fullt af drullu eða á bólakafi í krapa. Gott ráð er að taka hann í sundur og geyma tjakkinn sjálfan inni í bíl og staungina á topnum eða á kassanum aftaná td





    07.03.2008 at 19:29 #616786
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Já ég er ekkert á því að þetta sé endilega besti staðurinn fyrir svona tjakk. Bölvað vesen á þessu og auðvitað oftast á kafi og löðrandi í ógeði. Efast stórlega um að minn t.d. virki ef á reynir.
    Hann er bara búinn að vera þarna frá því ég fékk bílinn, það var inn á planinu að taka til í þessu og jafnvel setja þetta upp á topp ásamt boxi og laga til vinnuljósin en … time time time.





    07.03.2008 at 20:23 #616788
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Í þessum fáu ferðum sem ég fór á toppbogunum og festi hann með pústklemmum,tjakkurinn haggaðist ekki þar og lítið mál að losa hann.
    Hér er mynd af gamla bílnum með tjakkinn á toppnum [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/2502/24918:10i2rf3q][b:10i2rf3q]( mynd )[/b:10i2rf3q][/url:10i2rf3q]





    07.03.2008 at 23:02 #616790
    Profile photo of Sigurbjörn Gunnarsson
    Sigurbjörn Gunnarsson
    Member
    • Umræður: 51
    • Svör: 160

    Hver er munurinn á þessu tvennu.

    22. Snjógríma

    40. Snjógríma

    En góður listi og fer í safnið. Annars væri ég til í að heyra hvað menn eru að hafa með sér í dagsferðir. Ég er alltaf búinn að taka risa haug og nota svo aldrei neitt af því sem ég er með með mér.





    08.03.2008 at 01:27 #616792
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 403

    Það getur verið mjög mikill munur á lið 22 og 40.

    t.d. gæti liður no 22 verið snjógríma af stærðinni large fyrir bílstjórann og liður no 40 verið medium og fyrir coarann 😉

    svona í léttu gríni kveðja Addikr





    08.03.2008 at 02:29 #616794
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ég er nú með tjakkinn aftan á hjá mér, fyrir neðan stuðarann.
    Hann er reyndar í poka, en hefur aldrei svikið, en ég tek hann yfirleitt og smyr hann með Toyota Ofurfeiti á spreybrúsa ™ þegar ég er að bíða eftir að mótorolían drjúpi af mótornum. (m.ö.o. þegar ég smyr bílinn).
    .
    Maður vill að svona hlutir virki þegar þeir eiga að virka, leiðinlegt að vera með sjúkrapúða sem er síðan morkinn að innan, ef þið skiljið hvað ég er að fara.
    .
    kkv, Úlfr.
    E-1851.





    08.03.2008 at 07:40 #616796
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Spyr að því hvað menn séu að taka með sé í dagsferðir.
    Ég lít þannig á málið að alltaf sé tiltekinn X staðlaður búnaður í bílnum. Hvort sem farið sé dagsferð eða lengri ferð. Eini munurinn er í raun að meira magn sé tekið af vissum hlutum þegar um lengri ferðir er að ræða.
    Því dagsferðirnar geta hæglega breyst í erfiða sólahringsferða eða þaðan af meira.

    Þessir gátlistar sem hafa verið gefnir út af ýmsum, þykja kannski mörgum langir og ýtarlegir. Samt er það þannig með marga vana jeppamenn, að þeir eru með mun meira með sér en tiltekið er á þessum listum.

    Svo þegar ferðast er í hópum ( gengjum ) í lengri ferðum þá er kannski farið aðeins meira í gegnum draslið ( sem er alltaf í bílnum ). Og menn skipta kannski aðeins með sér hlutverkum með búnað. T,d hvort einhver sé með spil, eða hvort ekki séu ekki einhverjir drullutjakkar með í för. Það þægilega við þessa gengja skipan er einmitt þessi hlutverkaskiptins sem myndast. T,d þegar Rottugengi ferðaðist sem mest og áður en nokkrir slyddaravæddust. Þá vissi maður að Magni sá um rafsuðuhlutann, þ.a.s vír og hjálm og slíkt. Ég vissi að Kjartan tók með sér stóra bolta og skrúfukassann. Ég vissi að Reynir og Magni voru með stóru strappanna ef festa þurfti t,d hásinga á réttan stað.
    Ég vissi að Kjartan og Þröstur myndu sjá um að laga dekk ef á þyrfti að halda. Þeir vissu að ég myndir sjá um ferlamálin og reyna að rata. Einhvernvegin svona virka nú genginn.
    En sorrý kannski aðeins kominn út fyrir efnið.

    En megin málið í þessu, reynið helst alltaf að vera sjálfstæð eining, og sem minnst háðir öðrum, þó minni þörf sé á því innan mjög samrýmds hóps. Einsog ég benti á hér að ofan.
    Látið létta dagsferð ekki blekkja ykkur.

    Ps leit aðeins á þenna lista og fór í gegnum draslið í bílnum hjá mér. Þá er þetta ansi stuttur listi þarna í spjallþræðinum.





    08.03.2008 at 11:27 #616798
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Góða skapinu og skinsemi tala ekki um að vera jákvæður svo ana ekki framúr sér í fljótfærni og halda sig við upp gefna áætlun og láta vida af breitingum ef þær verða, þetta tekur minst plás .

    kv,,, MHN





    08.03.2008 at 14:59 #616800
    Profile photo of Eggert Stefán K Jónsson
    Eggert Stefán K Jónsson
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 12

    Er ekki stórhættulegt að festa þunga hluti á mis-öflugar toppgrindur, sá í gær jeppa með járnkarl festan í svona smellta skíðaboga. hvað ef að hann lendir í árekstri. Maður bara spyr!





    08.03.2008 at 16:52 #616802
    Profile photo of Theódor Norðkvist
    Theódor Norðkvist
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 50

    Þetta átti að vera snjóRímur nr. 40, þ.e. að menn kveðist á (með snjógrímurnar á sér!) til að létta sér lundina. Gaman að þessu.

    En takk fyrir góðar athugasemdir og góða ferð þið sem eruð að fara/farin í jeppaferð í góða veðrinu.





  • Author
    Replies
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.