This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Theódor Norðkvist 16 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið. Ég hef spurt hér áður hvaða útbúnað þarf að hafa með sér á fjöll og fengið ágætis svör.
Ég er nú ýmsu nær og með hliðsjón af svörunum sem ég fékk og smá rannsóknarvinnu, m.a. úr bókinni Jeppar á fjöllum, hef ég tekið saman lista yfir það sem þarf að vera með.
Þetta er langur listi, en sennilega ekki tæmandi, eflaust er hægt að bæta við. En á svona bíl væri eflaust hægt að aka um á Gazasvæðinu, ef skotheldum rúðum er bætt á listann!
1. GPS-tæki
2. Fartölva
3. Sjúkrapúði/kassi
4. Topplyklasett, helst verkfærakista
5. Dráttarkaðall
6. Stuðaratjakkur, eða drullutjakkur
7. Tappasett og óþornað lím
8. Loftdæla og -slanga
9. Loftmælir, 0-20psi og 5-50psi
10. Slökkvitæki
11. VHF-talstöð (Tetra?)
12. Auka smurolía
13. Auka frostlögur
14. Startkaplar
15. Snjókeðjur
16. 2 olíubrúsa, fyrir lengri ferðir
17. Landakort
18. Gulir plastpokar til að merkja, ef farmur stendur út fyrir
19. Malarskófla eða álskófla
20. Sólgleraugu, helst jöklagleraugu
21. Sólarvörn
22. Snjógríma
23. Höfuðljós
24. Sterkt límband
25. Teppi
26. Kuldagalli
27. Ullarnærföt – aukapar, a.m.k. 1
28. Ullarsokkar – aukapar, a.m.k. 1
29. Bakpoki
30. Göngustafir
31. Svefnpoki, þægindamörk helst í kringum frostmark
32. Dýna, ef þarf að sofa í bílnum
33. Nóg af nesti, fyrir lengri ferðir
34. Gönguskór
35. Vöðlur
36. Lambhúshetta
37. Góðir hanskar eða vettlingar
38. Húfa
39. Trefill
40. Snjógríma
41. Stroffur til að skorða lausa hluti niður
You must be logged in to reply to this topic.