This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 13 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Góðan daginn,
þannig er mál með vexti að ég er búinn að keyra JAKANN í eitt ár. Þá voru allar legur settar nýjar í báðar hásingar, en það sem nú um ræðir er framhásing !!
Ég er ekki búinn að nota það neitt svakalega mikið á þessu ári…. Stóra ferðin í fyrra, fjórum sinnum upp á Fimmvörðuháls, nokkrum sinnum á Rjúpunni í haust og svo Þorrablótið upp í Setri núna í febrúar.
Það var farinn koparlögnin inn í hásingunni frá húsi að læsingu þannig að þegar lásinn var settur á þá blés vel út um öndunina. Nú um daginn var farið í að laga það, Keisingin tekin úr og skipt um koparrör. Lásinn virkar núna og allt í lagi með það EN ég skrapp á bílnum núna í fyrra dag og vegna þess að svolítill snjór er víða set ég lokurnar á og í framdrifið, ek svo úr Dúfnahólunum áleiðis í Kópavog, þegar ég er kominn niður í Stekkjabakka (aðeins búinn að aka 1,4 km) finn ég að tekið er í bílinn og smá óhljóð með. Stoppa ég út í kanti fer að athuga hvað valdi og sé þá að ríkur af hásingunni við Pinnjónsleguna tek á henni og er hún sjóðandi heit þar. Tek úr Lokum og framdrifi og ek svo þangað sem koparrörið var lagað, þeir ath hvort það hafi nokkuð gleymst að setja olíu á drifið og er næg olía flæðir meira að segja út úr þegar tappinn er tekinn úr.
Nú spyr ég HVAÐ VELDUR ???????????
Það var ekki hreyft við Pinnjón, þeir segja að þó drifið sé opnað og Keisingin tekin úr þá tæmir Pinnjónslegan sig ekki þar af leiðandi á hún ekki að vera ÞURR.
Kveðja Hjörtur og JAKINNP.S. Önnur spurning……. Hvers vegna klofna hjá mér Pakkdósirnar á innavörðum Nástút, eða dósin á ytri Öxlinum????
Á þessu sama ári er tvívegis búið að skipta um þær.
You must be logged in to reply to this topic.