This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Sverrisson 18 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Þetta málefni er víst alltaf jafn vinsælt, eða hvað ?. Þar sem ég þykist hafa ferðast nokkuð um hálendi í sumra. Þá hef ég auðvita verið að fylgjast með utanvegarakstri. Það er einhvernvegin orðið innbyggt í kolinn á manni að leita að slóðum og þá tekur maður auðvita eftir utanvegarakstri í leiðinni. Í stuttu máli er mín niður staða sú. Að minna er um utanvegarakstur, en ég átti von á. Og er ég einn af þeim sem held því fram að utanvegarakstur hafi farið minnkandi á liðnum árum. Kannski er ég einn um þá skoðun. En allavega er það oft lálendis manneskjur sem halda því fram að utanvegar akstur aukist. Þ.a.s lið sem ferðast í sófanum heima. Auðvita er hægt að finna utanvegarakstur og er hann oftast á sömu stöðunum. T.d við F26, eða nærri algengustu ferðamannaleiðum. Oftast er um mjó hjól að ræða sem segir okkur hvað ?. Jú þarna gætu verið á ferðinni ferðamenn á bílaleigu jeppum, eða lítt vanir íslenskir ferðamenn. Einn stað vill ég þó sérstaklega nefna í sambandi við utanvegar akstur. Það er í kringum Kvíslaveitur og Þórisvatn. En þarna er með ólíkindum hvernig ekið er. Það má segja að utanvegar aksturinn byrji við Vatnsfell og endir norður við leiðina sem þverar Sprengisand norðan við Kvíslavatn. Þarna eru hundriðir slóða eftir veiðimenn, sem veiða í þessum vötnum.
Það er svolítið merkileg að um leið og menn hafa keypt veiðileifi í þessum lónum, þá virðast þeir halda að þeir hafi einnig keypt sé réttin til þess að aka niður að vötnunum hvar sem er.
You must be logged in to reply to this topic.