FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Utanvegarakstur

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Utanvegarakstur

This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Gísli Sverrisson Gísli Sverrisson 18 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 25.07.2006 at 18:16 #198283
    Profile photo of
    Anonymous

    Þetta málefni er víst alltaf jafn vinsælt, eða hvað ?. Þar sem ég þykist hafa ferðast nokkuð um hálendi í sumra. Þá hef ég auðvita verið að fylgjast með utanvegarakstri. Það er einhvernvegin orðið innbyggt í kolinn á manni að leita að slóðum og þá tekur maður auðvita eftir utanvegarakstri í leiðinni. Í stuttu máli er mín niður staða sú. Að minna er um utanvegarakstur, en ég átti von á. Og er ég einn af þeim sem held því fram að utanvegarakstur hafi farið minnkandi á liðnum árum. Kannski er ég einn um þá skoðun. En allavega er það oft lálendis manneskjur sem halda því fram að utanvegar akstur aukist. Þ.a.s lið sem ferðast í sófanum heima. Auðvita er hægt að finna utanvegarakstur og er hann oftast á sömu stöðunum. T.d við F26, eða nærri algengustu ferðamannaleiðum. Oftast er um mjó hjól að ræða sem segir okkur hvað ?. Jú þarna gætu verið á ferðinni ferðamenn á bílaleigu jeppum, eða lítt vanir íslenskir ferðamenn. Einn stað vill ég þó sérstaklega nefna í sambandi við utanvegar akstur. Það er í kringum Kvíslaveitur og Þórisvatn. En þarna er með ólíkindum hvernig ekið er. Það má segja að utanvegar aksturinn byrji við Vatnsfell og endir norður við leiðina sem þverar Sprengisand norðan við Kvíslavatn. Þarna eru hundriðir slóða eftir veiðimenn, sem veiða í þessum vötnum.
    Það er svolítið merkileg að um leið og menn hafa keypt veiðileifi í þessum lónum, þá virðast þeir halda að þeir hafi einnig keypt sé réttin til þess að aka niður að vötnunum hvar sem er.

  • Creator
    Topic
Viewing 14 replies - 1 through 14 (of 14 total)
  • Author
    Replies
  • 25.07.2006 at 19:09 #556762
    Profile photo of Olgeir Örlygsson
    Olgeir Örlygsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 343

    Sælir

    Ég var aðeins að þræða slóðir um helgina og sá þá för og byrjaði að blóta vélhjólamönnum.
    Ég var á ferðinni á slóðini sem liggur frá fjallabaksleið syðri yfir á Landmannaleið, meðfram Vatnafjöllum og Heklu. Þegar ég kom norður af Mundafellshálsi sá ég för eftir nokkur mótorhjól, í óspilltum vikrinum, til austurs. Þarna fór ég náttúrulega að bölva hjólurunum í sand og ösku. Þegar ég kem að þeim stað þar sem förin komu inn á slóðina, sem ég var á, þá sé ég í gps tækinu hjá mér að þessi för passa nákvæmlega við tengivegin yfir á slóðina við Krakatind. Fullkomlega lögleg og kortlögð slóð. Þarna hafa regn og vindar máð út slóðina og sennilega verið mótorhjólamenn með GPS meðferðis og keyrt eftir því.
    Þannig að í einhverjum tilfellum eru menn ábyggilega hafðir fyrir rangri sök um utanvega akstur.
    Annars sá ég mjög lítið af förum út fyrir slóðir við Krakatind og Heklu.
    Helst að það pirraði mig að sjá för meðfram slóð þar sem menn hafa ekki nennt að skakast í skemmtilegum hjólförum eða holum.

    Kveðja O.Ö.





    25.07.2006 at 21:49 #556764
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    þegar ég keyrði sprengisand í fyrra þá voru alveg ný mjó hjólför utan við vegin að mestu, á um 30km kafla eftir 2 bíla.
    ég náði svo þessum bílum rétt við Nýjadal.
    þetta voru 2 Bresk pör á Suzuki bílum með breskum númerum, en þau sóru að þau hefðu hvergi keyrt utanvega.
    Lét svo staðarhaldara í Nýjadal vita af þessum akstri, en trúlega hafa viðbrögðin engin verið.
    kveðja Dagur





    26.07.2006 at 12:46 #556766
    Profile photo of Davíð Örvar Hansson
    Davíð Örvar Hansson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 426

    Utanvegaakstur er í öllum tilfellum óþolandi hvort sem eiga í hlut jeppamenn, hjólamenn eða jafnvel sleðamenn sem oft þurfa að skjóta sér á milli skafla. Ég hef farið um landið í sumar og víða séð ljót merki um utanvegaakstur en flest voru gömul seingróin sár. En þessi fáu nýju för sem maður sér er ekki hægt að réttlæta nú þegar upplýsingamiðlun til fólks á ekki að vera neitt vandamál.
    En pínlegast finnst mér að sjá för út fyrir veg, jafnvel út á gróið land, þar sem menn eru að sneiða fram hjá pollum. Sömu menn fara seinna óhikað yfir Krossá og önnur foráttuvöð og sanna þannig ótvíræða karlmennsku/kvenmennsku sína. Þetta er að mínu mati ekki í lagi og krefst líka hugarfarsbreytingar.

    Kv. Davíð





    26.07.2006 at 14:37 #556768
    Profile photo of Tómas R Jónasson
    Tómas R Jónasson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 154

    [img:20equg1p]http://i59.photobucket.com/albums/g312/bcooltrx450/iceatv/Horseriding.jpg[/img:20equg1p]





    26.07.2006 at 15:37 #556770
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Takk fyrir þetta bomsa – ég ferðaðist mikið fótgangandi um fjöll og firnindi áður en jeppavírusinn náði yfirhöndinni.
    Hestamenn eru síst betri en þeir sem ferðast á vélknúnum ökutækjum. Dæmi um slíkt hafa t.d. sést mjög vel í kringum Reykjadali fyrir ofan Hveragerði, og í kringum Landmannalaugar.
    .
    Minnir um margt á laxveiðimennina sem vilja banna kajakræðara á ám því þeir halda að þeir trufli náttúruna sem þeir ætla að drepa.
    .
    EE.





    26.07.2006 at 16:45 #556772
    Profile photo of Ólafur Tryggvason
    Ólafur Tryggvason
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 178

    hvort við hefjum ekki brottflutning íbúa og búfjár af landinu……





    26.07.2006 at 20:38 #556774
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Nú veit ég ekki hvort ég er að misskilja komment King-1 en stundum hefur maður heyrt þá réttlætingu á utanvegareið hestamanna að hestar séu hluti af náttúrunni og fari um landið eins og hver önnur dýr. Því gildi annað um það þó reiðhópar fari um heldur en þegar keyrt er utanvega. Það gleymist hins vegar að taka það inn í dæmið að hestar hafa aldrei verið hjarðdýr á Íslandi og íslensk náttúra myndi ekki þola það þó gróðurlendur víða annarsstaðar þoli það. Háfjallagróður hér á landi sparkast mjög auðveldlega upp þegar járnað hestastóð er rekið yfir og ég hef séð slíkt stóð fara yfir grösuga sléttu hreinlega eins og plóg, um 10 metra breitt moldarsvað stóð eftir þar sem áður hafði verið gróður. Við getum alveg búið hér áfram, en það er algjör óþarfi að umgangast náttúrna svona og það er alveg hægt að ferðast um án þess að skilja eftir sig skemmdir.

    Ég sá athyglisverða ljósmynd í gær. Það var nokkuð brött brekka þar sem var gróðurlaust gap í miðri brekkunni en gróið sitt hvoru megin. Það sem þarna hefur gerst er að einhver hefur keyrt þarna upp og skilið eftir sig för, vatn byrjað að renna eftir förunum og komist undir gróðurlagið og á endanum torfan hreinlega runnið niður brekkuna og eftir stóð eitt stórt sár. Í sumum tilfellum hverfa ummerkin á einhverjum x árum en í öðrum tilfellum aukast þau ár frá ári. Í verstu tilfellum getur svo vindurinn tekið við og krafsað í brúnina smám saman og fyrir rest jafnvel umhverfið orðið eitthvað þessu líkt:

    [img:3cti3n2e]http://www.mountainfriends.com/images/sum04/sum04_03.jpg[/img:3cti3n2e]

    Hljómar kannski ýkt en er langt frá því að vera óraunhæft, uppblástur byrjar sem lítið sár í jarðveginum þar sem jarðvegurinn byrjar að fjúka burt þar til eftir ár eða áratugi ekkert er eftir.

    Kv. – Skúli





    27.07.2006 at 10:28 #556776
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það má draga þá ályktun af því sem Skúli segir hér, að rask vegna umferðar (hesta eða bíla) sé ein megin örsök uppblásturs og þar með gróðureyðingar.
    Þetta er mjög villandi. Upplástur verður ekki þar sem ástand gróðursins er eðlilegt, sár sem alltaf myndast af völdum vatnsrofs, umferðar eða af öðrum orsökum, gróa einfalega af sjálfsáðum.
    Þegar sárin gróa ekki, stafar það af því að gróðurþekjan hefur veikst af eitthverjum ástæðum, á Íslandi er það nær eingöngu vegna beitar sauðfjár. Aðrir grasbítir svo sem hross, gæsir og hreyndýr virðast ekki skipta máli í þessu samhengi.
    Gott dæmi um þetta má sjá í Kringilsárrana, það er svæði sem er friðað fyrir sauðfé af náttúrunnar hendi, en þar er allt krökkt af gæs og hreyndýrum.
    [img:1t96isv3]http://rocky.klaki.net/sony/05aug03/einar/t/2005_0730_171324.jpg[/img:1t96isv3]
    Sá hluti Kringilsárranans sem ekki fór undir jökul 1964, er algróinn og töluverður gróður er á því svæði sem komið hefur undan jökli síðan 1964. Þó er mestur hluti Kringilsárranans ( það sem ekki fer undir Hálslón ) í um og yfir 700 hæð yfir sjávarmáli.
    Austan Jöklusár á Brú, eða vestan Kringilsár, þar sem rollan kemst að, er gróðurfar með allt öðrum hætti.

    -Einar





    27.07.2006 at 14:40 #556778
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ekki ælta ég að fara að gera lítið úr skaðsemi sauðkindarinnar, en það er kannski aðeins einföldun í þessu hjá Einari. Gróðurþekjan veikist ekki bara vegna beitar heldur vegna ofbeitar. Ástæðan fyrir að þetta tengist sauðkindinni er að það er helst hægt að finna dæmi um ofbeit af hennar völdum á Íslandi og reyndar mikið af slíkum dæmum. Saman með þessu fara veðurfarsaðstæður í meiri hæð yfir sjávarmáli og stuttur vaxtartími. En allavega stöndum við einfaldlega frammi fyrir því að gróðurþekjan er veikburða á stórum hluta hálendisins og óháð því af hvaða orsökum það er, þýðir það að rof hennar af völdum umferðar getur sett í gang ferli sem leiðir til uppblásturs. Það þýðir ekkert að segja bara að þetta sé sauðkindinni að kenna þó hugsanlega myndi gróðurinn þola meira rask ef Íslendingar hefðu ekki ofbeitt landið í gegnum áratugina.
    Kv – Skúli





    27.07.2006 at 15:14 #556780
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Síðan hvenær er bannað að raka sig utanvega?





    27.07.2006 at 15:18 #556782
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þar sem gróðurþekjan er svo veikburða að sár sem myndast vegna umferðar setja af stað stórfelldan uppblástur, þá er það spurning um hvenær en ekki hvort, viðkomandi svæði blæs upp. Ef til vill verður það eitthver breytileiki í veðurfari, t.d þurrkur, hvassviðri eða vatnsveður, eða eldgos, sem hleypir ferlinu af stað, en niðurstaðan er sú sama.

    Það þarf þó ekki langa friðun frá sauðfjárbeit til þess að styrkja gróðurinn, þannig að rofabörðin og skorningarir grói með tímanum.

    Ég held að það sé líka villandi að tala um ofbeit sauðfjár, réttara væir að tala um stjórlausa beit, rollan er þeirrar náttúru að hún sækir mest í nýgræðinginn, t.d. þar sem gróður er að nema land eða græða sár.

    Ef nýta á land til sauðfjarbeitar með sjálbærum hætti, þarf að stjóna beitinni þannig að rollunni sé haldið á svæðum sem eru fullgróin, og að þau séu hvíld reglulega, til þess að sárin sem alltaf myndast, nái að gróa.

    -Einar





    27.07.2006 at 16:51 #556784
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Um síðustu helgi fór ég ásamt fleirum að stika nýja gönguleið sem verið er að undirbúa úr Landmannalaugum um Landmannahelli, Áfangagil að Rjúpnavöllum . Þetta verður skemmtileg þriggja áfanga leið sem hver er milli 15 og 18 km. Við fórum um helgina úr Dómadal upp með gömlu bílförunum og þar hefur einhver keyrt í vor meðan aurbleyta var og skaflar því að förin hurfu á bletti en ristu niður báðummegin .Þessi jeppi hefur verið á Mudderum og bilið milli hjóla tæp 6 fet. Þegar við komum út að Helli um kvöldið var verið að svipast um eftir 2 fjórhjólum sem voru búin að spæna allt upp við Eskihlíðarvatn en það svæði sést ekki af veginum .Svona er stöðugur bardagi við einhverja vitleysinga sem ekki virða neinar reglur .Ég hefði vel getað keyrt stikurnar þarna upp á léttum bílnum og ekki markað för í jarðveginn á þessum tíma en mér datt það einfaldlega ekki í hug . Kv. Olgeir





    27.07.2006 at 20:58 #556786
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Held að útlendingar eigi nú líka einhvern þátt í utanvegaakstri hér á landi. Ég lenti í því í gær að ég var að aka Kaldadalinn og þegar komið var að Sandkluftarvatni sáum við að eitthvað var um að vera, þar sem vatnið var þornað að hluta, norðan þess. Þegar nær kom, sáum við að kona ein var uppi á vegi að óska eftir aðstoð. Hún reyndist vera frönsk og hafði pikk-fest bílinn sinn í drullu algjörlega utan vega. Þjóðverjar höfðu komið þar að til að draga dömuna upp, en festu sig einnig. Konan var semsagt að biðja okkur um að hringja eftir aðstoð. Ég vildi ekki fara þarna út til þess að spæna upp eða marka meira í landið og taldi þessvegna rétt að fá björgunarsveit eða því um líkt til að koma til aðstoðar. Ég benti konunni á að utanvegaakstur á Íslandi væri stranglega bannaður, en þá skildi hún allt í einu ekki orð af því sem ég sagði……

    Til að gera langa sögu stutta, fór ég og hringdi eftir aðstoð, lét fólkið vita af því og bað þau jafnframt um að biðja ekki fleiri um aðstoð. Það kom síðan í ljós þegar björgunarsveitin kom á vettvang að fólkið hafði einhvernvegin losað sig og látið sig hverfa, því enginn var þar til að láta bjarga sér.

    Þarna kom kannski í ljós að útlendingar vita ekki eða vilja ekki vita að utanvega akstur er bannaður. Hvernig er hægt að koma áróðri til þeirra?

    kv. Ólafur M





    28.07.2006 at 21:43 #556788
    Profile photo of Gísli Sverrisson
    Gísli Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 332

    Bílaleigurnar reyna að gera sitt til að koma anti-utanvegarakstursáróðri til skila. Það liggja miðar á afgreiðsluborðum þar sem málið er útskýrt á ensku, máske mætti bæta við fleiri tungumálum og jafnvel líma aðvörun á mælaborð bílanna.
    Ég held að útlendingar geri sér hreinlega ekki grein fyrir skaðanum sem þeir geta valdið á náttúrunni. Þeir sem á annað borð eru komnir hingað til að berja landið augum hafa líklega engan áhuga á að skemma það í leiðinni. Þessi vandamál eru bara ekki til staðar í löndum þar sem "ósnortin náttúra" er fjarlægt hugtak og þess vegna kannski ekki skilningur á vandanum hjá erlendum ferðamönnum.





  • Author
    Replies
Viewing 14 replies - 1 through 14 (of 14 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.