Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Utanvegarakstur
This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.04.2005 at 19:03 #195817
AnonymousÉg vill bara vekja athygli á fréttar frá stjórn um málþing um utanvegarakstur.
Þarna eru á ferðinn alvarleg mál, þarna á að koma fram með tillögur Utanveganefndar ríkisins sem Árni Bragasson veitir forstöðu. Upphaf þessa máls var það að við stofnuðum slóðanefndina og gerðum samning við landmælingar um afhendingu ferla.
Í stuttu máli lauk því verkefni 1 desember og í framhaldi af því áttum við að fá að fylgjast með þróun nefndarmála og héldu þeir bjartsýnust okkar að við fengjum að koma nálagt verkefninu. En því miður þá fengum ekkert að fylgjast með eða koma með tillögur. Þers vegna setur að mér ugg þegar ég veit að búið er að sjóða saman tillögur um þessi mál án þess að stæðsta hagsmuna félag jeppamanna fái nokkuð að segja um málið.
Einnig finnst mér sérkennilegt að skoða lista ræðumanna, hvar eru vélhjólamenn, Ferðafélag Íslands og samtök fyrirtækja í ferðamensku. Eða var kannski að safna saman já mönnum á ræðulistan. Kv Jón Snæland -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.04.2005 at 19:45 #520910
Það er ekkert nýtt að "þrýstingur" frá klúbbnum hafi ekkert segja vegna þess að hann hefur að mér hefur fundist of slappur. Með fullri virðingu fyrir ykkur sem unnuð að þessum slóðamálum ofl. þá finnst mér bara mistök að vera dengja okkur saman með öðrum útivistarsamtökum sem hafa allt aðrar áherslur heldur en við í f4x4 td. FÍ sem mest er td bara göngufólk.
Ég man bara ekki eftir neinu máli í svipan sem þrýstingur frá 4×4 hefur skilað árangri núna seinni ár. þetta er allt gjörsamlega máttlaust og það er alltaf einhver jafnaðarmennska sem ræður för í því sambandi og svoleiðis viðhorf hafa aldrei skilað árangri fyrir hagsmunahópa.
11.04.2005 at 20:37 #520912Ég get tekið undir það að listi ræðumanna er frekar einhliða, mér sýnist þetta vera að meirihluta jeppamenn. Auk tveggja félasgmanna í 4×4 er þarna formaður Útivistar sem rekur öfluga jeppadeild, hann hefur stutt okkar málstað innan Samút. Ég veit svo sem ekki hvað Freysteinn Sigurðsson ætlar að segja en ég get lofað því að hann segir það skemmtilega. Ég las fyrir allmörgum árum frásögn eftir hann af jeppaferð umhverfis Kleyfarvatn.
Ég vil hvetja menn til að mæta á þennan fund og styðja okkar menn, og láta möppudýrin vita af því hvað okkur finnst um þeirra málatilbúnað.-Einar
11.04.2005 at 21:50 #520914Þetta er hárrétt ábending hjá Einari, en varla förum við að kvarta yfir því. Punktur ég vil benda á varðandi það að vinna með öðrum útivistarfélögum í þessu og það er að utanvegaakstur eða barátta gegn honum er hagsmunamál okkar með nákvæmlega sama hætti og annarra útivistarsamtaka. Eða liggur það ekki í augum uppi! Það skiptir ekki máli í hvaða félagi maður er, það er alltaf jafn leiðinlegt að sjá skemmdir í náttúrunni eftir utanvegaakstur og skiptir okkur öll miklu máli að það sé dregið úr slíku með öllum tiltækum ráðum. Eini munurinn er að til viðbótar við það að það sé leiðinlegt að horfa upp á slíkt, getur utanvegaakstur í okkar tilfelli spillt fyrir ýmsum hagsmunamálum okkar en e.t.v. í minna mæli fyrir aðra hópa. En samvinna við önnur félög í þessu er ekkert nema af hinu góða. Þannig tökum við t.d. þátt í mjög góðu verkefni sem Ferðafélag Fljótsdalshéraðs setti af stað og gengur út á dreifingu póstkorta með að mig minnir texta á fjórum tungumálum þar sem bent er á að akstur utan vega sé bannaður. Reyndar er formaður þessarar ágætu deildar Ferðafélagsins líka félagsmaður hjá okkur og mjög margir félagsmenn 4×4 eru félagar í Ferðafélaginu, Útivist, Ísalp eða Jöklarannsóknafélaginu svo nokkur séu nefnd.
Svo skiptir bæði okkur og öll þessi félög miklu máli hvernig er unnið í þessum málum af hinu opinbera og þar er ég nokkuð viss um að ef við viljum að eitthvað sé unnið öðruvísi en gert er, stöndum við betur með því að geta fylkt liði með öðrum félögum, rétt eins og var með t.d. málefni Skaftafellsþjóðgarðs. Það er nefnilega alls ekki rétt að þrýstingur okkar hafi ekki skilað neinum árangri og nýjasta dæmið um það er breyting sem er væntanleg á reglugerðinni um þjóðgarðinn og við hefðum sennilega ekki fengið í gegn ef við hefðum ekki getað fylkt liði með hinum félögunum.
Kv – Skúli
11.04.2005 at 22:14 #520916Eik það kemur í ljós á laugardaginn hversu miklir jeppamenn þetta eru og hversu hliðhollir þeir eru okkur. Auðvita berjumst við allir gegn náttúruspjöllum en kannski greinir okkur á hverjir valda þeim og hvað leiðir eru til úrbóta. Við og Einar höfum lagt áherslu á stikun leiða skráningu og kortlagningu. ásamt áróðri og fræðslu. Einnig mætti nefna merkingu leiða. Á þessi sjónarmið fynnst mér ekki hafa verið hlustað næginlega mikið. Heldur hafa heyrst raddir sem boða bönn og höft af ýmsu tagi. Því að framfylgja okkar hugmyndum kostar peninga sem hið obinbera virðist ekki vera tilbúið í. Og sjáum við það í því að frjáls félagasamtök er þeir aðilar sem stika og merkja leiðir og má nefna stikuferð umhverfisnefndar inn á Sprengisand og Lionssmenn merktu Sprengisandsleið síðasliðið sumra. Það er náttúrulega með ólíkindum að stjórnvöld leggji félagasamtökum ekki lið í þessum málum. Annað sem ég hef oft furðað mig á það er hludeild lögreglunar í hálendismálum sem er nánast ekkert. Yfirvöld tala um vandamál en á sama tíma beita þeir fáranlega lágum sektum við alvarlegum brotum og mynnist ég þá aksturs útlendinga suður með Öskjuslóð eina 20 km að mig mynnir síðasliðið sumar þar sem þau voru sektuð um 15000 kr eftir að búið var að leita að þeim um landið þvert og endilangt og náðist í þau loks í Leifsstöð.
En það sem við þurfum að beita okkur fyrir gagnvart okkur sjálfum í dag, þá er það stiku frá jöklum niður að slóð. Kv Jón Snæland
11.04.2005 at 22:44 #520918Ég held að flestir geti verið virkilega sammála þér þarna Jón, meira að segja skriffinnar sem þekkja hálendið kannski aðeins úr skýrslum og greinagerðum. Það sem þarf að gera er annars vegar að merkja, stika, kortleggja, fræða og miðla upplýsingum um leiðir. Þarna er stórt og mikið verkefni og við höfum verið að vinna í þessu og vonandi ætlar slóðanefnd umhverfisráðuneytisins að leggja ríflega að mörkum þarna, allavega hefur verið rætt um það. Hins vegar þarf að refsa þeim sem vísvitandi vaða um allt, koma böndum á bandingjana, sekta þá ríflega og flengja opinberlega. Við komum líklega ekki nálægt slíku, enda ekki á okkar valdssviði, en það skortir örugglega ekki viljann hjá umhverfisstofu og meðan þeir beina þessu að þeim sem sannarlega aka utan vega er það bara hið besta mál. Boð og bönn, það þarf auðvitað að vera skýrt í lögum að utanvegaakstur (annar en á snjó og frosinni jörð) sé ólöglegur, en önnur boð og bönn ætti ekki að þurfa. Ég hef að vísu aðallega heyrt talað um slíkt meðal klúbbsmeðlima, en við skulum sjá hvað tillögurnar fela í sér, ef okkur finnst eitthvað ekki nógu sniðugt þar gefst okkur tækifæri til að koma með athugasemdir. Það sem ég ef helst áhyggjur af er að menn sem ekki þekkja til hálendisvega geri sér ekki endilega grein fyrir að þeir sjást stundum ekki í landslaginu. En það að þeir sjást ekki er auðvitað bara hið besta mál, þá þarf bara að stika leiðina vel.
Kv – Skúli
11.04.2005 at 23:40 #520920Það að stofna Þjóðgarða eru mistök nr.1. og þjónar engum tilgangi.
Hið opinbera tekur EKKI neitt upp hjá sjálfu sér, það eru alltaf einhverjir hagsmunaaðilar sem þrýsta á "sína" þingmenn að gera eitthvað í skiptum fyrir atkvæði þó að það megi ekki segja það upphátt.
Nýjasta og jafnframt ein sú fáránlegasta (eiginlega bara fyndið) eru boðin og bönnin sem á að setja um umferð í kringum hvannadalshnjúk,það þjónar akkúrat engum tilgangi.Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að reglugerðargleðin er að verða svo mikil hjá mönnum.
Og allir þessir embættismenn virðast vera að keppast við að setja sem mest af reglum,boðum og bönnum svo það muni einhverjir eftir þeim til menn haldi að þeir séu að vinna eitthvað.
Svo gleypa menn bara við þessu hráu.Ég myndi glaður mæta þarna um næstu helgi en ég ætla að nota tækifærið og vera á fjöllum á meðan það er enþá leyfilegt,nema eftir einhverjum fyrirfram ákveðnum leiðum sem einhverjir skriffinnar eru búnir að ákveða í sinni heimsku trú um að þeir séu að vernda landið.
Kveðja,
Glanni.
14.04.2005 at 18:14 #520922Á laugardaginn er þetta málþing sem ég held að við ættum sem flest að mæta á. það er um að gera að sýna þessum mönnum sem virðast hafa framtíð frjálsrar ferðamensku í höndum sér að okkur er ekki sama hvernig reglur um ferðamensku verða í framtíðinni. Flestir okkar sem hafa stundað Hálendið að sumri og vetri eru hörðustu umhverfisverndarsinnar sem um getur en við verðum að átta okkur á að við höfum mismunandi leiðir til að koma okkur á fjöll. sumir ganga aðrir fara á hestum en ferðamenska sem hentar flestum er vélknúin. það er hending að maður hitti gönguskíðamann á fjöllum í dag. flestir hörðustu gönguskíðamenn sem ég þekki fara stutta göngutúra á skíðunum en nota síðan jeppa eða vélsleða til að ferðast og njóta hálendisins. Ég hef séð tillögur um upphækkaðan veg inn í Jökulheima. það yrði eitt af meiri umhverfisslysum á því svæði og til hvers? það á eftir að svara spurningum um slóða sem hverfa í foksandi á stuttum tíma, það á eftir að svara spurningum hvort maður má fara bíllengd út fyrir slóða til að leggja bílnum og taka myndir eða tjalda. hvað með fjöruna þar sem við höfum ekið í sandinum og förin hverfa í næsta flóði.
látum til okkar taka það erum við sem erum að ferðast um landið og höfum mest vit á hvað er í lagi og hvað ekki.
15.04.2005 at 10:01 #520924Var að rekast á tilkynningu á forsíðunni um frestun til 30. apríl á málþingi um utanvegaakstur. Hefði getað farið fram hjá mér vegna þess að ég fer yfirleitt beint inn á spjallið frekar en að byrja á forsíðunni, ég vandist á þetta meðan forsíðan var óheyrilega hægvirk.
-Einar
15.04.2005 at 10:14 #520926Ég held að met hafi verið slegið, aldrei áður hefur verið röflað yfir jafn smámunalegum hlut.
-haffi
15.04.2005 at 10:22 #520928Þetta var ekki meint sem kvörtun, heldur var hugsunin einfaldleaga sú að draga úr líkum á að menn færu fýluferð á morgun. Ég veit að ég er ekki sá eini sem hefur breytt upphafsíðu sinni af forsíðu yfir á spjallð, í þeim hremmingum sem vefsíðan hefur gengið í gegnum undanfarið.
Eitt af því jákvæða sem hefur gerst nýlega, er að hraðavandamálin hafa verið leyst, þetta er atriði sem má alveg koma fram, ég hef ekki tekið eftir því aðrir hafi bent á þetta.
-Einar
15.04.2005 at 10:45 #520930Það er frekar langsótt að túlka innleggið þitt sem hrós fyrir hraða en gott og vel.
-haffi
15.04.2005 at 11:07 #520932Það er óþarfi að vera uppstökkir þó að menn komi fram með kvartanir eða ábendingar. Það er ekkert nýtt að heimasíðumál klúbbsins hafa verið í ansi döpru ástandi. Nýasíðan er hálfkláruð og margt eftir en einnig er margt sem er að koma í ljós að lofar góðu, eins og að geta leiðrétt pósta sem sendir hafa verið inn, hraðinn ofl. það er óþarfi að fara úr límingunum ef menn benda á góða hluti bara af því að þeir hafi verið gagnrýnir.
Ég er tildæmis fúll yfir mörgu á þessum vef, einnig tímann sem smíðin hefur tekið og svo að hann var settur í loftið lítið unnin. En svona er staðan 15. apríl 2005 og við breytum ekki fortíðinni heldur horfum fram á við. Gefum þessum köppum séns, þó að sá tími sé löngu liðinn, verum óhræddir að koma með ábendingar um það sem betur má fara og hættum að klóra augun úr hvor öðrum fyrir þær sakir.
kv. vals.
23.04.2005 at 16:25 #520934Hugsunarleysingjar á torfærutröllum!!! Svona hljóðar fyrirsögnin á leiðara Morgunblaðsins í dag.
Hvað er í gangi þarna upp á morgunblaði? Það birtist hver greinin á fætur annari í blaðinu og látið að því liggja utanvegaakstur sé orðin einhver plága á Íslandi, hvaðan fá þessir menn þessar upplýsingar?
Ég er búinn að vera að ferðast um landið í nokkur ár en þetta hefur bara farið fram hjá mér að utanvegaakstur og skemmdir á náttúrunni sé eitthvað vandamál.
Mig minnir að það hafi komið upp 2 kærumál á síðastliðnum 25 árum sem varða utanvegaakstur.
Hverjir eru hvatamenn að þessari neikvæðu umræðu?
Það skildu þó ekki vera Landeigendur og ferðaþjónustuaðilar?
Eða eru það ferðalangarnir sjálfir sem eru að skjóta sig í fótinn með svo mikilli umræðu um þessi mál að menn eru farnir að trúa því að þetta sé svo mikið vandamál að það sé brýn þörf á að taka í taumana strax og BANNA alla umferð nema með sérstökum leyfum.
Eru á landinu þvílík svöðusár eftir TORFÆRUTRÖLL landsins að brýnt sé að taka í taumana?ég hef ekki orðið var við þau sár sem verðskulda þvílíka umræðu.Kveðja,
Glanni.
23.04.2005 at 18:19 #520936Er ekki ráð að tala við þá hjá Mogganum og fá upplýsingar hvaða blaðamaður skifaði þetta og kryfja hann upplýsinga? Tel að það sé skynsamasta leiðin til að fá einhver svör heldur en að skjóta blindandi út í bláinn í kolniðamyrkri.
23.04.2005 at 22:31 #520938Sælir
Ég var að kíkja á síðuna motocross.is og þar sá ég að fulltrúar frá VÍK höfðu verið á kyningarfundi, hjá umhverfisráðneytinu, um drög að reglugerð um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands. Það væri gaman að vita hvort þarna hafi verið fulltrúi frá f4x4 ?
Kveðja O.Ö.
23.04.2005 at 23:06 #520940Svar til Kela varðandi ritstjórnargrein Morgunblaðsins, þá er það ritstjórnn Morgunblaðsins sem er ábyrg fyrir ritstjórnargreinum. Ef þið skoðið fyrir ofan greinarnar þá sjáið þið hvað ég á vil. Það má segja að um nafnlausar greinar séu að ræða, eins og við létum Patrlomann svara og ráðast á alla sem við teldum okkur eiga eitthvað vantalað við
Jón Snæland
23.04.2005 at 23:10 #520942Ferðaklúbburinn 4×4 átti fulltrúa á þessum fundi og verður fundað innan klúbbsins næstu daga vegna þessa máls. Umhverfisnefndinn, Slóðanefndinn og stjórnin munu fjalla um þessi mál og í framhaldi af því verður tekinn afstaða til þess.
Jón Snæland
23.04.2005 at 23:25 #520944Við Skúli Haukur fórum á fundinn sem Olgeir nefnir, síðastliðinn miðvikudag. Þar voru kynnt drög að nýrri reglugerð sem á að koma í stað [url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/619-1998:2j5xrvp3]reglugerðar frá 1998 um akstur í óbyggðum.[/url:2j5xrvp3] Okkur var afhent eitt pappírs eintak af drögunum og sagt að við fengjum þau á tölvutæku formi í tölvupósti næsta dag. Ég hef ekki fengið þau enn. Helsta breytingin frá eldri reglugerð er að þarna er líka fjallað um umferð hesta og reiðhjóla. Ennfremur hefur verið bætt inn ýmsum ákvæðum og skilgreiningum sem eru í lögum nú þegar. Sú skilgreining á vegum sem þarna er notuð kemur úr umferðarlögum og er mjög rúm. Þarna er, eftir því sem ég fæ best séð, ekkert sem rekja má til slóðanefndarinnar og þess moldviðris sem þyrlað hefur verið upp í kringum hana.
Drögin voru að mestu samin af starfsmönnum Umhverisstofnunar en nokkrar breytingar voru gerðar af starfsmönnum ráðuneytisins. Meðal annars settu þeir inn þá skilgreiningu að jörð teldist snæviþakin ef snjór væri 50 sm þykkur. Þetta ákvæði endurspeglar vanþekkingu ráðuneytismanna á viðfangsefninu, það er ekki ástæða til að ætla annað en að því verði hent út í endanlegri útgáfu reglugerðarinnar, enda voru fulltrúar umhvefisstofnunar ekki sammála því.
-Einar
23.04.2005 at 23:53 #520946Eins og Einar og Ofsi segir hefur klúbburinn þessa reglugerð til umsagnar og er planið að nokkuð stór hópur komi að því að vinna þá umsögn, þ.e. stjórn, umhverfisnefndin og slóðahópurinn sem taldi eitthvað milli 10 og 15 manns. Meginathugasemd okkar verður að sjálfsögðu við þessa 50 cm skilgreiningu og í ljósi þess að umhverfisstofa og auðvitað allir sem þekkja til vetraraksturs sjá í hendi sér að sú skilgreining sé óraunhæf, hlýtur að vera að það ákvæði fáist út.
Með utanvegaakstur, þ.e. raunverulegan utanvegaakstur þar sem menn keyra á auðri jörð og skilja eftir sig för, þá er það örugglega ýkt mynd að þetta sé stórfellt vandamál miðað við þann fjölda sem er að ferðast um hálendið. Það eru hins vegar nokkur tilfelli þekkt, m.a. voru tvö mjög slæm tilfelli sem komu upp síðasta sumar. Þó ekki væri nema eitt tilfelli þá væri það of mikið því afleiðingarnar sjást oft áratugi á eftir jafnvel þó reynt sé að laga eftir það. Frá upphafi hefur það verið eitt af aðalmálum klúbbsins að berjast gegn utanvegaakstri og þess vegna vill klúbburinn vera þátttakandi í allri viðleitni til að sporna gegn þessu. M.a. fór umhverfisnefndin í vettvangskönnun á Fjallabak síðasta sumar til að skoða skemmdir þar. Eins leggjum við talsverðan pening í stikun vegslóða, merkingar, skilti og allskonar áróður gegn utanvegaakstri og markmiðið með þessu öllu er ekkert minna en að þetta verði óþekkt vandamál. Við erum hins vegar ekki komin á þann punkt ennþá, því miður.
Auk þess er þátttaka okkar í aðgerðum gegn utanvegaakstri mikilvæg af því við höfum innsýn í ferðalög á hálendinu, vitum hvernig þau ganga fyrir sig og höfum því betri þekkingu á því hvað þarf að gera og hvaða aðgerðir þarf, en um leið þurfum við að koma í veg fyrir að farið sé í aðgerðir sem ekki skila árangri en setja hömlur á ferðalög þeirra sem ferðast á ábyrgan hátt. Dæmi um það er þessi 50 cm skilgreining sem skiptir engu máli gagnvart náttúruskemmdum en gerir vetrarferðir í raun óframkvæmanlegar. Sem betur fer virðast starfsmenn umhverfisstofu gera sér grein fyrir því, þó einhverjir starfsmenn ráðuneytisins sem að málinu komu átti sig ekki á hvernig hlutirnir virka í raun.
Kv – Skúli
24.04.2005 at 00:05 #520948Svona sleggjudómar einsog birtast í ritstjórnargrein Morgunblaðsins eru dæmigerðar fyrir vanþekkingu blaðamanna, embættismanna og stórra hópa í þjóðfélaginu. En þar er farið ófögrum orðum um jeppamenn allmennt. Fjallamenn hafa verið seinþreyttir til vandræða og láta þetta venjulega yfir sig gang trekk í trekk án þess að bregða vopnum. Sennilega er hvað erfiðast að taka þessum árásum þegar við jeppamenn vitum að í mörgum tilfellum hafa árásarmennirnir á röngu að standa. Árásarmennirnir þekkja ekki staðhætti og flytja fjöll og vegi landshornanna á milli í vanþekkingu sinni á landinu. Eða eins og við oft segjum. þeir hafa ekki komið upp fyrir Ártúnshöfðann. Þrátt fyrir áróður okkar undanfarinn misseri vita þeir ekki hversu alvarlega jeppamenn taka á landsspjöllum, eða hvað við vinnum mikið í stikun leiða, ferlunarferðir, landgræðsluferðir. Eða allan þann áróður gegn utanvegarakstri sem við rekum með bæklingum, skiltum og hérna á vefnum.
Einnig hafa þeir ekki hugmynd um samstarf okkar við ýmsa útivistar hópa. T.d í gegnum Samút og á ýmsum öðrum vettvangi. T.d var nýlega unnið með vélhjóla mönnum við uppsetningu skilta víðsvegar um landið, þar sem reynt er að sporna við utanvegarakstri.
Einnig hefur verið unnið með fjölda aðila að litlum bæklingi sem ætlaður er erlendum ferðamönnum, þetta var gert að frumkvæði Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.
Samstaða hefur ekki alltaf verið til staðar milli hinna ýmsu útivistar hópa, í gegnum tíðina en hún hefur þó batnað verulega að undanförnu, og má mönnum vera ljóst að við stefnum öll að sama markmiðinu. Þ.a.s að venda og njóta náttúrunnar. Þó við gerum það með misjöfnu móti, enda hafa ekki allir tök á því á sama máta og verða því margir að nota vélfáka til þessa. Þar því að efla enn frekar samvinnu útivistarfélag og eru göngu menn ekki þar undanskildir.
Kv Ofsi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.