Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Utanvegar akstur.
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.06.2006 at 16:37 #198116
Tekið af vef VÍK.(http://www.motocross.is).
Ég furða mig á því hvernig fréttafluttningur getur verið svona mismunandi af sambærilegum málum. Í Mogganum á föstudaginn rakst ég á litla grein þar sem segir frá mikilli svaðilför veiðimanna á jeppa, og hvernig þeir festu bílinn á kafi í mýri, hvernig ekki hefði verið hægt að nálgast bílinn nema á bát !! og það þyrfti trúlega gröfu til að losa hann upp. Þarna er ekki einu orði minnst á utanvegaakstur eða landspjöll. Það sem ég er að fara með þessu er að það vita allir hvernig fréttin hefði litið út ef hjólamenn hefðu átt í hlut.
Hvað finnst fólki um þetta ætti að gera jeppan upptækan eða er þetta allt annað þar sem þetta er ekki mótorhjól.
Kv Jón Jeppa og mótorhjóla maður -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.06.2006 at 17:31 #554870
En… í úrklippunni úr Mogganum segir orðrétt:
"… þar sem slóðinn sem þeir höfðu farið var orðinn ófær vegna vatnavaxta … "
Sem gefur til kynna að þeir hafi verið á slóða en ekki utan. Ef þetta var í lok síðustu viku þá var búið að gefa út [url=http://www.vegagerdin.is/media/vegakerfid/Halendi.jpg:3hv6cu2o]kort nr 6[/url:3hv6cu2o] og þá er svæðið í kringum Langavatn (á Mýrum) ekki bannsvæði og var ekki heldur á korti nr 5. Það er því óvíst hvort þeir hafi verið brotlegir og erfitt að dæma um það byggt á þeim gögnum sem við höfum í frásögn MBL. Saklaus uns sekt er sönnuð?Ef þeir hafa hins vegar verið að náttúrusóðast þá á að sjálfsögðu að gilda það sama um alla óháð farartækinu/skemmdartækinu sem þeir velja sér að nota.
Með þessu er ég ekki á nokkurn hátt að verja mögulegt brot þessara ágætu manna. Ég vildi bara benda á að fullkomlega eðlilegt er að minnast ekki á utanvegaakstur ef ekki var um slíkt að ræða í þessu tilfelli. Spjöll gætu þó örugglega orðið einhver af björgunaraðgerðunum það er í öllu falli mjög miður.
19.06.2006 at 17:36 #554872þeir sem valda spjöllum á landi eiga borga skaðann og fá góða sekt fyrir svona kjánaskap og laga landið eftir sig.( Menn hugsa
ekki fyrir þeir þurfa borga skaðann. )
kv,,, MHN
19.06.2006 at 17:54 #554874Anda út og inn.
Þetta er að öllum líkindum bíllinn sem um ræðir sem Hjálparsveit 4×4 sótti í gærkveldi. Bíllinn var fastur í mýri við á, og litlar skemmdir urðu af, þeir voru að leita að stað til að komast yfir ána og lentu í mýrinni, ég gæti best trúað að það sem sást eftir bílinn hverfi í næstu rigningu eða að áin flæði aðeins yfir bakka sína, engar skemmdir urðu á gróðri við að spila bílinn upp þar sem bílarnir fóru ekki útí mýrina. Það var langt því frá að það þyftir stórvirkar vinnuvélar til að ná honum upp. Þetta var varla hægt að flokka undir utanvega akstur og vegurinn var víða á kafi í vatni og með ólíkindum að þetta svæði sé ekki lokað núna.
Svo ég vil ráðlegga ykkur að keyra ekki leið 16 i nýju bókinn hans Ofsa á næstunni allavega ekki fyrr en búið er að vera þurrt í nokkrar vikur, þvílík er bleytan þarna.
Og OFSI fær lítið breyttum bílum HVAÐ ?
Með Hjálparsveitarkveðju Lella
19.06.2006 at 18:12 #554876Jamm fært lítiðbreyttum jeppum sagði ég í bókinni. en ófært mikið breyttum. Lella mín lesa smáaletrið.
annarrs er mhn búinn að þvælast þarna fram og aftur á Ravinum áður en hann breytti honum nokkuð og svo var systir mín þarna ein á Uno fyrir nokkru, en hún var að vísu á 12 tommu grófum nagladekkjum svo það skipti kannski sköpum.
19.06.2006 at 18:16 #554878þegar ég setti inn textann lítið breyttum jeppum. Þá gleymdi ég að textinn átti að vera
Fært lítið breyttum jeppum og góðum ökumönnum. sorrý Lella.
19.06.2006 at 18:42 #554880Uno hvað, á veginum fór 38" oft á kaf, þannig að ef systir þín fer á Uno þarna núna þá er hún búin að breyta honum annaðhvort í bát eða flugvél.
Óska eftir lögfræðingi, til að fara í mál við rithöfund sem gleymir að setja hitt og þetta inn í bækurnar hjá sér og leiðir saklaust jeppafólk í stór hættu !
Maður er orðinn svo Amerískur að vera svona með Ameríska drauminn og þess má geta í þenna vel heppnaða björgunnarleiðangur fóru að sjálfsögðu 2 stk Ameríksir bílar, aðrir hefður varla komist út úr þessu
Kveðja Lella Ameríska
19.06.2006 at 19:29 #554882Sko fyrir næsta svona útkall væri bara sniðugt að setja skrúfu aftan á bílana. 😉
þetta var smá sull. Mætti vera lokað næstu dagana.
Þetta er bara fært alvöru trukkum.
bcFörin eftir bíliinn voru vart sjáanleg. Og verða eflaust horfinn
um næstu helgi. Það var bara allt á floti þarna.
Einfaldlega ófært.
19.06.2006 at 19:52 #554884Er það 5 metrar út fyrir veg eða þarf það að vera 1km út fyrir veg. Eins og lella sagði það er varla hægt að flokka þetta sem utanvegar akstur.
Kv Jón.
19.06.2006 at 20:09 #554886þetta snýst um að nota skynsemi og fara ekki um blaut svæði. það er engin afsökun þó svo svæðið sé opið að æða út í mýrina að óathuguðu máli, maður labbar og skoðar áður en haldið er áfram. Ég hef farið um þetta svæði og þurfti oft að fara út og skoða áður en ég hélt áfram enda komst ég þetta klakklaust einn á óbreyttum bíl.
kveðja,,, MHN
19.06.2006 at 20:21 #554888Elsku kallinn minn. Já þú ert ábyggilega einn af ofurbílstjórum landsins. en í þetta skiptið hefðirðu þurft að skrúfa niður rúðurnar og reka árar út um gluggan.
og helst að blása upp AIRbagana í vagninum þínum til að fá betra flot. á einum stað voru stikur 5 metra upp í hlíð en ekki sjáanlegt að þar hafi nokkurn tíman verið vegur.
Enda þurfti oft að keyra í djúpu vatnsborðinu.
19.06.2006 at 20:41 #554890Ég rakst á ansi hreint góða mynd á vef VÍk motocross.is.
Spurningin er hvar var þyrlan með löggunum þegar þetta var gert, þarna sést vel hvernig slóðin liggur og það eru greinilega ekki allir að fara eftir slóðanum,eða hvað?
http://i59.photobucket.com/albums/g312/ … riding.jpg
Kveðja Gunnar Már (jeppa og motocross kall)
19.06.2006 at 20:55 #554892Aldrei er rætt um hversu mikið land þeir tæta upp utan vega og slóða. Þetta þykir bara sjálfsagt.
Svo skulum við bara hafa það á hreinu að MHN er landsins sleipasti ökumaður og hokin af reynslu í þeim efnum. Enda hvíslaði lítill fugl því að mér að Ofsi væri bara aðkeypt andlit á bækurnar 2 sem MHN skrifaði í raun og veru á einni helgi og allt eftir minni.
19.06.2006 at 21:31 #554894með að benda á annan.
Daginn
Agalega fer það í taugarnar á mér að jeppamenn dragi alltaf mótorhjólamenn inní sína umræðu um utanvegaakstur, mótorhjólamenn draga hestamenn í sína og jeppamenn ef enginn hlustar á tuðið um hestana. Og ef ekkert af þessu virkar þá er útlendingum kennt um allt saman.
Af ofangreindum lýsingum að dæma (tek fram að ég sá ekki bílinn og kannast ekki við landið þar sem hann var) þá átti bílstjórinn alls ekki að keyra þarna. Kannski er það þyrnir í augum þeirra sem nota stærstu og mest breyttu jeppana að láta smá votlendi stoppa för sína en málið er einfalt í mínum augum Utanvegaakstur er bannaður nema jörð sé hulin snjó og frosin. Hvorugt þessara hluta átti greinilega við í þessu tilfelli.
Menn verða að geta farið í ferðalag með það fyrir augum að geta farið svo varlega út á ákveðin svæði að þeir geti snúið við. S.s. dýfa fyrst stórutánni ofaní áður en maður sest í baðið.
Svo er líka eitt málefni sem allir jeppamenn eiga að vita um landið okkar og það er hvernig það er þegar frost fer úr jörðu. Vegagerðin lokar svæðum eftir því hvenær lítil hætta sé á skemmdum á fjallvegum en þó að vegirnir um fjallabak og Landmannaleið séu færir þá eru leiðirnar þar á milli lokaðar og ófærar vegna aurbleytu þó að vegagerðin hafi opnað fyrir umferð um svæðið.
Kv Izan
P.s. reyndar finnst mér að 4×4 eigi að taka harðar á sínum félögum sem verða uppvísir um utanvegaakstur heldur en að benda þeim á að breyta bókinni hans Ofsa og skrifa að vegurinn sé ekki fær nema bílum sem innihalda tölustafinn 4 í undirtegundarheiti sínu……..
19.06.2006 at 22:37 #554896Það má alls ekki taka orð mín svo að ég sé að kenna hestamönnum um öll landsspjöll sem unnin eru hér á landi, þvert á móti veit ég ósköp vel að bæði jeppafólk og mótorhjólafólk á sína svörtu sauði sem skemma fyrir öllum hinum.
Það sem ég vildi benda á er að aldrei er minnst á skemmdir sem verða af þessum völdum í fjölmiðlum.
Um daginn heyrði ég viðtal við hestamann sem var að reka 35 hross frá Reykjavík og austur í Landeyjar, hann fór um Mosfellsdal, Þingvöll og Gjábakka veg. Þetta var bara algjör hetja sem var þarna á ferð en talaði samt um að þeir væru svolítið fáir til að sjá um svona mörg hross.
Ég á hross og reyni að stunda hestamennsku af besta megni en ég veit líka hverjar skemdir geta verið eftir 35 hross í viðkvæmum gróðri.
Landspjöll eru grafalvarlegt mál sama hvaðan þau koma og það þarf virkilega að taka á þessum málum.
Kveðja Gunnar Már
19.06.2006 at 23:04 #554898Ég verð nú aðeins að koma hrossum til varnar núna. Hrossin voru fyrstu samgöngutæki (ef tæki skyldi kalla) þessarar þjóðar, og leystu þau sitt hlutverk í 1000 ár, áður en bílaöldin skall á. Það er gríðarlega mikið til af gömlu þjóðleiðum sem hafa verið riðnar undanfarin 1000 ár, og núna virðist vera mikil vakning hjá hestamönnum að halda þessum leiðum við, og ríða gömlu þjóðleiðirnar. Ég prsónulega fagna því að menn haldi í þessar gömlu leiðir og fari þær reglulega, enda er mikil saga og menning fólkin í þessum fornu leiðum, og væri það miður ef þær myndu glatast og hætt væri að fara þær. Einhverntíma rakst ég á síðu þar sem hestamenn voru að skrá þessar gömlu leiðir og lýsa þeim, og vona ég að þeir haldi þessu áfram, enda þarft verk þar á ferð. Síðan má ekki gleima því að í öllum félagsskap eru alltaf svartir sauðir sem kunna sig ekki og skemma fyrir þeim sem eru að reyna að standa sig og gera hlutina rétt, því miður.
Hlynur
20.06.2006 at 00:04 #554900Aðeins um það hvernig ég reyni að meta hverjum leið er fær. Í tilfellinu Langavatnsdalur.
Þá var leiðin sett inn sem sumarleið. En nú er það nú bara þannig að víða er blautt og því hreinlega ekki komið hefðbundið sumarfæri. En Langavatnsleiðin yfir í Hörðudal verður fær öllum jeppum þegar þornar. En leiðin getur verið verulega illfær í mikilli bleytutíð og sama gildir um leiðina að vetrarlagi þá er hún illskeytt og kerfjandi fyrir breytta jeppa einsog við fengum að prufa þegar við fórum á 15 jeppum í ferð sem gekk undir nafninu 33 tommu ferðin. En menn verða bara að hafa það í huga að hálendisslóðir breytast hratt á íslandi.Hvað varðar hestamennina, einsog Hlynur minntist á þá eru þeir í nákvæmlega sömu sporum og við, þ.a.s vilja vernda og viðhalda gömlum þjóðleiðum.
Nafni minn Jón Garðar nefnir það að óþolandi sé þetta sífelda karp um það hverjir valdi mestum spjöllunum, og er þetta alveg rétt ábending. Nær væri fyrir þess aðila að standa sama að því að koma þessu til betri vegar. Nú er t,d umhverfisnefnd 4×4, VÍK, umhverfisstofnun og Landgræðslan að hefja átak gegn utanvegarakstri. Reyndar held ég að fleiri komi að þessu máli. Þarna er upplagt tækifæri að fá fleiri aðila að þessu máli t.d hestamenn.Því umræðan á ekki eingöngu að snúast um utanvegarakstur heldur umhverfisspjöll. Sem heita utanvegar umferð. Og eru þar ekki margir hvítþvegnir. Þarna eru margir kandídatar þar á meðal hestamenn, vélhjólamenn, vélsleðamenn, erlendir, veiðimenn, túristar, bændur. ofl ofl og síðan jeppamenn sem reyndar þarf að hafa í huga að flokkast í marga flokka mætti þar nefna okkur í 4×4, jeppadeild Útivistar og jeppadeild FÍ. Þarna er nú hópur sem auðvelt er að ná til með áróður. Svo eru það veiðimenn. Bæði þeir sem eru að veiðum í vötnum og ám eða skotveiðimenn. Þetta held ég að sé hópur sem erfitt að ná til og enn erfiðara er að ná til bænda sem telja sig vera í fullum rétti til umferðar utanvega á fjórhjólum, mótorhjólum, hestum og jeppum.
Í fréttum af utanvegarumferð er nokkuð oft hægt að greina það hverjir hafi verið á ferð. Maður veltir þessu því fyrir sér því einhvernvegin lendir þetta meir og minna á okkur. Því er það í raun nauðsinlegt fyrir okkur að vita það hverjir er staðnir að náttúruspjöllum, svo hægt sá að beina áróðrinum meira hnitmiðað. T,d veit maður það að utanvegarakstur á Arnavatnsheiði tengist oft veiðimönnum. Utanvegaakstur á Sprengisandi á haustin tengist gangnamönnum. Utanvegarakstur í nágrenni Reykjavíkur tengist mótorhjólamönnum og jeppamönnum sem oft eru nýliðar og fara því í stuttar ferðir. Við hinsvegar sem stundum vetrar akstur er mest hætt búin að valda skemmdum þegar komið er af jökli og menn rata ekki inn á rétta slóð strax. Því þurfa að vera nægilega margar slóðir að jöklum og auðvita stikaðar. Þetta þurfa þeir sem standa í áróðursmálum að greina svo ekki sé verið að eyða púðrinu í rangar áttir.
20.06.2006 at 00:25 #554902Þetta er góður punktur hjá Ofsanum með að það þarf að greina vandann til að skilja hvernig sé rétt að vinna að lausn hans. Þetta er eins og í öllu öðru, þegar Patrol vél hættir að ganga eða Toyota fer ekki af stað byrja menn ekki bara að skrúfa í sundur einhvers staðar heldur reyna að greina hvað sé bilað og hvers vegna það bilaði (svo ég noti nú samlíkingu sem jeppamenn skilja:o) Það sama gildir þarna, það þarf að skilja afhverju menn aka utan vega og hvernig sé hægt að breyta hegðaninni. Það er ekkert eitt sem leysir allt, það þurfa að vera leiðir sem hægt er að fara (t.d. af jökli), það þarf að stika, það þurfa að vera refsingar, það þurfa að vera upplýsingar um leiðirnar og það þarf að hafa áhrif á hugarfarið.
Það er ekkert að því fyrir okkur að tala um spjöll af völdum hestamanna, hjólamanna, gangnamanna og annarra. Við megum samt ekki gera það í þeim tilgangi að beina sjónum frá okkar syndum og ekki gleyma að líta í eigin barm. Ég get ekki með góðri samvisku sagt að ég hafi aldrei verið á gráu svæði og þá er full ástæða fyrir mig að velta því fyrir mér hvernig það kom til og forðast þær aðstæður. Það er baráttuleið gegn utanvegaakstri sem allir geta notað.
Baráttukveðjur – Skúli
20.06.2006 at 00:30 #554904Mér finnst eitt gleymast í allri þessari umræðu um opinn og ekki opinn slóða, eða hvað er slóði og hvað ekki.
Það er hægt er að ferðast um á hestum, vélhjólum og jeppum á slóðum og jafnvel utan þeirra án þess að valda varanlegum landspjöllum eða spjöllum sem eru lengi að gróa. Menn þurfa bara að fara eftir skynsemi, frekar en bókum, skiltum eða vefsíðum.
Það er líka hægt að valda miklum spjöllum með hestum, vélhjólum og jeppum ef ekki farið rétt að. það er einmitt vandinn.
Þar sem innan allra þessara hópa er til fólk sem ekki fer rétt að, þá erum við að kalla yfir okkur fíflaleg ofurbönn sem útfærð eru af misvitrum embættismönnum og pólitíkusum sem virðast vera uppfullir af forsjárhyggju.
Við getum barist á móti en það er glötuð barátta á meðan við getum ekki stöðvað landspjöll af hálfu þeirra sem eru á meðal okkar. Semsagt, ég tel að besta varnarbárattan sé að vinna innan eigin hóps. F4x4 hefur gert það undanfarin 20 ár með góðum árangri.
Eins og ástandið er núna, þá þurfa allir sem vilja stunda frjálsa ferðamennsku að standa saman. Ég tel stóran hluta af vandanum felast í því að þeir sem haga sér verst séu þeir sem eru utan allra samtaka. Einmitt sá hópur sem erfiðast er að ná til. F4x4 hefur þó unnið markvisst að því að ná til nýliða með nýliðaferðum og fleira. Betur má ef duga skal í öllum tegundum ferðamennsku, sbr dæmi sem komið hafa upp.
Ég á ekki einfalda lausn á því hvernig við getum náð "innanfrá" í skottið á skemmdarvörgunum og stöðvað þá, en tel víst að ef við gerum það ekki muni ástandið bara versna og það mun birtast í allsherjarbönnum.
Vonandi verður nýji umhverfisráðherrann opnari en sá gamli fyrir því að teysta einstaklingsframtakinu fyrir þvi að halda ástandinu góðu. Slíkt viðhorf væri mjög í anda stjórnarstefnunnar, leyfa frelsi og grósku í stað forsjár. Við þurfum þá að sýna af okkur eitthvað sem sýnir afgerandi áhuga okkar á að standa okkur.
Munum bara að við höldum ferðafrelsinu eins lengi og við kunnum að fara með það.
Ferðakveðjur
Snorri.
R16
20.06.2006 at 00:53 #554906Ég tel mig ekki vera betri bílstjóra en aðra í þessum félagskap, en hvað annað snýst um að vera 1 bíla og æða út í og sitja fastur er bara kjánaskapur og þurfa að kalla svo á hjálp. þá er nú betra að fara út og skoða aðstæður og fara ekki lengra en það að geta snúið við það er kallað skynsemi. Maður getur leyft sér meiri dirfsku þegar fleiri bílar eru með í för.
kv ,,,MHN
20.06.2006 at 01:18 #554908Það er kanski rétt að ég svari smávegis hérna en ég er annar þeirra sem fóru á bátnum að sækja þessa menn, ástæðan fyrir því að við sóttum þá á bát var sú að það voru 2 menn á 38" breyttum jeppa búnir að reyna að nálgast þá bæði frá Svignaskarði og einnig frá Grenjum en töldu útilokað að komast að þeim án þess að valda skemmdum á tækjum eða landi voru td búnir að keyra 150 m. í vatni því vatnsyfirborðið var dálítið mikið hærra en venjulega, svo voru þeir hræddir um að valda skemmdum á vegi og þar sem var ekki um líf eða dauða að tefla var ákveðið að fara þessa leið að fá bát úr Borgarnesi og sækja þá svoleiðis.
Ástæðan fyrir því að ég sagði í útvarpi að það þyrfti sennilega traktorsgröfu til að ná honum var eins og okkur sýndist að það væri hætta á að skemma bílinn við að spila hann upp því ekki sást í annað afturdekkið og hin voru ansi djúft.
Það er rétt að það voru ekki miklar skemmdir eftir þá en við vorum vissir um að það myndi eitthvað skemmast við að ná honum upp og þá væri gott að hafa gröfu til að laga skemmdirnar.
Við í Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi erum búnir að fara ansi margar björgunarferðir þarna inneftir í mýrina sem er þarna hinu megin við ánna, td. fórum við 5 ferðir í einum og sama mánuðinum fyrir 2 árum og allt er þetta útaf því að menn eru að reyna að stytta sér leið beint yfir mýrina í stað þess að keyra slóðann að vegamótunum sem eru ca. 500 m. innar.
Í fyrrasumar gerðum við okkur ferð þarna inneftir til að stika réttu leiðina og hlaða grjóti fyrir þar sem menn keyrðu útí og væntanlega í sumar fáum við skilti hjá vegagerðinni til að laga þetta enn betur.
Svo aðeins til fróðleiks í lokin þá er þetta ekki á sem þeir voru að reyna að komast yfir heldur var þetta lægð í landslaginu sem var orðin hluti af Langavatni, áin var 100 m. innar og var ca. 1 m. niður á venjulegt vað sem er þarna.
að öllu venjulegu þá er ekki hægt aðsigla upp þessa lægð því þetta er þurrt í venjulegu árferði en við sigldum nánast alveg að bílnum (ca. 50 m eftir)
Og fyrir ykkur sem þekkið til þarna þá settum við bátinn á flot við hliðina á brúnni á Beilá (sem er þarna þegar maður kemur niður í Langavatnsdal) og þaðan gátum við siglt óhikað inneftir til þeirra svo þið getið kanski aðeins áttað ykkur á aðstæðum sem voru þessa nótt.
kem með meira síðar.
Kveðja Ásgeir Sæm
ps. það skal tekið fram að þessir strákar voru búnir að lesa sig til um þessa leið en misskildu bara upplýsingarnar, þær eiga allsekki við í aðstæðum eins og voru þarna þennan dag en það er engum um að kenna við verðum bara stundum að meta aðstæður sjálf.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.