This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Góðan daginn
Mig langar mikið að koma á stað umræðu um utanvegar akstur hjá okkur fjórhjóladrifs mönnum og hjá þeim einstaklingum sem aka um á krossurum. Þó ég hafi ekki greitt félagsgjöld í nokkur ár langar mig að opna umræðuna hér á þessum vef þar sem þetta snertir mig eins og meðlimi í 4X4.
Undan farið hef ég orðið vitni af mis grófum utanvegar akstri sumt hef ég seð á myndum hér á vefnum annað í nátúruni á ferðalagi og heyrt af öðrum. Virðist þetta vera orðið ansi algengt hjá mönnum að það er í lagi að haldið áfram á slóðum í drullu og keyra þá bara við hliðina á veginum eða utan slóða því það er svo stutt í næsta skafl þó það liggi fyrir hvern þann sem opnar augun að það verður mikið tjón á nátúruni og verður augna ?konfekt? fyrir þá ferða menn sem á eftir koma, um þar sem þetta hefur gerst. Hvernig er það finnst ykkur þetta í góðum gír og bara áfram utanvega keyrsla eða vilja menn fara að hnippa í félagann og benda á að kannski komi maður aftur þarna og þá væri gaman að hafa þetta ekki út spólað eða kannski kemur einhver annar þarna og hefur áhuga á að skoða þetta án bílfara og ummerkja eftir bíla eða krossara. Ætla ég ekki að nefna nein dæmi um þetta því að það gerir eingum gott að reyna að moka einhvern einn í kaf í HJÓLFÖRUM.
Stefán Jökull
Fyrrverandi félagi í 4X4
You must be logged in to reply to this topic.