FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

utanvegakaskó

by Lúther Gestsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › utanvegakaskó

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Arnór Árnason Arnór Árnason 22 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 24.03.2003 at 14:32 #192391
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member

    Sælir félagar

    Ég átti í dag merkilegt samtal við tryggingafélag mitt er ég
    ynnti þá eftir yfir hvað utanvegakaskó gilti, er ég ynnti eftir tjóni sem teyguspotti gæti valdið fékk ég þau svör að
    það yrði að skoðast vel T.d hver hnýtti spottann,af hverju
    spotti væri settur á milli og hvar. enginn trygging tekur yfir tjón á dekkjum.
    Hann gat ekki svarað því hvort þeir myndu bæta tjón ef bíllinn keyrði ofan í sprungu eða ef vað gæfi sig undan bíl
    það þyrfti allt að skoðast sérstaklega og þá miða við hvar væri verið að keyra.

    Hefur einhver reynslu af bótagreiðslum af tjónum sem verða á fjöllum?

    kv.Lúther

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 24.03.2003 at 15:49 #471388
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Ef tryggingarmaður segir "Það yrði að skoðast vel…." þá þýðir það í raun "nei", eða "ótryggt".

    Spurðum einu sinni tryggingarkall svipaðra spurninga vegna trygginga björgunarsveita, og fengum álíka svör og þú. Fengum þó út úr honum að í útköllum ættum við að vera nánast al-tryggð. Reynslan nokkrum árum seinna er hinsvegar eins og önnur reynsla af tryggingarfélögum. Ef þeir eiga einhvern séns að koma sér undan bótaskyldu, þá nota þeir hann.

    Annars hefði ég haldið að í vötnum sértu ótryggður. Í sprungu, eða ef þú keyrir framaf hengju, þá ættirðu að vera tryggður.

    Með spottann, þá veit ég ekki, en er viss um að þeir finna einhverja ástæðu til að firra sig bótaskyldu.

    Hvernig ætli þeir taki á vatnstjóni vegna krapa?

    Kveðja
    Rúnar.





    24.03.2003 at 16:24 #471390
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Nei Rúnar hann sagði mér að öll vatnstjón svo sem vatn inn
    á vél og drifbúnað væri alltaf ótryggð.

    fyrir utanvegakasó bauð hann 24.000 á ári með 75.000 kr
    sjálfsábyrgð sem mér finnst svolítið mikið miða við að fá
    ekki betur útlýst hvað tryggingin bætir.

    Vélhjólamenn borga himinháar tryggingar vegna áhættuhóps
    sem þeir þykja vera í, ætli tryggingarnar líti á jeppamenn
    sem áhættuhóp?

    kv.Lúther





    24.03.2003 at 16:43 #471392
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þetta er nú eins og annað, tryggingafélögin eru alltaf að reyna að hámarka gróða sinn. Nú sáu þeir þarna leið til að ná inn aukiatekjum með því að láta okkur kaupa rándýra tryggingu fyrir vetraraksturinn. Hefur nokkur spurt þá um ábyrgðartryggingu eða ÖF-trygginguna, hvort þetta gildi líka aðeins á malbiki og aðeins ef veður er gott? Mér er sagt að venjuleg kaskótrygging sé ekki í gildi ef vindhraði fer yfir 23 m/s og Vegagerðin skilgreini færið sem stórhríð (þeir sem eru vanir að nota færðarkort Vegag. vita hvað er átt við), nú og sama gildi ef vegurinn er skilgreindur blár (flughált) þá eigi maður ekki að vera á ferðinni, eða ferðist á eigin ábyrgð. Þekkið þið þetta félagar?
    kv.





    24.03.2003 at 16:46 #471394
    Profile photo of Þorvarður Hjalti Magnússon
    Þorvarður Hjalti Magnússon
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 170

    Á vef Sjóvá Almennra er að finna skilmála vegna kaskótryggina ökutækja:

    http://www.sjova.is/files/clauses/149/2002_6_28_Kaskótrygging%20skilmáli.pdf

    Einnig þetta:
    Sérákvæði í skilmálum vegna Utanvegakaskó
    Þrátt fyrir ákvæði gr. 2.12. skilmála gildir vátryggingin í akstri utan vega.

    Eigin áhætta vátryggðs í sérhverju tjóni er kr. 325.200

    Hámarks björgunar-og flutningskostnaður úr óbyggðum er kr. 180.200

    Hámarksbætur vegna tjóns á viðtækjum og hljómtækjum eru kr. 45.000.

    Útgáfudagur var 1. mars 2002.

    Vátryggingin endurnýjast 1. mars ár hvert.

    trúlega er þetta eitthvað svipað hjá hinum tryggingafélögunum

    hjalti





    24.03.2003 at 17:43 #471396
    Profile photo of Ólafur Arnar Gunnarsson
    Ólafur Arnar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 544

    ALLT SEM SKEMMIST EÐA ER SKEMMT, ER ÓTRYGGT!
    (Aftur á móti máttu borga eins mikið og þú mögulega getur í iðgjöld, þú færð bara ekkert í staðinn!)





    16.04.2003 at 02:18 #471398
    Profile photo of Birkir Arnar Jónsson
    Birkir Arnar Jónsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 142

    Maður á bara að safna sömu upphæð og maður er að borga þannig bæði sparar maður ef ekkert kemur síðan uppá og er ekki að stirkja einhverja þjófa t.d sjófá





    16.04.2003 at 09:16 #471400
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Er þetta ekki einhvað sem tækninefnd þyrfti að skoða nánar eða stjórn að kíkja á þessi mál.Það eru kannski einhverjir hér í þessum klúbb sem eru að vinna hjá tryggingafélögum landsins.





    16.04.2003 at 11:19 #471402
    Profile photo of Jón Magnússon
    Jón Magnússon
    Member
    • Umræður: 7
    • Svör: 76

    Viðbótarskilmálinn sem kallast "utanvegakaskó" innifelur engar breytingar á kaskótryggingu aðrar en þær að aka má utan vega og venjulega er eigináhættan hærri við þær aðstæður. Grunnskilmálarnir um bótaskylda tjónsatburði eru óbreyttir þ.e. að tjónið þarf að vera: árekstur, áakstur, útafakstur, eldsvoði eða sprenging, elding, hrap, velta, grjóthrun, snjóflóð, skriðufall, aur- eða vatnsflóð. Þetta eru þau atriði sem skipta máli fyrir okkur á fjöllum, og líklega reynir þá helst á hugtökin "hrap", "velta" og "áakstur". Allir hafa sama rétt til að túlka orðalag skilmála ef þeir eru óskiljanlegir (nema ef komin er hefð á túlkun í dómum eða úrskurðum) og þá er bara að byrja að láta "tækni-orðanefnd" túlka undir hvað það flokkast að: keyra á stein og brjóta hjól undan, aka ofaní úrrennsli og mölva hjólabúnað, hoppa yfir sprungu á sprautusiglingu og skekkja grind eða lenda á kafi í vatni eða jafnvel í jökulsvelg. Flokkast eitthvað af þessu undir orðalag skilmálanna? Einnig eru innifaldir í kaskó þjófnaðir, skemmdaverk, foktjón og flutningstjón, en þau atriði skipta ekki máli í þessari utanvega útvíkkun.





    16.04.2003 at 11:53 #471404
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Er það þá rétt skilið samkvæmt þessu að tjón sem verður þegar bíll fer niður um ís, eða við að fara yfir óbrúaðar ár, sé alltaf ótryggt?





    16.04.2003 at 12:06 #471406
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Þar myndirðu fá bætt boddýskemmdir sem verða á bílnum það er
    að segja allt sem ísinn skemmir utan á bílnum, en ekki vatntstjón, ef til að mynda vatn fer inn á mótor eða inn í yfirbyggingu bílsins og skemmir þ.a.l. teppi,innréttingu eða
    fjarskiptatæki.





    16.04.2003 at 15:44 #471408
    Profile photo of Arnór Árnason
    Arnór Árnason
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 430

    Það geta svo sem allir lesið þetta sjálfir frá Sjóvá sem vísað er í hér að ofan – en vegna spurningu hér að ofan, þá er hér smá útdráttur um það sem mér fannst snerta okkur helst:

    M.a. það sem EKKI er bætt – og mér sýnist að það eigi við hvort sem utanvegakaskó er til staðar eða ekki:

    – Skemmdir er aðeins varða hjól, hjólbarða, fjaðrir, rafgeymi !?!?

    – Skemmdir af akstri á ósléttri akbraut, hér með talin bilun á ásum, fjöðrum, gírkassa, drifi, rafgeymi og öðrum hlutum í eða á undirvagni ökutækisins, skemmdir vegna þess að hreyfillinn bráðnar saman, skemmdir á undirvagni
    er hljótast af því að ökutækið tekur niðri á ójöfnum akbrautum, svo sem hryggjum eftir veghefla, jarðföstu grjóti
    á akbraut eða við akbrautarbrúnir.

    – Þegar ökutækinu er ekið þar sem akstur er óheimill vegna opinberra fyrirmæla, svo og við akstur á ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur, forvaða eða aðrar vegleysur. Þó bætist tjón sem verða kann þegar ökumaður hefur neyðst til að fara út af akbraut, t.d. vegna viðgerða á henni.

    – Varðandi ofangreint gildir þó sérákvæði:
    Sérákvæði um akstur utan vegar: Vátryggingin tekur þó til aksturs dráttarvéla, fjórhjóla eða snjósleða á snjósköflum, um fjörur eða aðrar vegleysur. (innsk. AÁ: sem sagt ekkert um sérútbúna jeppa og ég get ekki séð að utanvegakaskóið taki á þessu ??)

    – Þegar tjón verður rakið til stríðs, óeirða, óspekta eða uppþots. (AÁ: Sem sagt ekki rífast hátt í VHF-inu áður en þið klessið saman – það gæti flokkast undir óspektir 😉 )

    kv.
    Arnór





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.