This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Rútsson 20 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Á ferð minni um sandauðnir hálendisins í sumar veitti ég því athygli hvað margir virðast eiga erfitt með að halda sig inn á slóðum. Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra í þessum málum en raun ber vitni. Bæði á Sprengisandi, Gæsavatnaleið og víðar má sjá nýleg för út og suður, stundum er menn að stytta sér leið einhverja smákróka, stundum að djöflast í einhverjum brekkum við hliðina á slóðanum, eða bara bruna utan slóðans í einhverju tilgangsleysi. Vissulega er ekki hægt að tala um gróðurskemmdir af þessu, en þetta er nú ekki beint prýði af þessu.Set með hérna myndir af tveimur dæmum, ef mér tekst að setja þetta rétt inn.
Greinileg slóð meðfram stikunum (þar sem gamli rauður er) en einhverjum hefur þótt óþarfi að fylgja henni
Slóðin liggur þarna upp vinstra megin, merkt með stiku. Engu að síður var hæðin til öll markeruð eftir jeppamenn sem vildu aðeins reyna jeppana í sandbrekkunni.Kv – Skúli H.
You must be logged in to reply to this topic.