This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
Rakst á hér á spjallkorknum þráð sem sendur var inn fyrir rúmu ári þar sem talað var um að mótorhjól séu að skemma mikið landsvæði utanvegar.
Hljómar korkurinn svona
„Sælir félagar
Á ferð minni um sandauðnir hálendisins í sumar veitti ég því athygli hvað margir virðast eiga erfitt með að halda sig inn á slóðum. Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra í þessum málum en raun ber vitni. Bæði á Sprengisandi, Gæsavatnaleið og víðar má sjá nýleg för út og suður, stundum er menn að stytta sér leið einhverja smákróka, stundum að djöflast í einhverjum brekkum við hliðina á slóðanum, eða bara bruna utan slóðans í einhverju tilgangsleysi. Vissulega er ekki hægt að tala um gróðurskemmdir af þessu, en þetta er nú ekki beint prýði af þessu.Set með hérna myndir af tveimur dæmum, ef mér tekst að setja þetta rétt inn.
Greinileg slóð meðfram stikunum (þar sem gamli rauður er) en einhverjum hefur þótt óþarfi að fylgja henni
Slóðin liggur þarna upp vinstra megin, merkt með stiku. Engu að síður var hæðin til öll markeruð eftir jeppamenn sem vildu aðeins reyna jeppana í sandbrekkunni.
Kv – Skúli H.“
Það vill svo til að ég er mótorhjólamaður og held út heimasíðunni http://www.icemoto.com sem er mótorhjólasíða og þekki vel inn á sportið. Það var sagt í korknum sem ég var að vitna í að þetta væru bara enduro hjól, það er ekki rétt bæði enduro og motocross hjól. En ! Það eru menn í öllum sportum sem gera eitthvað sem skemmir fyrir öllum hinum sem virða landið t.d. Hestamennskunni, jeppasportinu og öllum öðrum útísportum sem geta skemmt eitthvað.
Eins og ég segji það eru „Svartir sauðir í öllum sportum“ en af hverju eru menn að tala um að þetta séu bara mótorhjól og að mótorhjól eiga bara að vera bönnuð.
Einn náungi sem svaraði spjallþræðinum sem ég vitna í lagði svona til orða: „Til viðbótar kemur svo það, að mörg þessara hjóla eru óskráð (númerslaus) knaparnir eru með hjálma og óþekkjanlegir o.s.frv. Á hálendinu hef ég oftar en ekki orðið var við erlenda mótorhjólagarpa í svona brekkuklifri og rugli. Mótorhjólamenn eru þess utan oft hinir verstu viðureignar, merkilegt hvað ofbeldismenn af ýmsu tagi sækja í þessi farartæki.
Niður með mótorhjól.“Ég vildi bara koma á framfæri hér að mótorhjólamenn eru ekki öðruvísi fólk, ekkert bara 12-16 ára stráklingar sem hugsa ekkert um landið… Allt upp í 70ára menn í þessu sporti.
Vona bara að menn fatti aðeins að við mótorhjólamenn hugsum um landið eins og jeppamenn en síðan koma alltaf einhverjir „Svartir sauðar“ og skemma fyrir hinum. Vonandi er ekki neinn mórall og að jeppamenn ætli bara að skella okkur mótorhjólamönnum um koll. Vona bara að menna taki ekki þessum orðum mínum sem móðgunum og vona að menn svari ekki þessum kork með skítkasti og öðru slíkt.
Hér er för eftir mótorhjól, ekki falleg sjón
Hér eru jeppaför þetta er líka ófögur sjón
Reynum frekar að standa saman í baráttunni við landspjöll heldur en að dæma hvern og einn.
Þakka fyrir mig
Kveðja,
Aron // aron@icemoto.com
You must be logged in to reply to this topic.