This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með gjörningi sýlsa á suðurlandi þar sem hann hefur tekið upp á því að elta jeppamenn um fjöll og firndindi og ekki dugar minna apparat en þyrla. Menn eru sektaðir fyrir það eitt að aka bílum í grófum árfarvegi og hafi einhverir steinar færst úr stað þá munu þau för jeppamanna ekki skaða umhverfið á nokkurn hátt. Ýmislegt hefur verið sagt um þetta mál, bæði í blöðum og t.d. hér á síðunni.
Nú bregður svo við að hópur manna ræður sig í vinnu við að fjarlægja 50 tonn af hrafntinnu úr Hraftinnuskeri svo endurnýja megi klæðningu Þjóðleikhússins. Ekki nóg með það heldur verða einnig sótt nokkur tonn af silfurbergi í námu á austfjörðum. Allt er þetta gert innan ramma laganna (undanþágur frá hinu opinbera). Það sem mér finnst einkennilegt er að leyfi skuli fást til þessara framkvæmda, því óhjákvæmilega mun þetta skilja eftir sig för í landslaginu. Ég er ekki á móti því að þessi hrafntinna skuli tekin. Og ég er viss um að Hellumenn ganga vel frá öllum sárum, en fyrst að þessar framkvæmdir eru í lagi, hvað er þá verið að finna að akstri jeppamanna á gömlum slóðum og þeir kærðir fyrir það eitt að aka um í þurrum árfarvegi?ÓG
You must be logged in to reply to this topic.