This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Ingi Óskarsson 14 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar ég er búinn að þvælast nánast allan júlí í kringum Kerlingafjöll og er svo sem ekkert með það að segja en var að koma uppeftir um helgina frá því fyrir verslunarmannahelgi og sá að ný för eru komin upp sandbrekkurnar frá KIsubotnum og var ekki par ánægður með það þetta voru för eftir hjól fjórhjól og jeppa sem hafa ekið þar sem þeim sýndist. Einnig voru komin för uppá fullt af hólum og nýr styttingur milli hóla á klakksleið en það var eftir jeppa. Nú eru þetta eins og flestir vita sandar svo förin geta horfið milli ára en það er þó ekki víst og sérstaklega ekki þar sem aðrir byrja að villast upp á hina ýmsu hóla sem hefur engann tilgang nema að fá að spóla smá. Ég á ekki von á að um félagsmenn sé að ræða en maður veit þó aldrei, jeppinn hefur ekki verið mikið breyttur en breyttur þó. Ég vona að sá hinn sami og gerði þetta sjái þessi skrif og sjái sóma sinn í því að temja sér ný og verðugri gildi í ferðamennsku svo allir megi njóta ferðafrelsis í framtíðinni því að svona hegðun er ávísun á lokun á slóðum. Batnandi mönnum er best að lifa:)
kv Gísli Þór R3337
Í von um að einhverjir lesi þetta dauða spjall okkar:(
You must be logged in to reply to this topic.