Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Utanvegaakstur
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson 13 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
22.11.2011 at 14:11 #221373
Hvað í andskotanum er að fólki. Þetta eru ljótar myndir.
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150369959770583.342284.592255582&type=3
Kv
Þengill -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.11.2011 at 20:16 #742351
Ég er mjög ánægður með sameiginlega yfirlýsingu Útivistar, Skotvís og F4x4 vegna þessa ljóta og óþarfa utanvegaaksturs, eins og sjá má hér á forsíðunni og t.d. [url=http://mbl.is/frettir/innlent/2011/11/22/fordaema_hardlega_umhverfisspjoll/:3ul2cb0k]á vef mbl.is[/url:3ul2cb0k].
Það er orðin undantekning að sjá svona og sorglegt að einn eða tveir aðilar skuli valda svona miklum skemmdum á landinu þarna og á þeim málstað sem við höfum verið að berjast fyrir árum saman. Rætt hefur verið um að senda mannskap á svæðið til að reyna að lagfæra það sem þarna hefur verið skemmt og tek ég heilshugar undir þá tillögu, þó varla verði hægt að gera neitt í þessu fyrr en næsta sumar.
Í októberferð Litlunefndar fórum við um þessar slóðir, þá var örlítil snjóföl yfir, hvergi nein fyrirstaða eða skaflar sem þurfti að sneiða hjá og í alla staði mjög auðvelt að fylgja veginum. Þá var engin svona för að sjá.
kv. Óli
22.11.2011 at 20:16 #742353Þetta er verulega ljótt og greinilegt er að sá eða þeir sem gerðu þetta voru als ekki að reyna að nota slóðan, heldur að aka utanvega og valda sem mestum spjöllum meðfram uræddum slóða.
Lokanir á vegslóðum koma ekki í veg fyrir svona heldur, áróður um bætta umgegni við náttúruna.
Einhverjir hafa verið þarna á ferð sem við náum ekki sambandi við, en mikið af okkar púðri hefur farið í að berjast við stjórnvöld að fá að ferðast um landið okkar í stað þess að beyta okkar kröftum í áróður um bætta umgegni við náttúruna.
Það fólk sem við höfum síst náð til er yngstu aldurshópar ökumanna, ökumenn búsettir hér sem skilja ekki Íslensku og erlendir ökumenn, sem koma hingað, leigja jéppa og aka eitthvað upp á hálendið, án þess að hafa minnstu hugmynd um skaðsemi svona aksturs eða náttúruvernd.
Síðasti möguleikin er auðvitað brenglað fólk, skemdarvargar, sem ekkert okkar eða reglur ná til, nema viðkomandi eru staðnir að verki og látnir gjalda fyrir.
Við þurfum að standa saman um góða umgegni við náttúruna og einbeyta okkur að fræðslu ferðfólks um góða umgegni viðnáttúruna og hætta ofstæki í náttúruvernd og lokunun landsvæða.
22.11.2011 at 21:38 #742355Við þurfum að ná í þetta lið og koma fyrir það vitinu.
Ég hef aðeins velt því fyrir mér hverjir gera svona lagað og hvar við getum fundið þá.
F4x4 og önnur samtök útivistarfólks hafa barist áratugum saman fyrir því að spjöll af völdum umferðar utanvega verði í lágmarki. Mikið hefur unnist og ekki hefur verið sýnt fram á að upphrópanir um aukin landspjöll af völdum vélknúinnar umferðar eigi við rök að styðjast. Þvert á móti fullyrða margir að ástandið sé betra en áður. Öll getum við þó væntanlega verið sammála um að spjöll af þessu tagi fram kom í dag á ekki að líða. Gildir þá einu hvort ástandið er að versna eða lagast.
Tíðarandinn er sem betur fer þannig að hugsandi útivistarfólk gerir ekki svona og spyrjist slíkt út um ferðamenn í útisvistarsamtökum þykir það viðkomandi til mikillar minnkunar.
Ég vil meina að eftir að við komumst upp á lag með að ferðast á snjó og jöklum hafi ástandið byrjað að lagast. Þá fengu allir þeir sem haldnir eru ólæknanadi landkönnunarþrá útrás fyrir hana með ferðum á snjó án landspjalla. Þessu var haldið á lofti sem rökum fyrir því að akstur yrði áfram leyfður utanvega á snjó og að leyft yrði að aka löglega í umferð á stórum hjólum. Það var um 1980. Síðan hefur ríkt einhverskonar sáttmáli um að hlífa landinu eins og mögulegt er við spjöllum af völdum umferðar utanvega og F4x4 hefur átt stóran þátt í að viðhalda honum.
Við verðum þó að halda vöku okkar, það þarf ekki nema nokkra innan okkar raða til að rjúfa þennan sáttmála. Við getum örugglega gert enn betur í fyrirbyggjandi starfi meðal okkar félagsmanna.
Við þurfum kannski að leggja meira í að ná til nýrra ferðamanna. Ferðir Litlu nefndarinanr og nýliðaferðir eru mikilævægur liður í því og vafalaust hefur það starf komið mörgum nýliðanum á rétt spor.
Erfiðara er að ná til þeirra sem ekki hafa áhuga á þáttöku í slíku starfi og standa utan allra félagasamtaka. Það er jafnvel villtasta liðið (eða heilalausasta liðið), þeir sem þyrfti helst að skóla til. Hvernig eigum við að ná til þeirra ?
Dagur bendir réttilega á að orka okkar hefur farið of mikið í að berjast við öfl sem vilja loka sem flestu óháð því hvort landspjöll eru í húfi. Ef F4x4 er mikilvægur aðili í því að halda uppi fræðslu og áróðri, má færa rök fyrir því að það ofríki í ofverndun sem við teljum okkur vera beitt og mæðandi barátta okkar gegn því stuðli að minni árangri í baráttu gegn landskemmdum af völdum umferðar utanvega. Ofríki sem stríðir gegn réttlætiskennd ferðamanna stuðli þannig óbeint að verri umgengni með fjölgun skussa sem við höfum ekki tíma til að siða til.
Snorri
R16
22.11.2011 at 21:59 #742357Þegar ég skoða þessar myndir langar mig helst til að fjarlægja númerin af jeppanum og leggja honum. Það er hart að vera kallaður landspillir og hafa ekki til þess unnið .
Hætt er við að jeppamönnum almennt verði kenndar þessar skemmdir eins og aðrar sem orðið hafa af völdum farartækja utan vegar.
Hvað er til ráða?
Getum við næsta vor, þegar landið tekur að þorna, tekið okkur saman og farið með verkfæri og lagfært þetta að einhverju leyti eins og Óli í Litlu nefnd leggur til í grein hér að framan.
Ég væri til í að verja dagstund í slíka ferð ef þátttaka yrði almenn.Kveðja,
Pétur á kommanum
22.11.2011 at 22:04 #742359Snorri nefnir það að það þurfi að ná til sem flestra, til þess að upplýsa þá. Það er ekki gert með lokaðri klíkusíðu einsog f4x4.is er orðin. Það þarf að opna síðuna aftur svo hún verði alvöru fjölmiðill. Það þarf að ná til þeirra yngir og nýliða. Þeir virðast vera annarstaðar.
22.11.2011 at 22:17 #742361Það er bara eitt sem virkar, það er fræðsla, upplýsingar og áróður. Það þarf að koma þessari fræðslu inn í grunn- og framhaldsskóla og einnig í ökuskólana. Það þarf þó að vera almenn fræðsla, en ekki einhliða umhverfisöfgafræðsla eins og gæti gerst. Það þarf líka að styrja starfsemi aðila eins og F4x4, Slóðavina, Skotvís og Landsbjargar til að ná til sinna félagsmanna og draga inn nýja aðila eins fljótt og hægt er.
Þetta áróðursstarf þarf að vera stöðugt í gangi því sífellt koma nýjar kynslóðir sem þarf að ná til. Í þessu samhengi þarf að styrkja nýliðastarfið og gera ungmennum það auðveldara að ganga í klúbbinn. Ég hef komið með hugmynd að jeppaklúbbi barnanna, sem gæti m.a. verið vettvangur fyrir slíkan upplýsingagjöf.
Það væri óskandi að þeir aðilar sem berjast gegn ferðafrelsi okkar létu af sinni baráttu gegn okkur og stæðu frekar við bakið á okkur í því áróðursstarfi sem við viljum sinna, nefnilega að hjálpa fólki að ferðast um landið á ábyrgan hátt.
kv. Óli Litlunefnd
23.11.2011 at 07:17 #742363Ég er sammála því að fara góða ferð og laga til eftir þessa skemda varga
einnig er rétt sem Ofsi bendir réttilega á að það þarf að opna síðuna fyrir allmenning
því fleirri því betri ummfjöllun er hægt að fá ( þette er mín skoðun )
það er kvartað mikið út af þessu.
kkv
Árnips: er alltaf tilbúin að fara til fjalla og laga það sem þarf að laga til að gera landið okkar fallegra
23.11.2011 at 09:06 #742365Þetta fannst mér alveg brillijant, jafn nauðsynlegt núorðið og skófla, spotti ! HRÍFA ! ; það er að labba úr bílnum og raka yfir för annara og fara þannig með góðu fordæmi um landið. Ef hver og einn myndi raka smá ca í 10 -20 mín í fríinu um hálendi Íslands á sumrin þá myndi það skila sér í bættri umgengni og virðingu fyrir landinu.
Þetta apparat mun ég kaupa í múkkann.Sjá hér frá facebook link að ofan:
" Þorleifur Eggertsson
Hér er hugmynd……. Allir jeppamenn og konur kaupi sér hrífu og festi á bílinn samsíða skóflunni, járnkarlinum og drullutjakknum og stoppi einusinni á dag í fjallaferðum sínum og lagi sjáanlegar skemmdir á ferðalögum sínum í 10 mínútur eða svo. þetta er góð hvíld frá akstrinum og heilsusamleg. Semsagt,,, hrífa á hvern jeppa, kostar 1.599 krónur í Húsasmiðjunni. Skemmdir eftir utanvega akstur verða aldrei lagaðar með öðru en handverkfærum. HRÍFA Á HVERN JEPPA "(tekið af Facebook umræðu um utanvegaakstur)
23.11.2011 at 10:13 #742367Landsjöll af völdum utanvegaaksturs, eru ólíðandi, hvort sem um er að ræða löglegan eða ólöglegan akstur utan vega. Það er nefnilega til löglegur utanvegaakstur.
Verði landspjöll af akstri utan vega er mjög einfalt og þægilegt að kenna almennum borgurum um, hvort sem þeir eiga sök eða ekki.
Í lögum um náttúruverndar þetta ákvæði:17. gr. Akstur utan vega.
Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin.
[Ráðherra]1) kveður, að fengnum tillögum [Umhverfisstofnunar],2) í reglugerð3) á um aðrar undanþágur frá banni skv. 1. málsl. 1. mgr., m.a. vegna starfa manna við landbúnað, landmælingar, línu- og vegalagnir og rannsóknir. Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum [Umhverfisstofnunar],2) takmarkað eða bannað akstur á jöklum og á snjó þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð.
Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 76. gr.Í reglugerð um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands er 5. grein svohljóðandi:
Akstur utan vega vegna tiltekinna starfa.
Við akstur vegna starfa við landbúnað er heimilt að aka utan vega á ræktuðu landi. Einnig er heimilt að aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll.
Heimilt er ef nauðsyn krefur að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við landgræðslu og heftingu landbrots, línulagnir, vegalagnir og lagningu annarra veitukerfa, björgunarstörf, rannsóknir, landmælingar og landbúnað enda sé ekki unnt að framkvæma viðkomandi störf á annan hátt. Sérstök aðgát skal viðhöfð við aksturinn til að draga úr hættu á náttúruspjöllum. Hafa skal fullnægjandi útbúnað til slíks aksturs. Við framangreindar athafnir skal leita leiða til að flytja efni og annað sem til þarf á þann hátt að ekki sé þörf á akstri utan vega.Í 7. grein sömu reglugerðar er þessi setning:
Bannað er að reka hrossastóð yfir gróið land þannig að náttúruspjöll hljótist af eða hætta skapist á náttúruspjöllum.Þarna er hestafólki ekki meinuð för um landið en því er bannað að valda landspjöllum.
Mér finnst að baráttan eigi að snúast gegn landspjöllum af völdum umferðar utan vega, eins og Snorri Ingimarsson hefur bent á. Akstur utan vega þarf ekki að valda landspjöllum. Umferð af öðru tagi þarf ekki heldur að valda náttúruspjöllum en hættan er vissulega fyrir hendi. Göngufólk þarf að hafa þetta í huga sem og vélsleðafólk, hestamenn og yfirleitt allir sem eru á ferð um landið. Þessum hópum er ekki meinuð för um landið.
Bönn og ofurbönn sem ganga í berhögg við réttlætiskennd hins heiðvirða ferðamanns eru ekki lausn á náttúruvernd á Íslandi.Snúum vörn í sókn. Berjumst gegn hvers kyns náttúruspjöllum af völdum umferðar utan vega, án tillits til þess hver eða með hvaða aðferðum þau eru unnin. Höfum að leiðarljósi að réttur almennings til að njóta landsins , innan sem utan þjóðgarða, sé ekki fyrir borð borinn.
Þ. Hjalti Magnússon R-14
23.11.2011 at 10:45 #742369Mjög gott innlegg hjá Hjalta.
Síðla sumars benti ég á ljótan utanvegakstur (landspjöll) á ofanverðri Hamragarðaheiði. Í því tilviki var reyndar gróflega vitað hverjir áttu hlut að máli. Mikið breyttir bílar í einhvers konar ferðaþjónustu. Án þess að ég hefði náð myndum af þessum landspjöllum og óháð því þá voru viðbrögð við þessum ábendingum vægast sagt undarlegar.
Hér stigu menn á stokk og sáu ekkert til að amast yfir. Núna stökkva menn hæð sína og hlaupa í fjölmiðla.
Ég hef aðeins velt þessu fyrir mér. Er þetta gamla sagan af Jóni og séra Jóni? Var þetta mál of tengt einhverjum aðilum í klúbbnum? Eru utanvegaakstur réttlætanlegri séu einhverjir peningar í spilinu? Mér sárnaði þetta og fannst trúverðugleika klúbbsins setja niður.
Er sammála Ofsa að opna síðuna. Máttur hrífunnar er líka mikill. Það má nefnilega laga merkilega mikið á einfaldan og ódýran hátt. Og margar hendur vinna létt verk. Svo er það gamli góði slóðadraginn. Hann hefur reynst vel við að afmá ummerki utanvegaaksturs á möl og sandi. Segið svo að gömul landbúnaðartæki komi ekki að gagni.
Kv. Árni Alf.
23.11.2011 at 12:26 #742371Ég vara við að raka gróflega yfir för í mosa því að mosinn er viðkvæmur en djúpu förin í bleytunni þarf að fylla með efni svipuðu og er í kring , sandi eða vikri . Svo er þetta oft það sem gerist ef vegurinn er illfær. Fyrir nokkrum áratugum var Fjallabaksvegurinn með Kirkjufellinu afar slæmur vegna djúpra polla og drullu. Þarna keyrðu margir framhjá hvörfunum og stórskemmdu mýrina. Þá var reyndar varla farið að tala um utanvegaakstur. Vegagerðin gerði þá átak í að lagfæra Fjallabaksveginn í sambandi við hættu af Kötlu og vegrofi sunnan jökla. Þá var borið vel ofan í veginn og pollarnir fylltir og sett voru ræsi í suma lækina. Eftir þetta steinhættu allir að keyra út fyrir veg. Svona er þetta víðar og besta forvörnin er að vegurinn sé sæmilega fær og gæti ég sett inn myndir þessu tengt ef ég kynni það. Í þessu ákveðna tilfelli er ekki að sjá að vegurinn hafi verið ófær. Kv. Olgeir
27.11.2011 at 21:29 #742373Félagar góðir,
þetta er með því ljótasta sem maður hefur séð síðustu áratugina. Sömu eða álíka villtir virðast hafa farið um Þúsundvatnaleið á Hellisheiði núna í enda vikunnar/byrjun helgarinnar, þar hafa einhverjir ótýndir þrjótar böðlast beint yfir mýrarfláka og skilið eftir sig verulega ljót sár hvað ég heyrði frá félögum mínum í bransanum. Ferðaþjónustan svo og allir 4×4 félagar hljóta að fordæma slíkan akstur, sem þó því miður kemur óorði á alla ferðalanga.Ingi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.