Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Utanvegaakstur
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Arnar Gunnarsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.06.2008 at 21:30 #202561
Um þessar mundir eru allar helstu hálendisleiðir lokaðar vegna aurbleytu, en
eins og fram hefur komið í fréttum sá lögreglan á Hvolsvelli ummerki um
utanvegaakstur í eftirlitsflugi sínu á dögunum. Ferðaklúbburinn 4×4 hvetur
allt áhugafólk um hálendisferðir til að virða lokanir Vegagerðarinnar og
fara ekki inn á leiðir sem enn eru lokaðar. Bæði vegir og jarðvegur eru
mjög viðkvæmir fyrir umferð um þessar mundir og eina örugga leiðin til að
komast hjá skemmdum er að virða þær lokanir sem Vegagerðin setur. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.06.2008 at 21:40 #624538
En alltaf eru einhverjir sem vita betur:)
eins og þessi:
kv GísliEf þið lesið greinina ur mbl stendur að ekki standi til að opna ur landml i eldgja fyrr en eftir viku.
og annað eg var i laugum a miðvikudag og þa var buið að moka og hefla og þar hittum við mann fra vegagerðinni sem sagði okkur að verið væri að moka halsinn i domadal og hann yrði fær daginn eftir sem varð raunin. En eg for lika i laugar 12 dögum aður og varð mikið hissa þvi að þarna var allt lokað v aurbleytu en þarna var allt skraufaþurrt
og vegurinn svo goður að það var eins og hann væri longuopnaður ekki til bleyta neinsstaðar en snjor fra frostastaðahalsi inn i laugar og enn var snor i hrauninu hinumegin við halsinn h/m þegar eg var komin ofani hraunið meðfram halsinum, og eg veit þetta var lokað en aður en neikvæðni tekur her völdin vil eg taka fram að eg hefði snuið við ef eg hefði seð bleytu. En mer finnst að hefði matt opna fyrr þarna inneftir vegna þess að þarna var greinilega allt löngu þurrt.
ferðakveðja Helgi
15.06.2008 at 21:56 #624540vertu bara samur við þig hrokafullur
og viðskotaillur þu heldur að það ljomi af þer er það ekki, það hefur brunnið við i mörg ar að
vegagerðin biður stundum of lengi með að opna
halendisvegina og mer er andskotans sama þo þu
haldir að þu sert eitthvað betri en eg , eg veit að þu ert það ekki, og eg hef ekki seð neina englavængi a þer Gisli.
15.06.2008 at 22:03 #624542Ég heiti Gísli en ekki Gisli já og það er satt hjá þér Helgi að ég er enginn engill:)
kv Gísli Þór
15.06.2008 at 22:12 #624544Ef okkar ástkæri landslýður getur ekki farið eftir óskum vegagerðarinnar af hverju ættu þá útlendingar að gera það!
þeir gera það sem þeir sjá landsmenn gera.
alveg eins og sagt er um börn þau gera það sem haft er fyrir þeim.
alveg sama hvort það séu menn með vængi eða aðrir.
Þannig að þetta er mjög flott hjá þér Helgi að hvetja fólk til að fara ekki eftir leiðbeiningum vegagerðarinnar.
kv Gísli
16.06.2008 at 08:18 #624546Snúast ekki bara um að vernda vegina, heldur landið allt. Það er jú enn gegndrepa af drullu og þolir illa traðk.
Kv
Rúnar
ps. það er alltaf gott að vita betur…
16.06.2008 at 10:08 #624548Það er ekki bara verið að hugsa um veginn sjálfann þegar teknar eru ákvarðanir um opnun eða ekki opnun. Í kringum vegina getur verið aurbleyta. Slíkar aðstæður geta líka gert veginn ófæran á nýjan leik (vegna aurbleytu) ef það rignir duglega í einn dag eða svo.
Gísli, þú verður að horfa aðeins út fyrir hjólförin þegar þú leggur persónulegt mat á fjallvegina 😉
16.06.2008 at 11:04 #624550Ég var að gagnrýna ekki hvetja þú sérð Það ef þú lest yfir:)
Gísli
16.06.2008 at 11:16 #624552Er að fatta fyrst núna að þú ert að vitna í annan mann Gísli :-D.
Mikið hlakka ég til þegar búið verður að endurhanna spjallið þannig að tilvitnanir séu greinilegar :-p
16.06.2008 at 15:34 #624554Sælir félagar. Ætla mér að spara allar yfirlýsingar um hroka hérna, hef ekki enn fundið menn sem eru mér mikið verri í þeirri deildinni og því best að spara grjótið í glerhúsinu.
.
Langaði bara að koma því á framfæri að við sem erum í akstri með ferðamenn höfum vanist því til margra ára að spyrjast fyrir um lokanir vega á vori hjá Vegagerðinni og þá oftast er spurt um syðri hluta Kjalvegar og svo um Uxahryggi og Kaldadal.
.
Svörin sem við eigum að venjast eru gjarnan eitthvað á þá leið að blautt sé í veginum en menn geti svo sem farið það ef þarft er.
.
Án þess að ætla að bera sérstaklega blak af Helga félaga mínum, hann getur jú keyrt alveg eins og asni eins og við hinir, að þá hefur Helgi mikla þekkingu af ferðamennsku og þá er fjallabakið og Laugasvæðið þar með talið. Ég treysti Helga fyllilega til að meta það hvort að hægt sé að aka um svæði án eyðileggingar eða ekki. Lokanir eiga eftir sem áður fyllilega rétt á sér að sjálfsögðu, en skv. þessum samtölum við Vegagerðina sem ég og kollegar mínir höfum átt að þá virðast lokanirnar frekar vera til viðmiðunar.
.
Lögginn á Hvolsvelli var t.a.m. ekki að leita eftir ummerkjum um akstur um vegi, heldur akstur utanvega.
.
Lokaðir vegir eru eftir sem áður líka til þess fallnir að túristar (íslenskir sem erlendir) eru ekki eins líklegir til að ana einbíla á Yaris inn á haugblautan aurfarveg.
16.06.2008 at 20:45 #624556Eg held að þið ættuð að kikja ilandmannalaugar eða
jafnvel bara upp a kjalveg og skoða i kringum ykkur aður en þið dæmið menn sem eru a ferðinni
og sjaið með eigin augum að landið er ekki gegnsosa eins og þið haldið, en það er voða einfalt að sitja bara heima og gagnryna
Og eins og hann Baldvin felagi minn benti rettilega a þa erum við i sambandi við vegagerðina
aður en við förum af stað og þar mætum við minna motlæti heldur en herna a f4x4.
En um pistilinn minn sem for svona fyrir brjostið a Gisla þar var eg nu bara að benda a þa staðreynd að vegagerðin mætti oft vera fljotari að opna halendið þvi að þarna var allt orðið löngu þurrt og greinilega töluverð umferð verið um veginn
Eg veit nu reyndar að það getur komið ser vel að við turistakeyrara erum þarna a ferðinni þvi að einn
felagi minn sem var þarna 2 dögum seinna hann stöðvaði utlendinga i að spola utan i frostastaðahalsi
þurrkveðja Helgi
17.06.2008 at 00:15 #624558það er allveg rétt hjá strákunum sem eru í túristakeyrslu og eru að fara þessa slóðir mun oftar en þessi Gýsli sýsli þeir vita allveg hvort vegurinn þolir þetta. það er alveg óþolandi þegar menn eru að setja út á aðstæður þar sem þeir hafa ekki komið dögum saman. tökum til dæmis 30 km hraða takmarkanir í kringum skóla hvaða rugl er það nú ég er alveg full fær um að stjórna aksturshraða mínum og þarf ekki einhverjar hraða takmarkanar til að segja mér hvernig ég á að haga mér í umferðinni. Ég stið ykkur strákana í þessu enda um svipuð mál að ræða.
skari
17.06.2008 at 14:28 #624560Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á
velflestum hálendisvegum og nokkrum leiðum sem að jafnaði eru ekki færar
nema að sumarlagi.Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni var hætt við áður ákveðna [url=http://f4x4.is/new/misc/default.aspx?file=33/16:tg5i8440][b:tg5i8440]opnun á hálendisveginum[/b:tg5i8440][/url:tg5i8440] á milli Eldgjár og Landmannalauga og mun það frestast um viku.
17.06.2008 at 14:39 #624562Það er að sja og heyra að flestir haldi að halendið
se bara ein forarvilpa en það er ekki rett og það er afþvi að klaki er löngu farinn ur jörðu og þar af leiðandi fer vatnið sem myndast við braðnun a snjo
strax niður i jörðina i staðinn fyrir að safnast fyrir ofan a jörðinni og svo i svona veðri gufar snjorinn
lika bara upp þannig að þar sem enn eru litlir snjoskaflar eins og var a leiðinni i laugar þa var einungis blautur jarðvegurinn ca 1 til 2 metra fra
snjonum og jafnvel bara rakur.
Eins og Oskar sagði um pokahrygginn það er meiri snjor en ekki, þarnaer allt i lagi að keyra af aðurnefndum astæðum það er ekki allt a floti i drullu þarna eg er ekki buinn að fara þarna i sumar en eg er viss um þette af aðurfenginni reynslu.
Eg vildi bara koma þessu a framfæri þvi að það
er eins og folk viti þetta ekkikveðja Helgi
17.06.2008 at 21:22 #624564ég hef oft farið inní hrafntinnusker um þetta leiti, og fór á tímabili nokkuð oft þarna inneftir. og það virtist ekki skifta nokkru leiti hvort maður keirði í snjó eða votum veginum ég sá aldrei nokkur ummerki eftir mig síðar, ég fór þarna einu sinni á sleða 17. júní og ég sá meiri ummerki eftir hann heldur en nokkurntímann jeppana, en það voru aðalega för eftir mig þar sem ég fór uppúr og ofaní markarfljótið, en þar voru aðalega för á steinum eftir meiðanna… þau för sá ég það sumar, ég veit kanski ekki hver ástæðan er hvort að það sé að klakinn hafi verið farinn úr jörðinni eða hvort að jarðvegurinn þarna sé svona þægilegur… ég man ekki eftir að hafa lent í neinni drullu þarna allavegana ekki til að tala um.
18.06.2008 at 09:10 #624566Nei þíðir nei nauðgun er glæpur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Kv Bjarki
18.06.2008 at 11:36 #624568Sælir
Oft er hægt að keyra fram hjá skóla á yfir 30 km hraða án þess að keyra yfir krakka. Hámarkshraðinn er settur til að draga úr hættunni, enda eru krakkaormar óútreiknanlegir.
Oft er hægt að keyra á vorinn um fjallvegi þó enn sé lokun í gildi án þess að valda skemmdum. Lokunin er sett til þess að draga úr hættu á skemmdum, náttúran og vegurinn látinn njóta vafans.
Það er ekki endilega fullvíst að þó umferðalög séu brotin að það valdi einhverjum skaða, stundum er t.d. hægt að keyra yfir á rauðu ljósi án þess að það verði árekstur úr því. Reglur eru hins vegar settar til að auka öryggi og er ætlast til þess að þeim sé fylgt.
Þó svo einn og einn bíll í atvinnurekstri undir stjórn reyndra manna fái að fara inn á lokuð svæði með aðgát og menn séu eitthvað að sveigja reglurnar til í þessum efnum, þýðir það ekki að almennt sé allt í lagi að fá sér sunnudagsbíltúr inn á vegi sem Vegagerðin hefur bannað akstur á. Ég held allavega að menn ættu ekki að hvetja til þess hér og allra síst þeir sem þurfa á þessu svigrúmi að halda, atvinnu sinnar vegna. Verum bara kátir með að regluveldið sýnir sveigjanleika þegar það hægt.
Kv – Skúli
19.06.2008 at 11:15 #624570Já það er undarlegt hve vegagerðin dregur það lengi að opna leiðir sem fyrir löngu eru orðnar þurrar og greiðfærar.
Ég fór um daginn (8. júní) inn í Veiðivötn til að tæma skála eftir veturinn og fékk ég sérstakt leyfi bæði frá landeiganda og vegagerðinni til að fara inneftir. Vegurinn var þá búinn að vera 100% þurr og greiðfær í nokkrar vikur, en formlega var ekki opnað inneftir fyrr en í dag, 19. júní!
Þetta er undarlegt og ég óttast að fólk hætti að taka mark á vegagerðinni og jafnvel fari þá inn á vegi sem ekki eru tilbúnir eftir veturinn.
Mér finnst að það eigi að opna vegi um leið og þeir eru tilbúnir, en ekki bíða allt of lengi að ástæðulausu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.