Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Utanvegaakstur???
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 17 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.07.2007 at 17:44 #200592
Kíkið á þennan link, http://www.visir.is/article/20070729/FRETTIR01/70729009 þarna er verið að sóa fé og tíma löggæslunnar vegna fáfræði landvarðar sem ekki er kunnugt um að þetta er margekinn slóði sem hefur verið jeppamönnum og gangnamönnum kunnugur í áratugi. Það er hætt við því að það yrði þröng á þingi í tugthúsinu hjá Ólafi Helga ef allir þeir sem hafa ekið þennan slóða yrðu teknir á teppið.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.07.2007 at 18:18 #594140
Leiðin að Torfahlaupinu frá Álftarvatni að fjallabaki liggur í vatnborðinu eins og kort frá Landmælingum Íslands og Kortagerðastofnun Bandaríska varnarmálaráðuneytinu frá 1990.
[img:q7errvzx]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/3929/44057.jpg[/img:q7errvzx]
bessy64@visir.is bloggar á þessa [url=http://www.visir.is/article/20070729/FRETTIR01/70729009:q7errvzx][b:q7errvzx]frétt[/b:q7errvzx][/url:q7errvzx] að bílarnir hafi verið á þessari hefðbundnu leið sem ég og fleiri hafa ekið margtoft áður.Kveðja Dagur
29.07.2007 at 18:47 #594142Er virikilega verið að tala um leiðina inn að torfahlaupi? ég veit ekki betur en að þessi leið sé farin af hópferðabílum líka. Ég man a.m.k. eftir því fyrir mörgum árum síðan þegar ég fór þessa leið í fyrstaskiptið þá var það með vestfjarðarleið sem þá var.
.
Kv.
Óskar Andri
29.07.2007 at 19:45 #594144manni er spurt hvaða landverðir eru að vinna infrá og hvort ekki sjé gerð krafa á að þér kuni enkvað í landa fræði og lesa út úr kortum til að greina slóða
kveðja Ægir
ps. þarað seigja ef menn hafi verið þarna
29.07.2007 at 21:00 #594146
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég ók oft niður að Torfahlaupi á rútum meðan að ég vann hjá Vestfjarðaleið og er þetta búinn að vera þekkt leið og mikið farinn til tuga ára.En einsog ég mynntist á í öðrum þræði hér á undan hvað með hestanna sem virðast meiga fara hvar sem er utanvega þá er ekkert sagt,er ekki kominn tími til að setja sömu reglur um hesta utanvega og jeppa?allavega er minna um för jeppa utanvega á Fjallabaki en hesta.Ég held að umhverfisnefndin ætti að benda sýsla vini okkar á þetta og þá þarf sko að byggja marga klefa við hjá honum ef hann fer í hestanna………….
Kveðja Matti
29.07.2007 at 22:33 #594148
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Slóðin að Torfahlaupi liggur að hluta til í Álftavatni eins og fram hefur komið, greina má skála F.Í. handan vatnsins.
[img:2yh43xdm]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/521/2934.jpg[/img:2yh43xdm]
Ég vona að sýslumaðurinn sjái að sér ef fólkið var tekið á slóðanum að Torfahlaupi, opinberu fé væri illa varið að láta þetta fara fyrir dóm.
ÓE
29.07.2007 at 22:38 #594150Það er merkilegt hvað menn eru tilbúnir að fókusera á jeppaeign/notkun þeirra sem þessi ágætu farartæki kjósa að eiga/nota. Það virðist sem að við jeppaeigendur séum einir í heiminum þegar kemur að því að leggja land undir fót hér á Íslandi ef marka má umræðuna. Og þá væntanlega líka þeir einu sem göngum illa um landið. En tilfellið er nú samt að um landið þvert og endilangt fara nú menn líka fótgangandi og ríðandi. Sjálfur er ég ekki í hópi þeirra sem fara um landið ríðandi á hestum enda alltaf þótt afskaplega óviðeigandi að vera að hossast mikið ofan á matnum, (jæja, nú verða einhverjir hestamenn brjálaðir) en tvo jafnfljóta á ég, (svona nokkurnveginn jafnfljóta) og hef haft þann skrýtna sið að skjóta þeim fram fyrir hvorn annan sitt á hvað, (það heitir víst að ganga) og merkilegt nokk, þetta þrælvirkar, maður færist úr stað og hraðar eftir því hversu ótt og títt maður færir þá fram og til baka. En þetta er nú smá útúrdúr, gekk á fimmtudaginn hinn fræga Laugaveg frá Þórsmörk og upp að Álftavatni. Og afsakið aðfinnslur mínar, en hafa landverðir og löggæsla ekkert annað og þarfara við tímann að gera en að eltast við jeppamenn? Satt að segja þá blöskraði mér ágangurinn og traðkið sem þúsundir fóta sem troða þessa leið árlega eru búnir að valda, það eru víða komnir djúpir skurðir í landslagið eftir allt þetta traðk og ekki bara einn heldur tveir og þrír hlið við hlið, þetta er svona akkurat það sama og við jeppamenn erum sakaðir um að gera, að búa til ný för til hliðar við þau gömlu þegar þau eru orðin ófær. Og á nokkrum stöðum má líka sjá ummerki um gróður traðkaðan niður og skilinn eftir með verri ummerkjum en vel úrhleyptur jeppi, varlega ekinn myndi skilja eftir sig. Ég hefði að óreyndu aldrei trúað því að ummerkin eftir alla þessa fótgengla væru svona mikil. Ef gengið er frá Álftavatnsskálanum niður að vatninu má sjá ljót för eftir fjölda hesta sem eiga eftir að verða í viðkvæmu landslaginu um ókomna tíð, gekk þarna sjálfur og markaði ekki undan mér en hófförin þóttu mér engin prýði. Og víðar á þessari leið sjást ljót för eftir hesta.
Ég ætla mér með þessum skrifum mínum ekki að reiða hátt til höggs og höggva mann og annann, fótgengla eða hestamenn, krossara, fórhjólamenn eða aðra þá er um landið vilja ferðast frjálsir en við skulum muna það allir, hvernig sem við ferðumst að við skiljum allir, ALLIR, eftir okkar ummerki. Og við verðum allir að reyna að hafa þá skynsemi til að bera að skilja eftir okkur sem minnst ummerki um för okkar með því að velja okkur leiðir við hæfi og eftir aðstæðum. En ég get ekki losað mig við þá tilfinningu að okkur jeppmönnum sé kennt um ansi margt af því sem illa fer.
29.07.2007 at 22:47 #594152Ef málavextir eru þeir sem virðast af því sem fram hefur komið er rétt að opinberu fé sé illa varið með því að fara með þetta fyrir dóm og illa varið að þyrla sé kölluð út til að ‘grípa’ menn við akstur á alþekktri og fjölfarinni slóð. Auðvitað samt rétt að fá betur fram málavexti áður en of mikið er fullyrt, alltaf betra að vita nokkuð nákvæmlega um hvað málið snýst. Þetta vekur samt spurningar um hvað þarf til að nokkur hundruð þúsund sé varið í þyrluflug.
Kv – Skúli
29.07.2007 at 22:52 #594154Ég myndi taka þessari fréttamensku með miklum fyrirvara.
Í fyrra var svipað spaug í gangi hjá Lögreglunni á Hvollsvelli, þar sem hópur mótorhjólamanna átti að hafa ekið utan vegar, og kallaði Lögreglen þá eftir þyrlu og fann hópinn á vegi, og leituðu þeir svo á þyrlunni eftir ummerkjum um utanvegaakstur, en fundu ekki neitt, svo þeir sendu tvo lögregluþjóna á jeppa daginn eftir að leita, án árangurs!
Í fréttunum þá var líka sagt að skálaverðir/landverðir hefðu kallað eftir lögreglu, en við nánari eftirgrenslan kom svo í ljós að Lögreglan hafði verið að hlera samskipti skálavarða, sem voru að tala um hjólahópinn, en engan utanvegaakstur, enda höfðu engin brot átt sér stað.
"Sekir uns sakleysi er sannað"
30.07.2007 at 00:53 #594156Er ekki kominn tími á að einhver góður penni, t.d. Jón Ofsi eða Skúli taki sig til og skrifi góða grein í Morgunblaðið, til að svara þessari steypu í sýslumanninum og fleirum sem vita ekkert í sinn haus? Mér finnst allavega heldur slæmt að það skuli ekkert andsvar koma fram í fjölmiðlum en ég treysti mér ekki í að gera það þar sem ég er einfaldlega ekki með öll rök og þessháttar á hreinu… Skúli skrifaði nú líka ágætis pistil hér á annan þráð sem ætti vel heima í Mogganum!
Það er líka sláandi hvað vanþekking varðandi ferðalög á hálendinu, og hvað menn eru að gera á jeppum þar virðist vera algeng… þetta er eitthvað sem verður að vinna bót á… að koma fólki í skilning um það að við erum ekki á jeppum til að spóla og spæna! Og þeir fáu vitleysingar sem gera það, þeir leggja heldur ekki leið sína upp á hálendið til þess… þeir einfaldlega nenna ekki að fara svona langt!!! (nema þá útlendingarnir sem vita ekki að það má ekki fara út fyrir vegi… og er það nú skrýtið eftir allar þessar iceland off-road og ég veit ekki hvað auglýsingar???) Já maður spyr sig.
30.07.2007 at 17:37 #594158Til að byrja með; tek undir það sem Logi Már skrifar hér ofar. Gott innlegg hjá honum. – Það er greinilega í gangi einhver afskaplega mikil hysteri hjá einhverjum tilteknum hópi. Gæti hugsast að sá hópur sé skipulega að koma sér fyrir í landvarðastöðum? – Annað sem vakti athygli í dag var í Staksteinum Mogga um þá aðferð "aktivista" í umhverfismálum að skera á hjólbarða stórra jeppabifreiða til að mótmæla meintri mengun frá þeim. Getum við farið að búast við að "Saving Iceland" meðlimir fari að að skera í sundur jeppadekk hér á klakanum?
30.07.2007 at 23:25 #594160Bessy skrifar þetta um [url=http://www.visir.is/article/20070729/FRETTIR01/70729009:jwejxhk2][b:jwejxhk2]frétt[/b:jwejxhk2][/url:jwejxhk2] á Vísir.is
"29. júlí 2007 kl. 13:58
bessy64@visir.is
Akstur utan vegar
Við erum ekki jeppahyski heldur vorum við að keyra slóða sem hefur verið keyrður í fjölda ára við smalamennskur á okkar afrétti sem liggur inn að Torfahlaupi og er keyður í fjöruborði Álftarvatns þar sem enginn gróður er og er í mesta lagi 200 metrar. Þetta mál er byggt á samskiptarörðuleikum landvarðar í Álftarvatnskofa og er blásið upp eins og alltaf í fjölmiðlum. Þetta er vægast sagt til skammar bæði landi og þjóð að ekki sé hægt að keyra þekkta slóða sem ekki eru merktir inn á kort og ekki valda neinum spjöllum á náttúrunni. Landvörður Álftarvatnskofa þarf að kynna sér betur hvernig ekið er inn á þessum afrétt þar sem fólkið sem hér var á ferð hefur gert frá barnsblautu beini."Þarna vísar Bessy í að þessi leið hafi myndast við smölun á afrétti og sér þá sýslumaður tækifæri í að kæra þetta sem utanvegaakstur á vegi sem myndast vegna undanþáguákvæðis í náttúruverndarlögum, vegna landbúnaðarstarfa.
Ólafur Helgi reyndi að koma þessum rökum að í Hagavatnsmálinu, en dómarinn vildi ekki hlusta á það, en þegar málsaðili er að reyna að verja sig með þessum rökum þá er hann að leggja vopnið í hendur sýslumanns.
Hinsvegar hefur ferðaþjónustan notað þessa leið í fjölda ára og þessi rök um utanvegaakstur á vegi eru hlægileg og tók Hæstiréttur ekki mark á því í utanvegamálinu á Gullskipsveginum á Skeiðarársandi.
En hinsvegar væri gott fyrir flesta ferðamenn, aðra en þá sem teknir eru við Álftarvatnið núna, að sýslumaður haldi málinu áfram og málið færi fyrir hæstarétt, því þarna hefur sýslumaður ákaflega veik rök, en full þörf er á að Hæstiréttur úrskurði með skýrum hætti hver réttur ferðamanna er á þessu landi voru.
Kveðja Dagur
31.07.2007 at 11:15 #594162Þetta er ekki sýslumaðurinn, Ólafur Helgi sem er upphafsmaður að þessu mál heldur skálvörður í álftavatni sem er í vinnu hjá ferðafélagi íslands og því fyrst og fremst við ferðafélagið að sakast. Ólafur Helgi er bara að vinna vinnuna sína ef hann heldur málinu áfram. Það er hinsvegar grátlegt til þess að vita að menn séu komnir svo langt frá uppruna sínum að þeir telji ferðir ferðamanna meira hefðarskapandi og rétthærri til myndunar hefða fyrir slóðir en ferðir smala um afréttina.
Guðmundur smali.
31.07.2007 at 12:03 #594164Þetta þyrlueftirlit er samvinnuverkefni sýslmannsembættana og ríkislögreglustjóra ásamt landhelgisgæslunar.
Líklegast kemur kæra frá sýslumanninum á Hvolsvelli, ef hún kemur, en er á hreinu með þátt landvarðar, eða var lögreglan að hlera eins og áður?
Þetta með undanþáguákvæðið í náttúruverndarlögum, þá reyndi Ólafur Helgi að nota það á þann hátt að vegir sem myndast við td. landbúnaðarstörf væri ferðamönnum óheimilt að ferðast um.
Einnig gæti ferðamennska á línuvegum og öðrum vegum vegna einhverra framkvæmda, talist óheimil ef þetta viðhorfs Ólafs Helga nær fram að ganga.
Í Gullskipsvegamálinu var ökumaður sakfeldur um utanvegaakstur á vegi sem er uppbyggður að hluta og stikaður og á kortum, því vegurinn átti að vera eingöngu til landbúnaðarstarfa og landeiganda heimilt að takmarka umferð.
Á þetta viðhorf féllst hæstiréttur ekki á og sýknaði ökumanninn.
Ef einhver veit hverjir eiga hér í hlut þá máttur gjarnan láta vitia.Kveðja Dagur s-8940095
31.07.2007 at 13:07 #594166Samkvæmt áræðanlegum heimildum er búið að blása málið af.
Ekki verður kært í þessu máli.
Kv
Agnes Karen Sig
Formaður 4×4
31.07.2007 at 13:26 #594168Ég veit hverjir eiga í hlut og hef frá fyrstu hendi að málið allt er á ábyrgð Ferðafélags Íslands. Sýslumaðurinn ætlar ekki að taka á málinu eftir því sem ég kemst næst enda var ekkert brot framið.
31.07.2007 at 21:15 #594170Allir sem hlustuðu á 42 fengu málið beint í æð.
Góðar stundir
01.08.2007 at 13:37 #594172Mér finnst nú allt í lagi að fara að taka aðeins á skála og landvörðum víða um land, þessi umtalaði skálavörður í Álftavatnsskála er alls ekki sá eini sem lætur svona. Ég lenti sjálf í skálaverði í Landmannalaugum sem hoppaði og stappaði af bræði þegar ég og samferðamenn mínir komum upp úr jökulgiljunum, sagðist vera búin að loka þessari leið og að við værum bara í utanvegaakstri!!
Ég fór sjálf í sumar þessa leið niður að Torfahlaupi og þá var mér ráðlagt að tala við skálavörðinn fyrst svo hún yrði ekki vitlaus….
Vinnufélagi minn var "skammaður" af tveimur landvörðum á veginum milli Herðubreiðalinda og Öskju fyrir að víkja of vel þegar hann var að mæta þeim (hann setti þó aldrei nema tvö hjól upp á vegkantinn). Hvað er eiginlega að?
Erum við ekki í nógri varnarvinnu gagnvart akstri á hálendinu þó misvitrir skála og landverðir séu ekki á einkaflippi líka á móti okkur? Er ekki bara kominn tími til að eiga útprentaða bæklinga með úrdrætti úr þeim lögum og reglugerðum sem skipta máli svo við þurfum ekki að vera að snúa við eða hlíta svona einkalokunum skálavarða um landið? Að maður tali ekki um að maður þurfi svo ekki að hlusta á misviturt fólk vera að skamma sig eins og smákrakka fyrir eitthvað sem þeim sjálfum finnst að ætti ekki að vera leyft og láta eins og þeir hafi leyfi til að banna.
Kv. Barbara Ósk
01.08.2007 at 16:26 #594174Fyrir skömmu var ég á ferð inní Laka og á því svæði. Við vorum nokkur saman og landvörðurinn kvartaði yfir því að við værum of mörg saman í þessum hóp.Við gáfum upp áætlun um dagsskrá á meðan við værum á svæðinu.Svo á meðan við gengum upp á Laka fer hann að leita að ummerkjum um landsspjöll og fann ekkert sem hann kvartaði yfir.En þá fer hann inn í skálann sem við bjuggum í og er að snuðra þar.Svo ylla vildi til fyrir hann að einn ú okkar hóp var veikur þennan dag og treysti sér ekki í fjallgöngu og var því í skálanum þegar landvörðurinn kemur í skálann.Sá veiki bauð góðan dag, þá bregður landverðinum í brún og hann strunsar út án þess að sega eitt aukutekið orð. Þannig að landverðirnir eru nú til alls vísir .
01.08.2007 at 17:52 #594176Það gleður mig mikið að lesa um að skála- og landverðir séu að reyna að sporna við utanvegaakstri og er þörfin á átaki löngu orðin brýn. Vandamálið er margþætt og eru sökudálgarnir líklega margir fyrir utanvegaakstri og held ég að vegagerðin sé þar fremst í flokki. Fjölförnustu vegir um hálendið eru vægast sagt handónýtir og í stað þess að laga vegina og hefla þá er frekar send tikynning í útvarpið um að vegurinn sé erfiður yfirferðar. Annað hvort eiga vegir að vera opnir og þeim viðhaldið eða þá að þeim sé bara lokað því þessir ónýtu hálendis(túrista)vegir hálfpartinn senda mann út í mjúka mölina utanvegar.
–
Hins vegar þoli ég ekki að sjá ummerki um utanvegaakstur þar sem það eitt vakir fyrir mönnum að skemma, að því er virðist. Sikksakk yfir línuveginn frá Ljótapolli í átt að Sigöldu er ljótur minnisvarði um heimsku sumra jeppamanna sem síðan veita enn heimskari túristum fordæmi til að gera slíkt hið sama. Áður en við förum að eigna túristum öll okkar vandamál skulum við taka til í eigin sarpi.[img:10lrixk0]http://www.123.is/images/GenerateImageWatermark.aspx?fn=davidh&aid=-29499318&i=001[/img:10lrixk0]
Þessi för eru augljóslega eftir bíl með stór dekk og það eru bílaleigubílar ekki með.
–
Kv. Davíð
01.08.2007 at 19:25 #594178…reyndar er Alp með í það minnsta 4stk af Defender á 38" sem túristar leigja.
En í mörgu fé er misjafn sauður.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.