Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Utanvegaakstur?
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
05.12.2003 at 01:37 #193280
AnonymousSælir félagar
Ég var að skoða myndaalmbúmið eins og svo oft áður en mig rak í rogastans þegar ég skoðaði nýjustu myndirnar hjá GO4IT, ég get ekki betur séð en að það sé verið að keyra utanvegar og Barbí náði meira að segja að festa sig.
Kannski sé ég bara svona illa en þarna virðist hvorki vera slóði né vegur, reyndar er eins og þeir séu allir komnir út fyrir veg þegar verið að að mýkja dekkin.Er það málið að menn ætla aldrei að vaxa uppúr þessu?
Það má vel vera að mönnum finnist gaman að geta bara þeyst eitthvað útí buskan en það er bara ekki einstaklinga að ákveða það og sárin gróa seint ef þá einhverntímann og sjaldan sem menn reyna að bæta skemmdir með uppgræðslustarfi.
Langaði bara að koma þessari skoðun minni á framfæri og vona að þetta sé missýn hjá mér.
Kv.
Dóri Sveins
R-2608 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.12.2003 at 10:28 #482148
Mér sýndist það sama. Og gat ekki betur séð en barbí krúsinn sé búinn að spóla sig niðrí ófrosna jörð í afturdrifinu.
Einnig er þarna wrangler sem er að athuga fjöðrunarsviðið með því að keyra upp á rofabarð.
Þessir menn virðast vera alveg skynlausir á náttúruvernd.
05.12.2003 at 11:08 #482150blessaðir hættið þessu ansk væli um utanvegaakstur, þessir menn eru ekki að gera neitt sem ekki er óhjákvæmilegt í fjallaferðamennsku…..
Við skulum varast svona fyrirfram ákveðið náttúrufriðunarkjaftæði sem alla er að drepa og á eftir að versna til muna….
Dæmið sjálfa ykkur fyrst
kv
Jon
05.12.2003 at 11:18 #482152Jáhá,
Það væri nú gaman að heyra frá þeim sem þarna voru á ferðinni hvað raunverulega gekk á, þetta lítur ekkert sérstaklega vel út.Eflaust lenda flestir einhverntíman í "slysum" en þá reyna menn að laga til eftir sig og eru ekki að auglýsa málið.
Ég held hinsvegar að utanvegaakstur sé ekki endileg eitthvað sem er óhjákvæmilegt, og að afgreiða þetta sem náttúrufriðunarkjaftæði þegar menn vekja máls á þessu er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Það er klárt mál að jeppamenn verða að huga að þessu, ferðafrelsið er ekki sjálfsagt mál.
kv. jsk
05.12.2003 at 11:40 #482154kíkið nú á myndaalbúmið hjá postulunum, sjáið þá þeyta um fjöllin á skellinöðru, í litlum snjó á Hellisheiði, í krapasulli á pajeri þar sem fallegur gróður virðist leynast undir (vonandi missýn)
það ætti kanski að setja reglur um lágmarks snjódýpt áður en fjallajeppaferðamenn fá að fara út
cheers
05.12.2003 at 12:00 #482156Hvað er með ólíkindum!!
Ekki mæli ég nú með að setja reglur um snjódýpt, þetta eru hlutir sem hver og einn verður að eiga við sjálfan sig. En stundum þurfa menn að breyta ferðaáætlun vegna snjóalaga.
OG Pæjeróinn í krapanum er að aka á slóð.
jsk
05.12.2003 at 12:09 #482158
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
BirkirR: "Og gat ekki betur séð en barbí krúsinn sé búinn að spóla sig niðrí ófrosna jörð í afturdrifinu".
Var hann þá búinn að brjóta framdrifið? Þessir bílar eru alltaf í fjórhjóladrifi, nema þegar þeir hafa brotið framdrifið…sem er nú reyndar mjög oft. I rest my case.
05.12.2003 at 12:15 #482160Þetta er nokkuð sem alls ekki á að sjást í jeppaferðum. Það virðist augljóst af myndunum að þarna er farið yfir gróið land og ófrosið. Það er hætt við að áralangt starf klúbbsins við að auka vitund félagsmanna og almennings varðandi umgengni jeppamanna við landið skaðist verulega.
05.12.2003 at 13:30 #482162Hvaða myndir eruð þið að skoða. Ég sé nú ekki betur en að jörðin sé gadd freðin og wranglerinn markar ekki í þetta rofabarð. Einnig sínist mér að klaki hafi bara brotnað undan barbínum og hann sé fastur útaf því, allavega eru framhjólin á klaka og klaki allt í kring og engin uppspóluð drulla. Þetta er bara akstur á frosinni jörð sem ég veit ekki betur en að er löglegur (man ekki hvort jörðin þarf að vera frosin eða snævi þakin). En menn verða auðvitað að vega og meta þegar kemur að svona akstri, persónulega hefði ég ekki farið í ferð þar sem snjóleysi er svona mikið en samt held ég að ekki sé tilefni til að vera blása þetta mál meira út en komið er.
p.s. Ég er algjörlega á móti gróðurskemmdum og þá sérstaklega af hálfu jeppamanna þar sem það getur haft bein áhrif á okkar áhugamál.
snjókveður
Hvati
05.12.2003 at 13:56 #482164
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í lögunum stendur "Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin." Ath. að jörð þarf að vera snævi þakin OG frosin, ekki annað hvort. Hvað sé nægjanleg þekja og hvernær sé hætta á náttúruskemmdum, þ.e. hvar þessi grensa liggur, þurfa menn sjálfsagt oft að meta af eigin skynsemi. Menn ættu að hafa þá reglu í því að ef þeir eru í vafa um hvort einhverjar skemmdir geti hlotist af er betra að láta utanvegaakstur eiga sig. Eitt "slys" í þessum efnum getur haft hrikalegar afleiðingar fyrir ímynd jeppamanna.
Ég ætla hins vegar að láta vera að draga ályktanir af þessum myndum, hvort um slíkt sé að ræða þarna.
Kv – Skúli
05.12.2003 at 14:49 #482166
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Enginn skemmir viljandi, kannski einhverjir í hugsunarleysi. Ekki ætla ég frekar en SkuliH að leggja mat á það sem fram fer á umræddum myndum en hann kom með svolítið skondna ábendingu, "jörð þarf að vera snævi þakin OG frosin". Hvað þá með akstur í krapa, er eitthvað skárra að aka um í honum og halda að það sé kannski slóði þar einhversstaðar nokkurnveginn kannski. ha. Ef til vill ættu einhverjir að fara í gegnum innihald albúmanna sinna og athuga hvort þeir séu ekki að opinbera eigin skemmdarverk.
05.12.2003 at 16:21 #482168Þar sem barbíinn er fastur erum við á slóða sem er svona 500 metra frá skálanum í Þjófadölum. Ástæðan fyrir því að hann er fastur er að hann lenti ofaní holu og var svell undir hinum dekkjunum og afturlæsingin virkaði ekki. Og þetta þegar verið var að mýkja dekkin þá þurti bíll að kommast frammhjá okkur og við erum á vegöxslinni.Og að lokum þegar ég keyrði í barðið þá bakkaði ég aftur niður og var jörðin það frosin að ekki markaði í barðið.Ef fleiri myndir eru illskiljalegar þá endilega spyrið enn ekki dæma strax.
Kveðja Magnús
05.12.2003 at 18:10 #482170Gott að þetta er ekki eins og það lítur út fyrir að vera. Enn mig langar að vita hvað (LC 90?) er að gera á mynd númer 5. sést í bakrunni við fremri bílinn.
kv.Lúther
05.12.2003 at 19:10 #482172Svona kommemnt eins og Jon kom með gefa klúbbnum, félagsmönnum hans og öllum jeppamönnum mjög slæmt orðspor, samkvæmt hans svari er öll náttúruvernd væl og vitleysa.
Vona að það séu ekki fleiri svona jeppamenn á landinu.
Ef jeppamann skyldi kalla
05.12.2003 at 20:06 #482174
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var staddur útí svíþjóð og þar sá ég í sjonvarpinu landkynningu frá Íslandi, sem er ekki frá sogu færandi en þar var verið að sína útanvegar akstur og þar sást vegir en bara lant frá því sem var verið að keyra og menn voru að kayra upp einhverrjar flúðir (ár). þða er enginn furða að útlendingar keyra utanvegar þegar innfæddir gera það.
en því miður er ég búinn að gleyma hvað stóð utaná bílnum en þetta var dokkur land cruser á 44"
Þetta er sind að menn keyri utanvegar, nema að það sé snjór yfir öll og tækin fari ekki niðrúr snjónum.
Við skulum virða land okkar og orðstír jappa manna svo við fáum að breyta og bæta bílana okkar og keyra á hálendinu okkar þar sem má keyra svo stjornvöld fari ekki að fetta fingur út í okkur.
Takk
Jakob
06.12.2003 at 18:32 #482176
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er ágætur punktur sem sssigur (Sigurður) bendir á varðandi krapapyttina. Oft, allavega þegar nóg er af snjó, ættu pyttirnir ekki að ná niður í jarðveginn og allt frosið undir þeim. Þess vegna situr vatnið í pyttunum, þ.e. undirlagið er frosið og vatn kemst ekki burtu. Ég játa hins vegar að hafa ekið í krapa við aðstæður þar sem ég velti því fyrir mér hvort við værum hugsanlega að fara niður úr snjónum. Væri forvitnilegt að skoða ummerki í svona tilfellum eftir að snjó tekur upp.
Kv – Skúli
07.12.2003 at 17:04 #482178
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessi blessaði klúbbur er hálfgert nöldursamfélag!! öll spjöll breytast hægt og hljótt eða bara gríðarhratt í leiðindarnöldur!!! wranglerinn setur dekk uppá þúfu og allt er vitlaust!! takið ykkur saman í andlitinu!!
en ég er ekkert skárri með því að svara nöldri með nöldri!! 😉
07.12.2003 at 18:52 #482180Svo ég bæti nú við það sem SkúliH er að benda á, þá höfum við flestir sem höfum langan feril að baki lent í því, a.m.k. í lengri ferðum, að veður hefur breyst, oftast ófyrirséð, meðan á ferð stendur. Þá getur maður í stöku tilviki lent í því að þurfa að koma sér á slóðir og troðninga með því að aka á snjólausu landi. Menn geta nú líka lent í slíku á mottunum og líklega mun algengara. Það er nú svo merkilegt með þær, að ef þeim er á annað borð ekið á auðu, að maður tali nú ekki um á ófrosnu landi, þá skemma þær oft mun meira en bílarnir. Annars eru nú torfæruhjólin verst og ég verð að vera hreinskilinn með það, að ég hef áhyggjur af þeim landspjöllum sem maður sér nánast daglega eftir það lið. Einkum á vetrum eins og um þessar mundir, þar sem land er autt og blautt lengst af. Ég var einmitt fyrr í dag að horfa á svartar slóðir eftir svona hjól á grónu landi. Hræddur er ég um að óvitaskapur þessara einstaklinga eigi eftir að hafa slæmar afleiðingar og þá á ég ekki síst við það, að það takmarkaða ferðafrelsi, sem við enn höfum, verði skert frekar eða jafnvel afnumið með öllu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.