This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergur Pálsson 11 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Nú vill svo til að fyrir nokkrum dögum (23. júli) að fyrst ég hafði ekki gert það áður að sumri til ákvað ég að fara Vatnahjallaleiðina upp úr Eyjafirði og inn í Laugarfell. Get ég ekki annað sagt en að eftir á er gaman að vera búinn að fara þetta en það eru einhver ár í að ég geri það aftur að ganni mínu, leiðin er gríðarlega stórgrýtt og tók um 4,5 tíma að fara þessa ca 10km frá Hólsgerði og inn í Bergland að mestu í 1. LóLó, (má það þó að einhverju leiti skrifa á að leiðin var ekki orðin alveg snjólaus).
En ástæðan fyrir fyrirsögninni og skrifum mínum hér er að á leið minni frá Berglandi og að Eyfirðingaleið sá ég greinileg ummerki um óþarfa utanvegaakstur eins og meðfylgjandi myndir sýna dæmi um.
[attachment=3:2uvxog2t]Utanvegaakstur 1.jpg[/attachment:2uvxog2t][attachment=2:2uvxog2t]Utanvegaakstur 2.jpg[/attachment:2uvxog2t]
[attachment=1:2uvxog2t]Utanvegaakstur 3.jpg[/attachment:2uvxog2t]
[attachment=0:2uvxog2t]Utanvegaakstur 4.jpg[/attachment:2uvxog2t]
Voru þó nokkuð fleiri staðir þar sem svipuð hegðun hafði átt sér stað, ég fór bara ekki að mynda þá fyrr en mér var öllum lokið.
Nú vill svo til að ég stoppaði í skálanum Berglandi við Urðarvötn og eins og góðra manna er siður skrifaði mig í gestabókina þar og í leiðinn sá ég að það hafði aðeins einn hópur á tveimur bílum komið þar á undan mér þetta sumarið og meira að segja sama dag og veit ég því hverjir voru þarna á ferð og er því miður annar bílstjórinn meðlimur klúbbsins.
Mér persónulega finnst þetta óréttlætanleg hegðun, sérstaklega þar sem viðkomandi aðillar voru saman á tveimur bílum á að ég held 35″ og var greinilegt að þeir létu aldrei á það reyna hvort hægt væri að fara yfir þær bleytur og snjóskafla sem leið þeirra varð. Tel ég að ef að menn treysta sér ekki til að komast yfir þær fyrirstæður sem á leið þeirra verða þá eiga þeir frá að hverfa frekar en að láta skemmdir sem þessar sjást eftir sig.Vil ég taka fram að ég fór yfir allar þær bleytur sem þeir höfðu farið framhjá og mun stærri skafla en þá sem þeir mikkluðu fyrir sér án nokkura vandræða.
Nú langar mig að spyrja ykkur félagar góðir hvað ykkur finnst um þetta háttarlag og hvernig þið munduð bregðast við í svona tilfelli.
Kveðja
Þórður Már Björnsson
R-4578
You must be logged in to reply to this topic.