Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Utanvegaakstur
This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Rútsson 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.08.2003 at 14:10 #192791
AnonymousSælir félagar
Á ferð minni um sandauðnir hálendisins í sumar veitti ég því athygli hvað margir virðast eiga erfitt með að halda sig inn á slóðum. Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra í þessum málum en raun ber vitni. Bæði á Sprengisandi, Gæsavatnaleið og víðar má sjá nýleg för út og suður, stundum er menn að stytta sér leið einhverja smákróka, stundum að djöflast í einhverjum brekkum við hliðina á slóðanum, eða bara bruna utan slóðans í einhverju tilgangsleysi. Vissulega er ekki hægt að tala um gróðurskemmdir af þessu, en þetta er nú ekki beint prýði af þessu.Set með hérna myndir af tveimur dæmum, ef mér tekst að setja þetta rétt inn.
Greinileg slóð meðfram stikunum (þar sem gamli rauður er) en einhverjum hefur þótt óþarfi að fylgja henni
Slóðin liggur þarna upp vinstra megin, merkt með stiku. Engu að síður var hæðin til öll markeruð eftir jeppamenn sem vildu aðeins reyna jeppana í sandbrekkunni.Kv – Skúli H.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.08.2003 at 15:44 #475480
Er alveg sammála þér um þetta. Fór einmitt Gæsavatnaleið fyrir um 3 vikum og það er alveg ótrúlegt hvað menn eru að troða sér út fyrir slóða og eru að græða kannski 10 metra á því og fyrir hvað? Varla eru menn að flýta sér þegar að þeir eru í svona ferð. Reynum að hætta þessarri vitleysu og halda okkur innan merktra slóða.
Kv
Peve
13.08.2003 at 16:20 #475482Síðast þegar ég burraði þessa leið, þá var maður ekki alltaf alveg viss hvar slóðinn lá nákvæmlega (lá eiginlega skratti víða stundum). Ef hann er síðan stikaður upp þá verða náttúrulega svona auka slóðar eftir hér og þar, þar sem fólk hefur verið að villast áður.
Annars er ég fulkomlega sammála ykkur, pirrar mig mikið að sjá för út um allt, rétt við slóða. Umhverfið verður einhvervegin svona skítugt við það.
Rúnar.
13.08.2003 at 16:55 #475484
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er vel þekkt vandamál, sem nefnist "stikufælni".
Á undanförnum árum hafa félagar í Gæsavatnafélaginu séð um að halda við stikunum og raka yfir utanvegaslóðir á leiðinni frá "Skjálfabrú" að Gæsavötnum. Þetta eru orðnar hálfgerðar farand stikur þar sem þær eru færðar til annaðhvert ár þegar slóðin hefur færst frá þeim. Þá er reynt að stika að nýju og flytja stikurnar að greinilegustu slóðinni. Það er hinsvegar segin saga að næsta dag er víða komin ný slóð, oftar en ekki þar sem stikurnar voru árið áður Það mætti halda að þessir stikufælnu ökumenn haldi að grasið sé grænna handan við hólinn eða hreinlega þeir sem lögðu upphaflegu slóðana hafi gert þetta af hreinni illmennsku. Hitt er svo að þessar auka slóðir hvort heldur eftir bíla eða mótorhjól sem eru að verða fleiri og fleiri, eru hrein og klár skilaboð til þeirra sem á eftir koma. Skilaboð um að þetta sé í góðu lagi. Staðreyndin er að ein slóð utanvega kallar á aðra slóð.kv
Smári Sig
13.08.2003 at 19:14 #475486Skiptir þetta nokkru máli þarna norðan jökuls þessu veður öllu drekkt í vatni hvort sem er ?
Kveðja Eyþór.
14.08.2003 at 06:11 #475488Mig langar til að skjóta einu atriði inn í að þessu tilefni gefnu. Þetta atriði eru Enduro – hjólin. Ég bý í litlu þorpi úti í rassgati, en hér eru nokkrir ungir menn (ekki smástrákar) sem eru á svona hjólum, bæði Enduro og crossurum, og djöflast af algjöru miskunnarleysi út um allra koppagrundir, oftast á grónu landi eða hálfgrónu, því hér um slóðir er mest allt land gróið nema hæstu tindar. Afréttarlönd eru orðin útspörkuð eftir þetta lið. Þeir eru ekkert nálægt neinum vegum eða slóðum, enda víst ekkert spennandi við það. Lögreglan segist ekki geta átt við þetta, þeir hafi engan tíma, tæki eða annan búnað til að fást við þetta, þú þarft að leggja fram kæru og hún þarf að fá meðferð og þá eru allir á bak og burt. Til viðbótar kemur svo það, að mörg þessara hjóla eru óskráð (númerslaus) knaparnir eru með hjálma og óþekkjanlegir o.s.frv. Á hálendinu hef ég oftar en ekki orðið var við erlenda mótorhjólagarpa í svona brekkuklifri og rugli. Mótorhjólamenn eru þess utan oft hinir verstu viðureignar, merkilegt hvað ofbeldismenn af ýmsu tagi sækja í þessi farartæki.
Niður með mótorhjól.
kv.
14.08.2003 at 06:36 #475490þetta líkar mér menn komnir snemma á lappir, enda góður pistill frá ólsaranum. En ég hef oft tekið eftir því þar sem stiku fátækt ríkir. Þá á fólk það til að burra út í bláinn.En eru þetta ekki útlendir ferðamenn sem vita ekki betur sem standa fyrir þessu að miklu leiti???
Slóðríkur.
14.08.2003 at 08:23 #475492
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nú ekki alveg svo einfalt að halda að það séu bara erlendir ferðamenn sem aki utan vega og slóða. Því fer fjarri. En hvaða skilaboð gefa þeir heimamenn sem þekkja leikreglur landsins, en fara ekki eftir þeim og eru ef til vill haldnir stikufælni. Eru þetta ekki skilaboð til erlendra ferðamanna um að þetta sé leyfirlegt.
Það virðist litlu breyta hvort vegurinn er mikið eða lítið stikaður, stikufælnin gerir vart við sig hjá sumum ferðalöngum. Sem dæmi þá er umrædd slóð frá "Skjálfabrú" að Gæsavötnum svo þétt stikuð að refurinn á orðið erfitt með að flytja sig á milli svæða. Samt sem áður hafa menn þessa þörf, og ætla mætti að þeim finnist allt betra en þeir hafa. Þetta eru auðvita óttalegir bjálfar sem haga sér svona, hvort heldur á bíl eða mótorhjóli.kv
Smári Sig
14.08.2003 at 11:36 #475494
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hættiði þessu bulli.Ég veit ekki betur en að Landsvirkjun sé að rústa hálendinu okkar og hversvegna ættum við ekki að keyra þar sem okkur sýnist því að kannski eftir 2 ár verða þau svæði sem við keyrum á komin undir vatn.LV virðist komast upp með allt hér á landi þar sem okkur var bannað að keyra í fyrra er kominn vegur eða lón í dag eftir LV.Ég held að við ættum að skoða þetta betur þar sem þessir klúbbar eða ferðafélög tjá sig ekki um þetta obinberlega,vegna þess að menn eru hræddir við að missa sína vinnu.hafiði þetta í huga við höfum ekki tjáfrelsi vegna LV lengur……………
Baráttukveðja………
Matti..R1625
14.08.2003 at 11:41 #475496
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að það sé alveg rétt að við setjum útlendingum nokkurt fordæmi í þessu og þegar þeir koma á trukkunum sínum og sjá för útum allt draga þeir af því sínar ályktanir um aksturvenjur og hvað megi og hvað ekki. Hins vegar má örugglega fræða útlendinga betur og reyndar er í vinnslu hjá umhverfisnefndinni bæklingur sem á að miða að því. Stóð til að hafa hann tilbúinn í vor en seinkaði af ýmsum ástæðum og næsta sumar fer vonandi ekki jeppi í land á Seyðisfirði án þess að ökumaðurinn fá áróðursbækling frá okkur.
Það er auðvitað rétt að á köflum á Gæsavatnaleið sést engin slóð, bara spurning um að finna leið á milli stika. Á þeim köflum er grjótið þannig að hjólin marka ekki í og því myndast engin slóð og þarmeð sjást engin ?utanslóðaför? En eins og myndirnar sýna á það ekki við alls staðar. Efri myndin er einmitt á þeim kafla sem ESSESS talar um á leið í Gæsavötn, neðri myndin rétt austan við Gæsavötn. Maður gæti fyllt heilt myndaalbúm af svona myndum, þetta er ótrúlega algengt þarna og verulegur lýtir á þessari annars fallegu leið.
Kv – Skúli
14.08.2003 at 15:34 #475498Í síðustu viku fór ég meðfram Skjálfandafljóti að austan frá upptökum til ósa á reiðhjóli. Alla leiðina frá Gæsavötnum niður í Bárðardal voru nýlegar slóðir eftir mótorhjól og voru þau nánast alltaf utan við bílslóðina, oft beggja vegna og "shortcut" við allar beyjur. Þar sem þeir höfðu stoppað höfðu þeir spólað í hringi (eins og maður gerði á skellinöðrunni þegar maður var 15). Flestir okkar gera eflaust stundum þau mistök að fara aðeins út úr slóð, en hjá þessum mönnum virðist það vera reglan. Það getur vel verið að þessar slóðir hverfi en þær voru mjög áberandi og stinga í augun. Eins og bent var á hér að framan þá hefur torfæruhjólunum fjölgað mjög mikið, en maður heyrir ekki mikið af áróðri hjá hjólamönnum gegn utanvegaakstri.
Ég veit s.s. ekki hvað er til ráða en þetta hefur klárlega áhrif á jeppamenn, allavega grunar mig að lítill greinarmunur sé gerður á ummerkjum utanvegaaksturs sama hvaða farartæki eru notuð. Eru ekki til nein samtök mótorhjólamanna þar sem hægt væri að koma upplýsingum um utanvegaakstur á framfæri? Í sjónvarpinu er þáttur sem heitir vélhjólasport, líklegt að margir hjólamenn horfi á hann. E.t.v. væri hægt að taka málið upp þar.
jsk
14.08.2003 at 16:43 #475500Sælir
Já þetta er leiðinda vandamál, fyrir um mánuði síðan fór ég um Sprengisand og inn að Laugafelli, á þeirri leið virtist sem menn hefðu átt mjög erfitt með að fylgja slóðanum sem þó var mjög greinilegur.Einnig virtist sem einhverjir, ég giska á einhverjir mælingamenn því að það var spreyjaður gulur punktur við enda hjólfarana, hefðu verið ansi kræfir í að keyra út fyrir slóðann. Sennilega haldið að þeir þyrftu ekki að virða landið þar seim þeir væru í vinnunni.
Já og för eftir enduro-hjól eru orðinn ansi víða og er það mál sem þarf að fara að taka á með hörku.
Svo er annað sem mér finnst slæmt, en það er þegar er verið að reka hrossastóð um hálendið, oft er allt upptætt í kringum slóðana og næsta nágreni, oft frekar ljót sár.
Og svo virðist manni sem þessir blessaðir hestamenn haldi að þeir eigi hálendið og þurfi ekki að sína nokkrum manni tillitssemi, allra síst ökumönnum.En svona til að vera ekki of svartsýnn þá geta nú oft hjólför í sandi horfið í næstu stórrigningu og roki.
Kveðja
O.Ö.
14.08.2003 at 19:24 #475502Já þessi utanvegaakstur kemur alltaf upp á vorin og sumrin.
En svo eru það líka að ýmsir ókunnugir 4×4 klúbbnum vilja kenna okkur um og sega að 4×4 meðlimir séu bara ekkert betri en hin venjulegi borgari, það hef ég oft heyrt á mínum ferðum í sumar.
Nú eru mörg önnur samtök starfandi hér á landi sem finna oft fyrir svona gagnrýni svo sem Sniglarnir, þeir hafa þann háttinn á að á vorin fara þeir í samstarf við umferðarráð og senda út lítið myndband í sjónvarpi þar sem þeir mynna á sig og hvetja unga hjólamenn að virða hraða og öryggi.
þetta er eitthvað sem ég gæti alveg séð 4×4 klúbbinn gera á hverju vori, koma með lítið myndband þar sem utanvegaakstur er útskýrður ásamt upplýsingum um hvað ber að varast og helsta útbúnað á fjöllum, þó svo að utanvegaakstur yrði eithvað sem yrði lagt mesta áheyrslu á.
Alveg er ég viss um að mörg fyrirtæki myndu vilja taka þátt í þessu með okkur.
kveðja Lúther
14.08.2003 at 20:13 #475504Satt að segja ætlaði ég ekki að bæta við þetta, en umræðan er orðin ansi skemmtileg. Bara taka fram, ef einhver hefur skilið mitt fyrra innslag þannig að ég telji að erlendir ferðalangar eigi meirihlutann af þessu þá er það misskilningur. Þeir eiga samt sinn þátt og það má ekki horfa fram hjá því. En eins og margir hafa hér minnst á, þá eru torfærumótorhjólin orðin meiri háttar vandamál og þarna þarf til að koma samstillt átak allra, sem láta sig þetta einhverju varða; lögreglu, mótorhjólamenn, umhverfissamtök, ferðafélög, jeppafélög og síðast en ekki síst, samtök mótorhjólamanna. Gallinn er bara sá, að þau ágætu samtök Sniglarnir, virðast ekki hafa náð til þessara manna, í þeim samtökum sýnist mér vera fyrst og síðast götuhjólafólk, sem vissulega á hrós skilið fyrir þann árangur sem þau hafa náð í að auka virðingu sinna félaga og tillitsemi hefur nokkuð lagast við þá, þótt betur megi. Mér sýnist hinsvegar að íslenskir jeppamenn geri ákaflega lítið af því að aka utan vega á sumrin, þökk sé markvissu starfi 4×4. Þökk sé þeim einstaklingum, sem lagt hafa því lið að það markmið hefur náðst að klúbburinn okkar er orðinn viðurkenndur og virtur í samfélaginu. Það er hinsvegar spurning, hvort nú eigum við að hafa hér frumkvæði og skrifa t.d. Sniglunum til að byrja með, og óska eftir samstarfi við þá í þessu efni. Ef það tækist að koma þarna á samstarfi, mætti svo hugsa næstu skref, sem gætu til dæmis verið í formi áróðursherferðar, samráðs við aðra aðila, s.s. löggæsluna?
kv.
14.08.2003 at 21:21 #475506Ég ætla nú að svara aðeins fyrir mótorhjóla eigundur. Það er svo með mig að ég á nú bæði jeppa og enduró hjól. Það er bara eins með hjóla fólk eins og jeppa fólk það þarf ekki nema fáa einstaklinga til að eyðileggja fyrir öllum hinum. Ég hef farið um hálendið í stórum hóp hjóla (15-25 hjól) þar sem ekki hefur verið farið einu sinni út fyrir slóða. Flestir þeir sem eiga og nota motocross/enduro hjól eru í Vélhjólaíþróttaklúbbnum (http://www.vik.is) og þar eru þessar umgengisreglur.
1. Utanvegaakstur er bannaður.
2. Ökumenn skulu virða umferðarreglurnar á hálendinu. Þær gilda líka utan malbiks.
3. Hámarkshraði á malarvegum er 80 km/klst nema annað sé tekið fram.
4. Þjóðvegir eða aðrir vegir eru ekki æfingasvæði fyrir akstursíþróttir.
5. Byrjendum er bent á að leita til sér reyndari manna til kennslu í hálendisferðum.
6. Hentugt getur verið byrja á að fara í skipulagðar hópferðir svo sem Hrauneyjaferð eða álíka.
7. Ferðist aldrei ein og hafið alltaf GSM síma eða annann fjarskiptabúnað meðferðis á ferðalögum.
8. Varist að fara yfir óbrúaðar ár án þess að hafa kannað aðstæður.
9. Hjólið ekki á einkavegum eða einkalandi án leyfis landeiganda.
10. Sérmerktar gönguleiðir og hestastígar eru alls ekki hjólavegir.
11. Hjólið eingöngu á vegum, vegslóðum og hálendisvegum.
12. Varist að hjóla snemma á vorin þegar mikil bleyta er í vegum, sérstaklega ber að varast moldarvegi þegar blautt er.
13. Hestar eru sérstaklega næmir á vélarhljóð mótorhjóla svo drepið á vélum og hleypið hestum framhjá ef þeim er mætt einnig eru hestar mjög næmir fyrir sterkum litum eins og motocrossfatnaður er því er gott að reyna að víkja vel og vera sem lengst frá hestunum.
14. Endurokeppnir eru sá vettvangur fyrir þá sem vilja reyna utanvegaakstur enda keppnirnar haldnar í samráði við landeiganda, sveitastjórn og sýslumann. Í keppnisleyfi er fengin undanþága frá utanvegaakstri og hámarkshraða.
15. Látum ekki eftir okkur liggja, = tökum með okkur gosflöskur, sælgætisbréf og annað sem til fellur en skiljum það ekki eftir þar sem áð er.
16. Sýnið landinu virðingu og notið almenna skynsemi í umgengni við landið. Ísland er eign allra Íslendinga
En það eru alltaf svartir sauðir í öllum félagssamtökum.
Kveðja R-271
15.08.2003 at 00:43 #475508Ég var að koma Fjallabak þvers og krus (alltaf í slóðanum ((enda með konu og barn í bílnum)) og var í góða veðrinu einhverra hluta vegna að hugleiða þessi utanvegaakstursmál. Hlýt að hafa fjarskynjað þennan þráð þarna inn á hálendi. Verð bara að segja, hef farið oft og víða til fjölda ára, og mér finnst ástandið hafa batnað þvílíkt. Skil ekki alveg þetta væl alltaf hérna, aldrei minnst á það sem gerist gott.. td á fjallabaki er greinilegasti átroðningurinn á náttúrinni hesta og göngumannaslóðirnar…þessi kvikindi meiga fara um allt…hvernig stendur á því…( mér er reyndar slétt sama) ég tjaldaði á mosavöxnum bletti sem ég segi ekki hvar er því hann er örugglega á bannlista fyrir ferðamenn að tjalda á..og þegar ég var að sleikja morgunsólina í mosanum sá ég með glöggvu auga að ég lá þvert á mosavaxin hjólför eftir Willis 46 örugglega ævaforn. Þetta fannst mér bara krúttlegt… leið eins ög fornleyfafræðingi… hinsvegar var barðið ofan við mosabalann minn allt sparkað þvers og krus eftir lambalæri… og í ofanálag fann ´´eg lambasparð undir tjaldinu mínu þegar ég pakkaði því saman…það fannst mér tú möts… étum þessi kvikindi…og hestana líka og hættum svo þessari tveggja akreina fælni. Reynum svo að muna þegar við vorum ungir og áttum skellinöðrur…
Bara innlegg
Pétur Gíslason
15.08.2003 at 00:54 #475510Ég er alveg nýr í klúbbnum – hef ekki enn mætt á fund eða neitt, en mig langar samt aðeins að leggja orð í belg…
Fyrir mörgum árum, löngu áður en ég fékk bílpróf, var ég í heimsókn á lögreglustöð í hverfinu mínu. Þar fann ég bækling sem í þá daga hét "Off road driving in Iceland" og var ætlaður til upplýsingar fyrir erlenda ferðamenn.
Fyrsta setningin í þessum 6 bls. bækling hljóðaði á þessa leið"
"Off road driving is forbidden in Iceland"
Ég veit ekki hvað stóð meira í þessum bæklingi – mér fannst þessi eina setning duga, lokaði bæklingnum og setti aftur upp í hillu.
Þessi eina setning, ásamt því að eiga vant ferðafólk fyrir foreldra, er eiginlega það eina sem hefur kennt mér rétt frá röngu þegar einhver lítið ekinn "hliðarslóði" kitlar forvitnisgenin. Slíkur var máttur hennar á prenti.
Þrátt fyrir að á sínum tíma hafi verið starfandi 4×4 deild í mínum gamla heimabæ (og er sennilega enn) verð ég að viðurkenna að ég hef ekki tengt þennan áróður klúbbnum fyrr en ég byrjaði að heimsækja þessa vefsíðu (sem mér finnst þrusugóð!) fyrir nokkrum mánuðum. …held reyndar að 4×4 hafi komið að þessum áðurnefnda bækling en get þó ekki svarið fyrir það…
Ég styð því þá hugmynd að klúbburinn beiti sér fyrir því að gera landanum (og gestum hans) ljóst hvaða reglur gilda um umferð utan vega og á hálendinu.
Hvort útgáfa bæklinga sé rétta leiðin skal ég ekki fullyrða um, né hvort sniðugra sé að setja upp upplýsingaskilti á næstu árum við stærstu "inngönuleiðir" á hálendið, eða hvort áður umræddar sjónvarpsauglýsingar séu kannski áhrifamestar.
Kannski er þetta allt í prósess nú þegar? Ég verð að fara að kíkja á fund…
kv.
Einar
15.08.2003 at 01:19 #475512Persónulega fynnst mér þessi umræða eiga fullann rétt á sér og er ég alfarið á móti því (eins og flestir) að menn láti það í léttu rúmi lyggja að einhver (minnihlutahópur) vélhjólamanna séu að spæna upp grónar fjallhlíðar.
Það er ótrúlegt að sjá hvernig menn níðast á landinu. T.d. var ég á ferð uppí landmannalaugar í sumar þá þóttist ég sjá strik upp og niður gróna fjallshlíð eftir vélhjól, og þetta sést jú víða. Þessi sár hverfa hvorki í rigningu né roki.Þannig að þetta er mál sem má taka fyrir, og er þetta góð byrjun.
Matti, það er nú um að gera að það litla sem Landsvirkjun rústar ekki fái að vera óskemt.
Kv. Davíð
P.S. Ég vill þó taka það fram að vélhjól eru ekki það eina sem er að skemma hálendið, hestar eiga líka hlut í máli og rollur eru náttúrulega ekkert annað en stórt umhverfisslys!
15.08.2003 at 06:32 #475514Auðvitað eigum við ekki öll að vera sammála, þó nú væri! Annars væri jú umræðan ekki prógressív. En hvað sem líður ágætum félagsskap vélhjólamanna, sem nefndur var hér fyrr í þræðinum, þá er hitt staðreynd að talsverður hópur manna, sem ég er nánast viss um að er ekki í þessu félagi, er að valda stórtjóni á grónu landi hér um slóðir og það á svæðum, sem engar bílaslóðir eru á og bílar eru ekki einu sinni að fara neitt sem heitir um að vetri til ofan á snjónum. Hitt get ég vel tekið undir sem menn hafa verið að tala um grasmótorona og þá ekki síst grasmótoristana (hnakkrónana). Það eru jú þeir síðarnefndu sem stýra bikkjunum. Það er svo mikið af þessu svokallaða fína fólki (séð&heyrt-liðið) sem er í hestamennskunni, að það má helst ekki nefna að þetta sé eitthvað athugavert gagnvart ágangi á landið. Það er nú að sjá að fátt sé jafn göfugt og snobbað og að fara viku hálendisferð á hrossum. Hitt hef ég sjálfur séð og upplifað, að eins og einhver saagði hér ofar á þræðinum, þá er landið upp tætt eftir hrossahófana þegar þetta lið hefur farið um, kannski tuttugu reiðmenn með þrjú hross hver. Ferðafélagsdeildin hér hefur verið að reyna að verja hólinn við Ingólfsskála, sem leiddi til þess að þarna fór að gróa. Þá var eins og við manninn mælt, hnakkrónarnir, sem hafa með sér rafmagnsgirðingar til að hemja trunturnar meðan þeir búsa í náttstað, notuðu hólinn sem beitarhólf og þetta hvarf allt saman nánast á einni nóttu og hefur varla náð sér síðan, þrátt fyrir gott tíðarfar. Reynið ekki að tala um fyrir hestamönnum, þeir eiga nefnilega landið og miðin, enda eru þetta oftar en ekki liðið sem á það í raun og sann, þetta er ekki svo fjölmennur hópur sem á allt hér.
kv.
Ólsarinn í kommaskapi þennan morguninn.
15.08.2003 at 08:37 #475516
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hálendi Íslands er einstakt.
Það á líka við um miðhálendið, sandurinn og hraunin sem þar eru. Einstakt fyrir þær sakir að víðernin eru að mestu ósnortin. Þar liggja víða slóðir sem gefa færi á að fara um og njóta þessarar mikilfenglegu auðnar með öllum sínum andstæðum. Réttilega benti mótorhjólamaðurinn á reglur sem vert er að skoða. Þar stendur "Utanvega akstur er bannaður", gildir þar af leiðandi fyrir öll ökutæki, skráð og óskráð. Það er líka rétt hjá honum að margur svartur sauður reynist í hverjum hópi. Ég held að þeir séu ansi margir innan mótorhjólageirans þe. þeirra sem ferðast á fjöllum. Allavega gefa þær fjöl fjöl mörgu slóðir eftir mótorhjól á miðhálendinu vísbendingar um slíkt. Ég tek stórt upp í mig (eins og oft) að á sl. þremur árum er þetta eins og holskefla. Ef menn skoða svæðin í kringum Sprengisand Gæsavatnaleið Forsetaveg Dyngjuleið Vonarksarð Dyngjufjalladal Eyfirðingaveg Laufrandarleið ofl ofl. Þá má sjá hunduði ummerkja eftir mótorhjól (líka bíla) utan vega. Myndir af ferðum utanvega og slóða akstrimá mjög víða finna á heimasíðum þessar klúbba. Framsettningin víða er eins og þetta sé sjálfsagt mál, hvort heldur gróið eða ógróið land. Þar er talað um þetta sem stóra áskorun, ný brekka nýtt fjall ný áskorun. Ekki dreg ég í ef að þetta er gaman. Það er nú stundum svo að það sem er gaman eða gott er bannað. En það er ekki nóg að fjasa um mótorhjólamenn eða hestamenn lítum á bjálkann í okkar eign auga.
Þegar talað er um að slóðir hverfi í ógrónu landi, er vert að líta í bæði hornin. Vissulega hverfa margar slóðir þar sem eingöngu er um fínefni að ræða. En hvaða skila boð eru þetta til þess sem næstur kemur. Er þá í lagi að henda rusli á götur Reykjavíkur, vegna þess að hreinsunardeildin kemur á morgun og fjarlægjir ruslið. En þær slóðir sem eru gerðar þar sem fínefnin eru fokin burtu og eftir stendur flísalagður melur með "mosaik" flísum. Opniði augun og skoðið hvernig slíkt land lítur út eftir td mótorhjól. Skoðið síðan sama svæði nokkrum árum síðar. Gott dæmi þessa er svæðið þar sem myndirnar hans Skúla voru teknar.kv
Smári Sig
15.08.2003 at 11:50 #475518
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er örugglega hárrétt að skemmdir á hálendinu af völdum mótorhjóla og hestamanna eru umtalsvert vandamál, en eins og einhver hér sagði þá megum við ekki gleyma að líta á bjálkan í eigin auga. Starfsemi f4x4 snýr fyrst og síðast að málefnum jeppamanna, þó það geti verið ágætt að hafa samstarf við t.d. vélhjólaklúbba ef því er að skipta. Það er ein af mörgum góðum hugmyndum sem hafa komið upp hér í umræðunni. Eins finnst mér athyglisverð hugmynd að klúbburinn beiti sér fyrir gerð skilta við upphaf helstu hálendisleiða. Við sjáum svipuð skilti þegar ekið er inn á friðlíst svæði. Eflaust hægt að fá eitthvað fyrirtæki til að taka þátt í svona verkefni með okkur. Gerð fræðslumyndbands er nokkuð umfangsmeira og kostnaðarsamara verkefni, en ekkert útilokað. Sjálfsagt sú leið sem gæti verið áhrifaríkust.
Allavega alveg ástæða til að spýta aðeins í lófana í þessu, við erum komin skemmra í þessu en ég hélt. Allavega fannst mér för eftir jeppa vera ekki síður áberandi en eftir önnur farartæki, nema síður sé. Við í umhverfisnefndinni höfum veturinn til að skipuleggja aðgerðir fyrir næsta vor.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.