Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Utanvega akstur
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Sæbjörg Richardsdóttir 13 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.08.2011 at 22:23 #219978
Kallast þetta ekki utanvega akstur?
http://www.menn.is/lesa/ruddakludurhjaislenskummotorhjolakappa/
http://www.youtube.com/watch?v=shoQtsmREzs&feature=player_embedded
Bara svona að velta þessu fyrir mér.
Kveðja
Þengill -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.08.2011 at 12:01 #734929
Utanvegaakstur vissulega, má þó velta fyrir sér hvert tjónið á landslaginu sé af þessum akstri.
Það er þó tekið fram f. neðan myndbandið að þetta sé á einkajörð, sem væntanlega gerir þetta löglegt svo lengi sem landeigendum er sama.
Nú er ég ekki lögfræðingur og hef svosem ekki velt lagalegri hlið utanvegaaksturs í eigin landi, en býst þó fastlega við að það sé fullkomlega löglegt séu landeigendur sáttir við það.kkv, Samúel
08.08.2011 at 12:57 #734927Ekki rétt Samúel, utanvegaakstur er bannaður óháð eignarhaldi á landinu. Í sumum tilfellum getur þetta virkað einkennilega, en svo er líka rétt að hafa í huga að margar viðkvæmar náttúruperlur eru í einkaeign. Landeigendur mega ekki gera hvað sem þeim sýnist í óræktuðu landi.
Kv – Skúli
08.08.2011 at 16:10 #734931Þeir eru ekki á vegi en sé ekkert að því að menn séu að brölta í svona umhverfi þar sem skaðinn er akkurat enginn. Sama ef menn eru að fara yfir ár eða keyra um í fjörum. Menn eru að keyra utan vega en klárlega er skaðinn enginn. Þarf orðið utanvegaakstur virkilega að vera svona slæmt ? Það það hafa langflestir keyrt utanvega, hvort sem það er á túnum, hálendi eða tjaldsvæðum 😉
08.08.2011 at 21:57 #734933Sæl,
Við eigum mjög skýr lög um akstur utan vega, en þau eru að finna í 17. grein í lögum um náttúruvernd 44/1999 en 17. greinin heitir „Akstur utan vega“. Lögin segja einfaldlega:
[b:1bcm1ppo]Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega.[/b:1bcm1ppo]Svo koma undantekningarnar fyrir hinn almenna ferðamann;
[b:1bcm1ppo]Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin.[/b:1bcm1ppo]Svo koma undantekningarnar fyrir aðra:
[b:1bcm1ppo]Umhverfisráðherra kveður, að fengnum tillögum [Umhverfisstofnunar],1) í reglugerð2) á um aðrar undanþágur frá banni skv. 1. málsl. 1. mgr., m.a. vegna starfa manna við landbúnað, landmælingar, línu- og vegalagnir og rannsóknir.[/b:1bcm1ppo]Lögin segja einnig:
[b:1bcm1ppo]Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum [Umhverfisstofnunar],1) takmarkað eða bannað akstur á jöklum og á snjó þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð.[/b:1bcm1ppo]
Sem gefur ráðherra verulega heimild til að takmarka vetrarakstur.Framangreint táknar einnig að til er reglugerð nr 528/2005 sem fjallar um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands.
[b:1bcm1ppo]Markmið reglugerðar þessarar er að stuðla að náttúruvernd og tryggja að umgengni um náttúruna sé með þeim hætti að ekki hljótist af náttúruspjöll[/b:1bcm1ppo]
Í reglugerðinni má finna skilgreiningu á orðinu vegur – en slíkt er ekki að finna í náttúruverndarlögunum sjálfum.
[b:1bcm1ppo]Vegur: Varanlegur vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er að staðaldri til umferðar[/b:1bcm1ppo]Í 5.grein reglugerðarinnar fjallar um „Akstur utan vega vegna tiltekinna starfa“ þar segir:
[b:1bcm1ppo]Við akstur vegna starfa við landbúnað er heimilt að aka utan vega á ræktuðu landi. [/b:1bcm1ppo]
Sem táknar að bóndinn hefur m.a. heimild til að t.d .að slá og hirða hey af túnum sínum. (sem er nú eins gott)Að auki stendur:
[b:1bcm1ppo]Einnig er heimilt að aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. [/b:1bcm1ppo]
Ég ímynda mér að það gefi bónda leyfi til aksturs vegna girðingavinnu, að sinna skepnum og allar annarar vinnu sem þarf að inna af hendi til að hægt sé að reka starfsemi á búinu – (sem er líka eins gott)Þá bætist við klausa sem leyfir mörgum ansi mikið þegar kemur að utanvegaakstri:
[b:1bcm1ppo]Heimilt er ef nauðsyn krefur að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við landgræðslu og heftingu landbrots, línulagnir, vegalagnir og lagningu annarra veitukerfa, björgunarstörf, rannsóknir, landmælingar og landbúnað enda sé ekki unnt að framkvæma viðkomandi störf á annan hátt. Sérstök aðgát skal viðhöfð við aksturinn til að draga úr hættu á náttúruspjöllum. Hafa skal fullnægjandi útbúnað til slíks aksturs. Við framangreindar athafnir skal leita leiða til að flytja efni og annað sem til þarf á þann hátt að ekki sé þörf á akstri utan vega.[/b:1bcm1ppo]
Ekki er heimild í lögum eða reglugerð til að skrá þá ferla sem myndast hjá þeim sem starfa sinna vegna þurfa að aka utan vega. För og slóðar í landslagi sem koma til vegna þessa, eru því hugsanlega skrifuð á hinn almenna ferðalang sem ólöglegur utanvegaakstur.Svo er það tjaldstæðið – en náttúruverndarlögin taka sérstaklega á því….
[b:1bcm1ppo]Við tjöldun skal ætíð virða ákvæði 17. gr. um bann við akstri utan vega, svo og gæta fyllsta hreinlætis og varúðar á tjaldstað[/b:1bcm1ppo].Þessar klausur gefa vonandi einhverja yfirsýn. Skýringar eru mínar – og ég vil taka það fram að ég er ekki löglærð.
Kveðja Didda
08.08.2011 at 23:07 #734935hér er ágætis video sem allir hafa gott af að horfa á. [url:3sx08rig]http://youtu.be/QhwnQXReW6k[/url:3sx08rig]
[youtube:3sx08rig]http://www.youtube.com/watch?v=QhwnQXReW6k[/youtube:3sx08rig]
09.08.2011 at 13:32 #734937Er miðhálendið skilgreint sem fastmótað svæði einhversstaðar ?
09.08.2011 at 20:37 #734939Skilgreiningu "miðhálendis" má finna í gögnum Skipulags ríkisins, en það var gert í samráði við sveitarfélög þegar unnið var að gerð svæðisskipulags miðhálendisins. Það var gert bæði með hnitunum og litarmerkingum á kortum.
09.08.2011 at 20:45 #734941Það er allavega til kort af miðhálendinu- það er frekar óskýrt hægt er að sjá það [url=http://www.halendi.is/Svaedisskipulag2015/:nq77smy7]hér[/url:nq77smy7] á síðu Samvinnunefndar miðhálendisins
kveðja Didda
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.