FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Utanáliggjandi úrhleypibúnaður

by Gnýr Guðmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Utanáliggjandi úrhleypibúnaður

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 12 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.03.2013 at 00:08 #225840
    Profile photo of Gnýr Guðmundsson
    Gnýr Guðmundsson
    Participant

    Eftir að hafa farið með fyrrverandi Litlunefndarmönnum í Strútsskála í byrjun mars, þar sem ég þurfti að hafa mig allan við á mínum Litlunefndar trukk að komast það sama og þeir, þá eyddi ég helginni í þennan ágæta svokallaða „á hnjánumliggjandi“ úrhleypibúnað minn. Fljótlega eftir það ákvað ég að við svo búið mætti ekki una lengur og fór því í smá rannsóknarvinnu til að kanna hvað ég þyrfti að gera til að bæta þetta ferli. Eftir smá lestur og nokkur símtöl var ég kominn með efnislista og verð í fullbúinn utanáliggjandi úrhleypibúnað. Ég fékk kistuna með 8mm segullokum hjá Landvélum og þar fékk ég einnig fyrstu eintökin af nýrri gerð snúningshnjáa til prufu. Rafmagnsdótið keypti ég svo í Íhlutum i Skipholti. Snúningshnéin eru þannig uppbyggð að þau eru úr renndum gegnumtökum, þar sem í koma tvær kúlulegur, pakkdós og splitti. Inn í legurnar kemur svo 8 mm stálrörsbútur og upp á það fast 8 mm plasthné. Þessu skellti ég svo í krúserinn á 4 kvöldum eða svo og fór svo beint með hópstjóra Litlunefndar í hópstjóraferð í Setrið, þar sem við komum við á Langjökli á heimleiðinni. Ég setti slöngurnar á þegar malbiki sleppti í Tungufellsdal og þær voru á þangað til við komum aftur á malbikið um 300 km. síðar. Til að prófa dótið almennilega þá keyrði ég bæði hratt, yfir nokkrar ár og lenti einnig í talsverðu frosti. Einnig lentum við í þungri færð og vondu veðri upp á Langjökli þar sem allt snúningsdæmið var á kafi í snjó. Allt virkaði sem skyldi og engin vandræði komu upp á. Hnéin virkuðu mjög vel og er ég sannfærður um að þetta er mun betri og varanlegri lausn en þessi plasthné sem menn hafa verið að nota hingað til. Verðið á þessum hnjám er eitthvað aðeins hærra en á hinum en ég er nokkuð viss um að það er fljótt að borga sig upp með betri endingu.

    Viðhengi:
    1. 34115_9b301687cfa110f3c8769d5babb2bb8e
    2. 34115_421ac07c2b5493c71985624d5c26f498
  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 29.03.2013 at 00:33 #764911
    Profile photo of Viðar Þorgeirsson
    Viðar Þorgeirsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 44

    Geturu listað upp hvað þetta kostaði?





    29.03.2013 at 09:01 #764913
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Takk fyrir þetta Gnýr, gaman að fá að vita af svona nýjungum. Er þetta eitthvað tape-mix þarna að utanverðu ?

    Er mögulegt að smyrja legurnar ?





    29.03.2013 at 09:19 #764915
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Alltaf spennandi þegar verið er í þróunarvinnu. Hvernig er það ertu með loftkistuna inní bíl eða ertu með rafmagns loka á þessu? Tókstu eitthvað af myndum þegar þú varst að setja þetta í? Og gætur þú listað upp dótið og kostnað kannski?
    Kv Bjarki semlangarísvonaúrhleypibúnað :-)





    29.03.2013 at 11:04 #764917
    Profile photo of Kjartan Björnsson
    Kjartan Björnsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 217

    Hvað kosta þessi hné, hef ekki ennþá lent í neinum vandræðum með þessi venjulegu snúnings hné
    Og búin að vera með þau í mörgum aðstæðum og frosti yfir 20 gráður aldrei neitt gerst og eru ódýr





    29.03.2013 at 11:05 #764919
    Profile photo of Gnýr Guðmundsson
    Gnýr Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 42

    Sælir.
    Ég tók þá ákvörðun að hafa þetta með rafmagni þó að það væri töluvert dýrara. Það var aðallega til að losna við að taka allar loftslöngurnar inn í bílinn þar sem að mér finnst vera frekar lítið pláss þar.
    Mér tókst að koma lokakistunni fyrir í húddinu með því að stinga henni upp á endann fyrir aftan lofthreinsarann. Bíllinn hjá mér er ekki boddíhækkaður þannig að það er frekar þröngt í vélarrúminu. Fyrir í bílnum var loftkerfi sem ég setti í fyrir tveimur árum, en það samanstendur af AC dælu, smurskammtara og skilju, gömlu slökkvitæki sem kút og kistu þar sem í tengist slanga frá smurskiljunni, slanga í kútinn, slanga að úrtaki og ein að mæli. Í eitt portið er svo þrýstipungur sem slekkur á dælunni við 10 bar (140 psi) og kveikir á henni við 7,5 bar (105 psi) og öryggisventill í því síðasta sem opnar við 11 bar ef pungurinn klikkar. Inntakið í kistuna fékk ég með því að setja Té á slönguna frá skiljunni og inn á gömlu kistuna. Þar á milli ákvað ég svo að bæta við þrýstijafnara (ekki á myndinni) sem takmarkar þrýstinginn inn á kistuna við 40 til 50 pund. Það er gert bæði til að tryggja hámarksþrýsting í dekk ef maður skyldi gleyma sér þegar maður er að pumpa í og eins til að hlífa mælinum þegar ég opna inn á loftkútinn og lokað er inn á öll dekkin.
    Hvað varðar slöngurnar þá ákvað ég að taka þær út úr brettaköntunum, aðallega til að krakkarnir séu ekki að flækjast í þeim ef þær væru í stigbrettunum eins og maður hefur stundum séð.
    Hvað varðar límbandið á föstu hnjánum þá setti ég það á til að tryggja að hnéið snérist ekki á rörinu á meðan legurnar væru enn nýjar og nokkuð stífar. Núna eru þeir í Landvélum búnir að breyta þessu þannig að það er ekkert stálrör heldur nota þeir hné með legg öðru megin sem stingst beint inn í legurnar. Legurnar er ekki hægt að smyrja, þær eru lokaðar en lítið mál er að skipta um þær enda af staðlaðri stærð og kosta mjög lítið.
    Hvað varðar efniskostnað þá sýnist mér eftirfarandi vera nokkuð nærri lagi:
    Landvélar: Lokakista með 6 segullokum, Snúningshné, þrýstiminnkari, 25 m. 8 mm slanga og 5 m. 4 mm slanga. 4 gegnum tök (í brettakantana) og slatti af 8 mm loft fittings. Samtals verð um 110 þúsund krónur.
    Íhlutir: 6 rofar með díóðu, 5 metrar af 10 leiðarakapli, Einleiðarar fyrir plús og mínus, herpihólkar og dragbönd. Samtals verð um 8000 krónur.
    Smíðajárn, beygð álplata og poltar og ýmislegt smálegt um 7000 krónur.

    Hvað varðar mælinn þá er ég ekki enn búinn að kaupa digital mæli heldur nota bara hefðbundna loftmæla. Stefnan er hins vegar að kaupa nákvæman digital mæli frá Samrás og er hann á um 30 þúsund. Eitthvað hef ég heyrt af mæli sem hægt er að fá frá USA sem er á um 70 $ en þekki það ekki nánar.
    Þetta gerir því samtals um 125 þúsund án mælis en um 150 með nákvæmum digital mæli.
    Uppsetninginn er ekki svo flókinn og flesti jeppamenn ættu að fara létt með hana með því að fá góðar leiðbeiningar.





    30.03.2013 at 00:09 #764921
    Profile photo of Snorri Arnarson
    Snorri Arnarson
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 29

    Sælir, prufaðu að tala við jörgen í sturlaugi og c.o hann er með mæla sem sína tvö mælagildi í sama mæli mjög lítil skekkja 0.1 PSI minnir mig, þetta er flott uppsett hjá þér





    30.03.2013 at 19:27 #764923
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég á 2 sett af tilbúnum heavy-duty snúningstengjum með legu (2×4 stk):
    [img:35nh2gf1]https://dl.dropbox.com/u/100255344/Snuningstengi.JPG[/img:35nh2gf1]
    [img:35nh2gf1]https://dl.dropbox.com/u/100255344/LubriQuip.png[/img:35nh2gf1]

    Þu sem ég er með eru svona bein, sem er að mínu mati betra, réttari stefna á slöngunum þannig og hægt að hafa tengin innar í felgunni:
    [img:35nh2gf1]https://dl.dropbox.com/u/100255344/LubriQuip2.png[/img:35nh2gf1]

    1/4" NPT gengjur í báða enda.

    Fæst á 30.000,- settið.

    Þetta dót væri alveg hægt að betrumbæta eitthvað, en er ansi nærri lagi.

    kv
    Grímur, 664 1001 / gritzlor@gmail.com





    31.03.2013 at 12:42 #764925
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sælir félagar,

    Varðandi snúningstengið: Aldrei að breyta því sem fullkomið er.

    Gleðilega páska

    ykkar gundur





    31.03.2013 at 18:13 #764927
    Profile photo of Kjartan Björnsson
    Kjartan Björnsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 217

    hvað er að þessum gömlu góðu? 30þúsund fyrir einhver svaka snúningshné finnst mér vera rosalegt verð.. allur pakkinn í úrhleypibúnaðin hjá mér var ca 40þúsund kall.. loftkista kranar, snúningshné þiltengi og allt sem ég þurfti sem var ekki til staðar í bílnum fyrir.. kosta minnir mig um 2500kr stk þessi standard snúningshné og hafa þau bara verið að virka fínt, ekkert klikkað hjá mér, og þau hafa verið að endast hjá mönnum mörg þúsund km.. svo er maður bara með vara hné ef eitthvað skyldi klikka..





    31.03.2013 at 18:47 #764929
    Profile photo of Tryggvi Valtýr Traustason
    Tryggvi Valtýr Traustason
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 425

    iss piss mín kostuðu 40 kall og eru með legu og virka mjög vel en það er rétt að þessi gamlu standart eru bara ágæt ,ég er búin að keyra m þennan búnað í 3- 4 ár og verslað nokkur stk ss ekkert problem en vildi prófa eitthvað vandaðra og fékk mér þessi nýju og sjá munin,og hann er nokkur mun léttara að snúa o,s,f,v,.
    TT





    31.03.2013 at 21:38 #764931
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það er nú bara smekksatriði hvar er sparað eða splæst.
    Ég myndi ekki borga neitt fyrir segulloka í svona kerfi, vil helst hafa manual 3-way loka.
    Segulspólulokar eru rándýrir, útsettir fyrir bilunum og flæða mjög illa, allt eitthvað sem ég er ekki að fíla.
    Sumir vilja hafa rafmagnið og nota svo plast snúningshné. Allt í fína með það.

    Þessi 30.000 kall á sett er nokkurn veginn það sem ég lagði út fyrir þessu dóti úti í USA, þetta eru lang flottustu tilbúnu snúningstengin sem ég hef fundið innan skynsemimarka(þarf trúlega ekkert að taka þau af milli ferða).

    Ég fann reyndar ógeðslega flott tengi sem áttu að kosta um 20.000 kall stykkið þegar til kom. Pent neitakk á það hér á bæ…
    …allavega ég á þetta til ef einhver vill 😉

    Páskakveðja
    Grímur





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.