FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Utanáliggjandi úrhleypibúnaður

by Grimur Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Utanáliggjandi úrhleypibúnaður

This topic contains 78 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Guðmundsson 12 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 25.11.2009 at 23:15 #208612
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant

    Sælir félagar

    Ég er að vinna í hönnun á „kitti“ fyrir utanáliggjandi úrhleypibúnað.
    Mig langar að vita hvað menn hafa mikinn áhuga á sæmilega varanlegum búnaði af þessu tagi sem kostar minniháttar vesen í uppsetningu (geng út frá því að það séu aukaventlar/lokar í felgum annars vegar og þrýstiloft innan úr bíl hins vegar).

    Ég byrjaði á þessu aðallega vegna þess að ég hef ekki fundið íhluti sem henta almennilega, eftirfarandi er ég að vinna í lausnum á:
    1: Snúningstengin sem fást eru þokkaleg þannig séð, en afstaða á slöngu verður ósköp asnaleg með snúnings-hné.
    2: Festing við felgu/naf kostar oftast ísuðu, skemmdir á lakki eða sérsmíðaðar felgurær.
    3: Það er lykilatriði að það sé minni vinna að smella búnaðinum á fyrir/eftir ferð heldur en að hleypa fáeinum sinnum úr eða dæla í.
    4: Hefðbundinn rafmagns-loftstýribúnaður hentar ekkert sérlega vel þar sem þrýstingurinn er lítill, en flæði mikið
    5: Áreiðanleiki og ending þarf að vera í góðu standi, nóg til að þola langvarandi sumarkeyrslu ef því er að skipta
    6: Viðhald þarf að vera ódýrt og framkvæmanlegt með einföldum handverkfærum.

    Akkúrat núna er ég kominn langt með búnaðinn úti í hjólum, en stýringarhlutinn er að miklu leyti eftir. Aðal málið þar er að finna lausn sem er ekki fáránlega dýr í smíði og allt of klunnaleg.

    Allavega….spurt er: Hafa menn áhuga á svona búnaði almennt eða ekki eða vilja bara mixa þetta sjálfir eins og gengur?

    Jafnframt hef ég ekkert á móti frekari tillögum, hugmyndum eða ábendingum um íhluti sem gætu gert sig vel í þessu, endilega póstið því sem ykkur dettur í hug!

    kkv

    Grímur R3167

    Viðhengi:
    1. 1224_450b7d0f2cc4e8208fc369a5e2ad318e
    2. 1224_4889615c117c543393258ea5924ca8a5
    3. 1224_5fd004a1b125f91c18589ef1d515e501
    4. 1224_f198073b9f637e0d476d34073b4f731c
  • Creator
    Topic
Viewing 18 replies - 61 through 78 (of 78 total)
← 1 … 3 4
  • Author
    Replies
  • 27.11.2010 at 23:13 #668748
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sælir félagar

    Hér kemur smá video úr ferð sem var farin í janúar 2007 á Grímsfjall, þetta er úr ferðinni sem við mistum tvo Patrola niður um ís. Utanáliggjandi úrhleypibúnaður var með í för á Gundi II, en þrátt fyrir
    -18 gráðu frost virkaði búnaðurinn fínt.

    [vimeo:3nlwz6tl]http://www.vimeo.com/17246887[/vimeo:3nlwz6tl]

    kv. gundur





    29.11.2010 at 22:08 #668750
    Profile photo of Ingi Ragnarsson
    Ingi Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 280

    Hverjir eru að smíða svona langar felgurær/bolta. Eru felgubotar og rær úr einhverju sérstöku stáli.





    30.11.2010 at 19:35 #668752
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    [quote="hringir":24jv1dxk]Hverjir eru að smíða svona langar felgurær/bolta. Eru felgubotar og rær úr einhverju sérstöku stáli.[/quote:24jv1dxk]

    Tryggvi í Stýrisvélaþjónustunni í Hafnarfirði, hefur verið að smíða þennan búnað.

    kv gundur





    25.02.2011 at 16:39 #668754
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sælir félagar

    Set hér inn mynd frá ferð sem farin var yfir Mýrdalsjökul, þessi bílar hafa báðir verið með utanáliggjandi úrhleypibúnað.
    Já og líkað vel. : )

    [vimeo:3mspmh0r]http://www.vimeo.com/20346269[/vimeo:3mspmh0r]

    ykkar gundur





    09.04.2011 at 16:36 #668756
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Grímsfjall 2007 með úrhleypibúnaði: öll sagan.

    [vimeo:3p1em5sz]http://www.vimeo.com/21493441[/vimeo:3p1em5sz]

    kv. gundur





    01.12.2011 at 21:20 #668758
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sælir félagar

    Hér er eldri þráðurinn um úrhleypibúnaðinn góða.

    kv. gundur





    17.02.2012 at 20:10 #668760
    Profile photo of Sigurbjörn Vopni Björnsson
    Sigurbjörn Vopni Björnsson
    Member
    • Umræður: 9
    • Svör: 104

    Best að vekja þennan þráð aðeins :) Ég var í Barka í dag að spegúlera og fer sennilega í verslunarleiðangur og smíðavinnu í næstu viku. Það sem er helst að angra mig núna er hvað ég fæ kúluloka sem er hægt að taka gegnum innréttingu. S.s þannig að bara "handfangið" sjáist. Svipað og þessi á myndinni. Svo er annað, hvort mæla menn frekar með plast hnjám eða stál og þá með eða án legu.





    30.10.2012 at 11:15 #668762
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Var að skoða myndaalbúmið hjá þér Óskar og útfærsluna hjá þér á úrhleypibúnaðinum
    [url:38ukge69]http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=272711[/url:38ukge69]

    Hvernig hefur þessi útfærsla reynst hjá þér og af hverju fórstu þessa leiðina, var það bara til að sleppa við að sjóða á felguna ? Einnig, hvernig festir þú boltann á felguróna, sauðstu ró á hana ?

    [img:38ukge69]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=272721&g2_serialNumber=2[/img:38ukge69]

    Gaman væri líka að heyra reynsluna af þinni útfærslu, hvað virkar og hvað mætti betrumbæta.

    takk,





    30.10.2012 at 19:19 #668764
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta reynist mjög vel. Ég fór þessa leið að sjóða rær ofaná felgubolta og smíða þessa festingu til að losna við að sjóða í felguna eins og þú segir. Þetta er meira föndur en að setja slá þvert á felguna, en búnaðurinn er ekki eins áberandi. Ég boraði líka í gegnum toppinn á felguboltanum og snittaði. Þetta hefur reynst mjög vel og mikill munur að stjórna loftþrýtingnum í dekkjunum innan úr bíl. Ég er mjög sáttur við þessa útfærslu og eina endurbótin er þar sem nælonrörið lá yfir pústið. Ég setti slöngu utan um rörið og færði það til.

    ÓE





    07.11.2012 at 15:51 #668766
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Best að vera með, hér er mín útfærsla. Ákvað að vera með fátækra manna útfærslu á þessu eins og Óskar, einungis handstýrðir lokar og ekkert rafmagn. Hér eru nokkrar myndir:

    [img:1v9z2dn9]http://images60.fotki.com/v661/photos/8/762268/9493439/Cherokeeloftkerfi-vi.jpg[/img:1v9z2dn9]
    Hér er teikning af loftkerfinu eins og það lítur út hjá mér.

    [img:1v9z2dn9]http://images49.fotki.com/v606/photos/8/762268/9493439/IMG_20121103_122407-vi.jpg[/img:1v9z2dn9]
    Hérna er ca efnið sem fór í þetta (vantar nokkra nippla, hné og T-stykki) en AC dæla og loftkútur ásamt stýringum fyrir hann var nú þegar komið í bílinn.

    [img:1v9z2dn9]http://images54.fotki.com/v77/photos/8/762268/9493439/IMG_20121103_122417-vi.jpg[/img:1v9z2dn9]
    Loftkista með 6 úttökum, 3/8 snitti á endunum en 1/4 snitti á hliðunum. 10mm lögn að kistu, kúluloki fyrir hvert hjól og 8mm lagnir. Fann þessa nettu kúluloka í Landvélum en flest allt efnið er keypt þar.

    [img:1v9z2dn9]http://images12.fotki.com/v616/photos/8/762268/9493439/IMG_20121103_151025-vi.jpg[/img:1v9z2dn9]
    Þrýstijafnari undir aftursætum en loftkúturinn er í skottinu.

    [img:1v9z2dn9]http://images51.fotki.com/v94/photos/8/762268/9493439/IMG_20121105_192600-vi.jpg[/img:1v9z2dn9]
    Reif miðjustokkinn frá og búinn að stilla þessu upp eins og ég vill hafa þetta og byrjaður að þrýstiprófa.

    [img:1v9z2dn9]http://images43.fotki.com/v1505/photos/8/762268/9493439/IMG_20121104_232111-vi.jpg[/img:1v9z2dn9]
    Búinn að stilla þessu endanlega upp og byrjaður að raða saman innréttingunni.

    [img:1v9z2dn9]http://images14.fotki.com/v373/photos/8/762268/9493439/IMG_20121105_013404-vi.jpg[/img:1v9z2dn9]
    Svona lítur þetta svo út endanlega frágengið, "haldföngin" á lokunum sjást hérna vel, þessi vinstra megin (aftari) er notaður þegar hleypt er í dekkin og þessi hægra megin (fremri) er notaður þegar hleypt er úr. Mælarnir felldir ofan í stokkinn þar sem klinkhólfið var áður.

    [img:1v9z2dn9]http://images14.fotki.com/v1625/photos/8/762268/9493439/IMG_20121105_013417-vi.jpg[/img:1v9z2dn9]
    Loftkistan (máluð svört) er svo ofan í þessu hólfi undir handfanginu fyrir handbremsuna en ég tók úr plastbotninum til að til að hægt sé að koma plötunni sem lokar stokknum fyrir. Á myndina vantar lögn frá kistunni að 0-5 PSI mæli sem ég ætla að hafa "lausann".

    [img:1v9z2dn9]http://images14.fotki.com/v373/photos/8/762268/9493439/IMG_20121105_192546-vi.jpg[/img:1v9z2dn9]
    Lagði lagnir að öllum hjólum á bak við innréttinguna og inn í vélasalinn annars vegar og skottið hins vegar og boraði svo fyrir þiltengi í gegnum innra brettið og fyrir öðru þiltengi í brettakantinn.

    Ég er svo að vinna í því að breyta felgunum en þau verða með soðnum "eyrum", spöng og hefðbundnu snúningshné. Ætla að nota bara opna ventilinn til að byrja með eða þangað til ég kaupi mér ný dekk, þá set ég kúluloka með ró.





    09.11.2012 at 22:31 #668768
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Flottar teikningar hjá þér Agnar!
    En miðað við teikningarnar, þá er hætta á því að 0-5psi mælinn eyðileggist þegar þú setur 25psi í dekkin.





    10.11.2012 at 11:22 #668770
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    [quote="player1":wekidmvi]Flottar teikningar hjá þér Agnar!
    En miðað við teikningarnar, þá er hætta á því að 0-5psi mælinn eyðileggist þegar þú setur 25psi í dekkin.[/quote:wekidmvi]

    Takk fyrir það, ég geri mér grein fyrir þessum "veikleika" í þessu setup-i hjá en planið var hjá mér að hafa þennan mæli lausann og tengja hann bara þegar ég væri kominn niður fyrir 5 pundin. Það er samt ákveðin áhætta sem fylgir því að vera með þetta svona ef maður gleymir sér og pumpar í án þess að taka mælinn úr sambandi. Einnig finnst mér líklegt að mælirinn eyðileggiast ef maður hleypir inn á kistuna 35 pundum til að pumpa í úr td 2 upp í 3 psi.

    Best væri að finna einhvers konar þrýstikúluloka sem virkaði þannig að maður þarf að þrýsta á hnapp og halda honum inni til að hleypa lofti inn á mælinn úr loftkistunni til að mæla þrýstinginn í dekkjunum en þegar maður sleppti hnappnum þá myndi lokast aftur fyrir. Veit ekki hvort eitthvað svona er til …….





    10.11.2012 at 13:15 #668772
    Profile photo of Andri Ægisson
    Andri Ægisson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 155

    Djöfull er þetta er flott hjá þér Agnar. Ekki vantar framkvæmdagleðina :-)
    Þessi loki sem þú talar um er til, að minnsta kosti í 1/2". Veit ekki hvar hann fæst en ég sá svona í dælustöð fyrir nokkrum árum. Ég myndi prófa t.d. Ísleif, Vatnsvirkjann eða Sturlaug jónsson kv Andri.





    10.11.2012 at 14:41 #668774
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    getur verið með 3/2 loka.





    19.11.2012 at 01:36 #668776
    Profile photo of Kristján Guðmundsson
    Kristján Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 47

    [quote="Addi_Sig":2108ra0s]Hvernig væri að nota stýriloka eins og Firestone selur fyrir loftpúðana?
    Eins og þetta:[url:2108ra0s]http://www.truckspring.com/firestone-quad-control-panel-2333.html[/url:2108ra0s]
    Ég er með svoleiðis loka fyrir púðana að aftan, liggja bara slöngur beint í takkana, hægt að fá bæði 2ja og 4ra loka sett.
    Eini mínusinn sem ég sé er að það eru bara 6 mm slöngur í þessu (reyndar 1/4" en ekkert mál að fá hólk í 6mm rör til að breyta þeim í 1/4", munar bara 0,2mm á sverleika) þannig að það tæki smá tíma að hleypa úr og dæla í.[/quote:2108ra0s]

    Ég held að ventlakistan fylgi ekki með
    :[url:2108ra0s]http://www.truckspring.com/firestone-quad-control-panel-2333.html[/url:2108ra0s]





    19.11.2012 at 01:51 #668778
    Profile photo of Kristján Guðmundsson
    Kristján Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 47

    [quote="aae":323zflwy]Djöfull er þetta er flott hjá þér Agnar. Ekki vantar framkvæmdagleðina :-)
    Þessi loki sem þú talar um er til, að minnsta kosti í 1/2". Veit ekki hvar hann fæst en ég sá svona í dælustöð fyrir nokkrum árum. Ég myndi prófa t.d. Ísleif, Vatnsvirkjann eða Sturlaug jónsson kv Andri.[/quote:323zflwy]

    Svona loki fæst í danfoss og landvélum





    17.02.2013 at 18:59 #668780
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sælir félagar, fagurt á fjöllum. :)

    http://vimeo.com/15199060





    21.02.2013 at 21:23 #668782
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Fallegt á fjöllum framhald.

    http://vimeo.com/15200394





  • Author
    Replies
Viewing 18 replies - 61 through 78 (of 78 total)
← 1 … 3 4

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.