This topic contains 78 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Guðmundsson 12 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Ég er að vinna í hönnun á „kitti“ fyrir utanáliggjandi úrhleypibúnað.
Mig langar að vita hvað menn hafa mikinn áhuga á sæmilega varanlegum búnaði af þessu tagi sem kostar minniháttar vesen í uppsetningu (geng út frá því að það séu aukaventlar/lokar í felgum annars vegar og þrýstiloft innan úr bíl hins vegar).Ég byrjaði á þessu aðallega vegna þess að ég hef ekki fundið íhluti sem henta almennilega, eftirfarandi er ég að vinna í lausnum á:
1: Snúningstengin sem fást eru þokkaleg þannig séð, en afstaða á slöngu verður ósköp asnaleg með snúnings-hné.
2: Festing við felgu/naf kostar oftast ísuðu, skemmdir á lakki eða sérsmíðaðar felgurær.
3: Það er lykilatriði að það sé minni vinna að smella búnaðinum á fyrir/eftir ferð heldur en að hleypa fáeinum sinnum úr eða dæla í.
4: Hefðbundinn rafmagns-loftstýribúnaður hentar ekkert sérlega vel þar sem þrýstingurinn er lítill, en flæði mikið
5: Áreiðanleiki og ending þarf að vera í góðu standi, nóg til að þola langvarandi sumarkeyrslu ef því er að skipta
6: Viðhald þarf að vera ódýrt og framkvæmanlegt með einföldum handverkfærum.Akkúrat núna er ég kominn langt með búnaðinn úti í hjólum, en stýringarhlutinn er að miklu leyti eftir. Aðal málið þar er að finna lausn sem er ekki fáránlega dýr í smíði og allt of klunnaleg.
Allavega….spurt er: Hafa menn áhuga á svona búnaði almennt eða ekki eða vilja bara mixa þetta sjálfir eins og gengur?
Jafnframt hef ég ekkert á móti frekari tillögum, hugmyndum eða ábendingum um íhluti sem gætu gert sig vel í þessu, endilega póstið því sem ykkur dettur í hug!
kkv
Grímur R3167
You must be logged in to reply to this topic.





Ég var í Barka í dag að spegúlera og fer sennilega í verslunarleiðangur og smíðavinnu í næstu viku. Það sem er helst að angra mig núna er hvað ég fæ kúluloka sem er hægt að taka gegnum innréttingu. S.s þannig að bara "handfangið" sjáist. Svipað og þessi á myndinni. Svo er annað, hvort mæla menn frekar með plast hnjám eða stál og þá með eða án legu.