Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Utanáliggjandi úrhleypibúnaður
This topic contains 78 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Guðmundsson 12 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.11.2009 at 23:15 #208612
Sælir félagar
Ég er að vinna í hönnun á „kitti“ fyrir utanáliggjandi úrhleypibúnað.
Mig langar að vita hvað menn hafa mikinn áhuga á sæmilega varanlegum búnaði af þessu tagi sem kostar minniháttar vesen í uppsetningu (geng út frá því að það séu aukaventlar/lokar í felgum annars vegar og þrýstiloft innan úr bíl hins vegar).Ég byrjaði á þessu aðallega vegna þess að ég hef ekki fundið íhluti sem henta almennilega, eftirfarandi er ég að vinna í lausnum á:
1: Snúningstengin sem fást eru þokkaleg þannig séð, en afstaða á slöngu verður ósköp asnaleg með snúnings-hné.
2: Festing við felgu/naf kostar oftast ísuðu, skemmdir á lakki eða sérsmíðaðar felgurær.
3: Það er lykilatriði að það sé minni vinna að smella búnaðinum á fyrir/eftir ferð heldur en að hleypa fáeinum sinnum úr eða dæla í.
4: Hefðbundinn rafmagns-loftstýribúnaður hentar ekkert sérlega vel þar sem þrýstingurinn er lítill, en flæði mikið
5: Áreiðanleiki og ending þarf að vera í góðu standi, nóg til að þola langvarandi sumarkeyrslu ef því er að skipta
6: Viðhald þarf að vera ódýrt og framkvæmanlegt með einföldum handverkfærum.Akkúrat núna er ég kominn langt með búnaðinn úti í hjólum, en stýringarhlutinn er að miklu leyti eftir. Aðal málið þar er að finna lausn sem er ekki fáránlega dýr í smíði og allt of klunnaleg.
Allavega….spurt er: Hafa menn áhuga á svona búnaði almennt eða ekki eða vilja bara mixa þetta sjálfir eins og gengur?
Jafnframt hef ég ekkert á móti frekari tillögum, hugmyndum eða ábendingum um íhluti sem gætu gert sig vel í þessu, endilega póstið því sem ykkur dettur í hug!
kkv
Grímur R3167
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.11.2009 at 18:39 #668668
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir frábærar undirtektir!
Svona þróast hlutirnir hratt, þegar menn skiptast á lausnum í máli og myndum. Alger óþarfi að allir séu með þetta eins, enda ekkert gaman að því. Svo hentar eitt fyrir þennan og annað fyrir hinn, t.d. hvað dekkjastærð, pláss í bíl, þrýstiloftsgjafa, felgugerð og annað varðar.
Endilega að pósta áfram á þráðinn tækniupplýsingum og myndum, það gagnast örugglega mörgum hvort sem eitthvað af því ratar í kittið sem ég er að spá í eða ekki.
kveðja
Grímur
27.11.2009 at 20:58 #668670Sælir félagar, flott umræða!
Hér kemur mín reynsla, ég er búina að nota svona búnað frá því í febrúar 2005 sjá myndaalbúm undir gundur.
Einnig er hægt að nota leitina og slá inn td. úrhleypibúnaður þá koma margir þræðir fram.
Er búin að vera með þetta á þremur 38 til 44" bílum.Ég hef aldrei lent í vandræðum með snúningshnétengið að framan né aftan.
Aldrei lent í því eða tekið eftir því að snúningstengið væri að leka
Mikilvægt er að menn velji réttan búnað í þetta, td. þá er ekki sama hvað slöngur eru notaðar út í hjól,
td. eru til tvær tegundir af svörtum slöngum í Landvélum en við notum þá stífari. Einnig eru til fleirri gerðir af
snúningstengjum en ég tel rétt að ef menn versla þetta í Landvélum þá eigi menn að tala við Snæþór.Ég er mjög ánægður að Benni hmm er farin að nefna gund þegar hann talar um þennan búnað. :- P
kv. ykkar gundur
28.11.2009 at 06:26 #668672í sambandi við loftgjafa þá er ég alveg harður á því að köfunarkútur sé það allra þægilegasta sem ég hef notað ég er með 15 lítra 235 bar (sirka 3300 psi) loftkút svona kútur dugar mér á 38 tommu næstum endalaust á 46 tommu get ég harðpumpað öll dekkin svona 5-6 sinnum þessa kúta er svo hægt að láta filla á öllum slökkvistöðvum fyrir lítinn pening ég er meðlimur í sportkafarafélagi íslands þannig að ég fylli á þar það er hægt að semja við þá um að borga held ég 4000 kr á ári til að fá að fylla kúta allt árið kúturinn kostar um 30.000 held ég
það tekur mig í mesta lagi 2 min að fylla eitt 46" dekk úr 3 psi í 25 psi, ef maður væri með enhvern svona búnað þá held ég að það taki lengri tíma að tengja hann en að fylla á dekkin
28.11.2009 at 13:54 #668674[quote="grimur":19yont13]ég nefninlega nota þrýstiloft af soggreininni(túrbínuna) til að pumpa í. Nóg af lofti og gefur ekkert eftir :-)[/quote:19yont13]
Mér finnst þetta áhugaverður kostur. Hvað ætli sé hægt ná háum þrýstingi á bíl sem er með túrbínu og millikæli frá framleiðanda. Væri hægt að ná meiri þrýstingi frá pústgrein?. Það mætti kæla loftið (pústið) með því að taka það í gegnum hægilega langt koparrör.
28.11.2009 at 15:49 #668676
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er náttúrulega búinn að auka við túrbínuna upp í ca 18psi(stillanlegt hjá mér), með því nær maður að skjóta 7-8 psi mjög hratt í, en það tekur svo aðeins lengri tíma að fara í 12-14psi.
18psi eiga fræðilega séð að nást fyrir rest, en ég hef aldrei nennt að bíða eftir því, nota bara rafmagnsdæluna til að toppa upp fyrir langvarandi malbikskeyrslu.
Varðandi óbreyttan turboþrýsting, þá fer það alveg eftir bílnum. F350 er að blása 35psi(þaðan fékk ég hugmyndina um að nota torbo-ið), Galloper 12psi…það væri fínt ef menn póstuðu þessum gildum hérna inn!Fín lausn þetta með köfunarkútinn, sérstaklega fyrir þá sem til þekkja í því sporti.
Ég vil meina að úrhleypibúnaður geri mikið, mikið meira fyrir minni dekk en stærri.
49" dekk hafa t.d. oftast nær svo mikið umfram flot vegna stærðarinnar að akkúrat loftþrýstingur til að komast áfram er ekki svo hárnákvæm vísindi.Fyrir 38" og minna getur skipt feiknalega miklu að hleypa aðeins úr í gegn um erfiða kafla, sem er svo jafnvel orðið óþægilega lítið loft á hörðum eða auðum köflum þess á milli. Þá er mjöög hentugt að geta skotið aðeins í dekkin án þess að stoppa. Þetta er eitthvað sem menn eru oftast ekkert að spá í á stærstu dekkjunum, þar sem sjaldnar reynir á þessi mörk með að komast/komast ekki.
Ég held að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að úrhleypibúnaður hentar ekkert öllum, og margir sjá þar af leiðandi lítinn tilgang með þessu dóti.
Mín reynsla er allavega á þann veg að ég vil ekki vera án úrhleypibúnaðar, það er alveg svakalega gaman að finna þegar dekkin fara "allt í einu" að fljóta almennilega, á fullri ferð.Varðandi það að nota pústið sem þrýstiloft, þá verð ég að [i:cby5hcjz]vara sérstaklega við því.[/i:cby5hcjz] Afgas inniheldur töluvert af CO2(kolsýru), vatnsgufu og hinum og þessum efnasamböndum sem geta verið mjög tærandi fyrir bæði málma og plast/gúmmí.
Menn hættu að nota kolsýru í dekk vegna þess að gúmmíið þoldi hana ekki, held að það sé best að halda sig við eins hreint loft og kostur er.Aftur varðandi túrbínuloftið, þá tek ég það vélarmegin við intercoolerinn(snittaði í soggreinina) til að fá ekki 300°C heitt loft inná kerfið. Virkar fínt, en ég þarf að svera það betur upp til að fá betra flæði. Ætli ég taki ekki árans yfirþrýstiventilinn og setji nippil í staðinn, 25mm gat ætti alveg að sleppa !
kkv
Grímur
28.11.2009 at 18:59 #668678
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
jeminn ég hélt nú að menn væru hættir að finna upp hjólið í þessum dælubransa nú þegar allar þessar dælur eru í boði, og mikið rosalega eru menn að flýta sér að pumpa í Fini er málið 😉
kveðja Helgi
28.11.2009 at 19:25 #668680Vill ekki einhver gera þetta bara fyrir mig gegn vægu gjaldi ?
kv
Árni
29.11.2009 at 10:59 #668682Grímur, hvernig græjaru loftið frá túbínunni, Tekurðu það beint inn á ventlakistuna eða seturðu það inn á loftkút. Ef þú ert með loftkút þarftu þá ekki að vera með segulloka og þrýstiventil.
Þarf ekki líka líka olíuskilju þar sem að þú tekur loftið út af soggreininni.
Skemmtilegar pælingar og gaman verður að sjá hvernig turbo loftið virkar.kv Hilmar
29.11.2009 at 11:36 #668684
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eitt sem ég var að pæla.
Þegar menn eru með loftkisturnar tengdar þannig að þeir geti verið með öll dekkin tengd saman og þessvegna nákvæmlega sama loftþrísting í þeim öllum. Hvað gerist þá ef maður er lengi að hjakka upp bratta brekku eða fer í hliðarhalla…. ruglast þá ekki þrístingurinn í dekkjunum??Kv.
Óskar Andri
29.11.2009 at 12:08 #668686jú
29.11.2009 at 23:06 #668688
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég get nú eiginlega ekki skrifað undir það að verið sé að finna upp hjólið með því að nota þrýstiloft af soggreininni….veit ekki til þess að það hafi verið gert áður. Það sem gerir það spennandi er sú staðreynd að um er að ræða alveg ágætis þrýsting í mörgum tilfellum. Það er líka gott að vera með fleiri en einn loftgjafa í hverjum bíl.
Varðandi olíuskilju, þá er það alger óþarfi. 2.5 turbo vél á 2000 snúningum undir hálfu álagi(ca 10psi boost) er að dæla ríflega 200 rúmmetrum á klukkustund af lofti í gegnum sig. Ef túrbínan væri að smita að einhverju að ráði í allt það loft yrði vélin smurolíulaus ansi hratt….olíusmitið innan á lögnum og í intercooler er eftir olíusmit úr þúsundum rúmmetra

Ég tek þetta bara beint, enginn kútur enda lítið við hann að gera á svona lágum þrýsting. Einstefnuloki til að loftið fari ekki öfuga leið ef ég gleymi kerfinu á "pumpa" og túrbínan ekki að blása.
kkv
Grímur
30.11.2009 at 23:27 #668690Ég heyri það á mörgum að þeir treysti ekki rafstýrðum lokum og þess háttar flækum.
En mér datt í hug hvort það væri ekki sniðugt ef maður hefur sér loftloka við hvert hjól og iðntölvu til að stjórna og þá gæti maður bara stillt á vissan þrýsting og talvan sér um að halda honum.
Ég veit að þetta er örugglega í dýrari kantinum en það væri samt gaman að prófa datt einnig í hug hvort það væri ekki hægt að nota bara fartölvuna til að stjórna þessu.kv Jóhann
A-941
30.11.2009 at 23:48 #668692
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er vel framkvæmanlegt.
Flestar iðntölvur ganga reyndar á 24V eða 230V, en ekki allar. Takmarkar samt aðeins úrvalið að hafa bara 12V.
Aðal vesenið er að finna þrýstinema sem eru sæmilega nákvæmir á 0-4psi, og spanna líka uppí ca 40psi, þá þurfa þeir líka að skila einhverju analog-merki sem iðntölvan tekur, t.d. 4-20mA eða 0-10V.Það er lítið mál að koma saman svona kerfi þegar hentugir íhlutir eru fundnir, spurning um hvað maður vill eyða í dæmið, dótastuðul og svo notagildi.
Ég er annars eiginlega kominn yfir þetta iðntölvudellutímabil fyrir sjálfan mig þannig séð, án þess að hafa farið alla leið með þetta í bíla.
Jafnframt skil ég mætavel að þetta sé spennandi, enda hafa iðntölvur feikna mikið notagildi þegar þær eru notaðar á réttan hátt.
Varðandi PC-stýringar…ég myndi láta það vera. Til að PC stýring henti þarf að vera fyrir hendi mjög stabílt umhverfi. Texas Instruments framleiða skemmtileg I/O box sem vinna á USB, en það er með það eins og annað PC dót að það vill frjósa þegar eitthvað óvænt kemur uppá o.s.frv.Fyrir minn smekk er niðurstaðan sú að geta notað kerfið þó að bíllinn sé gersamlega rafmagnslaus(á meðan bíllinn gengur, sem er þannig séð hægt á díselvél ef ádreparinn er ekki að trufla). Það er kannski lítið að gera við loft í dekk ef bíllinn gengur ekki…
Þetta kann að vera gamaldags viðhorf hjá mér, en það verður bara að hafa það. Ég ætlast aldeilis ekki til að aðrir taki það blint eftir, hver hefur sinn smekk

kkv
Grímur
01.12.2009 at 10:52 #668694Hvaða kúluloka og hraðtengi hafa menn verið að nota í felgurnar og hafið þið látið balensera dekkin með hraðtenginu á eða ekki ?
01.12.2009 at 13:34 #668696Varðandi tölvustýringar þá er Gunnlaugur hjá verkfræðistofunni Samrás búinn að hanna svona tölvur. Hann verður með kynningu á þeim á næsta félagsfundi.
Benni
01.12.2009 at 18:25 #668698Sælir
Varðandi kúluloka og hraðtengi, þá hefur þetta fengist bæði í Barka og hjá Landvélum, varðandi kúlulokann þá er gott að gengjurnar ná vel í gegnum felguna hels með ró á móti í stað þess að snitta.
Varðandi það að ballansera þá eru báðar leiðir færara það að ballansera og ekki ballansera fyrir sumar útfærslu getur þú ekki gert það með heildarbúnaðinn, td. með langa felgubolta.
kv. gundur
01.12.2009 at 19:13 #668700Svo er spurnig hvernig þetta kom út hjá Óskari Erlings
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … mId=191912
ef þessir virka vel þá þarf engann flókinn búnað til að stýra bara kúluloka.
kv Gísli Þór
01.12.2009 at 21:10 #668702
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er náttúrulega besta feedback-merkið sem hægt er að fá, beint innan úr dekki í staðinn fyrir að þurfa að stoppa, mæla, og svo annað hvort dæla eða tappa úr. Leiðindafyrirbæri fyrir stýringar að regla svoleiðis, reyndar væri hægt að ná þokkalegum árangri með að setja parametera á flæðið sem fall af þrýstingi og áætla yfir tíma, en þá þarf að stilla fyrir hvern bíl/láta kerfið læra.
Mig grunar reyndar að Gulli sé búinn að sjá fyrir því öllu saman þannig að stýringin þurfi ekki að athuga oft til að hitta á markgildið, nema þá í fyrstu skiptin.
Spennandi að sjá þetta dót, hraðabreytarnir hafa komið rosalega vel út hjá honum. Það hefur svosem kannski ekki verið alveg sársaukalaust til að byrja með, en hann er þar fyrir með reynsluna af þeim viðbjóði sem bílarafmagn er í raun og kann að verja rafeindabúnað fyrir því.
Allt að gerast bara

kkv
Grímur
01.12.2009 at 23:09 #668704Spennandi að heyra um snildarhugmynd að nota túrbínu sem loftdælu. En er ekki vandfarið með slíka breytingu. Gæti verið að túrbínan færi á yfirsnúning við að opnist rás inn á soggrein til að nýta sem loftgjafa. Það er þrýstingur beggja megin í túrbínunni púst- og sog/þrýstimegin við álag. Ekki erfitt að ímynda sér að túrbínan færi heldur betur á skrið víð fullan vinnuþrýsting við að missa þrýsting sogmegin við að opna rás inn á soggrein. Það er að segja pústhjólið er að snúa þrýstihjólinu og allt í einu léttir snökkt á þrýstihjólinu sem ætti að skjóta túrbínunni hressilega upp á snúning eitt augnablik og túrbínuspaðarnir fá extra auka miðflóttakraftsálag, meira en þeir eru kannski hannaðir fyrir og þola. Nóg snúast þeir nú samt greyin. Getur verið allt í lagi en þetta er möguleiki held ég.
02.12.2009 at 14:05 #668706veit um einn sem er með svona loftþrýstinema innan á felgunni í 38 tommu frá BBenna (amerískt) og það bilaði fljótlega einn neminn með tilheyrandi veseni að taka dekkið af. Annars var þetta ekki dýrt á sínum tíma, eitthvað um 15 þús kall fyrir einu eða tveimur árum, lítill skjár fylgdi með. Conceptið er flott.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.




