FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Utanáliggjandi úrhleypibúnaður

by Grimur Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Utanáliggjandi úrhleypibúnaður

This topic contains 78 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Guðmundsson 12 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 25.11.2009 at 23:15 #208612
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant

    Sælir félagar

    Ég er að vinna í hönnun á „kitti“ fyrir utanáliggjandi úrhleypibúnað.
    Mig langar að vita hvað menn hafa mikinn áhuga á sæmilega varanlegum búnaði af þessu tagi sem kostar minniháttar vesen í uppsetningu (geng út frá því að það séu aukaventlar/lokar í felgum annars vegar og þrýstiloft innan úr bíl hins vegar).

    Ég byrjaði á þessu aðallega vegna þess að ég hef ekki fundið íhluti sem henta almennilega, eftirfarandi er ég að vinna í lausnum á:
    1: Snúningstengin sem fást eru þokkaleg þannig séð, en afstaða á slöngu verður ósköp asnaleg með snúnings-hné.
    2: Festing við felgu/naf kostar oftast ísuðu, skemmdir á lakki eða sérsmíðaðar felgurær.
    3: Það er lykilatriði að það sé minni vinna að smella búnaðinum á fyrir/eftir ferð heldur en að hleypa fáeinum sinnum úr eða dæla í.
    4: Hefðbundinn rafmagns-loftstýribúnaður hentar ekkert sérlega vel þar sem þrýstingurinn er lítill, en flæði mikið
    5: Áreiðanleiki og ending þarf að vera í góðu standi, nóg til að þola langvarandi sumarkeyrslu ef því er að skipta
    6: Viðhald þarf að vera ódýrt og framkvæmanlegt með einföldum handverkfærum.

    Akkúrat núna er ég kominn langt með búnaðinn úti í hjólum, en stýringarhlutinn er að miklu leyti eftir. Aðal málið þar er að finna lausn sem er ekki fáránlega dýr í smíði og allt of klunnaleg.

    Allavega….spurt er: Hafa menn áhuga á svona búnaði almennt eða ekki eða vilja bara mixa þetta sjálfir eins og gengur?

    Jafnframt hef ég ekkert á móti frekari tillögum, hugmyndum eða ábendingum um íhluti sem gætu gert sig vel í þessu, endilega póstið því sem ykkur dettur í hug!

    kkv

    Grímur R3167

    Viðhengi:
    1. 1224_450b7d0f2cc4e8208fc369a5e2ad318e
    2. 1224_4889615c117c543393258ea5924ca8a5
    3. 1224_5fd004a1b125f91c18589ef1d515e501
    4. 1224_f198073b9f637e0d476d34073b4f731c
  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 78 total)
1 2 … 4 →
  • Author
    Replies
  • 25.11.2009 at 23:56 #668628
    Profile photo of Magnús Sigurðsson
    Magnús Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 430

    ‘Eg hef áhuga á svona búnaði. Væri gaman að sjá myndir að hjólabúnaðinum hjá þér.
    Kveðja Magnús.





    26.11.2009 at 00:05 #668630
    Profile photo of Ástmar Sigurjónsson
    Ástmar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 226

    Hvernig væri að nota stýriloka eins og Firestone selur fyrir loftpúðana?
    Eins og þetta:[url:1kwyus7t]http://www.truckspring.com/firestone-quad-control-panel-2333.html[/url:1kwyus7t]
    Ég er með svoleiðis loka fyrir púðana að aftan, liggja bara slöngur beint í takkana, hægt að fá bæði 2ja og 4ra loka sett.
    Eini mínusinn sem ég sé er að það eru bara 6 mm slöngur í þessu (reyndar 1/4" en ekkert mál að fá hólk í 6mm rör til að breyta þeim í 1/4", munar bara 0,2mm á sverleika) þannig að það tæki smá tíma að hleypa úr og dæla í.





    26.11.2009 at 14:09 #668632
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég var að ganga frá svona búnaði í Fordinn og nota sömu snúningshné og menn hafa verið að nota frá því að Gundur gerði þetta hér fyrir nokkrum árum.

    Sá búnaður hefur verið vandræðalaus og hnén kosta klink ef að þarf að endurnýja þau.

    Það eru til miklu öflugri hné ef menn vilja og þau hafa verið í notkun í nákvæmlega eins búnaði sem Ástralir hafa notað í áratug á vinnuvélum, trukkum og jeppum. Sá búnaður kostar bara fullt og ég sé ekki að það sé nokkur einasta þörf á honum. Þó svo að slöngurnar svegist og beygist til, þá skiptir það bara engu þar sem að þær eru ekki að fara úr sambandi og svo hitt að þetta kostar bara smáaura að skipta þessu út ef þetta bilar.

    Festingar í felgur eru ekki heldur nokkurt einasta vandamál, ef menn eru með beadlock er auðvelt að festa í hann, en ef ekki þá er lítið mál að krækja í gegnum göt á felgum eða nota felgubolta líkt og gert hefur verið á tugum bíla nú þegar.

    Kostnaðurinn við kerfið eins og það er hjá mér er ekki óyfirstíganlegur. Ég er með 6 segulloka, 4 mæla, og svo að sjálfsögðu slöngur, fittings, rofa og lagnir. Þessi pakki kostar rúmar 80 þ. kr fyrir utan afslátt hjá Landvélum og vinnan við að koma þessu í bílinn er um 25 – 30 tímar með öllu.

    Jeppaþjónustan Breytir sá aðstoðaði mig við að setja þetta í bílinn – þannig að þeir eru snöggir að græja svona fyrir menn. Helsti hausverkurinn í þessu er að koma mælum fyrir, það var það allavega hjá mér.

    Benni





    26.11.2009 at 16:07 #668634
    Profile photo of Gunnar Arngrímur Birgisson
    Gunnar Arngrímur Birgisson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 284

    já ég sá þetta hjá þér á langjokkli um dagin og hef verið að spá í að apa aðeins eftir þér nema að ég er að hugsa um að tengja köfunarkútinn minn við þetta og vera með bara einn mælir á öllu kerfinu hafa þetta bara sér kerfi ekkert tengt dælunum get svo verið með loka sme hleipir inná dælukerfið á eftir að ræða þetta við aron sjá hvernig honum lýst á þessa hugmynd





    26.11.2009 at 16:42 #668636
    Profile photo of Óskar Dan Skúlason
    Óskar Dan Skúlason
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 230

    [quote="Addi_Sig":1j3wtwe3]Hvernig væri að nota stýriloka eins og Firestone selur fyrir loftpúðana?
    Eins og þetta:[url:1j3wtwe3]http://www.truckspring.com/firestone-quad-control-panel-2333.html[/url:1j3wtwe3]
    Ég er með svoleiðis loka fyrir púðana að aftan, liggja bara slöngur beint í takkana, hægt að fá bæði 2ja og 4ra loka sett.
    Eini mínusinn sem ég sé er að það eru bara 6 mm slöngur í þessu (reyndar 1/4" en ekkert mál að fá hólk í 6mm rör til að breyta þeim í 1/4", munar bara 0,2mm á sverleika) þannig að það tæki smá tíma að hleypa úr og dæla í.[/quote:1j3wtwe3]

    Sælir fær maður svona mæla með rofum fyrir púða hér heima?





    26.11.2009 at 16:53 #668638
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Mælisvið þessara firestone mæla virðist vera 0-150psi, þyrfti frekar að vera 0-30 eða 0-50.

    -haffi





    26.11.2009 at 17:21 #668640
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ég hef verslað við þessa, margt sniðugt til.

    http://store.gaugemagazine.com/index.aspx





    26.11.2009 at 20:50 #668642
    Profile photo of Ástmar Sigurjónsson
    Ástmar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 226

    [quote="Óskar Dan":3eqg9goh][quote="Addi_Sig":3eqg9goh]Hvernig væri að nota stýriloka eins og Firestone selur fyrir loftpúðana?
    Eins og þetta:[url:3eqg9goh]http://www.truckspring.com/firestone-quad-control-panel-2333.html[/url:3eqg9goh]
    Ég er með svoleiðis loka fyrir púðana að aftan, liggja bara slöngur beint í takkana, hægt að fá bæði 2ja og 4ra loka sett.
    Eini mínusinn sem ég sé er að það eru bara 6 mm slöngur í þessu (reyndar 1/4" en ekkert mál að fá hólk í 6mm rör til að breyta þeim í 1/4", munar bara 0,2mm á sverleika) þannig að það tæki smá tíma að hleypa úr og dæla í.[/quote:3eqg9goh]

    Sælir fær maður svona mæla með rofum fyrir púða hér heima?[/quote:3eqg9goh]

    Ég fékk mína (2ja loka sett) hjá Fjaðrabúðinni Part þegar ég setti púðana undir í fyrra, kostaði rúm 15 þús. þá minnir mig





    26.11.2009 at 21:02 #668644
    Profile photo of Trausti Jónsson
    Trausti Jónsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 136

    Ég hef verið með þennan búnað í c.a. 3 vetur og bara reynst vel í alla staði. Ég hafði þetta bara eins einfalt og hægt var, notast eingöngu við kúlulokakrana, ekkert fafmagn. Þessi plast-hraðtengi frá landvélumsem sem er nauðsynlegt að nota(mín skoðun), leka alltaf smá og þarf stundum að bæta í dekkin vegna leka Þau gefa eftir og jafnvel brotna ef t.d. dekk nær að narta í loft-slöngurnar, betra að eyðilegja tengin en brettakanntana.
    Einnig hef eg alltaf opið á milli allra dekkjanna og 1 stk loftmæli, er alltaf að fikta í þessu á ferð, og því óþarfi að flækja hlutina. Alltaf er því sami þrístingur í öllum dekkjum en get samt skrúfað fyrir dekkin, t.d. í hliðarhalla svo leki ekki allt loft úr þeim dekkjum sem meiri þungi hvílir á

    Varðandi útfærslu út við hjól er líka hægt að notast við hjólkoppa ef menn vilja ekki sjóða í felgurnar. Eða kaupa gott límkítti í wurth og líma einhverja vinkla í felgurnar. Eg var í upphafi með langar felgurær, mæli ekkert sérstaklega með því.
    Búnaðurninn eins og hann er í bílnum í dag kostaði c.a. 15-20.000- íkr með öllu og var þó hægt að fara ódýrari leið.





    26.11.2009 at 21:25 #668646
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Aðal gallinn við Firestone stýringuna er hversu þröngir lokarnir eru, reyndar flestir loftlokar undir 3/8" ef útí það er farið nema þá manual-kúlulokar.

    Mér er alveg sama þó að menn hafi notað þessi snúningshné með góðum árangri, ég hef gert það líka og þau eru ágæt, sérstaklega að aftan. Að framan eru þau hins vegar alveg sérlega asnaleg þar sem betra væri að fá slönguna beint út frá miðju, heldur en í stefnu á kantinn á felgunni. Hnéð veldur því að slangan fer í "S", sem ætti að vera óþarfi. Ég prófaði að nota bara venjulegt gegnumtak, smurði í það með feiti og misnotaði það þannig sem snúningstengi. Það kom miklu betur út.

    Það eru örugglega hundrað mismunandi leiðir til að festa draslið, ég vil bara helst búa til lausn sem gengur "out of the box", verkfæralaust, beint á hjólabúnaðinn.

    Ég les það allavega hér milli línanna að menn séu almennt búnir að kaupa þetta "konsept" um utanáliggjandi búnað.
    Útfærslurnar eru orðnar nokkrar og virka flestar bærilega þegar allt er orðið klárt.
    Ég setti einfalt svona system í á einu kvöldi(framá nótt svosem), lagði allar slöngur, setti upp loka og græjaði útí hjól.
    Notaði 10mm slöngur í allt, þarf samt að svera upp stofninn að lokunum til að þetta sé virkilega gaman, ég nefninlega nota þrýstiloft af soggreininni(túrbínuna) til að pumpa í. Nóg af lofti og gefur ekkert eftir :-)

    Takk fyrir líflega umræðu, ekki veitir af :-)

    kkv
    Grímur





    26.11.2009 at 21:43 #668648
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég nota líka bara kúluloka, finnst það ekkert svaka sexí, en þetta er bara traust og virkar. Ég er búinn að vinna við loft- og iðntölvustýringar í sirka 8 ár og kominn á þá skoðun eftir alltsaman að rafstýringar eigi ekki erindi í jeppa ef hægt er að leysa hlutina "manual". Það er auðvitað flott að vera með netta takka inni í bíl, gaumljós og þessháttar, en þetta dót er bara mörgum sinnum líklegra til að svíkja þegar mest á reynir. Dótastuðullinn er samt hærri með rafmagninu, það ber að virða :-)

    Ég er með 3-way loka(kúluvalloka) sem ræður hvort ég get pumpað eða hleypt úr(skiptir milli "út" og "þrýstiloft"). Svo er ég með einn loka fyrir fram og annan fyrir aftur sem koma á "T" beint við vallokann. Ef ég vildi bæta þetta eitthvað myndi ég einmitt bæta við möguleika á að loka milli hægri/vinstri, það getur komið sér vel í hliðarhalla.
    Svo er ég með einn mæli fyrir framdekkin og annan fyrir aftur.

    Draumurinn er að vera með manual-kistu, ekki ósvipað og Firestone-græjan þannig séð, en bara útbúin fyrir alvöru flæði, ekki eitthvert sítl. Ég vil geta skotið öllum 4 úr 2psi í 8 á ca 30 sekúndum(35" skurðarskífur sem ekkert er hægt að drífa á án svona búnaðar, umdeilanlegt með hitt :-) ).

    Svona kista er búin að vera á teikniborðinu hjá mér í tæpt ár, verð að fara að drífa í frumgerð.

    Ætli ég pósti ekki inn um framvindu verkefnisins á næstunni, kannski vilja einhverjir taka þátt í prófunum á dótinu í hluta eða heild….?
    Gott í bili

    kkv
    Grímur





    26.11.2009 at 23:20 #668650
    Profile photo of Guðni Sveinsson
    Guðni Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 217
    • Svör: 686

    sæll grímur ég var að ganga frá manual kistu í patrolinn og nota 3/8 krana. mæli með að sjóða nett eyru á felgubrúnirnar með 8mm gati snitta það og skrúfa síðan spöngina á þegar farið er í ferð. Hægt er að nota einn mæli er að fá mælir frá kidda á selfossi kostar 14500kr (sjá til sölu) í aukahlutir ætla að prufa hann er til í að taka þátt í tilraunum með þér kveðja guðni á sigló





    27.11.2009 at 12:57 #668652
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Er ekki bara málið að halda þessum þræði gangandi sem tækniþræði fyrir utanáliggjandi úrhleypibúnað…. það væri frábært ef menn gætu póstað myndum og einhverjum "part lista" yfir það sem menn hafa verið að gera sjálfir og þá einmitt að vera með alla flóruna…. ódýrt og einflat yfir í dýrt og flókið/tæknilegt… (þetta gæti jafnvel gagnast þér Grímur í að þróa staðlað úrhleypi kit)

    Ég fyrir mitt leyti gæti alveg hugsað mér að útbúa ódýran og einfaldan svona búnað hjá mér..

    Kveðja og með von um áframhaldandi góðar undirtektir
    Óskar Andri





    27.11.2009 at 15:50 #668654
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Hér koma nokkrar myndir – vona að þetta virki

    Frágangur við hjól
    [attachment=3:3ol7mr79]20112009627.jpg[/attachment:3ol7mr79]

    Lokakistan
    [attachment=2:3ol7mr79]20112009629.jpg[/attachment:3ol7mr79]

    Dælurnar, 2xFini + kútur og 2xARB fyrir læsingar, loftpúða, lógír o.fl.
    [attachment=1:3ol7mr79]20112009630.jpg[/attachment:3ol7mr79]

    Mælaborðið
    [attachment=0:3ol7mr79]CIMG2965.JPG[/attachment:3ol7mr79]

    kv.
    Benni





    27.11.2009 at 16:05 #668656
    Profile photo of Heiðar S. Engilbertsson
    Heiðar S. Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 414

    Benni, þú ert með 5 takka, fyrir hvað er 5 takkinn og rautt og grænt ljós, hvað gera þau?

    Kveðja frá Noregi
    Heiðar





    27.11.2009 at 16:25 #668658
    Profile photo of Jóhann Jóhannesson
    Jóhann Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 330

    ég mundi giska að það sé einn takki fyrir hvert dekk og þessi fimmti sé til að velja hvort þú sért að hleypa úr eða pumpa í.





    27.11.2009 at 16:28 #668660
    Profile photo of Jóhann Jóhannesson
    Jóhann Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 330

    Benni hvað ertu með sverar slöngur í þessu? og væri ekki hægt að nota einn loka til að velja milli hvort þú sért að hleypa úr eða ekki (3/2) loka





    27.11.2009 at 17:10 #668662
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Það er einn takki fyrir hvert dekk og svo er ein tvívirkur rofi fyrir að hleypa úr eða pumpa í. Rautt ljós logar þegar lekur úr og grænt þegar pumpað er í.

    Það eru 8 mm slöngur og það dugir fínt fyrir 49" hjól og ætti því að vera fínt fyrir allt minna. Auðvitað gerist þetta ekki á einhverjum 30 sekundum – enda slíkt ógjörlegt á stórum hjólum. T.d. tekur um 2 – 3 mín að hleypa úr beint um 8 mm kúluloka þegar hleypt er úr á venjulegan hátt.

    Jú sjálfsagt má nota einn loka – þetta fannnst mér hins vegar vera einfalt og auðvelt að henda upp – en möguleikarnir á stýringum eru ansi margir. Þetta er einfaldasta og ódýrasta gerð af ventlakistu sem ég gat búið til miðað við að hafa þetta ekki handstýrt inni í bíl. Ég er með þetta allt á pallinum.

    Kveðja frá Kóngsins Köben…….

    Benni

    P.S.
    Heiðar, þú ert nú passlega stutt frá núna – ein næturlest og við fáum okkur öllara saman á morgun…. :-) Eða eigum við kannski að taka ölinn á fjöllum í des ?





    27.11.2009 at 17:44 #668664
    Profile photo of Heiðar S. Engilbertsson
    Heiðar S. Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 414

    Benni

    Er ekki öllarinn og smá konni Í jólafríinu hjá mér. Ég ætla að reyna að komast 2 ferðir í fríinu. Ég sé að ég verð að henda svona búnaði í hjá mér. Var komin með innanáliggjandi búnað að aftan, en þetta fór alltaf að leka, svo ég hætti að nota hann. Er með allt í bílnum fyrir þetta, bara leggja út í hjólin.

    Kveðja
    Heiðar





    27.11.2009 at 17:46 #668666
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    sniðug lausn með beadlockið :)

    Væri endilega gaman að sjá fleiri lausnir á þessu… festingum í felgur, loftkistur o.fl..





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 78 total)
1 2 … 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.