Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › usb gps receiver
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
16.01.2006 at 10:49 #197074
Já nú er það ákveðið að skella sér á svona græju sem tengist í tölvuna, þar sem að í minni fyrstu jeppaferð síðustu helgi vissi maður í raun aldrei hvar maður var, elti bara hina og hafði endalaust gaman af.
En málið er að ég hef bara séð eina teg. hjá RSH. eru fleiri með þetta eða er í lagi að taka svona frá usa???
Og eitt annað þarf eitthvað spes kort fyrir þessa móttakara??? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.01.2006 at 11:33 #539164
þarf ekkert auka kort enda tengist þetta í usb tengið á vélinni.
með kveðju
Pétur
16.01.2006 at 12:04 #539166Það verður bara að passa það að hugbúnaðurinn og USB loftnetið virki saman.
Ég fjárfesti í svona loftneti hjá Bílanaust í fyrra og ég hef aldrei fengið það til að virka (og ekki sprenglærður tölvusérfræðingur heldur)
Það þarf alveg að vera á hreinu að hugbúnaðurinn og vélbúnaðurinn styðji hvort annað, því annars er þessum peningum illa varið.Kv
Austmann
16.01.2006 at 13:19 #539168sá nefnilega svona tæki á ebay og það kostaði um 5500kr hingað komið. Hét holux.
16.01.2006 at 13:19 #539170og "Garmin GPS Íslandskort útgáfa:2,01" er þá kannski besta kortið? eða eru menn með eitthvað annað?
16.01.2006 at 14:26 #539172Ég prófaði Garmin 18 USB móttakara hjá RS. Virkar ef maður heldur sig við staðlað settup, þ.e. Windows og þann hugbúnað sem manni er ætlað að nota. Það var hins vegar bölvað basl að fá það til að virka með Linux en gekk þó eftir nokkurra talsvert bras.
12 tungla og WAAS/EGNOS hæft þannig að þetta er ágætis græja þegar hún virkar og 9.900kr m.VSK án hugbúnaðar en 20.900kr með hugbúnaði.
Ég fékk samt aldrei NMEA frá tækinu sjálfu heldur þurfti ég að gera upp sérstakan driver til að fá staðlað NMEA output. Þá græja má finna [url=http://sourceforge.net/projects/garmin-gps/:3ehwxonu]hér[/url:3ehwxonu].
16.01.2006 at 14:44 #539174Rekillinn sem Tryggvi vísar á fylgir línux kjarna 2.6.11 og nýrri, sem þýðir að þetta fylgir t.d. Fedora Core 4.
-Einar
16.01.2006 at 14:48 #539176Ég ætti kannski að uppfæra, var að brasa við þetta í FC3 í janúar í fyrra, rosalega sem tíminn flýgur áfram! 😉
Takk Einar.
16.01.2006 at 15:54 #539178Pantaði þetta á ebay. Kostaði um 6.500 kall hingað komin. Þetta virkar vel með OziExplorer og Nobeltec. Það þarf bara að passa að tækið sendi frá sér NMEA staðlað merki en ég held að þau geri það flest.
Ég næ oftast fínu merki með tækið við framrúðuna, hefur dottið út sé keyrt inn dali. Þetta er víst vatnsþétt þannig að þeir gera ráð fyrir að menn smelli þessu á toppinn á bílnum.
Þetta virkar vel fyrir mig og gerir allt sem ég þarf ennþá. Ég ætla nú að fá mér gott tæki í bílinn seinna meir en þetta er góð og ódýr lausn þangað til.
16.01.2006 at 15:56 #539180hvaða tegund er þetta hjá þér hjólbarði?
16.01.2006 at 16:08 #539182Það eina sem stendur á henni er model no bu-303. Ég var að skoða gps á ebay um daginn og Þá atti ég erfitt með að finna eins tæki en sá aðra tegund sem heitir Altina, virðist vera mjög svipuð flest þessi tæki. Bara passa að það sé NMEA á þessu, þá ætti þetta að virka fínt með flestum hugbúnaði.
Gleymdi að taka það fram áðan að þetta virkar líka með íslandskortum landmælinga.
16.01.2006 at 16:16 #539184Ég var á tíma fyrir framan þig í ferðinni um helgina, er á Terrano. Þessi gps tæki fyrir fartölvur eru góð í þessar minni ferðir en ég mundi ekki þora að treysta þessu í langar erfiðar ferðir, tölvan getur alltaf klikkað og frosið.
16.01.2006 at 17:06 #539186Takk fyrir síðast.
Aðal pælingin er að nota þetta til að vita hvar maður er og reyna að tracka ferðirnar.
verð nú bara með litlu deildinni í einhvern tíma og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur að týnast í þeim ferðum.
16.01.2006 at 17:20 #539188Þetta er ódýrt og að mínu mati hverrar krónu virði. Miklu skemmtilegra að skoða landið þegar maður veit hvar maður er og hvað fjöllin og sveitirnar heita í kringum mann
16.01.2006 at 18:17 #539190
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er með [url=http://www.rsh.is/toppur.php?val=17&sid=108&sida=1&vara=1257:2q6w7pu9]Þessa hérna GPS mús[/url:2q6w7pu9] og ég hef ekki fengið hana til að virka með hvorki visit 4.22 en ég hef ekki prófað það við þetta nýja kort og svo fæ ég það ekki til að virka á Microsoft Autoroute..
En hvernig er þetta íslandskort gps 2,01 er eitthvað varið í það.. trackar það slóða og gerir allt sem að maður vill að þetta kort geri ? og virkar það með þessari mús sem ég er með
16.01.2006 at 19:18 #539192ég hef til sölu GPS tæki(mús) sem senda merki í fartölvuna þráðlaust með bluetooth. þetta eru 16 tungla tæki, mjög nákvæm, einfalt í uppsetningu.
með NMEA staðli.
ath þarf ekki loftnet en hægt að bæta við útiloftneti. EF fartalvan er ekki með bluetooth er auðvelt að kaupa lítinn usb bluetooth dongle!ATH lækkað Verð: 9.900kr
getið sent email á mig til að fá nánari uppl.
Davíð Freyr
sími: 8218986
Verð: 9900 kr.
Hafðu samband:
16.01.2006 at 19:48 #539194Mér sýnist þetta vera eins tæki og ég er með. Prufaðu eftirfarandi í VisIt:
1. Smelltu á File – Options – GPS
2. Hakaður við "Use GPS" og veldu com portið sem músin notar, og veldu "continously". veldu OK.
3. Smelltu á "Search – Using GPS"
4. Smelltu á "Start"Ef diskurinn sem fylgdi músinni hefur verið rétt settur inn þá ættir þú að sjá rauðan punkt á kortinu núna.
Þú sérð líka hvort músin nær sambandi við gervihnött þegar ljósið blikkar.
17.01.2006 at 16:00 #539196
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
já ég var með þetta tæki til prufu.. en núna var ég að fá garmin gps 18 músina og ég fæ alltaf þegar að maður tengir músina við tövluna að windows þekki ekki usb tækið og ég verði að installa driverum, og ég fekk ekki neinn driver með þessu tæki þannig að veit einhver hvað er hægt að gera .. skv. öllu þá að það kort að virka með LMI kortunum en svo sagði r.sigmundsson að það virkaði ekki þvi að LMI erum nmea 182 staðal .. en aftur að músinni veit einhver hvort að það er hægt að sjá að hun virki .. er bara LMI kort en stefni á að fá mér þetta nýja gps kort " gps kort 2,02 ÍSlandskort"
Veit einhver hvort að þetta virki með Microsoft Autoroute
17.01.2006 at 16:04 #539198Garmin USB Driver:
http://www.garmin.com/support/download_ … jsp?id=591Önnur download fyrir Garmin GPS 18:
http://www.garmin.com/support/collectio … 0-00321-00Meira hér:
http://franson.com/gpsgate/guide.asp?se … atform=ppc[b:1uzkz0v9]"The USB version of Garmin GPS 18 does not support NMEA, it only support Garmin’s own protocol. "[/b:1uzkz0v9]
Gangi þér vel.
-haffi
17.01.2006 at 16:45 #539200
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
en hvað er þá þetta á http://www.rs.is : GPS 18 vinnur bæði á NMEA183 og GARMIN.."
En sko ég er búinn að DL-a öllum þessum driverum en samt fæ ég eins og það vanti driver.. getur verið að það virki bara með þessu nýja korti og öðrum garmin kortum og tækið sjáist ekki í tölvunni fyrr að svoleiðis kort eru komin í vélina ?
17.01.2006 at 18:10 #539202USB útgáfan af GPS 18 styður ekki NMEA, en Seríal útgáfan af GPS 18 styður (að mér skilst) NMEA.
-haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.