Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Úrhleypibúnaður í Patrol
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Þór Hafsteinsson 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.06.2005 at 14:52 #196045
Jæja þá er verið að spá í úrhleypibúnað hvernig vværi að félagsmenn deildu reynslu sinni af slíkum búnaði varðandi viðhald og þess háttar hverjir eru lengst komnir í að smíða slíkan búnað , einnig væri gaman að fá að kíkja á bíl með slikum búnaði í.
þess má geta að ég hef ekki áhuga á búnaði eins og Gundur hefur útbúið án þess að vera að fella neinn dóm á þann útbúnað ég er að leita að framtíðar lausn sem bara virkar. umræða vel þegin en vinsamlegast ekkert bull hafið það annars staðar.
kveðja Gísli Þór R3337 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.06.2005 at 17:28 #524188
Mér hefur sýnst sem þessi búnaður sé almennt óttarlega viðhaldsfrekur og viðkvæmur. En þetta virðist líka vera svakalega þægilegt þegar þetta virkar.
Einn galli við svona búnað í Pattanum er að það er settur hringur (kragi) á afturöxulinn, aftan við felguboltana. Þessi kragi gerir það að verkum að það er ekki hægt að skipta um felgubolta að aftan með góðu (þarf að taka öxulinn úr og setja hann í pressu). Gott ef það þarf ekki að taka legurnar af…
Þekki þetta ekki af eigin reynslu heldur frá vinum og vandamönnum.
kv
Rúnar.
19.06.2005 at 21:09 #524190er náttúrulega alls ekki sambærilegur við eftirámixið fyrir aðra bíla. Ef það væri gert ráð fyrir úrhleypibúnaði orginal í növunum á flestum bílum, þá væri það engin spurning að allir væru með þetta.
Sjálfur dreplangar mig til að geta hleypt úr og í innanúr bíl, en hef engann áhuga á mixinu sem er nauðsinlegt til að gera það að veruleika á venjulegum jeppa.
kv
Rúnar.
19.06.2005 at 22:46 #524192Þessum svörum hefði ég geta trúað uppá menn sem hafa ekkert vit eða áhuga á jeppum,ef allir hugsuðu svona hefði aldrei verið breitt einum einasta jeppa á Íslandi, það hljóta að vera lausnir á þessu eins og öllum öðrum vandamálum það þarf bara að leggja hausinn í bleiti og bera saman vandamál og lausnir
með von um betri svör (frá einhverjum sem reynsluna hafa en ekki "Ég held mönnum")
kveðja Gísli
20.06.2005 at 00:15 #524194Ég veit um einn Patrol sem hefur geta notað úrhleypibúnað, en þar var vakað mjög vel yfir honum, og nostrað við búnaðin eins og smábarn. Ég veit líka um einn Patrol sem er með úrhleypibúnað sem hefur bara verið bilaður, og til vandræða. (bæði Rúnar og Gísli vita hvaða bíll það er) Ég þekki þrjá Patrol eigendur sem hentu þessum búnaði í ruslið, og sögðust aldrei fá sér annað eins rusl aftur. Eflaust er hægt að finna einhverja lausn á þessu fyrir Patrol, ef menn nenna og tíma að eyða pening í tilraunastarfsemi, en það hefur ekki háð mér neitt að geta ekki pumpað úr leðursætinu, og af fenginni reynslu tel ég þetta ekki peningana virði í Patrol.
Hvað Bömmer varðar, þá er ágætt ef eitthvað virkar rétt í þeim druslum. Að öðru leiti tel ég þá best geymda á ruslahaugnum hjá Hringrás.
Góðar stundir
20.06.2005 at 10:41 #524196Er mánudagur og rigning kannski líka…?
Djöfull er hægt að misskilja það sem maður skrifar hérnaVar bara í sakleysi mínu að miðla af reynslu minni af því að ferðast með pöttum með svona búnaði. Skal passa mig á því næst að segja bara jákvæðar reynslusögur af pöttum (líklega vissara þegar Gísli er annarsvegar
Annars er hann Ægir upp á hálsum með manna mesta reynslu á að mixa svona búnað í bíla.
kv
Rúnar.
20.06.2005 at 19:35 #524198Rúnar minn!! það eru að sjálfsögðu bara til jákvæðar ferðasögur af patrol! nei ég er ekkert viðkvæmur fyrir slæmum sögum af patrol fjarri því þú getur skrifað hvað sem þú vilt um pattann það breytir ekki skoðun minni á þessum eðalvögnum ég hef enga sérstaka þörf fyrir að fegra minn eða annarra patta í annarra augum, ég er bara ekki sáttur við svör sem þessi (alvöru menn fara út að hleypa úr) eða hvað það var sem þú skrifaðir.Ég veit um vandamálið í umræddum patrol sem þú barðist við uppi í setri, en það eru margir með þennann búnað (Ægir er allt of dýr) þannig að það hlýtur einhver að liggja á lausninni sem er hagkvæm og örugg og þar sem ég bað sérstaklega um að halda bullinu burtu þá finnst mér það sjálfsagt að svo sé gert.
kveðja Gísli
ps ætla að stofna bullþráð fyrir þá sem ekki geta stýrt sér.
20.06.2005 at 22:46 #524200Sæll Gísli, þú sagðir lausnar orðið, ódýr og virkar.
Ég vissi að þú myndir átta þig um síðir.Þetta kom frá Glanna.
Spurt: Ég skrifa þetta bara hér fyrst það er nú þráður hér í gangi sem er tileinkaður þér,en þar sem ég er mikill áhugamaður um úrhleypibúnað þá langar mig að forvitnast aðeins um þennan búnað hjá þér,hvernig hann er uppbyggður og eins hvernig hann hefur reynst hjá þér.
Svar: Þessi búnaður er utanáliggjandi úrhleypibúnaður sem var hugsaður í byrjun til þessa að nota þegar menn fara að klifra jökulinn td. upp um 1000 mertra í mjög bröttum og erfiðum akstri. Þá þarf jú að hleypa úr reglulega og oft þegar maður vildi helst ekki stoppa vegna aðstæðna, slöngurnar voru klárar í bílnum og þú plöggaðir þeim í við rætur jökuls og tóks þær af þegar þú komst niður aftur.
Hugmyndin af þessum búnaði kemur frá Dakar 2000 og einnig eru flutningabílar með sambærilegan búnað í útlandinu enn þeir nota þetta til að halda fullum þrýsingi ef gat kemur á dekk.
Ég er með loftpúða að aftan, loftkút 20 l. og tannlækna loftpressu sem dælir 120 psi inn á kútinn. Mælar fyrir þetta eru þrír, einnig fyrir kútinn og svo fyrir hvorn loftpúðann, einnig er eru rofar til að dæla í og tapa af púðunum, enn síðan er ég með skiptiloka á hvorri lögninni fyrir púðanna þannig að ég get skipt yfir á framhjól og afturhjól. Þá virka mælarnir og rofarnir fyrir dekkin.
Flest allir hlutir í þetta eru keyptir í Landvélum (Snæþór) og TNT hjá Stýrivélaþjónustinni smíðaði það sem þurfti að smíða, langar felgurær og fl.
Spurt: Mig þyrstir að vita hvort slöngurnar sem eru frá brettakantinum og niður í hjól eru þetta slöngur sem þurfa að vera tengdar þegar úr/ípumpunarbúnaðurinn er virkur?
Svar: Já þegar þú ætlar að fara að nota búnaðinn þá tengir þú slöngurnar, enn ég hef próða þær viða td. keyrt hér í bænum á góðum hraða með allt tengt og dundað mér við að hleypa úr og dæla í og snúningstengið sem hannað er fyrir iðnvélar sem snúast mun meira það hitnaði ekki neitt.
Spurt: Og ef svo er hvernig er þegar felgan fyllist af snjó og íshröngli eða krapa flækjast ekki slöngurnar í hjólunum og slitna frá?
Svar: Við tengjum ekki slöngurnar á lálendi í krapa það er engin þörf á þeim þar. Ég notaði þetta í nokkrum ferðum til prufu td. Höfsjökulsferðina og síðan heim yfir Langjökul og ég var með búnaðinn meira og minna á og þetta virkaði ótrúlega vel.
Það var á einum stað enn það var inni í geylinni í Þursborg á Langjökli alveg inni í botni á henni enn þar er mjög þraungt að snúa enn þá gleymdi ég því að ég var með búnaðinn tengdan og slangan náði að krækja aðeins í dekkið að framan enn í gegnum takinu í brettinu er öryggi sem ég vissi ekki um enn það plöggaðist úr og ég smellti því bara í aftur.
Spurt: Eins ef þú ert að fara td. yfir ísilagða á á veikum ís og pompar niður eins og maður lendir alltof oft í þá er náttúrulega ekki mikið svigrúm fyrir svona slöngur nema að vöðlast í dekkin eða hvað því ekki riðja þær frá sér klakanum.
Svar: Við notum búnaðinn ekki, þ.e.a.s að við tengjum ekki slöngurnar á láglendi og ekki í ám og vötnum.
Spurt: Svo er ein spurnig að lokum, hvernig tengir þú slönguna í hjólið? Er þetta einhverskonar hjámiðja sem snýst eða hvað?
Svar: Slöngurnar eru tengdar í snúnigstengið með hraðtengi 6 ? 8 mm á 44? er kanski best að nota í þetta allt 8 mm loftslöngur, 6 mm var gott fyrir 38?.
Varðandi myndir þá hafa þær nú byrst víða, eitthvað er í mína albúmi hér á vefnum.
Þeir sem áhuga hafa á að fá sér svona búnað geta talað við Tryggva / http://www.styri.is
kveðja gundur
21.06.2005 at 01:15 #524202Ef ég man rétt, þá er þetta í annað eða þriðja skifti sem Gundur setur þessar upplýsingar hér inn. Væri ekki eðlilegra að setja tilvísun á upphaflegu færsluna?
Annars er ég þeirrar skoðunar aðferðin hans Gundar sé besta lausnin til að setja fjarstýrðan úrhleypibúnað í bíla sem ekki eru með slíkt frá framleiðanda. Þetta er einfalt og ódýrt og síðast en ekki síst, þá virkar það.
Ég nenni ekki að hafa í mínum bíl dót sem þarfnast sérstks viðhalds og umhyggju en ég gæti vel hugsað mér að setja svona úrhleypibúnað í bílinn hjá mér. Það er minna mál að kippa slöngunum af eða á, en að taka pílurnar úr ventlunum, svo dæmi sé tekið.
-Einar
21.06.2005 at 20:28 #524204Sælir
Best að byrja á því að minnast á að úrhleypibúnaðurinn kom fyrst í Rússneskum bílum, lengi var til einn Gas 66 með úrhleypibúnaði hér á landi en ég veit ekki hvar hann er. Úral trukkarnir eru að mig minnir með úrhleypibúnaði líka, jafnvel væri möguleiki á að kíkja á einhvern af þeim og sjá hvernig það er útfært.
Ég heyrði um Land-Róver sem þetta var útbúið í, held að það hafi verið gert einhversstaðar fyrir norðan, það fylgdi sögunni að það hefði virkað vel og verið til tölulega einfalt vegna efnismikilla nafa.
Svo var á ferðinni hérna Toyota hi-lux, gamall ljósblár með rosa vél og fjöðrun, sá er með úrhleypibúnað.
Aðrar upplýsingar hef ég ekki, munið bara að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi
kv O.Ö.
23.06.2005 at 16:06 #524206Hvernig er með þennan búnað, þegar hann er felldur inn i naf/öxul/whatever. Er hægt að fullpumpa dekk með þessu, 20-25pund eða hvað?
-haffi
25.06.2005 at 20:39 #524208Sæll Haffi
Ef þú nærð að vera með 8 mm lögn og loftkút á 44 tommu dekkjum þá er það ekkrt mál.
Ef um utanáliggjandi búnað er að ræða þá hefur þú meiri möguleika á að velja stærð á lögn en um nábúnað væri að ræða.
kveðja gundur
28.06.2005 at 11:06 #524210Gætir prufað að skoða framnaf á Ford superduty bíl sem er með svona imba-4×4. Lokurnar í þeim eru vakúmstýrðar sem hlýtur að vera mjög svipuð lausn og það sem menn eru að gera fyrir úrhleypibúnað. Leiðinlegur aukafídus þegar vakúmið er notað er að þetta tekur sjálfkrafa inn á sig vatn og þarf helst að hreinsa þetta og smyrja 2svar á ári (þeir sem nota þetta bara innanbæjar þurfa því ekki að hafa miklar áhyggjur). Þetta er reynslan af 99 módeli af SD, kannski hefur þetta verið lagað.
-haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.