Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Úrhleypibúnaður
This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 15 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.04.2009 at 21:03 #204248
Sælir félagar.
Ég setti fátækra manna úrhleypibúnað á Crúserinn hjá mér (utanáliggjandi). Er með 12l kút og 110 psi í honum, mælir fyrir hvert hjól og kút. En mér finnst ég vera svo lengi að hleypa úr dekkjunum niður í lágann þrýsting. Ég er með 8 mm nylon lagnir í þessu. Hver er ykkar reynsla af þessu, eruð þið með sverari lagnir eða er ég bara svona óþolinmóður. Var farinn að hugsa um vacum dælu á draslið en það er kannski óþarfi. Gaman væri að fá smá input frá ykkur um ykkar reynslu af svona búnaði. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.04.2009 at 08:17 #645812
sæll… þú ert bara óþolinmóður byrjaðu fyrr að hleypa úr og hleyptu bara úr á ferð, þetta er dekurkerfi og virkar fínt.
16.04.2009 at 08:38 #645814Sæll Björn
Ég nota þennan búnað þannig að ég er komin í 8 pund, þegar ég set slöngurnar á, ég nota hann ekki mikið í henni 101 Reykjavík.
kv gundur
16.04.2009 at 10:06 #645816Eg er búinn að vera með svona búnað í 3 vetur og hann bara virkar!!! Best er að hafa búnaðinn opinn á milli allra hjóla, þannig að ef þetta er eitthvað að leka eða þá jafnar bíllinn sig sjálfkrafa. Eg tappa úr öllum dekkjunum með einum krana og pumpa sömuleiðis í öll dekkin í einu og er bara með einn mæli og sé nákvæmlega hvað er í öllum dekkjunum, þannig að eg þarf ekkert að pæla í hvað sé mikið í vinstra afturdekki, því það er jafnmikið og í öllum hinum dekkjunum. svo er eg einnig með krana fyrir öll dekkin inn í bíl, þannig að eg get skrúfað t.d. fyrir afturdekkin í langri brattri brekku svo loftið fari ekki úr afturdekkjunum yfir í framdekkin. Eg legg af stað úr húsi með slöngurnar á og tappa úr á ferð eða bæti í. Mest nota eg kerfið til að flakka á milli 2psi og 6psi og það tekur c.a. 30sek og geri það á ferð. eg nota 6mm slöngur og plasthraðtengi úr landvélum, hraðtengin gefasig ef eitthvað rekst í slöngurnar, og þá tengir maður þær bara aftur, (tekur uþb 10sek). og svo er eg með varahluti í kerfið ef eitthvað bilar. þessi búnaður kostaði uþb 20.000.kr fyrir gengishrun. og það var hægt að fara ódýrari leið og líka dýrari, og þá með loftkistu, digitalloftmæli o.s.frv. einnig er mikilvægt að hafa góða loftdælu tengda við kerfið sem kveikt er á með rofa í mælaborði.
16.04.2009 at 10:59 #645818Sæll er búinn að fikta aðeins í þessu í gegnum tíðina. Ég hef að gamni mælt viðnámið eða tregðuna í úrhleypi lögninni og var hann töluverður. Loftið átti ekki greiðan aðgang í burtu einn krani af sömu stærð og hinir fjórir sinnti ekki flæðinu þannig að það myndaðist þýrstingur í úrhleypi lögninn. Þú ert með 4 átta millimetra slöngur þannig að ekki væri verra að hafa td.14mm til að taka við loftinu og hafa krana með stærra rými við úrhleypi slönguna. kveðja trölli_1
16.04.2009 at 17:42 #645820Lenti í þessu líka, var með 8mm slöngu í affallinu af loftkistunni.
Settu 14 mm slöngu í affallið af kistunni og málið dautt.
16.04.2009 at 18:42 #645822já, það er greinilega margt sem ber að athuga í þessu dóti, en það er bara gaman af því. Ég er reyndar með tvær átta mm slöngur frá úrhleypikistunni, úr hvorum enda, en það má kannski opna það betur.
18.04.2009 at 08:22 #645824Sæll hefur þú prufað að mæla viðnámið í úrhleypingunni hjá þér gæti verið brot á slöngu eða einhver hindrun í þessu hjá þér skoðaðu td. gatið í krönunum þar er eins og fram kemur oft mikili tregða vegna hversu gatið er lítið.
18.04.2009 at 09:02 #645826Sælir félagar
Hvernig væri að Björn og þið settuð inn myndir af ykkur útfærsum, maður sér alltaf eitthvað nýtt í hverri útfærslu.
kv gundur
18.04.2009 at 20:05 #645828[img:1vz83d3r]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6497/55946.jpg[/img:1vz83d3r]
[img:1vz83d3r]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6497/55945.jpg[/img:1vz83d3r]
Stýringin er snittaður álkubbur sem hægt er að fá hjá Landvélum eða Straumrás á Akureyri. Hann notar þarna kubb með sex götum, á þetta skrúfast lokar fyrir 8 mm slöngur en fjórar fara út í dekk eða brettakanta, lokinn á öðrum endanum tengist í loftkút eða loftdælu. Hinn endinn fer í gegnum gólfið sem úrhleyping. Hægt eða setja Té minkun í 6 mm á slöngurnar út í dekk fyrir mæla þannig að þá eru 4 mælar einn fyrir hvert dekk.Hægt er að setja tregðu fyrir framan mælana til að verja þá. Einnig er hægt að nota Digital mæla en þá lostan menn við tregðuna, þannig mæla fást hjá Samrás eða K2 á Akureyri
18.04.2009 at 20:23 #645830[img:1690iw4c]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4876/35270.jpg[/img:1690iw4c]
[img:1690iw4c]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4876/35271.jpg[/img:1690iw4c] [img:1690iw4c]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4876/35272.jpg[/img:1690iw4c]
[img:1690iw4c]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4876/35273.jpg[/img:1690iw4c]
[img:1690iw4c]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4876/35274.jpg[/img:1690iw4c]
[img:1690iw4c]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4876/35275.jpg[/img:1690iw4c]
[img:1690iw4c]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4876/35276.jpg[/img:1690iw4c]
[img:1690iw4c]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4876/35277.jpg[/img:1690iw4c]
18.04.2009 at 21:52 #645832Utan á liggjandi úrhleypibúnaður
Til er ódýr útgáfa af úrhleypibúnaði. Sem er þekkt frá Paris-Dakar röllunum, þar sem ekið er mikið í sandi og gott getur verið að geta minka loftþrýsting í hjólbörðunum á ferð, til þess að tapa ekki tíma og drifgetu . Einnig er þetta notað á flutningabílum erlendis, til þess að halda loftþrístingi ef gat kemur á dekk. Á íslandi hefur þetta verið prófað og gefið góða raun, þrátt fyrir vissa annmarka. Takmörk utaná liggjandi úrhleypingabúnaðar felast í því að slöngur liggja frá brettaköntunum og niður í hásingarnöfin og geta slöngurnar skemmst þegar ekið er í krapa eða jeppar brotnað niður um ísilagðar á. Einnig er hætta á því að slöngurnar verði fyrir hnjaski þegar lítið athafnasvæði er fyrir jeppann. Hinsvegar er einfalt að skipta um bilaðar slöngur en þær eru tengdar með hraðtengjum. Tæknilega séð er búnaðurinn einfaldur, það sem þarf er loftdæla sem í flestum tilfellum er þegar til staðar í jeppanum.
og er gott að hafa loftkút t.d. 20 lítra og er það gert til þess að fljótlegt sé að pumpa í dekkin að ferð lokinni. Hægt er að hafa loft eða rafstýrðaloka á loftkerfinu. fyrir fram eða afturdekk, einnig þarf að vera með þrjá loftmæla sem ýmist sýna loftþrýstinginn á kerfinu og svo hinsvegar mæla fyrir ýmist fram eða afturdekk, einnig þurfa að vera þrír rofar sem hægt er að stilla loftþrýstinginn með. Notuð eru fjögur gegnumtök staðsett á brettaköntum eða í stigbretti og slöngur úr 6 eða 8 m/m sverleika eftir stærð dekkja. Í felgunni er búnaður sem Stýrisvélaþjónustan í Hafnafirði framleiðir.
Slöngurnar eru tengdar í snúningstengið og með hraðtengi 6 m/m fyrir 38 dekk og 8 m/m fyrir 44 dekk, öruggast er að nota í þetta 8 m/m loftslöngur, en 6 m/m slöngur hafa dugað fyrir 38 dekk.
Ekki er þörf á að hafa slöngurnar tengdar á lálendi t.d. á krapasvæðum eða í ám, en það er mjög fljótlegt að tengja búnaðinn þegar þörf er á honum.Spurt: Ég skrifa þetta bara hér fyrst það er nú þráður hér í gangi sem er tileinkaður þér,en þar sem ég er mikill áhugamaður um úrhleypibúnað þá langar mig að forvitnast aðeins um þennan búnað hjá þér, hvernig hann er uppbyggður og eins hvernig hann hefur reynst hjá þér.
Svar: Þessi búnaður er utanáliggjandi úrhleypibúnaður sem var hugsaður í byrjun til þessa að nota þegar menn fara að klifra jökulinn td. upp um 1000 mertra í mjög bröttum og erfiðum akstri. Þá þarf jú að hleypa úr reglulega og oft þegar maður vildi helst ekki stoppa vegna aðstæðna, slöngurnar voru klárar í bílnum og þú plöggaðir þeim í við rætur jökuls og tóks þær af þegar þú komst niður aftur.
Hugmyndin af þessum búnaði kemur frá Dakar 2000 og einnig eru flutningabílar með sambærilegan búnað í útlandinu enn þeir nota þetta til að halda fullum þrýsingi ef gat kemur á dekk.
Ég er með loftpúða að aftan, loftkút 20 l. og tannlækna loftpressu sem dælir 120 psi inn á kútinn. Mælar fyrir þetta eru þrír, einnig fyrir kútinn og svo fyrir hvorn loftpúðann, einnig er eru rofar til að dæla í og tapa af púðunum, enn síðan er ég með skiptiloka á hvorri lögninni fyrir púðanna þannig að ég get skipt yfir á framhjól og afturhjól. Þá virka mælarnir og rofarnir fyrir dekkin.
Flest allir hlutir í þetta eru keyptir í Landvélum (Snæþór) og TNT hjá Stýrivélaþjónustinni smíðaði það sem þurfti að smíða, langar felgurær og fl.
Spurt: Mig þyrstir að vita hvort slöngurnar sem eru frá brettakantinum og niður í hjól eru þetta slöngur sem þurfa að vera tengdar þegar úr/ípumpunarbúnaðurinn er virkur?
Svar: Já þegar þú ætlar að fara að nota búnaðinn þá tengir þú slöngurnar, enn ég hef próða þær viða td. keyrt hér í bænum á góðum hraða með allt tengt og dundað mér við að hleypa úr og dæla í og snúningstengið sem hannað er fyrir iðnvélar sem snúast mun meira það hitnaði ekki neitt.
Spurt: Og ef svo er hvernig er þegar felgan fyllist af snjó og íshröngli eða krapa flækjast ekki slöngurnar í hjólunum og slitna frá?
Svar: Við tengjum ekki slöngurnar á lálendi í krapa það er engin þörf á þeim þar. Ég notaði þetta í nokkrum ferðum til prufu td. Höfsjökulsferðina og síðan heim yfir Langjökul og ég var með búnaðinn meira og minna á og þetta virkaði ótrúlega vel.
Það var á einum stað enn það var inni í geylinni í Þursborg á Langjökli alveg inni í botni á henni enn þar er mjög þraungt að snúa enn þá gleymdi ég því að ég var með búnaðinn tengdan og slangan náði að krækja aðeins í dekkið að framan enn í gegnum takinu í brettinu er öryggi sem ég vissi ekki um enn það plöggaðist úr og ég smellti því bara í aftur.Spurt: Eins ef þú ert að fara td. yfir ísilagða á á veikum ís og pompar niður eins og maður lendir alltof oft í þá er náttúrulega ekki mikið svigrúm fyrir svona slöngur nema að vöðlast í dekkin eða hvað því ekki riðja þær frá sér klakanum.
Svar: Við notum búnaðinn ekki, þ.e.a.s að við tengjum ekki slöngurnar á láglendi og ekki í ám og vötnum.
Spurt: Svo er ein spurnig að lokum, hvernig tengir þú slönguna í hjólið? Er þetta einhverskonar hjámiðja sem snýst eða hvað?
Svar: Slöngurnar eru tengdar í snúnigstengið með hraðtengi 6 – 8 mm á 44 er kanski best að nota í þetta allt 8 mm loftslöngur, 6 mm var gott fyrir 38.
Varðandi myndir þá hafa þær nú byrst víða, eitthvað er í mínu albúmi hér á vefnum.
19.04.2009 at 11:19 #645834Hef verið að velta þessum búnaði svolítið fyrir mér og var að spá hvort menn hafi verið að nota AC dælu til að dæla inná kút og hversu mikinn þrýsting þá. Á dælu sem ég á eftir að setja í bílinn og pælingin var að henda í hann kút líka, þannig að maður geti svo seinna sett meira við kerfið. Vitiði hvort AC dælurnar séu að endast eitthvað ef þær eru notaðar svona???
19.04.2009 at 11:40 #645836Sælir, ég er nú ekki svo klár áð ég hafi komið myndunum inn hérna svo ég setti þær í myndaalbúm. Ég er með AC dælu hjá mér og hún er snögg að pumpa 12 lítra kút upp í 110 psi. En mig vantar smurkerfi fyrir hana til að láta hana endast. Hvernig hafa menn verið að útfæra svoleiðis búnað og hvar fær maður svoleiðis á góðu verði. Svo þarf að ná olíunni úr loftinu aftur áður en það fer inn á kútinn.
21.04.2009 at 23:59 #645838Ég nota líka ac dæluna hjá mér.fór í barka og keypti smurglas og rakaskilju til þess að smyrja dæluna og taka raka og rest af olíu sem fer í gegn kostaði eithvað í kringum 10þ kall.reyndar eru glösin doldið stór.
22.04.2009 at 00:26 #645840Sælir
Er með ac dælu í húddinu hjá mér sem ég mixaði smurkefi við,fór í Barka og talaði þar við mann sem ég þekki og er kallaður Steini volvo, hann er alger snillingur í þessu.
Fékk hjá honum raka glas sem ég kom fyrir á lögnina frá dælu og inná kútinn, nema hvað að neðan á glasinu er stútur til að tæma glasið, fékk granna slöngu sem passaði þar uppá og leiddi hana inná loftinntakið fyrir dæluna, boraði bara nett gat á inntaks lögnina rétt við dæluna, tróð slöngunni þar inn og kittaði með og setti síðan olíu á glasið.
þannig að núna tekur dælan alltaf aðeins smá olíu inná sig þegar hún er að dæla og raka skiljan nær henni síðann að mestu leyti frá aftur, svona hringrásar þettað bara meðan dælan snýst og virkar vel.
Fékk svo hjá honum allt sem ég þurfti til að græja loftkerfi t.d. mæla, dót til að drepa á dælunni við ákveðinn þrýsting sem ég man ekki hvað heitir og margt fleira.
Kv Atli
22.04.2009 at 09:44 #645842Mæli ekki með að gera svona hringrásarsystem þar sem tekið er neðst úr rakaskiljunni. Rakaskiljan, eins og gefur að skilja, skilur nefnilega ekki bara olíu úr loftinu heldur líka raka. Vatnið skilur sig svo frá olíunni í glasinu og sest á botninn í því. Því er hætta á því að "smurninginn" á dælunni fari að mestu fram með vatni.
22.04.2009 at 10:45 #645844Já þessvegna setti ég tvö glös til þess að sleppa við þessa hringrás.smurglasið lítur allveg eins út og rakaskiljan nema það er ekki þessi stútur neðan á því.
22.04.2009 at 12:45 #645846Er alls ekki sammála þessu vegna þess að smurglasið eða rakaskiljan í þessu tilfelli er bara rétt við dælu, kannski meters slanga þar á milli, þannig að raka myndun er allveg sára lítil ef þá einhver, ég er ekki að tala um að taka þrýstinginn úr kútnum inn á glasið, og hinnsvegar er glasið glært þannig að maður sér það strax hvort raki sitji neðst í því, og að síðustu kíkir maður alltaf á olíuna á kerfinu um leið og maður skiptir á bílnum.
Þannig að þettað ætti að vera allveg skothelt nema menn setji bara einusinni olíu á kerfið og kíki ekki á það fyrr en eftir 10 ár.
Kv Atli:)
22.04.2009 at 21:26 #645848það er bara gaman að lesa þennan þráð og sjá hvar menn eru komnir í að nota þessa að ferð við úrhleipibúnað.
og þið sem hafið góðar hugmyndir í jeppa sportinu bara láta vaða. Ég mann hvað menn sögðu að gundur væri rugggggggggggggggggglaður að gera svona og að þetta gæti ekki gengið menn gerðu bara grínn af þessu.áfram jeppakonur/menn á svona tilraunum erum VIÐ komnir þar sem við erum í dag og umheimurinn er að sjá að við kunnum okkar fag (sjá leiðangra á suðurskaut og norðurskaut)
brumm brummm BRUMMMMMMMM
22.04.2009 at 22:17 #645850Hver er kostnaðurinn við svona búnað, með slöngum, tengjum, mælum og lokum, annað hvort handvirkum eða rafstýrðum?
Hvað eru menn með fínt kvarðaða mæla og hefur enginn notað þráðlausa þrýstiskynjara sem settir eru inn í felgurnar og senda upplýsingarnar á skjá?
Kv. Jói Barða
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.