This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by þórólfur Almarsson 11 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Héldum af stað á Föstudagskvöld 3 á 3 bílum ;=)) Þas eftir stutta viðgerð á vatnskassa Straumsins Toy DC .
Haldið að Súlendu á vopnafjarðarheiði Þar var haldið á Snjóinn sem gekk ekki vel til að birja með sökum vondrar færðar, Eftir ítrekaðar úrhleipingar gekk betur og haldið í átt að Hrútfelli vestur firir það og að skála 4×4 að Urðum komnir þangað um 3 að nóttu verulega þúng færð hluta leiðarinnar og dugði ekki minna en að hleipa niður í 1,5 psi svo eitthvað gengi,
Eftir talsvert bras við að komast inn í skálann var borðaður náttverður og farið í svefn um 5,30.
Talsvert hvasst og kóf sem stóð til hádegis daginn eftir ,
Skiftum um einn Hjörulið í Upptippingnum Forönner 44″ og fórum af stað um 13,30 í skafbjörtu og sól
færð ekkert betri enn höfum þetta þó, Farið austan við Þverfell og frammhjá Hafralóni gekk hægt enn öruglega og vorum komnir í Vatnsenda inn af Þistilfirði um 20, þar var færð betri síðustu 2-3 km enda talsverð lækkun að skála ,
Rekið upp grill að hætti Grodda og étið og ;=)) ógurlega, svefn á góðum tíma ,
Vaknað um 9 í logni og Sólskini 2 gráðu frost.
Ákváðum að halda sömu leið til baka að Urðum (Ég gleimdi úlpu minni þar) og tók sú ferð ekki nema 1t og 40 m
í slóðina frá deginum áður .
Áð og drukkið kaffi og haldið áfram að Svartfelli í Langadal þar sem farið var á veg og heim .
Þarna er nógur snjór eins og ifirleitt alsstaðar á heiðum hér Hefur greinilega snjóað verulega mikið firir stuttu .
Þetta var alveg mögnuð ferð að skemmtun og félagsskap .
Kveðja Þórir ( Hrollur)
You must be logged in to reply to this topic.