Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Upptaka olíugjalds
This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 20 years, 8 months ago.
-
AuthorReplies
-
18.09.2003 at 17:37 #476578
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það má vel vera að það sé hægt að benda á ýmis sanngirnisrök fyrir þessu og þetta kerfi sé réttlátara. En fyrir þá sem nota dieselbíl á fjöllum í þungu færi kemur þetta verr út, hvort sem menn eru á föstu gjaldi eða kílómetragjaldi. Eldsneytiseyðsla á km. í þungum snjó er eðlilega mikil og svo er náttúrulega alveg draumur að vera á fasta gjaldinu sem nánast hvetur mann til að ferðast sem mest.
Við þurfum að finna góð rök á móti þessu og halda þeim vel á lofti 😉
18.09.2003 at 23:40 #476580Sælir félagar
Er upptaka olíugjalds ekki hið besta mál ?
Eftir að vera búinn að hlusta á menn tala
fjálglega um hvað díselbílar eru ódýrir í
rekstri hlýtur þetta að vera himnasending
fyrir þá.
Eru menn ekki að segja að bílarnir eyði
svo litlu ? Skiptir þá nokkru máli hvort
maður borgar 45 eða 90 krónur fyrir lítrann ?
Ekki þarf maður þá að borga þungaskatt.
Ég vil meina að það sé kominn tími til að
koma þessu olíugjaldi á, þó fyrr hefði verið.En kannski geta menn ekki ferðast ef þeir
þurfa að borga fullt verð fyrir húshitunarolíuna.
Þá er bara eitt ráð; selja dýra díselbílinn og fá
sér ódýran bensínbíl og ferðast fyrir mismuninn
og hafa gaman að því.Kveðja Steinmar
19.09.2003 at 09:23 #476582
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Þetta er náttúrlega bara reikningsdæmi einsog allt annað. Þungaskattur af meðalstórumum jeppa 1500-2000 kg er 139.409 kr km gjald af sama bíl er 6,4 kr, 139.409/6,4= 21.782 km þarf að aka til að borgi sig að borga fast gjald. Ef bíll eyðir 12 l/pr 100 km þá kostar km í dag (0,12*44kr)+6,4=11,68 kr, sami bíll með olíugjaldi kostar 0,12*90=10,8 kr mism á ári (11,68-10,8)* 21782 km = 19.168 kr, hægt að kaupa Hiclone fyrir það og spara ennþá meira hehe. Ef menn hafa verið á fastagjaldi og ekið minna en 21.782 km þá gefur olíugjaldið meiri mismun. T.d. 17000 km 45569 kr. Til þess að olígjaldið verði dýrara en fastagjaldið þarf að aka meira en 25300 á ári mv 12 l/100km. Til að flækja málið enn frekar þá er þetta líka spurning um eyðslu bílsinns. Þannig að þeir sem eru með bíl sem eyðir meira en 13,91 l/100 km og aka 21782 km á ári koma út á núlli. En eyðslu frekari bílar verða þá dýrari í nýju kerfi.
Fyrir þá sem hafa verið á km gjaldi kemur þetta þannig út að ef bíllinn eyðir meira en 13,91 l/100 km þá verður nýja kerfið dýrara.
Ég styð upptöku olíugjalds þar sem það yrði hagstæðara fyrir mig, allavega á sumardekkjunum, og þá borgar maður notkunina jafnóðum en ekki eftír á (km gjald), eða fyrirfram (fastagjald).
Ég held líka að akstur í þungu snjófæri sé það lítill hluti af notkuninni, að sá viðbótarkostnaður sem olíugjald hefði á þá notkun, skipti litlu máli.
Ef menn hafa áhuga þá get ég sent mönnum Excel forrit sem reiknar þetta út fyrir hvern og einn, sendið mér póst á tlclj73@hotmail.comOlíugjalds kveðjur Óttar A
19.09.2003 at 09:51 #476584
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er auðvitað allt fínir útreikningar og kannski er þetta fastagjald bara sálfræði. Þ.e. þú borgar fyrirfram stóran hluta af kostnaðinum þannig að þá er eins gott að fá sem mest fyrir þann pening. Ergo, best að ferðast bara sem mest og vera helst aldrei tvær helgar í röð í bænum. Sem er náttúrulega besta mál. Eg fóra nákvæmlega í þveröfuga átt við ráðleggingar Steinmars, þ.e. losaði mig við ódýra bensínbílinn og keypti mér dýrari dieselbíl. Það að þurfa að kaupa eldsneyti fyrir 20-30 þús fyrir túr er fyrir mig biti og maður var farinn að setja bremsu á sig, "nei best að sleppa þessum túr, ég er búinn með kvótan þennan mánuðinn" Svo þegar maður var kominn í snjóinn og vélin fór að taka á sturtaði hún bensíninu í sig með lítil breyting var á eyðslu dieselfákanna. Það er nefnilega ekki nóg að reikna þetta útfrá lítrum á km., á fjöllum reiknar maður lítra á klst og er kannski að fara tiltölulega fáa km.
"Ef sverð þitt er of stutt, gakktu þá skrefi framar" sagði kerlingin og þetta má útfæra "Ef þungaskatturinn (fastagjaldið) er of hár, ferðast þú meira".
19.09.2003 at 10:18 #476586Ég er nú búinn að aka svo lengi í þungaskattskerfinu að maður kann ekkert annað. Hvorumegin hryggjar sem réttlætið liggur, þá minnist ég hinsvegar útvarpsviðtals við einhvern náunga úr tekjudeild fjármálaráðuneytisins um það leyti sem fyrra frumvarpið var lagt fram (þetta sem dagaði uppi), og sá vildi meina, að þegar þungaskattur yrði felldur inn í olíulítrann, þá yrði (svo vitnað sé beint í hans orð) "..að hafa gjaldið það hátt, að verðið á olíulítranum yrði alltaf jafnhátt og bensínlítrinn, því það er auðvitað engin sanngirni í því gagnvart þeim, sem vilja fremur aka á bílum með bensínvél að hafa þarna mismun á. Eigendur dieselvélanna eiga ekki rétt á að njóta hagræðis í formi ódýrara eldsneytis til viðbotar því hagræði sem felst í sparneytni dieselvélanna" og fréttamaðurinn samþykkti náttúrulega þetta um leið, alveg andaktugur enda báðir opinberir starfsmenn!
19.09.2003 at 11:17 #476588
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eg hélt að málið væri einmitt að kerfið ætti að hvetja til notkunar á sparneytnum dieselbílum og þá með því að gera það að hagkvæmari kost en bensínbíla. Núverandi kerfi er auðvitað óhagstætt fyrir sparneytna diesel fólksbíla í venjulegri notkun og eigendur flutningabíla eru líka ósáttir. Diesel er auðvitað umhverfisvænna og ætti út frá því að vera hagstæðara í almennri notkun. En auðvitað kemur ríkið til með að gæta þess að sínar heildartekjur minnki ekki, það sem sparast hjá einum verður bara tekið af öðrum.
Það er semsagt bara út frá þröngum sérhagsmunum mínum sem ég er að maldra í móinn. Er það ekki alltaf þannig að menn eru fylgjandi umhverfisvernd þangað til það snertir þeirra eigin buddu!
Kv – Skúli
19.09.2003 at 11:45 #476590
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nei, enda er ekki verið að taka upp olíugjald til þess að gera rekstur jeppakalla á diesel bílum ódýrari, heldur til þess að gera smádieselbíla og fólksdieselbíla rekstur raunhæfann og ódýrari kost, en sambærilegra bensínbíla. Enda eru höfuð óvinir þessara breytinga einmitt þeir sem myndu missa smá spæni úr sínum öskum, þ.e. þríhöfða- samráðsolíusöluþursinn.
Kv ÓA
19.09.2003 at 12:56 #476592Það er alveg kýrskírt að olíugjald er landsbyggðarskattur.
Þeir sem tala harðast fyrir olíugjaldi( FÍB ) taka
eingöngu mið af suðvesturhorninu og smábílunum. Fyrir mig sem venjulegan deifbýlis mann er þetta klárlega veruleg skattlagning, bæði í vöruverði- flutningskostnaði- og á einkabílnum.
Verulegur hluti snjóaksturs hjá mér er á "þjóðvegunum", vegagerðin heldur ekki vegum opnum alla daga vikunnar og allsekki ef það er eitthvað að veðri.Burt með olíuskattinn.
Óli Hall.
19.09.2003 at 13:39 #476594Sæll Arnar
FíB talaði um að þetta kæmi verst niður á Landsbyggðinni og þeim sem á henni byggju í formi aukins kostnaður við landflutninga.
Þrátt fyrir að vera bensín brennari er þetta líka spruning um skattgreiðslu/niðurgreiðslu form. Tel ég að eðlilegra sé að allir ríkisborgarar séu skattlagðir jafnt og síðan séu gerðar íviljanir fyrir þá sem búa við erfiðari aðstæður ef ástæða þykir.
Hvort sé verið að nýðast á landsbyggðinni eða hylla borgarbúum ætla ég ekki að fara út í. Ekki má gleyma að við höfum sett okkur kvóta á losun CO2 í loftið. Með því að fjölga dísel smábílum má ná fram lækkun á CO2 sem þeir blása frá sér og nýta þann mun í iðnað sjáfarútveg eða einhvað slíkt.
Flestir vegir sem við "borgarbúar" ökum um á koma úr sjóðum borgarinnar en ekki ríkissins. Ég vill leggja áherslu á orðið FLESTIR í setningunnni hérna að ofan. Þannnig að ekki er mismunað fólki milli landshluta og staða um framlag í þjóðvegakerfið.
Enda væri í beinu framhaldi af þessu væri eðlilegt að allir vetnis/hybrid bílar væru tollfrjálsir til að ýta undir að fólk nýti sér þá.
Kveðja Fastur
ps. Þetta eru mínar skoðanir og ég get alveg haft rangt fyrir mér.
19.09.2003 at 14:05 #476596Eiginlega ætti ég sem dieselkall ekki að hafa orð á þessu, en í ameríku, þar sem allt er stærst og best (að þeirra sögn) er mengun einna verst í Kaliforniu. Þar er þeim meinilla við dieselvélar og vegna þess að þær spúa úr sér sótögnum í margfalt meira mæli en bensínvélar, og þessar sótagnir segja þeir krabbameinsvaldandi. Mengun frá bensínvélum hefur minnkað mikið með tilkomu hvarfakútanna (catalytic converters) Samkvæmt þessu er landsbyggðin beinlínis krabbameinsvaldandi með alla flutningabílana og fiskiskipaflotann! Annars er það alveg rétt hjá "Arnari" að þungaskatturinn getur orðið landsbyggðarskattur, ekki síst ef það verður úr, sem manni skilst að sé í frumvarpinu, að 10 kr. sérskattur verði lagður á þunga kg flutningabifreiða, annarra en fólksflutningabifreiða. En varðandi ríkisvegi í þéttbýli, þá er Vesturlandsvegur, Kringlumýrarbraut, Miklabraut, Hringbraut og Reykjanesbraut, svo dæmi séu tekin, þjóðvegir í þéttbýli og því eru þeir og umferðarmannvirki sem þeim tilheyra greidd af vegafé að mestu. Aðrar götur eru svo mál sveitarfélagsins, en þetta gildir líka hér á Sauðárkróki og öðrum krummaskuðum á landsbyggðinni. Þarna er því engin mismunun í gangi. Þungaflutningar um þjóðvegina stafa af því að flestum vörum er skipað um Reykjavíkurhöfn, bæði út og inn og því má segja að þar séu allar okkar vörur skattlagðar í sjóði Reykvíkinga, ef maður vill vera verulega illkvittinn! En svona í alvöru talað, þá er þjóðhagsleg hagkvæmni án efa í því fólgin að dieselbílar séu meira notaðir en bensíntíkur, því dieselvélarnar eru svo miklu nýtnari á eldsneyti og því fara færri lítrar í hvern farþegakílómetra hjá þeim. Það skiptir líklega mestu.
19.09.2003 at 14:17 #476598
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan dag!
Er að mestu sammála "Föstum". Held að þetta tal um dreifbýlisskatt sé á villigötum. Tek fram að ég er sjálfur dreifbýlismaður. Eins og Fastur bendir réttilega á þá hirðir ríkið jafnmikið af olíunni sem notuð er við að keyra innanborgar-markanna og utan en þarf ekki að sjá um viðhald á götum innan borgarmarka, nema líklega á því sem kallast þjóðvegur 1, t.d. Miklubraut o.s.frv.. Þannig má alveg eins segja að einungis með því þá eru borgarbúar í raun að borga meira fyrir vegi annars staðar og líka í borginni bara þegar þeir keyra til vinnu sinnar innan borgarmarka. Er ekki bara eðlilegt að þeir sem nota vegina mest borga fyrir það.
Má alveg eins benda á það að dekkin hjá þér Arnar slitna væntanlega líka meira og er það þá ekki dreifbýlisskattur líka að þau séu ekki ódýrari sem því nemur…málið er að það er endalaust hægt að tína til eitthvað sem menn geta kallað dreifbýlisskatt. Má þá ekki líka kalla það þéttbýlisskatt af því fólk þarf venjulega að aka lengra til vinnu í höfuðborginni…nú eða að fasteignaverð er kannski 20% hærra heldur en í dreifbýli. Menn verða að fara varlega í að fullyrða um þetta og ekki gleyma því að val á búsetu er frjáls í lýðræðisríkjum.
Held að aðalmálið sé að láta "markaðinn" ráða verðum og ríkið að leggja sem jöfnust gjöld á alla og færa það svo til eftir þörfum til að hjálpa undir þar sem þarf ef að halda á úti byggð…eins og er reyndar gert með t.d.jöfnunarsjóðum o.s.frv.
góða helgi,
Maskin
19.09.2003 at 14:19 #476600
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef mjög svipaðan skilning á þessu máli og Skúli og tek undir með honum. Ekki dæma þó allir út frá þröngum sérhagsmunum og dáist ég því af Steinmari fyrir að vera þessarar skoðunnar, því að það má áætla að eldsneytiskostnaður algengs túrista-jeppa á mánuði, hækki um sem svarar verði þriggja bjórkassa eða þá að okurhá tryggingariðgjöld af fjallatrukknum væru hækkuð um 150%.
Þungaskatturinn er ekki nýr skattur, heldur er einungis verið að ræða um nýja innheimtuaðferð. Þetta er ekki nýtt mál og eldra en hugtakið ?gróðurhúsalofttegund? að ég held. Gagnvart ríkinu snýst þetta um peninga þó málið hafi verið sett í umhverfisvænan pappír (smábílar með dieselvél). Ef ég fer rétt með að þá eru veruleg vanskil í núverandi kerfi sem kostar ríkisjóð nokkrar fjárhæðir á ári. Ríkið vill hafa þetta eins og með benzínið að borga skattinn um leið og olíuna, í von um betri innheimtu. Vandin er bara sá að Diesel olía ólíkt benzíninu er notuð á vinnuvélar, til húshitunar og báta svo eitthvað sé nefnt. Þessir aðilar borga ekki þungaskatt því þeir nota ekki gatnakerfið. Sem er nú fyndið í sjálfu sér því minnst af þessum aurum fara á gatnakerfið.
Gaman væri að vita hvernig hið opinbera ætlar að haga eftirliti með því að menn noti litaða olíu á bíla um allt land, á að búa lil nýja ríkisstofnun ?
Hver verður eftirlitskostnaðurinn fyrir ríkið ?
Ætli sé mikið mál að ná litnum úr húshitunarolíunni ?
Ef breytingin verður, ætli einhverjir keyri á húsitunarolíu og fái jafnframt olíustyrk frá ríkinu vegna kyndikostnaðar ?
ÓE
19.09.2003 at 14:29 #476602
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vill bara benda á að í Ameríku er low-sulfur dísel ekki almennt komið á markað ennþá eins og í evrópu en á að koma 2006 og verður væntanlega sprenging á díselmarkaðnum í USA á næstu árum.
Málið er að Kanar eiga slæmar minningar díselbílum frá í gamla daga þegar þeir spúuðu svörtum reyk eins og kolabrennsluvélar en eru að vakna af svefninum og átta sig á, eins og evrópuríki hafa gert fyrir nokkru, að nútíma díselbílar eru mun sniðugri kostur…bæði hvað eyðslu og mengun varðar. Enda selst VW Jetta Turbodísel eins og heitar lummur í USA enda nánast eini dísel fólksbíllin í boði þar en von er á fleirum…s.s Jeep Liberty(Cherokee) o.fl.
En eins og menn vita er búið að hreinsa útblástur frá díselvélum þannig að mengun er minni frá þeim heldur en bensín.Kveðja,
Maskin
19.09.2003 at 14:45 #476604Svona til að halda áfram með illkvitnina, þá hafa íbúar suðvesturhornsins í formi fjöldans, kostað lang stærsta hlutann við vegaframkvæmdir dreifbýlisins, einnig hefur sami hópur greitt niður orkukostnað við flutninga á þessum sömu vegum. Er ekki kominn tími til að notendur þessara vega greiði þann kostnað sem af notkun þeirra hlýst ??
kv. vals
19.09.2003 at 20:10 #476606Heyrðu hérna Vals, nota Reykvíkingar ekki vegina nokkurn veginn í réttu hlutfalli við mannfjölda líka? Hvernig fara menn t.d. í sumarbústaðina sína uppi í Borgarfirði og austur í Grímsnesi, hvaða leiðir fara menn í gæs og rjúpu (þegar veiði á henni var leyfð) nú eða í laxinn, í sumarfrí og lifa ekki nokkuð margir á höfuðborgarsvæðinu á því að selja okkur dreifurunum sitt lítið af hvoru og nota vegina til að flytja það og svo má lengi telja. Annars eigum við ekki að festa okkur í þessari vitleysu. Við höfum satt að segja ekki efni á því að egna saman þéttbýli og dreifbýli. Þetta er nú ekki svo stórt land að maður tali nú ekki um mannfjöldann; mér dettur í hug ameríkani, sem ég hitti í fyrra, en hann orðaði það svo að "one can´t call you a nation, you are more like að tribe" og það er nú líklega tilfellið. Reyndar átti hvorugur okkar upptökin að þessu, enda á ég öll mín börn og barnabörn í Reykjavík og vil veg hennar því sem mestan.
kv.
19.09.2003 at 22:58 #476608Þetta er alveg rétt hjá þér Ólsari, auðvitað notum við íbúar suðvesturhornsins vegi landsins, Þó að menn geti farið í hár saman af minna tilfelli. Illkvittni var yfirskriftin, tekin upp eftir þér, enda full af hæðni sem beinist kannski að skrifum félagsmanna og ekki félagsmanna hérna á vefnum. Hérna skrifa menn, stundum konur, alskyns fróðleik sem oft hefur verið mjög gagnlegur, einhverja vitleysu til að fá smá fútt í umræðuna eingöngu gert til gamans, en því miður stundum efni sem á ekki heima hérna á vefnum. En margir eiga það sameiginlegt að skrifa hér án allrar ábyrgðar, ég veit til dæmis ekki hver þú ert, þó að skrif þín beri vott um að þú sé menntaður. Ég get alveg unnt landsbyggðalý….. not af malbikinu, þrátt fyrir að skattinum sé misskipt.
En hvað málefnið varðar sem þessi þráður var byrjaður með get ég ekki tjáð mig um, þar sem ég hef ekki aflað mér næga vitneskju á því. Ég veit ekki hvernig þessi skattheimta verður, lítraverð, eftirlit o.s.f.
Annað málefni sem skrifað hefur verið um hér á vefnum í dag og fyrir einhverju síðan, hefur gjörsamlega misboðið eðlisfræðikunnáttu minni, en það er ?HiClone?. Nú er kannski tími til að vera illkvittinn. Að halda því fram að með því að snúa loftinu í hringi aukist kraftur vélarinnar ásamt tilheyrandi eldsneytis sparnaði ? Hvað gerist þegar þessi hringavitleysa fer í gegnum túrbínuna eða í gegnum ?intercooler?-inn. Fæst þá fullt af litlum hringavitleysum? Með því að láta loftið fara í hringi eykst vegalengdin sem loftið þarf að ferðast og þar með verður meiri ?túrbúlens? í loftgöngunum sem þíðir minna loft inn á vélina með þver öfugum árangri. Það versta er að það er nánast alltaf hægt að reikna sig fram til óskaðra niðurstöðu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að tilgangur manna sé heiðarlegur en við prófanir á þessu apparati verið hlutlausir og ekki búast við fyrirfram ákveðinni niðurstöðu þá kemur réttasta niðurstaðan fram.
Þessi málsgrein átti kannski heima í öðrum þræði en ég var bara byrjaður að skrifa.
E.s. nafnið ?afgas? hefur verið notað um útblásturloft véla í marga áratugi, af vélstjórum sem verkfræðingum, nafnið er og hefur verið notað í kennslubækur bæði á háum sem lágum menntastigum. Það er löngu orðið íslenskt og önnur heiti á þessari lofttegund er röng nema kannski púst, s.b. pústurrör.
kv. vals
20.09.2003 at 08:49 #476610Þakka þér ágætan pistil, Vals. Ég sé að við erum að tala sama málið, ef svo má segja. Tek undir þetta sem þú segir um afgasið, var reyndar sjálfur að reyna að koma þessu sama á framfæri einhversstaðar í þessu samhengi. Varðandi þetta svokallaða Hi-Clone eða hvað það nú heitir, þá var búið á þessum vettvangi að tengja við ágæta umfjöllun ættaða frá USA um þessi efni, þar sem þetta var allt saman hrakið út í hafsauga á vísindalegan hátt, ásamt nokkrum fleiri svona gullgerðarlistum. Mér sýnist þetta komið á trúarbragðastigið og nenni ekki að taka þátt í umræðu um það.
Bara vegna þess að þú getur um að þú vitir ekki hver ég er, þá hefur það aldrei verið neitt leyndarmál að ég heiti Guðbr. Þorkell Guðbrandsson, er fæddur og uppalinn þorpari frá Ólafsvík og kenni mig alltaf við þann stað, þótt ég hafi ekki átt þar heima nema til tvítugs, en ég er núna kominn á sjötugsaldurinn og líklega með þeim eldri sem eru að skrifa á þennan skemmtilega vettvang. En jeppadellan hefur fylgt mér frá því ég var unglingur og batnar sem betur fer ekki. Varð félagi í 4×4 Rvík á sínum tíma, fékk þar númerið 650, og held því enn, en átti þátt í stofnun deildar hér á Sauðárkróki, þar sem ég bý nú. En fjalla- og jeppadellan gengur í ættir, það kannast margir við dætur mínar, sem heita Jóna Bryndís, gift Árna Páli Árnasyni, bifv.virkja, einum af fv. form. 4×4 og hin heitir Harpa Lind og er gift Grími Sigurjónssyni, rekstrarfræðingi, en þau voru í tvö ár veðurathuganamenn á Hveravöllum og hafa verið í afleysingum þar flest sumur síðan. Það er sumsé talað um fjallaferðir og jeppa í fjölskylduboðum og lítið annað!
31.03.2004 at 12:50 #476612[url=http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=80006&e342DataStoreID=2213589:2064dpdo]Samkævmt RUV[/url:2064dpdo]á að leggja fram frumvarp í dag. Það var viðtal við Geir Haarde í hádegisfréttunum.
-Einar
31.03.2004 at 13:06 #476614Var líka að hlusta á RÚV (óvart) í hádeginu og heyrði þessa frétt eins og Einar Kj. Við vorum svo sem búnir að þvæla fram og aftur um réttlæti og ranglæti í þessu sambandi og auðvitað verða menn seint sammála. En þetta er fyrst og fremst hvati í þá átt að litlir diesel bílar verði hagkvæmari. Nú fer t.d. að verða vit í því fyrir almenning að kaupa sér Skoda Octavia eða viðlíka bíla með dieselrokk. Hinsvegar er margt ágreiningsmálið í þessu. T.d. finnst mottuliðinu skrítið að þurfa að borga þungaskatt af eldsneyti á sleðana sína, sem koma aldrei og mega aldrei koma á vegi með vélina í gangi. Eina notkun þeirra á vegunum er þegar þeir eru dregnir á kerrum einhverja spotta. Ég er svo sem ekki búinn að leggjast í flókna útreikninga í sambandi við þetta, en mér sýnist fljótt á litið að þetta breyti litlu fyrir mig miðað við akstur minn nú orðið.
31.03.2004 at 14:47 #476616er þetta ekki hið bezta mál, sé nú ekki hvað það skipti miklu þó að moppu-eigendur borgi þungaskatt af eldsneyti, á þá ekki líka að taka tillit til þeirra sem eru með garðsláttuvélar, eða þá sem eiga pólskan pikkup með benzinmotor !!!
kv
Jon
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.