Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Uppskrúfaðar CP-stöðvar
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Emil Borg 22 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.10.2002 at 17:20 #191754
Var það ekki hægt hérna í gamladaga að skrúfa upp CP-talstöðvar þannig að í þeim heyrðist um fjöll og fyrnindi, það væri gaman að vita hvort þetta sé hægt í dag.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.10.2002 at 12:09 #463902
Er með eina CB sem heyrist í frá Select út á Seltjarnarnes en vandræðin er að viðtalandi minn verður að vera innan við 1 km. frá mér ef ég á aðheyra í honum, þ.e.a.s. ef hann er ekki með tjúnaða stöð eins og mín. Ég keypti hana notaða og kann engin skil á þeirri tækni sem er beitt við svona lagað en þetta er allavega hægt
30.10.2002 at 12:25 #463904
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þið getið farið á radíó verkstði sem eru með cb stöðvar og þeir geta skrúfað þær upp það var verkstði í Suðurveri 2.hæð ég veitt ekki hvort hann er enþá en hann er mjög góður þi þessu
30.10.2002 at 14:25 #463906Breaker, breaker…
Við bræðurnir erum með ósköp venjulegar stöðvar og við gátum talað saman þó annar væri í Mosfellsbæ í skjóli við blokk og hinn væri niðrá Grensásvegi. Ég held að ef loftnetin eru góð og loftnetsleiðslurnar eru í lagi þá heyrist ágætlega í CB stöðvum. Menn eru svo oft með eitthvað gamalt drasl úr geymslunni og svo virkar ekkert nema bílarnir snertist.
Over and out…
30.10.2002 at 16:01 #463908
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mín nýja CB er 4w en ekki 2.5w,þ.e.a.s. transmitterinn… á ég þá ekki að drífa e-ð vel? (Danita 1608)
kv.Haukurinn
30.10.2002 at 16:59 #463910
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef menn eiga í einhverjum vandræðum að heyra í CB stöðvum
á milli bíla er um að gera að láta fagmenn fara yfir allt draslið.
CB stöðvar eiga að geta haft samband sín á milli allavega í
sjónlínu. Ég man ekki hvort leyfilegt útgangsafl hérlendis
er 2,5 eða 4Wött, en ef menn fara að skrúfa stöðvarnar upp án þess
að vita hvað þeir eru að gera er hætta á að þeir fari að trufla
eitthvað annað og þá er stutt í að yfirvöld skrúfi
fyrir þá og geri stöðvarnar upptækar.
Sem aftur þýðir að viðkomandi yrði neitað um leyfi fyrir VHF stöð
næstu árin á eftir.
30.10.2002 at 18:13 #463912
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Daginn allir.
Ég hef heyrt að það þurfi að stilla loftnegið við hverja cb stöð fyrir sig. þar að segja að stilla viðnámið í loftnetinu á móti stöðinni. Viðnámið er breitilegt eftir lengd kapalsins. Ég fékk kunningja minn hjá nesradio til að gera þetta fyrir mig og mætti hann með einhvern mæli sem hann tengdi við loftnetið og svo var það skrúfað…..
Það hlítur að hafa eitthvaðað segja.Einnig hef ég heyrt að maður getur eiðilagt útgangs magnaran í stöðinni ef maður er að tala í hana án þess að hafa loftnetið tengt. En hef svosem ekkert fyrir mér í því.
Lengsta sem ég hef talað í stöð er yfir Breiðafjörð.
Var sjálfur á Barðastönd en talaði við jeppakalla á Snæfellsjökli.
30.10.2002 at 18:54 #463914Sæll nonni…
Það er rétt að það þarf að stilla þessar stöðvar eða réttara sagt er loftnetið stillt við bílinn. Þetta kallast standbylgjustilling.
Ég lét gera þetta í Radíóþjónustu Bjarna á Síðumúlanum í fyrra og þetta hafði gjörsamlega allt að segja. Fyrir stillingu þurfti ég að vera svo nálægt bílum til að heyra í þeim að ég hefði alveg eins getað kallað á milli, en svo fór draslið að virka eins og þetta á að gera!!!
30.10.2002 at 22:57 #463916Sælir.
Það kann ekki góðri lukku að stýra að tjúnna CB stöðina. Við það er mikil hætta á að þegar kallað er í stöðina heyrist það á fleiri en einni rás og einnig minnka talgæðin. Ekki gott.
Rétt stillt stöð á að geta dregið tugi kílómetra. En það eru nokur atriði sem þurfa að vera í lagi.
Það fyrsta og einfaldasta er straumurinn að stöðinni. Ef vírarnir að henni eru of grannir getur sendistyrkurinn minnkað umtalsvert. Ég hef sjálfur mælt minnkun um 25%. Ég mæli með minnst 2,5q vír, (helst 4q) og helst fram í geymi. Auðvitað gildir þetta bæði plúsinn og mínusinn.Svo er það loftnetið. Þar eru nokkur atriði sem ráða útkomunni.
Fyrst er það staðsetningin. Ef loftnetið er sett t.d. á hægra framhorn er það stefnuvirkt þannig að bestu skilirði eru á vinstra afturhorn. Því er miðjan á toppnum kjörstaður, en hver tímir því? Þá þarf að passa að loftnetið sé vel jarðbundið. Það er ekki sjálfgefið að góð jörð náist við að skrúfa festinguna á brettið. Það getur verið þokkalega einangrað frá bílnum með málningu og kítti. Gott getur verið að tengja húdd og bretti í hvalbak eða innrabretti til að fá pottþétta jörð.
Nú er komið að kaplinum. Hann þarf að vera af réttri gerð, RG58 (50 Ohma koaxkapall). Heppilegast er að lengd hans sé margfeldi af 1,82m. sem er ¼ bylgjulend rásar 19. (miðjan á því tíðnisviði sem stöðvarnar vinna á) Þessi formúla gildir í raun um loftnetsstöngina líka. Ef fjarlægðin frá þeim punkti þar sem loftnetið tengis jörð og upp í topp er margfeldi af 1,82m. (hluti lengdar vírsins getur verið inni í loftnetinu) á all að virka æðislega. Þó er alltaf best að stilla standbylgjuna með þar til gerðum mæli.Standbylgja myndast þegar lengd netsins er ekki rétt. Þá má segja að bylgjan rati ekki út úr loftnetinu, og fari til baka í stöðina. Það hefur í vægum tilfellum neikvæð áhrif á sendistyrkinn, en í slæmum stútar útganginum í stöðinni.
Þessi fræði gilda að sjálfsögðu í grófum dráttum líka um aðrar gerðir talstöðva en CB.
Með kveðju,
Emil Borg
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.