This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 18 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Bendi hér á skemmtilega uppskrift að helgarferð í kringum Kerlingarfjöllin sem við tókum í frábæru veðri um síðustu helgi. Fær flestum bílum en getur verið krefjandi fyrir óbeytta jeppa.
1. Föstudagskvöld.
Var farið inn í Kerlingarfjöll og gist þar í einni Nípunni. Lagt af stað úr RVK um 20, komið í náttstað um 23.
2. Laugardagur.
Haldið um kl 12 norðurfyrir Kerlingarfjöll í Setrið þar sem hádegisverður var snæddur. Haldið í suðurátt og hið fallega Kisugljúfur skoðað. Haldið áfram áleiðis að Klakk upp langar og krefjandi sandbrekkur og svo suðurfyrir Kerlingarfjöllin. Frábært útsýni allt inn á Vatnajökul. Komið niður á veginn inn að Leppistungum við Mosöldu og haldið inn í Leppistungur. Sídegissnarl snætt. Svo haldið áfram til norðurs með frábært útsýni á Langjökul og víðar. Kerlingin sem fjöllin heita eftir blasir við. Komið inn á Kerlingarfjallaveginn við brúna yfir Jökulfallið um 17:30 og hringnum lokað Í Kerlingarfjöllum nokkrum mínæutum síðar. Frábær hringleið sem tók 5 1/2 tíma með stoppum. Við tók grillað læri og heitir pottar í Kerlingarfjöllum.3. Sunnudagur.
Fengum okkur morgunkaffi í flottum restuarant í gamla skíðaskólanum, reyndar er hægt að fá þar morgunverð lika og aðstaðan er öll orðin frábær. Stórt og spennandi trambólín fyrir börn á öllum aldri. Skoðuðum svo gamla skíðasvæðið og hverasvæðið sem eru alveg stórkostleg. Útsýni norður á Skagafjörð. Héldum svo heim á leið um Kjalveg og komið í bæinn um 17:30.Mæli með þessu fyrir þá sem vilja fara aðeins krefjandi helgarferð í mjög fallegu umhverfi og með góða þjónustu í náttstað.
Snorri Ingimarsson
You must be logged in to reply to this topic.